Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Mín fyrstu kynni
af tengdapabba
voru sumarið 1998
þegar ég heimsótti
son hans í sumarbústað. Fljót-
lega fór hann að forvitnast um
hverra manna ég væri og kom í
ljós að hann vissi hver pabbi
minn var.
Hann var afar áhugasamur
um fólk, Það var alveg sama um
hvaða málefni eða manneskju
maður spurði um, hann vissi
nánast alltaf svarið enda stál-
minnugur fram á síðasta dag. Ef
einhver leitaði til hans með ráð-
leggingar eða einhver vandamál
sem þurfti að leysa þá hætti
hann ekki fyrr en lausnin var
fundin.
Barátta hans fyrir bættum
kjörum aldraðra og öryrkja
voru hans hjartans mál alveg
fram á síðasta dag. Hann var
óþreytandi í rúm 16 ár við að
skrifa greinar um þau málefni.
Hann var mjög stoltur af sínu
fólki og fylgdist mjög vel með
barnabörnunum og vildi fá að
vita allt um það hvernig þeim
gengi í skólanum, vinnu og lífinu
sjálfu og deildi því svo með okk-
ur hinum í fjölskyldunni þegar
við komum í heimsókn. Hann
var mikill fjölskyldumaður og
lét sig aldrei vanta þegar honum
var boðið í veislur eða aðrar
uppákomur. Best var þegar
stórfjölskyldan hittist öll saman,
þá var hann umvafinn sínu fólki.
Ég hitti hann 1. apríl sl. þegar
ég fór í heimsókn til hans í til-
efni af afmæli tengdamömmu en
hún féll frá fyrir tæpum fjórum
árum. Þar sagði ég honum hvað
hann væri heppinn með syni
sína því þeir væru svo fjölhæfir,
þá lifnaði yfir honum og stoltið
leyndi sér ekki. Ég vil þakka
tengdapabba samfylgdina og
kveð með söknuði.
Þín
Unnur.
Við systkinin minnumst
Björgvins afa með stolti og
þakklæti. Stolt yfir dugnaði
hans og athafnasemi og þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
honum, verið hluti af hans lífi.
Við höfum alltaf borið mikla
virðingu fyrir afa og dáðst að
öllum hans merkilegu störfum í
gegnum árin. Barátta afa fyrir
málefnum eldri borgara í seinni
tíð var óeigingjörn og ávallt
réttmæt, en hann lagði alla tíð
mikla áherslu á jöfnuð og rétt-
læti í samfélaginu. Afi var góður
penni og ritaði meðal annars
æviminningar í bók sína Efst á
baugi, en hún hefur að geyma
dýrmætar sögur um fjölskyld-
una og hans ævistörf.
Við minnumst sérstaklega
fjölskylduboðanna sem afa og
okkur þótti svo vænt um, og eig-
um eftir að sakna hans fallegu
söngraddar sem stýrði oftar en
ekki hópsöngvunum sem fylgdu
flestum boðum. Afi var alltaf
áhugasamur um okkur systkinin
og stoltur af öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur, sem
var ómetanlegt. Alltaf gaf hann
sér tíma til að ræða við okkur
um daginn og veginn.
Það var okkur augljóst
hversu heitt Björgvin afi elskaði
Dagrúnu ömmu alla tíð og með-
al annars var aðdáunarvert að
fylgjast með eljunni, umburð-
arlyndinu og einlægu um-
hyggjuseminni sem í honum bjó
þegar amma gekk í gegnum sín
Björgvin
Guðmundsson
✝ Björgvin Guð-mundsson
fæddist 13. septem-
ber 1932. Hann lést
9. apríl 2019.
Útför Björgvins
fór fram 24. apríl
2019.
miklu veikindi. Afi
var frábær fyrir-
mynd, yndisleg
persóna og góður
vinur.
Elsku afi, við
söknum þín.
Þín barnabörn,
Dagur,
Dröfn og
Ástrós.
Við systkinin kveðjum nú
elsku afa Björgvin með miklum
söknuði en einnig gríðarlegu
þakklæti. Þakklæti fyrir alla þá
hlýju og væntumþykju sem
hann sýndi okkur en afi var
mikill fjölskyldumaður, sem
lagði mikið upp úr því að rækta
samband sitt við alla í fjölskyld-
unni. Hann mætti í öll kaffiboð
og afmæli fyrstur gesta og í
hvert skipti sem við hittum afa
var án undantekninga heilsast
og kvatt með kossi og faðmlagi.
Afi fylgdist vel með öllu sem við
tókum okkur fyrir hendur og
vildi vita hvernig öllum gengi í
lífinu, hvort sem um var að
ræða vinnu, nám, húsnæðismál
eða ferðalög. Ekkert var afa
óviðkomandi og alltaf var hann
tilbúinn að gefa góð ráð um hin
og þessi málefni. Þegar langafa-
börnin komu til skjalanna vildi
hann að sjálfsögðu fylgjast vel
með hvernig þau döfnuðu og
spurði reglulega fregna af þeim.
En það var ekki bara fjöl-
skyldan sem afi fylgdist grannt
með heldur fylgdist hann einnig
vel með öllum þjóðmálum og
þau voru að sjálfsögðu rædd
hvenær sem færi gafst. Hann
hafði miklar og sterkar skoðanir
og lét til sín taka á samfélags-
miðlum um þau málefni sem
hann brann helst fyrir. Við vit-
um að afi hjálpaði mörgum með
skrifum sínum. Hann skrifaði
greinar í blöðin, bloggaði og not-
aði Facebook til þess að koma
málefnum sínum á framfæri. Við
vorum stolt af þessum óbilandi
baráttuanda afa fyrir jöfnuði í
samfélaginu og má segja að
jafnaðarmennskan hafi verið
hans helsta persónueinkenni.
Það lýsti sér ekki aðeins í
stjórnmálaskoðunum hans held-
ur einnig í því hvernig hann
sinnti fjölskyldunni. Hann pass-
aði t.d. upp á að birta myndir af
allri fjölskyldunni á Facebook-
síðu sinni.
Afi var mjög duglegur við að
tileinka sér nýja hluti og var
þannig maður að hann gekk í
þau verk sem í þurfti að ganga.
Okkur er það t.d. sérstaklega
minnisstætt að þegar amma var
orðin veik og gat ekki lengur
sinnt eldamennsku og húsverk-
um þá gekk afi í málin. Hann
lærði að elda nokkra rétti, baka
pönnukökur og sinna helstu
húsverkum en það er kannski
ekki svo sjálfsagt fyrir mann á
áttræðisaldri sem hefur aldrei
sinnt slíkum verkum áður.
Það er ómetanlegt fyrir okk-
ur að hafa átt afa sem var okkur
öllum fyrirmynd. Hann var hug-
sjónamaður sem sinnti fjöl-
skyldu sinni af ást og alúð. Fyr-
ir okkur var ómetanlegt að alast
upp við þá ást sem ríkti milli
ömmu og afa en í okkar huga
eru þau órjúfanleg heild. Þegar
amma veiktist fylgdumst við
með afa hlúa að henni af ást og
umhyggju og eftir að amma féll
frá hélt hann minningu hennar á
lofti. Það er okkur huggun í
sorginni að hugsa til þess að nú
séu þau sameinuð á ný.
Steinunn, Kolbeinn
og Arngrímur.
Afi var einstakur maður, bar-
áttumaður sem barðist fyrir
jöfnum rétti manna. Málefni ör-
yrkja og aldraðra voru honum
efst í huga og var hann dugleg-
ur að birta skrif sín í blöðum og
nú á síðustu árum á Facebook-
síðu sinni og það einnig á dán-
ardegi sínum. Líkt og ég sjálf
skrifaði í færslu minni á Facebo-
ok var fráfall hans mér mikið
áfall þrátt fyrir að afi hafi náð
86 ára aldri enda nokkuð heilsu-
hraustur, heill í hugsun og lét
sig aldrei vanta á viðburði. Við
afi skáluðum saman í smá hvít-
víni í tilefni útskriftar minnar
sem leik- og grunnskólakennari
23. mars síðastliðinn. Ég er afar
þakklát að ég fékk tækifæri til
að fagna þeim áfanga með hon-
um enda var hann afar stoltur
af mér.
Afa var virkilega annt um
fólkið sitt og traustur því. Sér í
lagi ömmu sem hann sá um allt
fram á hennar síðustu stundu
þegar hún skildi við árið 2015.
Nú eru þau sameinuð á ný.
Heimili afa og ömmu var okkur
öllum ávallt opið enda ófáar
stundir sem öll stórfjölskyldan
kom saman þar sem við áttum
ljúfar stundir og borðuðum
kræsingar sem flæddu um
borðin. Þar er möndlukakan
með bleika kreminu minnisstæð-
ust. Sem barn fékk ég að vera
virkur þátttakandi í að bera
fram kræsingar með afa og
ömmu. Ýmist að leggja á borð,
baka með þeim pönnukökurnar
þar sem ég var traustur aðstoð-
armaður í að hella deigi úr aus-
unni á pönnukökupönnuna eða
fara í gönguferð eða bílferð með
afa út í Nóatún í Árbæ til að
redda því sem vantaði til að full-
komna þær kræsingar sem voru
bornar á borð.
Ég minnist afa með söknuði
og hlýhug enda minningarnar
margar og góðar. Þau skipti
sem ég naut athygli afa ein þótti
mér ljúfast að kveikja á geisla-
disk með Vilhjálmi Vilhjálms-
syni eða Ellý Vilhjálms, setjast í
fangið á afa í hægindastólnum
hans, eða afastól eins og ég kall-
aði hann, og skoða með honum
myndaalbúm.
Ég er þakklát fyrir árin okk-
ar þrjátíu, elsku afi, og að Daði
og sonur okkar, Aron Ísak,
fengu tækifæri til að kynnast
þér, enda einstakur maður.
Hvíldu í friði. Þangað til
næst, afi minn.
Þín sonardóttir,
Ólöf Karla Þórisdóttir.
Elsku afi.
Margar minningar koma upp
í hugann þegar hugsað er til
baka, fjölskylduhittingar, veisl-
ur, ást og umhyggja einkenndi
heimili ykkar ömmu. Alltaf var
okkur tekið opnum örmum og
alltaf var tími til að spjalla og
hafa gaman saman.
Afi, það er okkur mikill miss-
ir að hafa þig ekki lengur hér,
en gott að vita að nú eruð þið
amma sameinuð á ný.
Það er ekki bara söknuður
fyrir okkur í fjölskyldunni því
það er mikill missir fyrir þjóðina
í heild að missa mann eins og
þig, það verður erfitt að finna
annan eins baráttumann eins og
þú varst, elsku afi, alveg fram á
síðustu stundu.
Afi, þú varst og ert mikil
fyrirmynd.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar.
Kveðja
Sigurjón og Dagrún.
Hver er það sem ekki þekkir
nafnið Björgvin Guðmundsson?
Manninn, sem hefur á undan-
förnum árum látið til sína taka í
skrifum í dagblöðum og netinu,
um málefni eldri borgara. Aftur
og aftur. Beinskeyttur og fastur
fyrir. Lét aldrei deigan síga.
Fyrir þá sem þekktu til Björg-
vins kom barátta hans ekki á
óvart. Hann var búinn að berj-
ast allt frá unga aldri fyrir jafn-
rétti og jafnræði. Þá baráttu
hans má lesa í bókinni „Efst á
baugi“, þar sem Björgvin lýsir
unglingsárum sínum, baráttunni
gegn fátæktinni og veikindum í
fjölskyldunni, þátttöku sinni í
stjórnmálunum og liðveislunni
varðandi kjör aldraðra.
Sjálfur man ég eftir honum
þegar hann var ungur maður í
vesturbænum, í borgarstjórn
fyrir Alþýðuflokkinn og nú á
seinni árum, þegar við höfum
báðir tekið að okkur málefni og
forystu í viðleitni okkar kyn-
slóðar um bættan hag eldri
borgara.
Björgvin var fastur fyrir. En
hann var drengur góður og mál-
efnalegur í hvívetna. Hann setti
sig vel inn í flókna stöðu aldr-
aðra, gagnrýndi og skoraði á
stjórnvöld um breytingar á líf-
eyriskjörum, ellilífeyri og
almannatryggingum. Þreyttist
aldrei í þeirri baráttu. Björgvin
var formaður kjaramálanefndar
hjá Félagi eldri borgara um ára-
bil og samskipti mín við hann
voru mér til ánægju og fróð-
leiks.
Ég hef sjaldan umgengist og
þekkt mann, sem Björgvin, sem
linnti aldrei baráttu sinni allt
fram á grafarbakkann.
Félag eldri borgara í Reykja-
vík vottar afkomendum Björg-
vins og fjölskyldunni allri samúð
sína og þakkir fyrir framlag
hans.
Megi nafn Björgvins og bar-
áttumál hans lengi lifa.
Ellert B. Schram.
Hann var jafnaðarmaður í
húð og hár – ekta sósíaldemó-
krat – til hinsta dags. Vinnu-
þjarkur, sem féll aldrei verk úr
hendi. Það lýsir manninum vel,
að í vikunni, áður en hann
kvaddi, var hann að ganga frá
seinustu grein sinni með raun-
sæjum tillögum um hvernig eigi
að rétta hlut aldraðra svo að
velferðarríkið íslenska nái að
rísa undir nafni.
Aldursmunurinn á okkur
samsvaraði tveimur mennta-
skólakynslóðum, tæpum átta ár-
um. Þegar ég var enn á mínum
marxísku sokkabandsárum að
lesa utanskóla við MR var
Björgvin löngu byrjaður að láta
til sín taka sem vinnuþjarkur í
þjónustu jafnaðarstefnunnar.
Hann var blaðamaður á Alþýðu-
blaðinu meðfram námi í við-
skiptafræði við háskólann, for-
maður Stúdentaráðs og
formaður Sambands ungra jafn-
aðarmanna í framhaldi af því.
Þessi atkvæðamikli ungi maður
átti síðar eftir að sitja í flokks-
stjórn Alþýðuflokksins á fjórða
áratug. Alltaf til staðar. Alltaf til
þjónustu reiðubúinn.
Ég held, að Björgvin hafi orð-
ið þjóðkunnur fyrir tvennt:
Hann annaðist útvarpsþáttinn
„Efst á baugi“ við annan mann í
áratug. Þátturinn fékk mikla
hlustun, enda vandað til verka
við fréttaskýringar, bæði af inn-
lendum og erlendum vettvangi.
Síðar varð Björgvin þjóðkunnur
sem leiðtogi Alþýðuflokksins í
borgarstjórn Reykjavíkur árið
1970, þegar hann var 38 ára, og
leiddi flokkinn í borgarstjórn í
tólf ár. Hann var einn af for-
ingjum vinstri meirihlutans í
borgarstjórn Reykjavíkur, þar
loksins tókst að hnekkja flokks-
ræði Sjálfstæðisflokksins í höf-
uðborginni, sem staðið hafði
samfleytt frá fyrstu tíð.
Björgvin lét víða að sér
kveða, bæði í atvinnulífinu og á
opinberum vettvangi. Hann var
skamma hríð forstjóri BÚR,
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, og
stóð sig vel. Þegar íhaldið komst
aftur til valda var Björgvin rek-
inn og útgerðin einkavædd
skömmu síðar. En Björgvin
nýtti vel reynslu sína af útgerð
og fiskvinnslu. Hann stofnaði
ásamt syni sínum útflutnings-
fyrirtækið „Nýfisk“ og rak það í
áratug.
Reynsla Björgvins af atvinnu-
lífinu var því beggja vegna
borðsins: bæði sem sjálfstæður
atvinnurekandi og sem við-
skiptafræðingur í þjónustu rík-
isins, skrifstofustjóri í viðskipta-
ráðuneytinu og viðskiptafulltrúi
í utanríkisráðuneytinu, þar sem
hann sinnti einkum útflutningi,
markaðssetningu og samninga-
gerð.
Árið 2013 sendi Björgvin frá
sér æviminningar sínar undir
heitinu „Efst á baugi“. Það er
fróðleg lesning og aldarfarslýs-
ing. Þar segir frá manni, sem
ólst upp á kreppuárum en
braust til mennta og lét síðar
meir að sér kveða, ævinlega
minnugur uppruna síns, bar-
áttumaður undir merkjum raun-
særrar jafnaðarstefnu.
Björgvin kvæntist ungur
æskuástinni sinni, Dagrúnu Þor-
valdsdóttur, og eignuðust þau
sex syni, og er af þeim kominn
mikill ættbogi. Fyrir hönd okkar
jafnaðarmanna flyt ég þeim öll-
um samhygðarkveðjur.
Jón Baldvin Hannibalsson,
fv. formaður
Alþýðuflokksins.
Þau kveðja nú óðum – karlar
og konur sem ég hef átt samleið
með alla mína starfsævi. Sig-
urður E. Guðmundsson, fv.
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, í
upphafi ársins. Björgvin Guð-
mundsson, fv. borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, núna. Þeir
voru miklir vinir, miklir sam-
herjar og mikils metnir. Gegndu
forystustörfum, ekki bara á
stjórnmálavettvangi þar sem
þeir kornungir hófu sín stjórn-
málaafskipti sem formenn Sam-
bands ungra jafnaðarmanna
hvor á fætur öðrum, heldur
einnig í forystustörfum á öðrum
vettvangi. Sigurður sem for-
stjóri Húsnæðismálastofnunar
ríkisins og Björgvin sem skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu, forstjóri BÚR, fram-
kvæmdastjóri
fiskútflutningsfyrirtækis, skrif-
stofustjóri í utanríkisráðuneyt-
inu og viðskiptafulltrúi sendi-
ráðs. Því koma þeir báðir mér í
huga nú, því báðir voru þeir svo
nánir samherjar og samstarfs-
menn mínir alla mína starfsævi;
gáfu góð ráð, sýndu skilning og
samhygð þó ekki værum við
ávallt sammála og veittu sinn
stuðning óhikað þar sem þess
þurfti við.
Björgvin var þegar ég kynnt-
ist honum fyrst ungur maður á
uppleið í stjórnmálum. Sat þá í
öðru sæti á framboðslista
flokksins til borgarstjórnarkosn-
inga, næstur á eftir vini mínum
Óskari Hallgrímssyni. Björgvin
er mér minnistæður sem mik-
ilhæfur talsmaður ungu kynslóð-
arinnar í Alþýðuflokknum þó á
þeim tíma væri hann fjölskyldu-
faðir sex barna og sjálfur því
kominn í röð hinna fullorðnu.
Síðan tók Björgvin við foryst-
unni í borgarmálunum af Ósk-
ari, varð m.a. formaður borg-
arráðs og leysti öll verk sín þar
vel af hendi. Þó vettvangur hans
væri borgarmálin lét hann sig
landsmálin ekkert síður varða
og hafði sem slíkur mikil áhrif á
mig og aðra upprennandi for-
ystumenn í flokknum. Þó hann
hyrfi svo til annarra ábyrgðar-
starfa eftir langa setu í borg-
arstjórn hafði hann áfram af-
skipti af landsmálunum og lét
þar til sín taka sem honum þótti
rétt og nauðsynlegt að gera.
Björgvin Guðmundsson var
fæddur baráttumaður, undi sér
best í baráttu fyrir því, sem
honum þótti satt og rétt og lét
þá engan bilbug á sér finna.
Baráttugleðinni og baráttuþrek-
inu hélt hann allt til hinna síð-
ustu lífdaga. Barðist þá fyrir
réttindum aldraðs fólks og þá
fyrst og fremst þeirra í hópi
aldraðra sem við lökust kjör er
gert að búa. Hverja greinina
sendi hann frá sér á fætur ann-
arri um þessi baráttumál sín og
ræddi þau oft og ítarlega á
fundum og í samfundum sínum
með öðrum. Aldraðir borgarar á
okkar landi hafa aldrei átt sér
jafn ötulan og öflugan talsmann
og Björgvin Guðmundsson og
munu líklega seint eiga. Nú er
hann kvaddur af stórum vina-
hópi – af þeim sem honum unnu
með á starfsævinni sem og öll-
um þeim sem honum urðu hon-
um samferða í baráttu hans fyr-
ir hagsmunum aldraða fólksins
eftir að starfsævinni lauk og til
síðasta dags.
Björgvin var hamingjumaður,
átti sér góða eiginkonu og stór-
an hóp barna og annarra afkom-
enda. Óhamingja eða erfiðleikar
í einkalífi voru því ekki upp-
spretta baráttuþreksins heldur
hugsjónir, umhyggja, velvild og
virðing. Lífshamingja hans varð
honum hvatning í baráttunni en
ekki til latningar. Með honum er
ekki bara góður maður genginn,
heldur baráttumaður sem vildi
berjast fyrir kjörum annarra –
þeirra sem verr voru settir en
hann sjálfur. Slíkan baráttu-
mann kveðjum við nú, vinir hans
og samherjar.
Sighvatur Björgvinsson,
fv. form.
Alþýðuflokksins.
Ástkær frænka okkar,
JENSÍNA ANDRÉSDÓTTIR
frá Þórisstöðum,
Þorskafirði,
andaðist á heimili sínu á Hrafnistu í
Reykjavík fimmtudaginn 18. apríl.
Útförin fer fram föstudaginn 3. maí klukkan 13 frá Árbæjarkirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lydía Edda Thejll
Sigurður Haraldsson
Ingi Bergþór Jónasarson
Sigurdís Haraldsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGUNN HLÍN BJÖRGVINSDÓTTIR,
Safamýri 46, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 18. apríl á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. apríl
klukkan 13.
Björgvin S. Friðriksson Adda Björk Jónsdóttir
Friðrik M. Friðriksson Gunnrún Gunnarsdóttir
Guðný Hlín Friðriksdóttir Karl Ómar Guðbjörnsson
Friðgerður M. Friðriksdóttir Ófeigur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn