Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleik- ara er hrósað af gagnrýnanda Los Angeles Times fyrir frammistöðuna í Walt Disney-tónleikahöllinni á páskadag. Einsleikstónleikanir komu til með frekar skömmum fyr- irvara en þegar Murray Perahia neyddist fyrir skömmu til að aflýsa tónleikaferð var leitað til Víkings sem lék verk eftir J.S. Bach fyrir hlé og Philip Glass eftir hlé. Mark Swed, margreyndur rýnir Los Angeles Times, segir Víking bæði umtalaðan og svalan og í langri og persónulegri umfjöllun viður- kennir hann að hafa verið haldinn ákveðnum fordómum gagnvart túlk- un Víkings á verkum beggja tón- skáldanna – en á tónleikunum hafi hann skipt um skoðun. Swed segir það val Víkings að flytja etýður eftir Glass á sinni fyrstu plötu hjá Deutsche Grammop- hon hafa verið djarft en að leika Bach á annarri plötunni frekar auð- velt, við fyrstu sýn, en báðar hafi slegið í gegn og hlotið mikið lof. Á tónleikunum lék listamaðurinn verk af báðum plötum og segist Swan hafa fallið fyrir túlkuninni. Víkingur sé hrífandi túlkandi sem skapi ein- stakt hljóðrænt landslag. „Tónlistin virðist kalla fram víðáttur Íslands og maður heyrir flöktandi litbrigði landsins á snjó og vatni þar sem þau taka á sig ólýsanleg form. Bak- grunnur verður forgrunnur, og öf- ugt. Ólafsson fangar það sem myndavélar ná ekki,“ skrifar hann hrifinn. Rýnirinn segir Víking fara óhefð- bundnar leiðir í samsetningu verka Bachs en flæðið hafi verið hnökra- laust. Stíllega segir hann nálgun píanóleikarans afar „svala“ en nái fram algjörum ferskleika þar sem laglínur öðlist eigið líf og þá hrósar hann með myndrænum hætti túlk- uninni í mótun laglína og undirleiks með þeim. Swan hælir ekki síður túlkuninni á verkum Glass, sem hafi verið svo hlý „að á stundum hljómaði hún varla eins og Glass“. Eftir tónleikana fór rýnirinn heim og hlýddi á marglofaða nýja upp- töku Perahia á verkum eftir Bach. Hann segir ekki sanngjarnt að bera þá Víking saman, sá síðarnefndi helmingi yngri, en Swan sé þó kom- inn í aðdáendahópinn, og skipti um plötu, fór þess í stað að hlusta á Vík- ing Heiðar. Leikur Víkings Heiðars dró fram „flökt- andi litbrigði landsins“ skrifar rýnir Morgunblaðið/Eggert Píanóleikarinn Rýnir Los Angeles Times hælir leik Víkings Heiðars í hástert. STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta er 355 ára gamalt tímalaust verk sem á fullt erindi við samtím- ann. Verkið er hápólitískt þar sem dregin er upp mynd af loddaranum Guðreði sem er birtingarmynd þeirra sem græða á öðrum með því að ná tangarhaldi á þeim. Loddarinn á hugsanlega enn betur við í dag í allri græðgisvæðingunni,“ segir Stefan Metz, leikstjóri Loddarans, sem frumsýndur verður í Þjóðleik- húsinu á laugardaginn kemur. Loddarinn, sem heitir á frummál- inu Tartuffe, er eftir franska leik- skáldið Molière. Aðalpersónan, Guð- reður, hefur öðlast aðdáun og traust heimilisföðurins Orgeirs sem hann vefur um fingur sér. Guðreður nær stjórn á lífi Orgeirs og fjölskyldu en Guðreði verður ekki um sel þegar Orgeir býður honum að giftast dótt- ur sinni. Metz vonast til þess að áhorf- endur fái skemmtun út úr sýning- unni en einnig að þeir fari hugsi út úr húsi. „Góður gamanleikur gleður, vekur til umhugsunar og kemur við tilfinningar fólks. Í gamanleik endar einhver á botninum. Tími sannleik- ans rennur upp og hann er ekki allt- af skemmtilegur,“ segir Metz sem leikstýrir í fimmta sinn á Íslandi og í fjórða sinn sér Sean Mackaoui um leikmynd og búninga í uppfærslu hans. Þeir hófu samstarf árið 2011 og hafa á þeim tíma komið að upp- setningu leikrita í Svíþjóð, Íslandi og Spáni. „Við erum báðir búsettir í Madríd á Spáni en vinnum mest í Svíþjóð, svo á Íslandi en minnst þar sem við búum,“ segir Sean, sem líkar vel að vinna hér á landi. Fagfólk í Þjóðleikhúsinu „Þegar ég kem með hugmynd er það aldrei neitt mál og hlutirnir ganga mjög vel fyrir sig. Ég set hug- myndir mínar fyrir tækniliðið og hef svo ekki meiri áhyggjur. Þau leysa málið með bros á vör,“ segir Mackao- ui sem tekur fram að það sé gott að vinna með fagfólkinu í Þjóðleikhúsinu við uppsetningu leiksviðs og búninga. Það sé ástæða þess að hann taki nú þátt í fjórðu uppsetningunni í húsinu. Sýningar sem Metz og Mackaoui hafa sett upp eru Eldraunin árið 2014, Fjalla-Eyvindur 2015, Horft frá brúnni 2016 og nú Loddarinn. „Ég segi sama og Mackaoui; það er frábært að vinna með leikurum Þjóð- leikhússins. Þeir eru mjög opnir, já- kvæðir og tilbúnir að prófa ýmislegt. Ég kom hér fyrst 1999 með uppsetn- ingu á Krítarhringnum eftir Bertolt Brecht. Í þeirri uppsetningu lék með- al annars Ragnheiður Steindórs- dóttir, sem er mikil vinkona mín og leikur enn í verkum sem ég set upp 20 árum síðar,“ segir Metz sem segir mjög gott að vinna með sömu leik- urunum. Hann segir Hilmi Snæ Guðnason hafa tekið þátt í þremur af fjórum sýningum sem hann hafi leik- stýrt. Metz er ánægður með nýja þýðingu Hallgríms Helgasonar á Loddaranum en textinn er að mestu leyti fluttur í bundu máli. „Þar sem Loddarinn er tímalaust leikrit er sjónræn nálgun einnig tímalaus. Við vildum hvorki hafa leikritið í anda 17. aldar né þeirrar 21. Það hefði verið of gegnsætt og í anda þess sem ríkir í heiminum í dag þar sem auðvelt er að sjá í gegnum valdamenn eins og Trump í Banda- ríkjunum og Bolsonaro í Brasilíu,“ segir Metz og Mackaoui bætir við að hann vilji ekki greina frá því hvernig búningarnir verða. Það muni von- andi koma áhorfendum á óvart. „Þar sem sviðið er ekki stórt og leikararnir þurfa mikið pláss er ekki mikið um leikmuni. Ég fékk inn- blásturinn að leikmyndinni á safni í Róm og flutti því með mér tvo upp- stoppaða páfugla, hreindýrshaus og uppstoppaða önd,“ segir Mackaoui sem var búinn að gera ráðstafanir svo hann yrði ekki stoppaður í toll- gæslu við komuna til landsins með uppstoppuðu dýrin. Gott að skiptast á skoðunum Metz segir að ákvörðun um að setja upp Loddarann hafi verið tekin í samráði við Ara Matthíasson þjóð- leikhússtjóra. „Við köstum fram hugmyndum í byrjun og förum svo af stað í ferðalag. Oftast nær endar ferðalagið á allt öðrum stað en byrj- að var á. Loddarinn talar einfaldlega vel inn í samfélagið í dag þar sem græðgin og siðleysið ráða ríkjum og lítil samkennd ríkir,“ segir Metz sem telur gott fyrir leiklistina að skiptast á skoðunum við áhorfendur líkt og gert verður eftir sjöttu sýningu Loddarans 17. maí og á málfunda- röðinni Samtal við leikhús til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í Veröld – húsi Vigdísar 29. apríl kl. 17. Þátt- takendur í pallborði verða Guðjón Davíð Karlsson leikari, Hallgrímur Helgason þýðandi, Hallveig Kristín Eiríksdóttir aðstoðarleikstjóri og Guðrún Kristinsdóttir doktorsnemi, en Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir umræðum. Leikendur í Loddaranum eru Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Dóra Jóhannsdóttir. Græðgi og siðleysi ráða ríkjum  Gamanleikur eftir Molière í Þjóðleikhúsinu  Loddarinn talar til samtímans  Sannleikurinn ekki alltaf skemmtilegur  Hápólitískt verk  Leikstjórinn vonar að áhorfendur fari hugsi úr húsi Ljósmynd/Hörður Sveinsson Morgunblaðið/Hari Tvíeyki Sean Mackaoui og Stefan Metz. Uppnám Hilmir Snær, Guðjón Davíð og Nína Dögg í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.