Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Fagurfræði
hinna hversdagslegu hluta
IkonsC
Hönnuður: KnudHolscher
Satínáferð, ryðfrítt stál
16 og 19mm, fyrir þýskar skrár
ogASSA/Boda skrár
d line FF
Hönnuður: KnudHolscher
Satínáferð, ryðfrítt stál
19mm, fyrir þýskar skrár
ogASSA/Boda skrár
d line hurðarhúnarnir
eru sígild dæmi um
glæsilega hönnunþar
semhvergi er gefið eftir
í útliti og efnisvali.
Fagurfræði í fullkominni
sáttviðnotagildi,
óaðskiljanlegur hluti
hversdagsins.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
HANDBOLTI
Olís-deild karla
8-liða úrslit, oddaleikur:
Haukar – Stjarnan ............................... 30:23
Haukar sigruðu 2:1 og mæta ÍBV.
Olís-deild kvenna
Umspil, annar úrslitaleikur:
Fylkir – HK........................................... 20:31
Staðan er jöfn, 1:1. Vinna þarf 3 leiki.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 1. riðill:
Aalborg – Skjern ................................. 34:28
Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 6.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Björgvin Páll Gústavsson varði 2 skot í
marki Skjern. Tandri Már Konráðsson
skoraði ekki fyrir liðið.
Tvis Holstebro – SønderjyskE........... 30:32
Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir
Holstebro.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SønderjyskE.
Staðan: Aalborg 6, Skjern 2, Sønder-
jyskE 2, Holstebro 1.
Umspilsriðill um sæti í deildinni:
Mors-Thy – Kolding ............................ 24:31
Ólafur Gústafsson lék ekki með Kolding.
Nordsjælland – Ribe-Esbjerg ............ 26:25
Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2.
Staðan: Mors-Thy 6, Nordsjælland 5,
Ribe-Esbjerg 4, Kolding 2, Lemvig 1.
Frakkland
8-liða úrslit, seinni leikur:
Metz – Toulon ...................................... 24:21
Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou-
lon sem tapaði 52:38 samanlagt.
Noregur
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Elverum – Fyllingen ........................... 42:29
Sigvaldi B. Guðjónsson skoraði 4 mörk
fyrir Elverum og Þráinn Orri Jónsson 1.
Staðan er 1:0 fyrir Elverum.
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Nantes – Barcelona ............................. 25:32
Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Barcelona.
Dominos-deild kvenna
Annar úrslitaleikur:
Keflavík – Valur.................................. 96:100
Staðan er 1:1.
Úrslitakeppni NBA
Toronto – Orlando .............................. 115:96
Toronto vann einvígið 4:1.
Philadelphia – Brooklyn .................. 122:100
Philadelphia vann einvígið 4:1.
Denver – San Antonio ........................ 108:90
Staðan er 3:2 fyrir Denver.
Portland – Oklahoma City............... 118:115
Portland vann einvígið 4:1.
KÖRFUBOLTI
Í KEFLAVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Í öðrum leik einvígis Keflavíkur og
Vals í úrslitum Dominos-deildar
kvenna sem fór fram í gærkvöld
voru það Valskonur sem fóru með
sigur af hólmi eftir hörkuleik í Kefla-
vík, 100:96.
Bæði lið buðu upp á ótrúlegan
fyrri hálfleik þar sem sóknir liðanna
beggja fengu að njóta sín, en Kefla-
vík leiddi með 3 stigum eftir 20 mín-
útna leik, 53:50. Flugeldasýningin
hélt áfram í seinni hálfleik og voru
Keflavíkurkonur með ákveðið tak á
leiknum allt fram í síðasta fjórðung
þegar Valskonur tóku yfir og komu
sér í forystu og létu hana ekki af
hendi þrátt fyrir gott áhlaup Kefla-
víkur. Brittanny Dinkins skoraði 39
stig fyrir Keflavík en Helena Sverr-
isdóttir 35 og tók 10 fráköst fyrir
Val.
Valur vann að lokum 96:100 og
leiðir einvígið nú 2:0, eftir öruggan
sigur á Hlíðarenda í fyrsta leik.
Valskonur gætu því fagnað Íslands-
meistaratitlinum í fyrsta sinn í sög-
unni þegar þær fá Keflavík í heim-
sókn á laugardagskvöld kl. 18.
Valskonur sigri frá titlinum
Flugeldasýning og spenna í Keflavík Fagnar Valur þeim fyrsta á laugardag?
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Tilraun Keflvíkingurinn Þóranna Kika Hodge-Carr reynir skot en Hallveig Jónsdóttir hjá Val er til varnar.
„Það stefnir allt í að ég verði í
Cesson á næsta tímabili,“ sagði
handknattleiksmaðurinn Geir Guð-
mundsson við Morgunblaðið í gær.
Geir er á sínu þriðja keppn-
istímabili með franska 1. deildarlið-
inu Cesson-Rennes. Liðið er í þriðja
neðsta sæti deildarinnar þegar
fimm umferðir eru eftir með níu
stig. Ivry er stigi fyrir ofan. Istres
og Pontault reka lestina. Geir skrif-
aði í fyrra undir tveggja ára samn-
ing Cesson-Rennes en samning-
arnir eru yfirleitt gerðir með
uppsagnarákvæði. iben@mbl.is
Geir heldur sínu
striki í Frakklandi
Ljósmynd/Cesson-handball.com
Kyrr Geir Guðmundsson hefur leikið
í Frakklandi í þrjú ár.
Alexander Petersson leikur ekki
meira með þýska handknattleiks-
liðinu Rhein-Neckar Löwen á tíma-
bilinu. Alexander varð fyrir
meiðslum í hásin í upphitun fyrir
leikinn gegn Flensburg um síðustu
helgi og nú er ljóst að hann spilar
ekki meira með á leiktíðinni. Sjö
umferðir eru eftir af þýsku Bundes-
ligunni og er Löwen í fjórða sæti
deildarinnar, með jafnmörg stig og
Magdeburg sem er í 3. sætinu. Al-
exander hefur spilað með Löwen
frá árinu 2012 og er samningsbund-
inn liðinu til ársins 2021.
Alexander ekki
meira með
Ljósmynd/dkb-handball-bundeslig
Löwen Alexander Petersson er með
samning þar til hann verður 41 árs.
„Við munum pottþétt fá framherja áður en glugginn
lokast [15. maí], en ekki áður en við mætum Val,“ segir
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sem spáð er
fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Arnar
segir að leitað hafi verið víða að öflugum markaskorara:
„Við höfum leitað mjög lengi að framherja í vetur,
tekið nokkra á reynslu en verið rosalega vandlátir. Við
höfum verið lengi að velja týpurnar, því við viljum þá
sem henta okkar hugsunarhætti en ekki bara einhvern
sem þarf svo að sníða liðið í kringum. Við erum enn í leit
að þeim rétta, því við þurfum einn til tvo leikmenn til að
hjálpa strákunum í þessum hópi. Annars er ég mjög
ánægður með hópinn eins og hann er í dag,“ segir Arnar.
Arnar segir nánast engar líkur á að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason
bætist í hóp Víkinga fyrir 15. maí. Kári er samningsbundinn Genclerbirligi
í Tyrklandi út júní en liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu
deild Tyrklands og gæti náð því í byrjun næstu viku. sindris@mbl.is
Löng leit að nýjum framherja
Arnar
Gunnlaugsson
Arnór Ingvi Traustason landsliðs-
maður í knattspyrnu lét mikið að
sér kveða í gærkvöld þegar Malmö
vann sannfærandi sigur, 4:1, á
Hammarby, liði Viðars Arnar
Kjartanssonar, í sænsku úrvals-
deildinni. Hammarby var yfir í hálf-
leik en Arnór Ingvi jafnaði metin á
sjöundu mínútu síðari hálfleiks.
Malmö komst yfir fljótlega á eftir
og Arnór lagði síðan upp þriðja
markið fyrir Sören Rieks. Malmö
komst með sigrinum í annað sæti
deildarinnar. vs@mbl.is
Arnór skoraði
og lagði upp
Morgunblaðið/Eggert
Mark Arnór Ingvi Traustason skor-
aði gegn Hammarby í gær.