Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Bréf til Pálu frá mér: Að sjá heilan heim í sandkorni og himin í hagablómi... Með nokkr- um orðum vil ég kveðja elsku Pálu. Núna ertu horfin yfir í sum- arlandið og hefur hlotið hvíldina. Vil ég þakka þér fyrir samfylgd- ina og allt það góða sem þú ávallt sýndir mér. Stór er sú tilfinning ein svo falleg innri þýða, sálin svo björt og hrein þvílík falleg blíða. Hjarta hoppar af kæti geislandi innri friður setur mig í fyrsta sæti og hamingjuna styður. (Einar Már) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, Svo margt sem um hug minn fer. þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Alli og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni en minn- ing um góða konu mun ætíð lifa. Ólöf Jónsdóttir Pitts. Við Pála deildum mörgum stundum saman í bernsku, svo flutti ég til Svíþjóðar og stofnaði fjölskyldu – fimm árum seinna þegar ég flutti aftur heim til Ís- lands, brotin eftir missi, tók Pála á móti mér með sínum kærleika – hún hjálpaði mér að byggja mig upp á ný – hlustaði og hlustaði þegar ég talaði stanslaust um minn missi. Með árunum treyst- ust vinabönd okkar Pálu enn frek- ar. Ef það eru til tvíburasálir þá vorum við Pála það – í gegnum ævina hef ég oft hringt í hana á milli landa aðeins til að spyrja „hvað er að frétta?“ sem reyndist mjög oft vera á ögurstundu og fengið svarið: „Hvernig vissirðu það Gunna? Enn veit það enginn nema við!“ Þá hafði enn eitt áfallið dunið yfir – já, lífsverkefni Pálu og fjölskyldu hennar voru stór og mörg – of mörg. Þeir sem kynntust Pálu, áttuðu sig fljótt á að hún var meiri mann- eskja en gengur og gerist, hún var svo miklu meira en „konan sem felldi biskupinn“, meira en „ís- lenska konan“ meira en „vinkona“ – hún var ein sú dýpsta og hrein- asta mannvera sem ég hef kynnst. Hún gaf og gaf, kærleika, um- hyggju, væntumþykju, ást og læknaði aðra. Í Danmörku var hún virtur ráðgjafi, hjálpaði og græddi önn- ur fórnarlömb – fyrirmenn sem lítilmagna – í augum Pálu var eng- inn yfir aðra hafinn – hún læknaði sálir – svo yfirtekur krabbinn lík- ama hennar – hversu ósanngjarnt er það!? Elsku Alli sem hefur verið eins og klettur í lífi Pálu, reynt að verja hana köldum brimsúg land- ans – tók loks af skarið og flutti með henni til Danmerkur, studdi við hana og hún við hann, nú starf- ar hann sem virtur gullsmíða- Sigrún Pálína Ingvarsdóttir ✝ Sigrún PálínaIngvarsdóttir fæddist 8. nóv- ember 1955. Hún lést á 2. apríl 2019. Útför Sigrúnar Pálínu fór fram 24. apríl 2019. meistari og steina- setjari í Danaveldi. Og börnin; Elísabet, Sólveig og Bjarki – það er sárara en hægt er að hugsa að núna mánuði eftir að þau jarðsungu Sigurð pabba sinn þá deyr mamma þeirra. Ég hef svo oft spurt mig: „Hversu mörgum erfiðum lífsverkefn- um er einni fjölskyldu úthlutað?“ Ég átti þá von að Pála yrði sæmd fálkaorðunni fyrir baráttu hennar í þágu kynöryggis og heil- brigðis hjá íslenskri þjóð. Barátta hennar markaði í raun upphaf ís- lensku #MeToo-hreyfingarinnar – íslenska þjóðin á henni svo margt að þakka, þótt þjóðin hafi ekki allt- af stutt Pálu í að segja sannleikann í baráttu sinni við vinavætt valda- kerfi. Það er svo líkt Pálu að óska þess að vera jarðsett í báðum löndunum sínum; landinu sem hana ól og landinu sem bjargaði henni. Ég er rík af reynslu, minningum og lærdómi og ég er þakklát fyrir að hafa átt Pálu sem vin og hafa fengið hlutdeild í fjölskyldu henn- ar. Elsku Alli, Elísabet, Sólveig og Bjarki – tíminn læknar ekki sár en góðar minningar geta hjálpað sári að gróa. Ykkar vinur til eilífðar. Guðrún Alda Harðardóttir. Það var bjart yfir Eyjafjöllum þennan dag, allt orðið grænt. Rút- an kom keyrandi í rólegheitum yfir brúna og hristist svo eftir holóttum malarveginum og stansaði loks við brúsapallinn. Heimilisfólkið beið fullt til- hlökkunar en enginn vissi hver hún var. Gamall maður með staf í hendi, kom haltrandi niður brekkuna frá bænum. Hann stefndi í áttina til þín og sagði: „Það skiptir ekki máli hvað ég heiti, ég verð afi þinn á meðan þú verður í sveitinni.“ Reyndar fór það svo að nýi afinn átti eftir að verða leiðarljós Pálu í lífinu. Þú varst 14 ára elsku Pála og komin til að taka til hendinni á stóru sveitaheimili. Dýrunum varst þú góð. Þú fékkst hana Brynju þína í fangið nýfæddan heimalninginn, gekkst með lambið inni á þér til þess að halda því á lífi. Naust þess að hlúa að litla lífinu þínu um sumarið, sem það væri barnið þitt. Þú vingaðist við hagamýsnar og fannst ansi krúttlegt að láta loðnu smádýrin skríða upp handleggina á þér á meðan aðrir tóku til fót- anna. Það ríkir svo mikil hlýja inni í mér Þegar ég minnist þessara tveggja sumra. Við urðum góðar vinkonur þó svo aldursbilið væri fimm ár. Öll- um þótti vænt um þig, litu upp til þín, og fannst mikið til þín koma. Þú varst mín fyrirmynd, Skálat- ún var í hillingum enda hafðir þú unnið þar. Skálatún var svo minn fyrsti vinnustaður eftir að ég fór að vinna fyrir aur. Ætlunin var að verða þroskaþjálfi, vildi feta þína slóð. Það var dásamlegt að halda vin- skapnum við þig út lífið og best þegar við hittumst, hafa þig ná- læga á ný. Pála bar byrðar sem enginn vill ganga í gegnum að þurfa að bera, og slíta bæði líkama og sál. Við getum fundið til og enn meira ef sársaukinn er ekki viður- kenndur. Barátta Pálu fyrir sannleikan- um bar loks árangur. Elsku Pála þú skildir heiminn eftir betri og þroskaðri. Trúin á Guð var einlæg og því bið ég að hann fylgi þér inn í nýja heima og bið um leið að Guð um- vefji fjölskyldu þína styrk sínum og kærleika, nú og til eilífrar framtíðar. S. Anna Einarsdóttir. Á þeim 29 árum sem Stígamót hafa starfað hafa tæplega 9.000 manns leitað sér aðstoðar hjá okk- ur. Á bak við tölurnar eru mann- eskjur, oftast konur sem allar eiga sínar einstöku sögur um mann- réttindabrot. Fæstar hafa þær reynt að leita réttar síns, en þær sem hafa haft kjarkinn til þess, hafa sjaldnast verið teknar alvar- lega, hvorki af réttarkerfinu né af öðrum stofnunum samfélagsins. Ein þeirra var Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. Einstaklega heil- steypt, hugrökk og kærleiksrík kona með ríka réttlætiskennd. Saga þessarar baráttukonu er samofin sögu Stígamóta. Hún vogaði sér ásamt tveimur öðrum konum að bera þáverandi biskup sökum um kynferðisbrot og ögr- aði þannig einni af virtustu og elstu valdastofnunum landsins. Fulltrúi valdsins sagði að þarna væri um að ræða „einhverja hræðilegustu ásökun sem hægt væri að bera fram“. Það varð að meginatriði málsins, ekki sekt eða sakleysi biskupsins. Komið var fram við Sigrúnu Pálínu eins og forhertan brotamann, en ekki brotaþola og það sama gilti um þau sem stilltu sér upp í skotlín- unni með henni. Viðbrögðin voru heiftúðug og fjölmiðlarnir loguðu. Biskupinn kærði m.a. Guðrúnu Jónsdóttur eldri, stofnanda Stíga- móta, fyrir að virða ekki þögnina sem honum fannst rétt að ríkti um málið. Hún hafði staðfest við fjöl- miðla að beiðni kvennanna að þær hefðu leitað hjálpar á Stígamótum vegna hans. Persónuvernd krafð- ist þess að öllum skjölum Stíga- móta yrði eytt, þó þar væri ekki stafkrók að finna um ofbeldis- menn. Guðrún sagði fyrir rétti að hún hefði átt tvo kosti, annars vegar að styðja biskupinn, ellegar að styðja konurnar sem leituðu hjálpar hjá Stígamótum. Valið var henni auðvelt. Félagsráðgjafa- félagið skrifaði henni bréf og fór fram á að hún notaði ekki starfs- titilinn félagsráðgjafi. Hún hefur síðar sagt að þetta hafi verið gróf- asta aðför sem gerð hafi verið að starfseminni og starfskonur voru við það að gefast upp gegn ofurefli valdastofnana. Það hafi verið staðfesta og óbilandi kjarkur Sig- rúnar Pálínu sem gaf þeim kraft- inn til þess að halda út. Aldrei kiknaði hún! Það tók hana 33 ár að berjast fyrir sannleikanum. Trúin og samfélag kirkjunnar var henni alltaf mikils virði. Þegar óréttur- inn var loksins viðurkenndur, var það sem skipti Sigrúnu Pálínu mestu máli að hún náði sáttum við kirkjuna. Hún fékk verðskuldaðar sanngirnisbætur og færði Stíga- mótum með stolti eina milljón króna til starfseminnar. Baráttan hefur sannarlega skilað árangri og Guðrún Jónsdóttir eldri, stofn- andi Stígamóta, hefur líka hlotið heiðursviðurkenningu Félagsráð- gjafafélags Íslands fyrir störf sín. Á Stígamótum erum við stoltar af að hafa veitt báðum þessum frum- kvöðlum kvennabaráttunnar við- urkenningar. Það er ómetanlegt hversu mik- ilvæg fyrirmynd Sigrún Pálína var öðrum konum sem án hennar fordæmis hefðu ekki haft kjark- inn til þess að segja frá þeim órétti sem þær höfðu verið beitt- ar. Hennar stærsta gjöf er líklega sú að fleiri og fleiri brotaþolar kynferðisofbeldis neita í dag að bera skömmina. Það skal áréttað að þetta var löngu fyrir daga #metoo-bylgjunnar. Þöggun á kynferðisofbeldi er loksins orðin illa liðin í samfélaginu. Við sendum fjölskyldu Pálu innilegar samúðarkveðjur og kveðjum hana með virðingu og þakklæti. F.h. Stígamóta, Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Björg G. Gísla- dóttir og Anna Bentína Her- mansen ráðgjafar. Hlýr og hlátur- mildur kemur fyrst upp í hugann. Að maður hafi kallað hann „afa Kidda“ segir í raun allt sem segja þarf. Í mörg ár hélt ég að hann væri ein- hvers konar auka-„afi“ minn og ég held að ég hafi viðhaldið því lengi vel, ómeðvitað. Maður átti við hann eitthvert sérstakt samband. Virkilega vinalegur, mikill gestgjafi, mér leið mjög vel í Álf- hóli, alltaf gaman að koma þang- að. Alltaf brosandi, að grínast, allt- af velkomin til hans. Hafði inni- legan áhuga á því að heyra mann segja frá, hvað væri að frétta og hvað maður væri að gera. Þetta eru orðin sem börnin mín þrjú völdu þegar ég spurði hvað kæmi upp í huga þeirra nú þegar „afi Kiddi“ væri látinn. Er hægt að hugsa sér nokkuð betra en að hafa verið góður börnum, átt við þau góð samskipti og skilja eftir hjá þeim dýrmætar minningar? Skipta titlar, fjármunir eða eignir nokkru í samanburði við það? Sjálf á ég ótal minningar um Kidda og Erlu, heimilið í Álfhóli og samskipti við fjölskylduna alla. Það var hlaupið á milli húsanna, af Hjarðarhólnum yfir í Álfhól í gegnum garðinn hjá Rikku og Dodda, bróður Kidda, og senni- lega hef ég oft truflað þau þegar ég var seint á ferð og hljóp hratt í hellulögðum tröppunum til þess að ná heim fyrir tilskilinn tíma. Álfhóll er stórt hús sem var öllum opið í fyllsta skilningi þess orðs. Flesta daga litu einhverjir gestir inn og allir voru velkomnir í borð- krókinn. Vinir, fjölskyldumeðlim- ir, brottfluttir ættingjar, fólk sem leitaði aðstoðar af ýmsu tagi, al- þingismenn, verkalýðsleiðtogar „að sunnan“ eða í heimabyggð, skipstjórar og sjómenn og vinir barnanna. Stundum sat einhver við píanóið og spilaði, oftast son- urinn Helgi, og oft kom hinn son- urinn, Ásgeir, hlaupandi inn með hnyttnar athugasemdir um menn og málefni og var svo rokinn út aftur! Og best var þegar Erla heit- in sat í borðkróknum með kaffi- sopa og hló að öllu saman. Já, ég gekk þarna inn og út og einu sinni þegar ég birtist leit Kiddi á mig, benti á ryksuguna sem stóð á miðju gólfi og sagði: „Svona, ryk- sugaðu!“ Og auðvitað hlýddi ég. Kiddi ryksugaði reyndar mjög oft og eldaði. Ekkert jafnaðist á við signa fiskinn hans og hjá honum fengum við besta lunda sem við höfum borðað, nýveiddan úti í Lundey. Það var líklega sérstakt á þessum tíma að Erla sat stundum og las í „húsbóndastólnum“ inni í stofu og Kiddi tók til og brasaði í eldhúsinu. Hann var mikill barna- karl og til eru sögur af daglegum sundlaugarferðum hans, þar sem barnabarnahópnum var safnað saman út í laug og ýmsir aðrir fengu að fljóta með. Það eru tímamót þegar einhver sem var hluti af æskunni fellur frá. Þakklætið er mikið; fyrir Álf- hól, þolinmæðina, hlýjuna, mild- ina og opna faðminn til mín og fjölskyldunnar þegar við komum „að sunnan“. Það dýrmætasta í mínum huga er brosið sem færðist yfir Kidda þegar hann sá „þessar elskur“ sem gátu nánast verið hvaða börn sem er. Í fyrsta sæti voru auðvitað barnabörnin og síð- ar afkomendur þeirra, sem voru öll hvert öðru dýrmætara og full- komin að öllu leyti, ástin í þeirra garð átti sér engin takmörk. Svo voru það öll hin börnin sem fengu að njóta viðmótsins sem var engu líkt. Nú þegar Kiddi kveður er þetta einstaka viðmót og þessi Kristján Ásgeirsson ✝ Kristján Ás-geirsson fædd- ist 26. júlí 1932. Hann lést 12. apríl 2019. Útför hans fór fram 24. apríl 2019. góði hugur mikil- vægari í mínum huga en öll hans fjölmörgu verkefni og sú sérstaka staða sem hann naut; að vera forsvarsmaður verkalýðshreyfing- ar, útgerðar og bæj- armála í sama bæj- arfélaginu á sama tíma. Elsku Þyri, Ás- geir og Helgi. Þið áttuð yndislega foreldra sem nú eru bæði fallin frá. Góðmennskan og það dýr- mætasta í fari þeirra mun varð- veitast með öllum sem þeim kynntust. Ragnhildur Arnljótsdóttir. Mín fyrsta minning um Kidda er frá miðri síðustu öld eða þar um bil. Þá kom hann nærri áramótum og kvaddi okkur frændfólkið á Brávöllum. Hann stefndi á vertíð suður með sjó. Oft kemur þetta í hugann því bjart er yfir minning- unni. Ég reikna með því að slíkt hafi verið algengt á þessum tíma. Hann ólst að mestu upp í Ásgeirs- húsi, sem á mælikvarða nútíma- fólks er ekki stórt, en þar var bæði hátt til lofts og vítt til veggja er skjóta þurfti skjólshúsi yfir skyld- menni eða vandalausa sem annars staðar áttu ekki höfði að halla. Við þær aðstæður er það manngæska heimilisfólks sem vegur þyngst. Ömmur hans báðum megin ódeigar baráttukonur, stofnendur Verkakvennafélags Húsavíkur og sátu í fyrstu stjórn þess svo ekki skorti umræðuefni í æsku og lengi býr að fyrstu gerð. Faðir hans sat lengi í bæjar- stjórn Húsavíkur og var formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur um árabil. Sami ferill varð drjúgur þáttur í lífshlaupi Kidda. Hann var fylginn sér, skákmaður góður og fótviss í hálku bæjarmála á Húsavík og enginn veifiskati þau þrjátíu ár sem hann sat þar. Sá tími bar, ekki síst, svipmót þess að verið var að kveða Húsavík úr kút. Þeir feðgar, Ásgeir og hann, ásamt Þormóði Kristjánssyni gerðu út frá Húsavík í mörg ár eða þar til hann tók við forstöðu togaraútgerðar meðan hennar naut hér við. Það var um jólin 1954 að Kiddi kvæntist Erlu Jónu Helgadóttur í Stöðvarfjarðarkirkju, glæsilegri stúlku frá bænum Löndum þar skammt utan þorpsins. Hann kom að sunnan til Stöðvarfjarðar fyrir jól, en þar var hann til sjós. Spari- fötin á leiðinni frá Húsavík með strandferðaskipi, en veður gerast válynd í skammdeginu þar austur frá. Svo varð einnig þessi jól. Skipið komst ekki inn á Stöðvar- fjörð og sigldi því framhjá með spariföt brúðgumans. Vegasam- band ekkert og því voru góð ráð dýr. Stærsta stund lífsins var framundan hjá frænda mínum. Þá var hafist handa við að safna sparifötum á brúðgumann í þorp- inu og heppnaðist það utan hvað mynd á hálsbindinu þótti nokkuð orka tvímælis við þetta tækifæri. Hún var af Roy Rogers, þeim að vestan. Í leiðinni var Helgi sonur þeirra skírður í höfuðið á afa sín- um á Löndum. Mér er í minni þegar ungu hjónin komu til Húsavíkur og hófu byggingu húss síns þar sem áður stóð bærinn Álfhóll. Þar bjuggu þau meðan bæði lifðu og raunar gott betur. Kiddi var svo fyrir nokkrum árum hremmdur af parkinsons-veikinni. Sú gefur engin grið. Hann fylgdist vel með og óbeygður í afstöðu sinni til þess sem rétt er eða rangt, sagði hann Helga syni sínum undir það síð- asta: „Katrín setti þeim stólinn fyrir dyrnar.“ Ég heimsótti hann fyrir stuttu. Þá var langt liðið á ævikvöld. Erindinu var að ljúka. Að lokum nesta ég frænda minn vísukorni Árna frá Múla því einn niðja Árna hefur nú skipað sér í forystusveit launamanna. Honum hlýnar við það. Ég læt mig engin binda bönd. Því bregst mér ei mín styrka hönd. Ég sé í fjarska sól á strönd og sigli burt að nema lönd. Farsælt lífshlaup er á enda runnið. Börn hans og fjölskyldur eiga samúð okkar Rannveigar. Kristján Pálsson. Vinur minn og félagi til ára- tuga, Kristján Ásgeirsson á Húsa- vík, er allur. Fáum mönnum, mér óvandabundnum, hef ég kynnst sem uxu jafn samfellt af nánari kynnum. Kristján, eða Kiddi Ás- geirs eins og hann var jafnan kall- aður, var gull af manni. Hann var einlægur sósíalisti, verkalýðs- sinni, róttækur jafnaðarmaður eða hvað menn vilja kalla það en fyrst og síðast mannvinur sem mátti ekkert aumt sjá og trúr sinni lífsskoðun í gegn sem slíkur. Það reyndi ég snemma er hann fór að leita til mín vegna einhverra sem hann var að liðsinna og á hall- aði í lífsbaráttunni. Oft fékk ég það á tilfinninguna að hann væri einhvers konar hliðar-félagsmála- stofnun á Húsavík eða síðasta ör- yggisnet. Framlag hans til samfélagsins á Húsavík er ærið að vöxtum þeg- ar allt er talið. Hann valdist til for- ystu í verkalýðsfélagi Húsavíkur, samhliða því að stunda útgerð og sat þar samfellt í stjórn frá 1964 til 1991, lengst af sem formaður eða varaformaður. Fyrir framlag sitt á því sviði var hann sérstaklega heiðraður. Eftir að faðir hans og þekktur forvígismaður sósíalista, Ásgeir Kristjánsson eða Blöndi, hafði setið í bæjarstjórn í 16 ár, frá 1958 til 1974, tók Kristján við og gerði gott betur. Hann sat í bæjarstjórn samfellt í 28 ár frá 1974 til 2002, kjörinn ýmist af G- lista Alþýðubandalagsins eða sameiginlegum listum fé- lagshyggjufólks. Í tvígang, með 20 ára millibili, leiddi hann slíka lista til sigurs í bænum. Samhliða var hann í forsvari fyrir togaraút- gerð staðarins allt frá því að Höfði var stofnaður og Júlíus Hafstein kom og seinna Íshaf og Kolbeins- ey. Byggð var upp netagerð og verslun, gerðir út rækjubátar og svo framvegis. Lengst af var Kristján með son sinn Helga sér við hlið í þessum félagslega rekstri. Ýmsir urðu til að gagnrýna að Kiddi sæti á alla kanta borðsins sem framkvæmdastjóri fyrir stærstu útgerð staðarins, verandi formaður eða varaformaður verkalýðsfélagsins og í bæjar- stjórn. Í hans augum var það skrítin umræða. Allt hans starf þjónaði sömu markmiðum og hug- sjón, að tryggja störf og afkomu verkafólks og sjómanna og stuðla að vexti og viðgangi byggðarlags- ins. Róðurinn var oft þungur og til eru bæði gamankveðskapur og gamansögur af því að Kiddi hafi um tíma verið búinn að veðsetja allt á Húsavík, nema ef vera skyldi kirkjuna, til að halda útgerðinni gangandi. Um þá glímu alla er ekki tóm til að fjalla hér en von- andi eru nú þeir tímar upp runnir á Húsavík að heiðursmaðurinn Kristján Ásgeirsson fái að njóta fulls sannmælis fyrir framlag sitt. Kristjáni varð þungbært að missa Erlu, sinn vin og trausta lífsförunaut, fyrir hálfum öðrum áratug og síðustu árin fór heilsan að gefa sig. Hann naut góðrar að- hlynningar dvalar- og heilbrigðis- stofnana á Húsavík undir það síð- asta og var vel að því kominn jafn einarðlega og hann hafði stutt við uppbyggingu þeirrar þjónustu á staðnum. Ég kveð minn góða vin og fé- laga Kristján Ásgeirsson með þakklæti, söknuði og eftirsjá, votta börnum hans og öðrum að- standendum samúð og segi að lok- um: Það mættu fæðast fleiri slíkir sem var Kristján Ásgeirsson. Steingrímur J. Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.