Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 48

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 48
Sjónvarpsstjarna Herra Hnetusmjör við frumsýn- inguna á þættinum Kling Kling í Smárabíói á dögunum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN VERNDAR GEGN NÚNINGI OG SLITI MYNDAR STERKA HLÍFÐARHÚÐ VERNDAR GEGN ÞURRKI Á GÚMÍ OG PLASTI SÍLIKON SMUREFNI FYRIR BÍLA Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Herra Hnetusmjör sló í gegn með fyrsta alvörulaginu sínu 2014 og plötunni Flottur skrákur ári síð- ar og síðan KÓPBOI og Hetjan úr hverfinu. Reyndar merkilegt að tala um plötur því hann hefur ekki gefið neitt út í föstu formi. Hann segir fyrirmyndir sínar fyrst og fremst úr bandaríska rappheiminum, enda ekki mikið að gerast hér á Íslandi á þeim tíma sem hann var að þróa tónlistarsmekkinn. „Ég var fjög- urra ár þegar Rottweiler-sprengjan var og svo var ég ekkert að tengja við íslenska rappið sem var í gangi þegar ég var 10 til 12 ára. Þannig að ég var bara að hlusta á banda- ríska rappið, 2Pac og Rick Ross og þannig,“ segir Herrann en yrkir mikið um að græða peninga og einnig um hvað hann er að fást við í daglegu lífi. „Lengi vel í rappsenunni á Íslandi var ekki kúl að eiga pening og meira kúl að eiga ekki pening og erfiða,“ bætir hann við til þess að leggja áherslu á að áhrifin hans eru úr banda- ríska rappinu. Fór í meðferð og leggur áherslu á fagmennsku Það er ekkert rugl á Herranum. Hann fór í meðferð fyrir rúmum tveimur árum og leggur mikið upp úr því að vera fagmaður, „labba inn, labba út“, eins og segir í lagi. Hann sér ekki fram á að hann verði að eilífu í því að rappa og er með ýmislegt á prjónunum. „Ég er með rosalegt verkefni núna sem ég má reyndar alls ekkert tala um en það kemur í ljós í sumar. Það á að vera þannig að ég geti hætt að rappa og gert eitthvað annað án þess að hafa áhyggjur af tekjum.“ Með nýjan sjónvarps- þátt Nú er hann hins vegar kominn á nýjar slóðir því í síðustu viku birtist fyrsti sjónvarpsþátt- urinn hans á Sjónvarpi Símans Premium, Klink Klink. Þar fær hann til sín einn gest og prófar ým- islegt með honum, til dæmis bíla, gistingu, mat og fleira. Hann segir að þetta eigi vel við sig og hann gæti vel hugsað sér að vinna meira í sjónvarpi. Á balli með Stjórninni Hann segist reyndar alltaf vera til í að prófa eitthvað nýtt, eins og hann gerði um páskana þegar hann fór og skemmti með Stjórninni. „Það var bara geggjað. Þau tóku klukkutíma sett og svo kom ég með mitt og svo komu þau aftur, við vor- um aldrei saman á sviðinu,“ segir Herrann um giggið með Stjórninni sem fór fram á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. „Svo keyrðum við Eg- ill spegill plötusnúðurinn minn með þeim til Akureyrar frá Egils- stöðum. Við vorum bara að skoða Goðafoss með Siggu og Grétari og eitthvað,“ bætir hann við og segir að það hafi verið gaman að fá inn- sýn í þeirra heim. „Shit hvað ég myndi ekki nenna þessu; að vera fimm saman í hljómsveit, setja upp sjálfur og þurfa að keyra allt í rút- um. Við erum svo miklar pempíur í dag. Við spilum ekki ef við fljúgum ekki,“ segir Herrann hlæjandi. „Ætla mér að eiga nógan pening til þess að þurfa ekki að vinna“ Árni Páll Árnason er nafn sem segir fólki sennilega ekki mikið. Herra Hnetusmjör, sem er listamannsnafn hans, vekur heldur meiri við- brögð. Grafík Útliti þáttanna átti að svipa til Grand Theft Auto-tölvuleikjanna. Í upphafi Herra Hnetu- smjör á sviði fyrir þremur árum. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.