Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 TISSOTWATCHES .COM TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION #ThisIsYourTime TISSOT heritage visodate INSPIRED BY THE TISSOT VISODATE COLLECTION FROM 1950. SKARTGRIPIR&ÚR SÍÐAN 1923 Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Í greininni „Eiríkur Hansson er ævisaga þín …“ fjallar Dagný Kristjánsdóttir um skáldið og rit- höfundinn Jóhann Magnús Bjarna- son (1866–1945) sem fæddist í Norður-Múlasýslu en fluttist með foreldrum sínum til Nýja- Skotlands, Nova Scotia, árið 1875 og bjó vestan hafs upp frá því. Hér eru birt brot úr grein Dagnýjar. Tilvísunum er sleppt. Innflytjendabarn Jóhann Magnús Bjarnason hóf barnakennslu í Árnesi við Winni- pegvatn árið 1889 og kenndi börn- um í Íslend- ingabyggðum vestanhafs til ársins 1922 með nokkrum hléum vegna veikinda. Meðan hann kenndi íslenskum börnum var hann ráðinn af skóla- nefndum Íslend- ingabyggðanna. Kennslan var fjarri því að vera auðveld. Jóhannes Páll Pálsson var nemandi Jóhanns Magnúsar og lýsir veruleika hans sem kennara í Geysisbyggð. Hann segir að í allri nýlendunni hafi varla verið fjórir enskumælandi Íslend- ingar svo að það hafi komið í hlut Jóhanns Magnúsar árum saman að þýða, skrifa bréf og túlka, gera samninga og vera aðstoðarmaður friðdómara – auk kennslunnar [...] Hann þótti mjög góður við börnin og mörg þeirra héldu tryggð við hann alla ævi, skírðu börn sín í höf- uðið á honum og gáfu þeim Guð- rúnu smágjafir af litlum efnum sín- um á meðan þau bæði lifðu eins og fram kemur til dæmis í dagbókum hans. Jóhann Magnús Bjarnason þekkti líf þessara innflytjendabarna af eigin reynslu. Í bestu, og trúlega raunsæjustu bók hans, Eiríki Hans- syni, sem kom út í þremur þáttum 1899–1903, er sögð sagan af dreng sem flyst sjö ára gamall með afa sínum og ömmu til Nýja Skotlands. [...] Birna Bjarnadóttir leiðir rök að því í formála sínum að The Young Icelander, enskri þýðingu Eiríks Hanssonar, að Jóhann Magnús hafi verið fyrstur íslenskra höfunda til að tengja ævintýrið og blákaldan veruleikann með því að nota sjón- arhorn barnsins. Kenningar Birnu og Guðrúnar Bjarkar gætu komið saman í eftirlætishöfundi Eiríks Hanssonar, Jónasi Hallgrímssyni, þar sem myrkur lífsháski þjóðtrú- arinnar annars vegar og birtan og næmið sem barnssálin býr yfir hins vegar takast á alla söguna (Birna Bjarnadóttir 2009, 18). [...] Í augum íslenskra lesenda var Eiríkur Hansson ævintýrasaga og með miklum ólíkindum en þegar annað bindið var komið út skrifar Stephan G. Stephansson í bréfi til Jóhanns Magnúsar 22. desember 1902: „„Eiríkur Hansson“ er æfi- saga þín sjálfs, svo langt sem komið er, ekki svo að skilja, að hver sögu- viðburður hafi komið endilega svona fram við þig, en þú hefðir alls staðar breytt og hugsað nærri eins og hann“ (Stephan G. Stephansson 1938–1939, 115). Þessi tilhneiging lesenda til að samsama höfund við aðalpersónu átti eftir að valda Jó- hanni Magnúsi nokkrum óþæg- indum þó að sagan af Eiríki Hans- syni byggðist vissulega á hans eigin reynslu [...] Vilji lesenda til að heimfæra söguna af Eiríki Hans- syni upp á höfundinn varð honum þungbær þegar ritdómar byrjuðu að koma því að íslenskir gagnrýn- endur tóku hvorki Eiríki Hanssyni né höfundi hans sérlega vel til að byrja með. Þorsteinn Erlingsson sýnir í ritdómi sínum í Bjarka að hann slær höfundinum Jóhanni Magnúsi og aðalpersónunni Eiríki Hanssyni saman þegar hann talar um að málið á bókinni sé gott mið- að við að höfundur hafi flutt utan sjö ára gamall „og því erviðara, sem hann verður að þýða öll sam- tölin úr ensku, eftir að kemur vest- ur yfir hafið“ (Þorsteinn Erlingsson 1899, 158). Einar Hjörleifsson Kvaran skrif- ar í Norðurland og fer hörðum orð- um um málfar Jóhanns Magnúsar. Hann talar um vanþekkingu hans á íslenskri menningu, að hann kunni illa íslensku enda alinn upp í öðru landi (Einar Hjörleifsson Kvaran 1902, 2). Friðrik Bergmann skrifar í tímaritið Aldamót vestanhafs og talar um óþolandi málalengingar og endurtekningastíl (Friðrik Berg- mann 1902, 165–168). Friðrik endar langan, harðorðan ritdóm sinn á því að vesturíslensku höfundarnir verði að sýna að þeir hafi afburðavald yf- ir tungunni svo að þeir geti sannað að þeir hafi engu tapað „en eitthvað grætt“ á því að yfirgefa landið sitt. Árni Pálsson tók þó dýpst allra í árinni í Eimreiðinni og úthúðaði öðru bindinu um Eirík Hansson fyrir að segja ómerkilega sögu, hafa engar frambærilegar mann- eða náttúrulýsingar, hvorki stíl né skáldlegt orðfæri, vera tilfinnings- amt og margmált raus (Árni Páls- son 1904, 232–234). Árni spyr að lokum: „hvar er þá skáldskapurinn annarstaðar en á titilblaðinu?“ Það er alveg ljóst að gagnrýn- endum finnst sagan af Eiríki Hans- syni vera framandleg og óíslensk. Vesturíslenski skörungurinn Mar- grét J. Benedictsson hittir naglann á höfuðið þegar hún segir í tímariti sínu Freyju í Winnipeg að það megi merkilegt heita að Íslend- ingar skuli ekki vilja heyra sagt frá baráttu fátækra íslenskra barna og unglinga við að lifa af í nýju landi (1904–1905, 95). Það var von Mar- grét spyrði því að ljóst var að ís- lenskir gagnrýnendur vildu ekki heyra þessa sögu. Eins og fram er komið var það ekki síður framsetning og form sögunnar en innihald sem gagnrýn- endur vildu hvorki sjá né heyra. Það var nýstárlegt, framandlegt. Bergljót S. Kristjánsdóttir leiðir rök að því að Jóhann Magnús hafi verið róttækur endurnýjandi sögu- formsins og fyrsti sakamálasögu- höfundur á íslensku. Hún skoðar söguna „Ungfrú Harrington og ég“ í ljósi hugrænna fræða og sýnir hvernig Jóhann Magnús nýtir sér frestun vantrúarinnar (e. suspense of disbelief) af mikilli útsjónarsemi og stýrir lesendum sínum með því að tefla saman frásagnaraðferðum sem kalli fram líkamleg viðbrögð lesandans og hrífi hann og stjórni geðhrifum hans með hraðabreyt- ingum og melódramatík sem aldrei höfðu áður sést í íslenskum bók- menntum enda ekki þaðan komin (Bergljót S. Kristjánsdóttir 2013, 109–116). Allt þetta gildir um sög- una af Eiríki Hanssyni líka. Það var ekki nema von að „sann- ir Íslendingar“ kveinkuðu sér yfir Eiríki Hanssyni. Og skilaboðin til Jóhanns Magnúsar voru alveg skýr, hann skyldi hvorki kalla sig skáld né Íslending. Hann tók þetta óhemjulega nærri sér eins og lesa má af bréfum hans til Stephans G. Stephanssonar. [...] Í dagbókum Jóhanns Magn- úsar má sjá hvernig hann les jöfn- um höndum enskar bókmenntir og íslenskar og hvernig bresk- kanadísk bókmenntahefð eignast stöðugt meiri ítök í honum. Hin dýrmætu bréfaskipti þeirra Steph- ans G. Stephanssonar snúast á löngum köflum um það sem þeir hafa lesið og þýtt af nýjum bók- menntum. Þegar frá líður les Jó- hann Magnús yfir eða þýðir verk vina sinna sem vilja birta verk sín á ensku og getur þess sérstaklega ef fólk af íslenskum uppruna talar mjög góða ensku. Ást hans á íslenskri tungu var fölskvalaus og einkum og sér í lagi taldi hann íslenskuna útvalið skáld- skaparmál, eins og sjá má í bréfum hans til Stephans G. Stepanssonar. Þýðingar milli íslensku og ensku eru umræðuefni sem rennur eins og rauður þráður gegnum bréf hans og dagbækur. [...] Eiríkur Hansson er ævisaga þín ... Sigurtunga heitir safn greina sem Háskóla- útgáfan gefur út, en greinarnar, sem eru eftir tuttugu höfunda, tengjast nýjum rannsóknum á máli og menningarlegri sjálfsmynd fólks af ís- lenskum uppruna í Vesturheimi og fjalla um sögu og bókmenntir vesturfaranna og þróun þeirrar íslensku sem hefur verið töluð vestra. Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason ritstýra bókinni. Ljósmynd/Úr safni Nelsons Gerrard: Eyrarbakki Icelandic Heritage Centre Photo Archive Barngóður Jóhann Magnús Bjarnason ásamt nemendum sínum í Geysisskóla í Geysisbyggð í Manitoba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.