Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 37
✝ HildegardValdason (fædd Allihn) fædd- ist í Königsberg í Austur-Prússlandi 12. október 1919. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 7. apríl 2019. Hildegard var dóttir hjónanna Gertrude Allihn Sommer, f. 14. september 1890, d. 5. nóvember 1970, og Max Allihn, f. 8. maí 1888, d. 10. ágúst 1946, þau skildu. Systir Hildegard var Rosemary Allihn, f. 9. apríl 1917, d. 15. september 2009. Hil- degard giftist 12. febrúar 1952 Páli Valdasyni f. 14. júní 1900, d. 7. júní 2000. Foreldrar hans voru Valdi Jónsson og Halldóra Pálsdóttir, sem lést af barns- förum 27. júní 1900. Með Páli átti hún: tvíburadæturnar 1) Guðrúnu Rós og 2) Vigdísi Kristínu, f. 19. september 1952. Vigdís er gift Þorbirni Guðbjörnssyni, f. 7. júní 1959, og eiga þau soninn Brynjar. Guð- rún á synina Vigni Grétar, lát- inn, og Veigar Pál. 3) Halldóra Margrét, f. 29. ágúst 1957. Hún er í sambúð með Konráði Hjalta- syni, f. 13. febrúar 1956. Þeirra liði Rauða krossins, á járn- brautarstöðinni í Königsberg urðu allir að flýja undan innrás Rússa. Hildegard náði við illan leik til Danzig (Gdansk) í Pól- landi og þaðan fór hún með kaf- báti til Travemünde í Vestur- Þýskalandi. Þar hitti hún fyrir móður sína og systur, sem einnig náðu að flýja heimahagana tveim mánuðum fyrr. Það var fyrst árið 1947 sem Hildegard fékk bréf frá yfirvaldinu, sem staðfesti hvarf kafbátsins U-342. Eftir að hafa séð auglýsingu ís- lenska sendiráðsins í þýsku dag- blaði árið 1948 réði hún sig sem sjúkraliði til starfa á berklahæl- inu Vífilsstöðum til 18 mánaða. Hún kom til Íslands með Brúar- fossi 28. mars 1949, ásamt sjö öðrum konum frá Lübeck. Þær dreifðust á Landspítalann og á berklahælið á Vífilsstöðum. Fyrstu hjúskaparárin með Páli voru í Hafnarfirði, en 1959 fluttu þau á prestsetrið á Þing- völlum, þar sem Páll var settur þjóðgarðsvörður til eins árs. Þar bjuggu þau til ársloka 1960 en einnig á ríkisjörðinni Gjábakka í sömu sveit. Haustið 1963 fluttu þau aftur til Hafnarfjarðar, fyrst að Grænukinn 14 og frá 1972 að Álfaskeiði 82. Síðustu árin bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsferill Hildegard á Íslandi eftir veruna á Þingvöllum sner- ist fyrst og fremst um uppeldi og velferð barnanna. Útför Hildegard fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju 17. apríl 2019. dætur eru Þyrí Dröfn og Helena. Fyrir átti Hildegard soninn Helga Klaus, f. 19.12. 1950 á Ís- landi. Hann er gift- ur Eygló Guð- mundsdóttur, f. 9. júní 1953. Þeirra dætur eru Hildur Íris, Eva Lind og Helga Lísa. Lang- ömmubörnin eru orðin 16. Hildegard ólst upp í Königs- berg í Austur-Prússlandi og í bænum Ziebigk hjá Dessau í Norðaustur-Þýskalandi. Hún lærði til leikskólakennara í Königsberg og rak þar leik- skóla, allt þar til honum var lok- að haustið 1944 vegna yfir- vofandi hættu á innrás Rússa inn í borgina. Vorið 1943 kynntist hún Klaus Bernbeck, sem var þá við nám í kafbátastjórnun í hafn- arbænum Pillau. Þau trúlofuðu sig í desember 1943. Í apríl 1944 fór liðsforinginn Klaus Bern- beck í sína hinstu för með kaf- bátnum U-342, en honum var sökkt suðvestur af Íslandi af kanadískum flugbáti 17. apríl 1944. Allir um borð, 51 að tölu, fórust. Í febrúar 1945, þegar Hildegard starfaði sem sjúkra- Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þinn sonur Helgi Klaus. 7. apríl síðastliðinn kvaddi tengdamóðir mín þennan heim, södd lífdaga á hundraðasta aldursári sínu. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Kærar þakkir, elsku Hilla, fyrir samfylgdina og góða ferð í sumarlandið. Eygló. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Minningarnar um þig eru óteljandi, enda ófáar ferðirnar sem við hlupum upp til þín í heimsókn. Þú tókst alltaf vel á móti okk- ur með bros á vör og tilbúin að bera á borðið kræsingar sem þú vissir að við elskuðum. Þar er minnisstæðast „fjanda“, „hebchin með marmel- aði“, tómatsúpa og súkkulaði- rúsínur. Þú varst alltaf svo uppfinn- ingasöm og tilbúin að leika við okkur, skemmtilegast fannst okkur þegar þú föndraðir eða spilaðir völundaspilið. Það var ævintýri líkast þegar þú stundum opnaðir gamla boxið þitt, með ýmsum munum frá Þýskalandi, og þá fylgdu með lygilegar en sannar sögur sem snertu okkur og munu fylgja okkur alla ævi. Við höfum lært ýmislegt af þér, þar á meðal hvernig á að standa með sjálfum sér, að engin vandamál eru óleysanleg og maður getur allt sem maður vill. Elsku amma, við gátum alltaf verið stoltar af þér því þú kunnir sko að skvísa þig upp. Hvíti pels- inn, húfan í stíl og perlufesti var þinn standard. Við erum þakklátar fyrir að þú hafir verið stór hluti af lífi okkar og munum við geyma þig í hjört- um okkar alla ævi. Við vitum nú að þú ert komin á ströndina með Klaus þínum, eins og þú hafðir alltaf óskað. Hildur Íris, Eva Lind og Helga Lísa. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Amma Hilla sem alltaf var svo fín og flott, gekk um bein í baki með nýlagað hárið og vel tilhöfð. Við deildum sameiginlegu áhugamáli sem var að kaupa okkur fín og falleg föt. Amma var alla tíð án efa smartasta frúin í Hafnarfirði á hvítum Daihatsu Charade. Við eigum mikið af minningum úr barnæsku í Álfaskeiðinu. Mamma sá til þess að við færum mjög mikið í Hafnarfjörðinn þó að við byggjum uppi í sveit að hennar sögn (í Grafarvogi). Hjá ömmu var töluð þýska, sem reyndist okkur barnabörnunum vel í seinni tíð. Maturinn hennar stóð upp úr, við fengum epli með sykri, normalbrauð ásamt spag- hettí og núddlehjen sem er ennþá uppáhald okkar margra. Amma var beinskeytt og oft ekki tekið út með sældinni að skreppa með henni í bæinn. Henni fannst ýmist vínarbrauðið í bakaríinu of lítið eða of dýrt, af- greiðslustúlkan ekki nógu kurt- eis eða bara drasl á borðunum, þá var ekki legið á skoðunum sín- um. Hún saumaði fyrir tískugöt- in á gallabuxunum okkar og henti magabolunum, og ekki má gleyma þegar hún stoppaði í hvíta sokka hjá Veigari og Vigni með rauðum ullartvinna. Hún átti það til að nálgast hlutina á sinn hátt, spurði mynd- arlegan mann um fimmtugt í veislu hjá mér í hvaða mennta- skóla hann væri eða vinkonur mínar af hverju þær væru í svona litlum fötum. Þegar hún kom í Séð og heyrt og var að skamma Subway fyrir að kalla bátana sína kafbáta, enda væru kafbátar skip. Þetta var einmitt hennar karakter. Amma var með risastórt hjarta og áttu börnin hennar, við barnabörnin og svo í seinni tíð barnabarnabörnin sérstakan stað þar sem gerir sorgina erfið- ari. Ég gleymi því aldrei þegar ég kynnti ömmu fyrir Jósa mínum og hún ákvað að sýna honum nýj- ustu fatakaupin sem voru sund- bolur og sundhetta með rauðum blómum, hún gekk inn í stofu bein í baki eins og fegurðar- drottning á sýningarpalli 86 ára í sundbol, það datt af honum and- litið. Heimsóknirnar á Hrafnistu voru skemmtilegar, sérstaklega þegar við vorum með tvíburas- telpurnar okkar litlar, Emblu og Emilíu, það lifnaði yfir Hrafnistu og vissu margir að hún átti tví- bura líka, Gunnu og Viggu. Mamma mín hefur alltaf verið dugleg að fara með börnin okkar til hennar, við erum svo þakklát fyrir það í dag. Þegar ég lít til baka má með sanni segja að amma hafi verið einstök og merkileg þýsk kona, með einstaka sögu. Ég er þakk- lát fyrir það hlutverk sem amma hefur leikið í lífi okkar fjölskyld- unnar. Amma á einstök börn sem hafa hugsað vel um hana alla tíð. Við munum minnast hennar með sól í hjarta og halda þýska stál- inu á lofti. Ég veit að Vignir, afi og Klaus taka vel á móti þér. Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. En gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur við mig sálmakvæðin fögur sofna ég þá bæði blítt og rótt. (Guðrún Jóhannsdóttir) Takk fyrir allt elsku amma, hvíl í friði. Þyrí, Jóhannes (Jósi), Sölvi, Embla og Emilía. Hildegard Valdason Allihn var rétt að detta á. Útilegur, veiðiferðir, borgarferðir, allt var þetta inni í plönunum. Ekki það að við hefðum ekki átt margar slíkar í gegnum tíðina. Útilegur um versló með börnunum okkar frá því þau voru lítil, veiðiferðir og árvissir rjúpnatúrar á æsku- slóðirnar voru hluti af mörgum gleðistundum sem við áttum saman. Alltaf stóð heimili ykkar Ágústu okkur hjónum og fjöl- skyldu opið hvenær sem við þurftum á því að halda. Og alltaf var sama glaðlega viðmótið og yfirleitt slegið upp veislu ef frændi að norðan mætti í bæinn. Gjarnan var dreypt á einhverj- um guðaveigum við flest slík tækifæri, en það var bara hluti af þínum glaðværa lífsstíl. Þessa sakna ég alls mjög og ég held að lífið verði aldrei eins skemmti- legt og það hefði verið ef þú hefð- ir ekki kvatt svona snöggt. Fjöl- skyldu þinni, sem er mér mjög kær, og þínum stóra vinahópi sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Farðu sæll, frændi. Vignir. Ertu þá bara farinn, elsku vinur? Ósköp var þetta snöggt og óvægið högg að fá fréttir af kveðjustundinni þinni svona al- veg óundirbúið. Sumarið á næstu grösum og golfhringirnir með tilheyrandi matarboðum og ræðuhöldum biðu okkar næst við hornið. Ég hlakkaði mikið til að njóta frásagnarlistar þinnar á góðra vina stundum. Ef ætti að finna einhverja persónu í bók- menntasögunni til að lýsa þér best væri það án efa herforing- inn Lorens Löwenhielmi í gesta- boði Babettu þar sem hann ber boð Babettu saman við Café Anglais í París. Við sem kynnt- ust þinni gáfu í matarlist kom- umst ævinlega á hærra tilveru- stig við að fá útskýringar hinna djúpu leyndardóma góðra máls- verðra og viðeigandi veiga þeim tilheyrandi. Kátínan, jákvæðnin og bjartsýnin ávallt í fyrirrúmi. Maður veltir því fyrir sér hvort röðin sé nú komin að englum himinsins að njóta þinnar dásamlegu frásagnarlistar þar sem þitt hlutskipti er óumdeil- anlega að vera hrókur alls fagn- aðar. Það versta er þó að við sem eftir sitjum búum í sáru djúpu tómarúmi. Í hádegi hvers virks dags kom annað ekki til greina en að skreppa út í Austurver, Nóatún, og fá okkur heit svið. „Maður fær aldrei leiða á sviðum,“ varstu vanur að segja. Við áttum það sameiginlegt að vera sveitapiltar á þessu sviði. Ég bauð upp á ískaldan pilsner svona rétt til að renna síðasta bitanum niður en þú afþakkaðir iðulega slík boð að mestu leyti. „Ég tími ekki að eyða góðum þorsta í pilsner,“ var viðkvæðið og svo hlegið. Ein spurning. Af hverju hafa svið ekki fengist í landinu í tíu daga frá því þú kvaddir? Bertha mín er með þá skýringu að ættfeður þínir hafi sennilega reiknað með mikilli sviðaveislu. Allt er órann- sakanlegt. Þorsteinn, þú varst alæta á tónlist en oft kom ég að þér og þú búinn að setja á youtube-fón- inn lagið „With a Little Help From My Friends“ með Joe Cocker. Greinilega stutt í hipp- ann og rokkarann hjá mínum. Þú stóðst upp og yfirgafst okkur snögglega. Svolítið hrana- legt af þér, Steini minn, en kannski líka karlmannlegt eins og við var að búast af þér. En þú mátt vita það, vinur, að við fyrir- gefum þér öll þessa sláandi framkomu af þinni hálfu að sinni. En reyndar verður það mál bet- ur tekið fyrir síðar. Það er erfitt að sjá á eftir þér, elsku Steini, en lífið heldur áfram varstu vanur að segja. Kannski hittumst við síðar á Café Anglais annars staðar en í París? Þinn vinur eilíflega, Geir Jón Grettisson. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR lést 16. apríl á Hrafnistu í Reykjavík. Ágúst Óskar Sigurðsson Anna María Úlfarsdóttir Anna Þórdís Sigurðardóttir Rainer Lischetzki Edda Björk Sigurðardóttir Jón Ármann Guðjónsson og barnabörn Elskuleg frænka okkar, LÁRA VIGFÚSDÓTTIR innanhússarkitekt, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á öldrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal föstudaginn 19. apríl. Útför hennar verður tilkynnt síðar. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA J. GUÐNADÓTTIR, Norðurbakka 1C, Hafnarfirði, áður búsett að Selási 8, Egilsstöðum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. apríl klukkan 15. Karl Guðni Erlingsson Vaiva Drilingaité Irma Jóhanna Erlingsdóttir Geir Svansson Rósa Guðrún Erlingsdóttir Otti Hólm Elínarson Jónas Garðar Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislegi STEFÁN MÁR HARALDSSON sjóntækjafræðingur, Daggarvöllum 5, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 21. apríl á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Útför auglýst síðar. Eva Dís Þórðardóttir Alexander Rafn Stefánsson Patrekur Rafn Stefánsson Helga S. Sigurðardóttir Haraldur Stefánsson Sævar Ingi Haraldsson Sigurlaug Jónsdóttir Kristinn Freyr Haraldsson Ásthildur Knútsdóttir og fjölskylda Ástkær bróðir okkar og frændi, ÞÓRÓLFUR HELGASON bóndi, frá Tungu í Gönguskörðum, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 16. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 2. maí klukkan 14. Andrés Helgason Ásdís Edda Ásgeirsdóttir Ásgeir Már Andrésson Sandra Ólafsdóttir Elísabet Rán Andrésdóttir Benedikt Egill Árnason Gunnar Þór Andrésson Elisa Saukko og systur hins látna Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS A. LINNET, vélfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 12. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. apríl kl. 13. Innilegar þakkir til starfsfólks Bylgjuhrauns Hrafnistu fyrir frábæra umönnun undanfarin 11 ár. Hafsteinn Linnet Anna Snjólaug Arnardóttir Gunnar Linnet Elín Gísladóttir Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur H. Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.