Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Tveggja pósta lyftur með 3 til
B ÍLALYFTUR
Höfum á boðstólum mikið úrval af lyftum
og fylgihlutum fyrir allar gerðir bíla
4, 6 og 8 pósta lyftur með 4 til 40 tonna
lyftigetu. Fjöldi auka og hjálpartækja svo sem
millitjakkar, hristarar og hjólaskoðunarplattar.
Niðurgrafnar lyftur. Margir möguleikar
á lyftiörmum og útfærslum á lyftum.
3 til 7 tonna skæralyftur einfaldar eða
tvöfaldar, einnig fáanlegar galvaníseraðar.
Fjölbreytt úrval af lyfti örmum, t.d. extra lágir armar
fyrir sportbíla og upphækkaðir armar
fyrir grindarbíla.
Áratuga reynsla starfsmanna Vélasölunnar og fjölbreytt vöruúrval, gerir Vélasöluna
að einu öflugasta þjónustufyrirtæki við iðnað og sjávarútveg á Íslandi.
5 tonna lyftigetu.
Dugguvogi 4 · 104 Reykjavík
Sími, 520 0000 · www.velasalan.is
Í dag er alþjóð-
legur dagur vitund-
arvakningar um
foreldraútilokun, sem
er það þegar barni
eru að ástæðulausu
innrættar neikvæðar
tilfinningar s.s. ótti,
hatur og fyrirlitning í
garð foreldris, oft í
tengslum við skilnað
og/eða forsjárdeilur.
Barnið sýnir þá mjög sterka af-
stöðu með foreldrinu sem beitir úti-
lokuninni en hafnar algerlega sam-
bandi við hitt foreldrið. Oft nær
útilokunin til allra í fjölskyldu og
vinahring útilokaða foreldrisins. Af-
leiðingarnar fyrir barnið eru alvar-
legar og langvarandi.
Samkvæmt könnun sem Félag
um foreldrajafnrétti fékk gerða í
apríl 2017 þekkja 36,7% Íslendinga
barn eða uppkomið barn sem hefur
verið synjað að einhverju eða öllu
leyti um að umgangast annað for-
eldri sitt. Í hverri viku hafa for-
eldrar, ömmur og afar samband við
félagið til að leita ráða gegn þessu
ofbeldi. Nýlega barst félaginu bréf
sem útskýrir vel líðan foreldris sem
er þolandi þessa ofbeldis. Gefum
foreldrinu orðið:
Erfiður dagur
Í dag er erfiður dagur. Eftir
langan góðan kafla helltist hún aft-
ur yfir mig í morgun, sorgin yfir
því að hitta ekki börnin mín, yfir að
hafa tapað sambandinu
við þá einstaklinga í
heiminum sem skipta
mig meira máli en lífið
sjálft.
Flestir hafa upplifað
að týna barninu sínu
smástund, í Hagkaup,
niðri í bæ á 17. júní eða
álíka. Hjartað stoppar,
allur heimurinnn fer í
„slómó“ og svo tekur
adrenalínið völdin.
Engin hugsun kemst
að önnur en að finna
barnið og sem betur fer tekur það
yfirleitt stutta stund.
Foreldri sem hefur misst allt
samband við barnið sitt vaknar
hvern einasta dag eins og það hafi
týnt barninu sínu í gær og að það
hafi ekki fundist. Það líða aldrei
meira en örfáar sekúndur frá því
augun opnast á morgnana og þang-
að til það skellur á manni af fullum
þunga. Eins og vörubíll á fullri ferð.
Að barnið er horfið þér, það óttast
þig og jafnvel fyrirlítur án nokk-
urrar gildrar ástæðu, nema heiftar
hins foreldrisins. Hver dagur er
fullur af angist og þráhyggju-
kenndum hugsunum þar sem þú
ferð aftur og aftur og aftur í gegn-
um það hvað hefur gerst og hvað
væri mögulega hægt að gera til að
„finna“ barnið aftur.
Allir dagar eru litaðir þessum
hugsunum, sorginni yfir missinum
og því sem er verið að gera
barninu. Suma daga er það bara
eins og ca. 30% vinna að hafa allar
þessar hugsanir í bakhöfðinu og
þyngslin í brjóstinu. Aðrir dagar
eru verri og þá er býsna gott ef þú
getur mætt í vinnu og feikað þig í
gegnum daginn. Þegar þú átt
slæman dag er engin leið að forða
sér. Trukkurinn keyrir þig á kaf af
fullum þunga.
Þá er gott að eiga einhvern að
sem skilur, því eitt af því sem gerir
þetta ofbeldi enn verra er þegar
þarf að útskýra málið fyrir vinum
og kunningjum. Þú ert kannski í
fermingarveislu og einhver fjar-
skyldur ættingi segir: „Hvað er að
frétta af syni þínum, er hann kom-
inn í menntaskóla?“ Eða: „Ég sá
stelpuna þína keppa í fótbolta um
daginn, rosalega er hún lík þér!“
Hvernig er þá hægt að segja frá
því án þess að fara að gráta fyrir
framan alla að þú hefur ekki séð
barnið þitt í mörg ár? Að það hefur
lokað á öll samskipti við þig og hitt
foreldri þess ber út sögur um að
það sé hrætt við þig um leið og það
lætur jafnvel að því liggja að þú
hafir beitt það ofbeldi?
Ef þú ert faðir er alveg sama
hvað þú áttir gott samband við
barnið þitt fyrir skilnað, þegar tek-
ist hefur að eitra samband barnsins
þíns við þig er almenningsálitið
tilbúið að trúa flestu upp á þig. Að
vera útilokuð móðir er enn verra.
Fordómar í garð mæðra sem missa
tengsl við börnin sín eru grimmi-
legir. „Eitthvað hefur nú gengið á
fyrst barnið neitar að hitta móður
sína,“ segir fólk. Líka gott fólk eins
og þú sem hugsar kannski sem svo:
„Það eru nú alveg til foreldrar sem
ættu ekkert að umgangast börnin
sín.“ Og það er alveg rétt. Þeir eru
til. En einkennin á þeim tilfellum
eru mjög ólík einkennunum á of-
beldinu foreldraútilokun og það er
mikilvægt að þekkja muninn.
Það ætti að hringja viðvörunar-
bjöllum ef foreldri sem átti mjög
gott samband við börnin sín fyrir
skilnað er allt í einu orðið svo vont
eftir skilnað að það þykir ástæða til
að klippa á allt samband við það.
Það ætti líka að hringja viðvörunar-
bjöllum ef barn sér ekkert gott við
útilokaða foreldrið og ekkert slæmt
við elskaða foreldrið. Börn sem
hafa raunverulega verið beitt of-
beldi af foreldri sínu eru nánast
alltaf tilbúin að mæla því bót –
nema í tilfellum foreldraútilokunar.
Þögn, skömm og fordómar eru
bestu vinir þeirra sem beita börn
og maka sína ofbeldi. Til að breyta
einhverju þarf vitundarvakningu.
Fræðslu og skilning.
Ég vona að þessar hugleiðingar
hafi hjálpað einhverjum að skilja
foreldraútilokun og hvernig það er
að vera útilokað foreldri. Kannski
áttu vin eða vinkonu sem hefur lent
í þessu sama og kannski getur
þetta hjálpað þér að tala um þetta
við hana eða hann. Það væri gott.
Lesendur geta fræðst meira um
foreldraútilokun á Facebook-síðu
Foreldrajafnréttis.
Eftir Heimi
Hilmarsson »Um 37% Íslendinga
þekkja barn eða
uppkomið barn sem
hefur verið synjað að
einhverju eða öllu leyti
um að umgangast annað
foreldri sitt.
Heimir Hilmarsson
Höfundur er félagsráðgjafi og for-
maður Félags um foreldrajafnrétti.
heimir.hilmarsson@gmail.com
Foreldraútilokun er
ofbeldi sem þarf að tala um
ara ofan í kjölinn, heldur utan um
hagsmunamál þeirra og fylgist með
aðhlynningu og aðbúnaði. Hags-
munafulltrúinn á að kortleggja stöð-
una í heimaþjónustu og dægradvöl
fyrir aldraða. Meirihlutinn í borginni
hefur hins vegar ákveðið að ráða sér-
hæfðan þjónustufulltrúa sem er gott
og vel. En hinn sérhæfði þjónustu-
fulltrúi er einfaldlega allt annars eðl-
is. Hlutverk hans er eins og segir í
bókun meirihlutans „að svara fyr-
irspurnum vegna þjónustu við eldri
borgara og vísa erindum á viðeigandi
aðila þar sem eldri borgarar geta
fengið úrlausn sinna mála“. Hlutverk
þjónustufulltrúa meirihlutans er
fyrst og fremst að „búa yfir sérhæfðri
þekkingu á málefnum eldri borgara
og mæta eldri borgurum með vin-
semd og áhuga og vinna að því að þeir
fái á markvissan hátt úrlausn sinna
mála“.
Ekki á okkar vakt
Velferðarráð hafnaði þeirri tillögu
að styrkja stöðu eldri borgara með
því að koma á fót hagsmunafulltrúa
aldraðra. Nú hefur þingflokkur
Flokks fólksins lagt fram þingsálykt-
unartillögu sem hvetur félagsmála-
ráðherra til koma á fót hagsmunafull-
trúa aldraðra. Skyldi ríkisstjórnin
vera tilbúin til að hlúa að öldruðum í
meira mæli en borgarstjórn Reykja-
víkur? Við í Flokki fólksins höfum
sterka sannfæringu fyrir því að með
því að koma á fót hagsmunafulltrúa
aldraðra verði haldið utan um málefni
þessa hóps með markvissari og skil-
virkari hætti og að staða hvers og
eins verði betur kortlögð. Einn van-
nærður, eldri borgari sem er einangr-
aður eða fastur á sjúkrahúsi vegna
skorts á heimaþjónustu eða hjúkr-
unarrými er einum eldri borgara of
mikið í aðstæðum sem þessum og
ekki líðandi í okkar gjöfula samfélagi.
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.