Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
SMÁRALIND
GARRI pollajakki
Nú kr. 3.743.-
GARRI pollabuxur
Nú kr. 2.063.-
Allir krakkar, 12 ára og yngri,
sem koma í Icewear Magasín
í Smáralind í dag fá sápukúlur,
sundpoka og blöðru í sumargjöf
frá Icewear.
25%
S U M A R G L A Ð N I N G U R
afsláttur af barna regnfatnaði
GOLAregnjakki
Nú kr. 4.493.-
GOLA regnbuxu
Nú kr. 3.743.-
r
SUMARGJÖF
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég er mjög ánægður með viðræðurnar sem
ég hef átt við kollega mína hér á Íslandi,“ segir
Jan Broeks, undirhershöfðingi og yfirmaður
alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins,
en hann var staddur hér á landi í gær og fékk
meðal annars kynnisferð um varðskipið Þór,
auk þess sem hann ræddi við fulltrúa Íslands í
öryggis- og varnarmálum.
Hlutverk Broeks innan bandalagsins er að
samþætta starf herráða í höfuðstöðvum
bandalagsins við yfirstjórnendur herafla hans,
sem og við bandalagsríkin 29. Hann hefur því
mikla yfirsýn yfir framtíðarþróun Atlantshafs-
bandalagsins og segir að það fylgist mjög vel
með þróun mála í norðurhöfum, þar sem orðið
hafi vart við mun meiri viðveru Rússa á því
svæði. Broeks nefnir sem dæmi að norðurhafs-
floti Rússa hafi aftur verið settur á fót. „Þetta
veldur okkur áhyggjum, en það eru ekki bara
Rússar heldur eru Kínverjar einnig farnir að
láta meira til sín taka á norðurslóðum.“
Hann tekur fram að það sé ekki rétt að kalla
hegðun Rússa ógn við öryggi bandalagsins, en
að skjótt geti veður skipast í lofti og því sé
bandalagið á tánum hvað þetta varðar. „Það
felur meðal annars í sér mikla samvinnu við ís-
lensk stjórnvöld sem og önnur nálæg ríki eins
og Bandaríkin og Noreg við að semja áætlanir
um hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað
kemur upp á, þannig að Atlantshafsbandalagið
mun vera tilbúið til varnar ef þörf krefur.“
Spurður um afstöðu Eystrasaltsríkjanna til
Rússa segir Broeks að þau hafi sóst eftir frek-
ari ráðstöfunum bandalagsins til þess að
tryggja varnir þess eftir að Rússar innlimuðu
Krímskagann 2014, og að brugðist hafi verið
við þeirri beiðni. „Eitt af því sem þurfti að
skoða þá var hvernig við myndum treysta sam-
skiptalínur okkar yfir hafið, en þær innihalda
meðal annars Ísland, og eitt af því sem við höf-
um komið aftur á fót er sameiginleg yfirstjórn
sem situr í Norfolk í Bandaríkjunum sem á að
sjá um að þær samskiptalínur haldist opnar.“
Ísland gegnir lykilhlutverki
Broeks segir aðspurður að Ísland gegni
mjög mikilvægu hlutverki í varnarsamstarfi
vestrænna ríkja. „Ísland er eitt af stofnríkjum
bandalagsins og hefur verið hluti af uppbygg-
ingu þess í sjötíu ár sem er mjög mikilvægt. Í
öðru lagi veitir íslenska loftvarnakerfið banda-
laginu mikilvægar upplýsingar á hverjum ein-
asta degi.“
Hann segir að hlutverk Íslands í framtíðinni
verði meira sem staksteinn á milli Bandaríkj-
anna og Evrópu, frekar en að hér verði her á
friðartímum líkt og á tímum kalda stríðsins.
„Ég veit ekki hvort við myndum sjá herlið
koma aftur líkt og í fyrndinni, því að þegar við
erum að styrkja varnir bandalagsins er ekki
endilega þörf að vera með viðveru í hverju
ríki,“ segir Broeks, en bætir við að líklega
verði meira af heræfingum hér á landi eða í ná-
grenni þess á komandi misserum. „Þetta er
allt hluti af því hvernig við tryggjum sameig-
inlegar varnir bandalagsríkjanna, og Ísland
gegnir mikilvægu hlutverki í því.“
Samstaðan skiptir máli
-En hvernig er hægt að ráða fram úr þeirri
stöðu sem komin er upp gagnvart Rússlandi?
Broeks segir að Atlantshafsbandalagið sé að
reyna að hafa áhrif á þankagang Rússa í varn-
ar- og öryggismálum þannig að þeir íhugi af-
leiðingar aðgerða sinna. „Samstaða og eining
bandalagsríkjanna skiptir þar miklu máli og
við erum að sýna það á góðan og styrkan hátt.“
Broeks segir mikilvægt að bandalagið freistist
ekki til að mæta hernaðaruppbyggingu Rússa
með meiri uppbyggingu eins og Rússar vilji
heldur eigi það að einbeita sér að því að gera
eigin varnir trúverðugar og styrkar.
Hann víkur að því að í ár eru 70 ár frá stofn-
un bandalagsins. „Arfleifð þess er sú að það
hefur varðveitt friðinn í þessi sjötíu ár og sýnt
getuna til þess að vaxa úr tólf og upp í 29,
bráðum 30 þjóðir. Þannig höfum við tryggt ör-
yggi þessara ríkja og dyrnar eru enn opnar
fyrir önnur ríki.“ Broeks segist því sjá mikla
vaxtarmöguleika í framtíðinni. „Atlantshafs-
bandalagið er komið til að vera.“
Höfum varðveitt friðinn í sjötíu ár
Jan Broeks, yfirmaður alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér stöðu mála hér á
landi í gær Segir að Ísland hafi og muni gegna lykilhlutverki við að tryggja sameiginlegar varnir
Morgunblaðið/RAX
Í brúnni Jan Broeks, yfirmaður alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins kynnti sér stöðu
öryggis- og varnarmála hér á landi í gær og fékk meðal annars kynningu á varðskipinu Þór.