Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 25.04.2019, Qupperneq 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Fagurfræði hinna hversdagslegu hluta IkonsC Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 16 og 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line FF Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál 19mm, fyrir þýskar skrár ogASSA/Boda skrár d line hurðarhúnarnir eru sígild dæmi um glæsilega hönnunþar semhvergi er gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullkominni sáttviðnotagildi, óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS HANDBOLTI Olís-deild karla 8-liða úrslit, oddaleikur: Haukar – Stjarnan ............................... 30:23  Haukar sigruðu 2:1 og mæta ÍBV. Olís-deild kvenna Umspil, annar úrslitaleikur: Fylkir – HK........................................... 20:31  Staðan er jöfn, 1:1. Vinna þarf 3 leiki. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Aalborg – Skjern ................................. 34:28  Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 6. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.  Björgvin Páll Gústavsson varði 2 skot í marki Skjern. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir liðið. Tvis Holstebro – SønderjyskE........... 30:32  Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir Holstebro.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2 mörk fyrir SønderjyskE.  Staðan: Aalborg 6, Skjern 2, Sønder- jyskE 2, Holstebro 1. Umspilsriðill um sæti í deildinni: Mors-Thy – Kolding ............................ 24:31  Ólafur Gústafsson lék ekki með Kolding. Nordsjælland – Ribe-Esbjerg ............ 26:25  Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2.  Staðan: Mors-Thy 6, Nordsjælland 5, Ribe-Esbjerg 4, Kolding 2, Lemvig 1. Frakkland 8-liða úrslit, seinni leikur: Metz – Toulon ...................................... 24:21  Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou- lon sem tapaði 52:38 samanlagt. Noregur Undanúrslit, fyrsti leikur: Elverum – Fyllingen ........................... 42:29  Sigvaldi B. Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Elverum og Þráinn Orri Jónsson 1.  Staðan er 1:0 fyrir Elverum. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, fyrri leikir: Nantes – Barcelona ............................. 25:32  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. Dominos-deild kvenna Annar úrslitaleikur: Keflavík – Valur.................................. 96:100  Staðan er 1:1. Úrslitakeppni NBA Toronto – Orlando .............................. 115:96  Toronto vann einvígið 4:1. Philadelphia – Brooklyn .................. 122:100  Philadelphia vann einvígið 4:1. Denver – San Antonio ........................ 108:90  Staðan er 3:2 fyrir Denver. Portland – Oklahoma City............... 118:115  Portland vann einvígið 4:1. KÖRFUBOLTI Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Í öðrum leik einvígis Keflavíkur og Vals í úrslitum Dominos-deildar kvenna sem fór fram í gærkvöld voru það Valskonur sem fóru með sigur af hólmi eftir hörkuleik í Kefla- vík, 100:96. Bæði lið buðu upp á ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem sóknir liðanna beggja fengu að njóta sín, en Kefla- vík leiddi með 3 stigum eftir 20 mín- útna leik, 53:50. Flugeldasýningin hélt áfram í seinni hálfleik og voru Keflavíkurkonur með ákveðið tak á leiknum allt fram í síðasta fjórðung þegar Valskonur tóku yfir og komu sér í forystu og létu hana ekki af hendi þrátt fyrir gott áhlaup Kefla- víkur. Brittanny Dinkins skoraði 39 stig fyrir Keflavík en Helena Sverr- isdóttir 35 og tók 10 fráköst fyrir Val. Valur vann að lokum 96:100 og leiðir einvígið nú 2:0, eftir öruggan sigur á Hlíðarenda í fyrsta leik. Valskonur gætu því fagnað Íslands- meistaratitlinum í fyrsta sinn í sög- unni þegar þær fá Keflavík í heim- sókn á laugardagskvöld kl. 18. Valskonur sigri frá titlinum  Flugeldasýning og spenna í Keflavík  Fagnar Valur þeim fyrsta á laugardag? Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Tilraun Keflvíkingurinn Þóranna Kika Hodge-Carr reynir skot en Hallveig Jónsdóttir hjá Val er til varnar. „Það stefnir allt í að ég verði í Cesson á næsta tímabili,“ sagði handknattleiksmaðurinn Geir Guð- mundsson við Morgunblaðið í gær. Geir er á sínu þriðja keppn- istímabili með franska 1. deildarlið- inu Cesson-Rennes. Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir með níu stig. Ivry er stigi fyrir ofan. Istres og Pontault reka lestina. Geir skrif- aði í fyrra undir tveggja ára samn- ing Cesson-Rennes en samning- arnir eru yfirleitt gerðir með uppsagnarákvæði. iben@mbl.is Geir heldur sínu striki í Frakklandi Ljósmynd/Cesson-handball.com Kyrr Geir Guðmundsson hefur leikið í Frakklandi í þrjú ár. Alexander Petersson leikur ekki meira með þýska handknattleiks- liðinu Rhein-Neckar Löwen á tíma- bilinu. Alexander varð fyrir meiðslum í hásin í upphitun fyrir leikinn gegn Flensburg um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar ekki meira með á leiktíðinni. Sjö umferðir eru eftir af þýsku Bundes- ligunni og er Löwen í fjórða sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Magdeburg sem er í 3. sætinu. Al- exander hefur spilað með Löwen frá árinu 2012 og er samningsbund- inn liðinu til ársins 2021. Alexander ekki meira með Ljósmynd/dkb-handball-bundeslig Löwen Alexander Petersson er með samning þar til hann verður 41 árs. „Við munum pottþétt fá framherja áður en glugginn lokast [15. maí], en ekki áður en við mætum Val,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sem spáð er fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Arnar segir að leitað hafi verið víða að öflugum markaskorara: „Við höfum leitað mjög lengi að framherja í vetur, tekið nokkra á reynslu en verið rosalega vandlátir. Við höfum verið lengi að velja týpurnar, því við viljum þá sem henta okkar hugsunarhætti en ekki bara einhvern sem þarf svo að sníða liðið í kringum. Við erum enn í leit að þeim rétta, því við þurfum einn til tvo leikmenn til að hjálpa strákunum í þessum hópi. Annars er ég mjög ánægður með hópinn eins og hann er í dag,“ segir Arnar. Arnar segir nánast engar líkur á að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason bætist í hóp Víkinga fyrir 15. maí. Kári er samningsbundinn Genclerbirligi í Tyrklandi út júní en liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild Tyrklands og gæti náð því í byrjun næstu viku. sindris@mbl.is Löng leit að nýjum framherja Arnar Gunnlaugsson Arnór Ingvi Traustason landsliðs- maður í knattspyrnu lét mikið að sér kveða í gærkvöld þegar Malmö vann sannfærandi sigur, 4:1, á Hammarby, liði Viðars Arnar Kjartanssonar, í sænsku úrvals- deildinni. Hammarby var yfir í hálf- leik en Arnór Ingvi jafnaði metin á sjöundu mínútu síðari hálfleiks. Malmö komst yfir fljótlega á eftir og Arnór lagði síðan upp þriðja markið fyrir Sören Rieks. Malmö komst með sigrinum í annað sæti deildarinnar. vs@mbl.is Arnór skoraði og lagði upp Morgunblaðið/Eggert Mark Arnór Ingvi Traustason skor- aði gegn Hammarby í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.