Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019
Eggert
Sumardagurinn fyrsti Árstíðirnar taka við hver af annarri og barnið fer létt með að sveifla sér inn í sumarið á Görðum á Akranesi.
Að undanförnu hafa
gengið dómar við Mann-
réttindadómstól Evrópu
sem hafa orðið tilefni til
umræðna hér á landi um
þýðingu þessara dóma fyrir
íslenskan innanlandsrétt.
Virðast þá sumir telja að
slíkir dómar dugi til þess að
gera íslenskum dómstólum
skylt að breyta laga-
framkvæmd hér innanlands
án þess að meira komi til.
Á þessi sjónarmið er ekki unnt að fall-
ast. Í forsendum dóms Hæstaréttar 22.
september 2010 (mál nr. 371/2010) segir
orðrétt svo:
„Með lögum nr. 62/1994 var mannrétt-
indasáttmála Evrópu veitt lagagildi hér á
landi (…). Í 2. gr. þeirra er tekið fram að
úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu,
mannréttindadómstóls Evrópu og ráð-
herranefndar Evrópuráðsins séu ekki
bindandi að íslenskum landsrétti. Með
ákvæði þessu hefur löggjafinn áréttað að
þrátt fyrir lögfestingu sáttmálans sé enn
byggt á grunnreglunni um tvíeðli lands-
réttar og þjóðaréttar að því er varðar gildi
úrlausna þeirra stofnana sem settar hafa
verið á fót samkvæmt sáttmálanum. Þótt
dómstólar líti til dóma mannréttinda-
dómstólsins við skýringu sátt-
málans þegar reynir á ákvæði
hans sem hluta af íslenskum
landsrétti, leiðir af þessari
skipan að það er verkefni lög-
gjafans að gera nauðsynlegar
breytingar á landsrétti til að
virða skuldbindingar íslenska
ríkisins samkvæmt mannrétt-
indasáttmála Evrópu.“
Hér lýsir Hæstiréttur með
einföldum hætti lagalegri
stöðu úrlausna MDE gagn-
vart íslenskum rétti. Þær úr-
lausnir geta aðeins orðið til-
efni til athugunar á því hér
innanlands, hvort breyta beri íslenskum
lögum til samræmis við dóm frá MDE og
þá af þeirri stofnun (Alþingi) sem fer með
valdið til að setja landinu lög.
Það gerir stöðuna ekki auðveldari þegar
dómstóllinn þar ytra ákveður að breyta
fyrri dómaframkvæmd og leysa úr málum
á annan hátt en hann hefur sjálfur gert áð-
ur. Þetta kalla spakir menn „lifandi réttar-
framkvæmd“. Hún felst í því í reynd að
setja nýjar lagareglur og þá jafnvel um
málefni sem föst lagaframkvæmd hefur
verið á. Enginn dómstóll ætti að teljast
hafa heimildir til slíkra hátta.
Þegar þetta gerist taka menn að kalla
eftir sambærilegum breytingum á dóms-
úrlausnum innanlands, þó að lög haldist
óbreytt. Það er svo verra að íslenskir dóm-
stólar hafa að einhverju marki látið undan
þessu, þrátt fyrir skýra afstöðu Hæsta-
réttar í dóminum 2010. Slík framkvæmd
stenst ekki íslenska stjórnskipun, svo sem
mælt er fyrir um hana í stjórnarskránni.
Hitt má vera rétt, að íslensk stjórnvöld
séu oft hægfara við athugun á því, hvort
leggja beri til við Alþingi breytingar á inn-
anlandsréttinum vegna nýrra dóma þar
ytra. Þar mætti vel hvetja þau til skjótari
viðbragða. Menn ættu hins vegar að muna
að lagabreytingar, sem þannig verða til,
geta ekki að íslenskum stjórnlögum dugað
til afturvirkra breytinga í málum fortíðar,
hvort sem dómar hafa þegar gengið í þeim
eða ekki hér innanlands.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Það er svo verra að ís-
lenskir dómstólar hafa
að einhverju marki látið
undan þessu, þrátt fyrir
skýra afstöðu Hæstaréttar
í dóminum 2010. Slík fram-
kvæmd stenst ekki íslenska
stjórnskipun, svo sem
mælt er fyrir um hana
í stjórnarskránni.Jón Steinar Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Um „lifandi réttarframkvæmd“
Tvær kínverskar
MIG-orrustuþotur
fljúga yfir bresku frei-
gátuna HMS Devons-
hire. Þær tilkynna
henni að hún sé innan
kínverskrar lögsögu og
senda síðustu viðvörun
áður en ráðist verður á
hana. Skipstjóri frei-
gátunnar fær staðsetn-
ingu sína staðfesta, „jú
við erum á alþjóðlegu
hafsvæði og munum svara árás í
sömu mynt“.
Sem betur fer er þetta ekki raun-
veruleiki heldur lýsing á upphafs-
atriði úr James Bond-myndinni „To-
morrow Never Dies“ frá árinu 1997.
Hryðjuverkamönnum hafði tekist að
senda fölsk staðsetningarmerki út á
svæðinu svo áhöfn freigátunnar taldi
sig vera 70 mílum frá raunveruleg-
um stað. Þetta var vísindaskáld-
skapur árið 1997 en tuttugu árum
síðar getur þetta verið
veruleiki, reyndar hafa
atburðir af þessu tagi
þegar átt sér stað.
Nokkur dæmi eru
þekkt þar sem svika-
merki hafa verið send
út til þess að villa um
fyrir notendum stað-
setningarkerfa. Árið
2011 náðu Íranar
bandarískri mann-
lausri könnunarflugvél
og gátu lent henni lítið
skemmdri, hugsanlega
með svikamerkjum.
Árið 2017 var fjöldi skipa á Svarta-
hafinu allt í einu með GPS-
staðsetningu í tuga mílna fjarlægð
frá réttum stað. Svipuð dæmi hafa
sést í Kóreu.
Á hverjum degi aka þúsundir
flutningabíla um vegi Evrópu og
Ameríku. Í mörgum tilvikum er
fylgst með ferðum þeirra frá stjórn-
stöðvum, sem bílstjórunum finnst
stundum óþægilegt. Þess vegna eiga
þeir lítil tæki sem trufla móttöku
staðsetningarmerkjanna. Gallinn er
sá að tækin trufla ekki eingöngu
staðsetningarkerfin í viðkomandi bíl
heldur einnig mörg önnur staðsetn-
ingartæki í nágrenninu. Merkin eru
nefnilega send frá gervitunglum í 20
þús. km hæð yfir jörðu og eru afar
dauf þegar þau berast í staðsetning-
artækin. Það þýðir að mjög lítið afl
þarf til að trufla þau.
Bresk stjórnvöld létu nýlega
kanna hve háð breska þjóðfélagið er
staðsetningartækni. Þau ímynduðu
sér að GPS og skyld kerfi yrðu óvirk
í fimm daga og létu reikna út tjónið
sem af því hlytist. Það nam 5,8 millj-
örðum evra. Ef dæmið er heimfært á
íslenskar aðstæður samsvarar það
4,6 milljarða króna tjóni hér á landi.
Hugsanlega eru Íslendingar enn
háðari þessum kerfum því að menn
reiða sig mjög á þau við fiskveiðar.
Samt er ekkert að finna um stað-
setningartækni í nýsamþykktri sam-
gönguáætlun íslenskra stjórnvalda.
Nú liggja fyrir drög að nýrri fjar-
skiptaáætlun og þar er heldur ekk-
ert að finna um staðsetningar- eða
leiðsögutækni.
Ýmsar þjóðir, nálægar og fjar-
lægar, eru mjög hugsi yfir því hve
auðvelt virðist að trufla og svíkja
gervitunglakerfin. Þær hafa því
markað sér stefnu um að byggja upp
svæðisbundin staðsetningarkerfi á
ný og reyndar hafa margar þjóðir
aldrei hætt rekstri Loran-C-
þjónustunnar sem hér var nýtt til
ársins 1994. Nýja Loran-tæknin er
nefnd e-Loran og er að sjálfsögðu
miklu fullkomnari en gamla Lor-
an-C.
Hér á landi var rekið leiðrétting-
arkerfi fyrir GPS um árabil en þeim
rekstri hefur nú verið hætt. Skekkja
GPS er svo lítil að varla er þörf fyrir
leiðréttingarnar lengur. Slíkt leið-
réttingarkerfi hefur þó annan kost
sem sjaldan er horft til; það getur
sagt til um áreiðanleika eða heilindi
staðsetningarupplýsinganna sem
fást með GPS og skyldum kerfum. Á
komandi árum verður þetta afar
mikilvægur þáttur í því að tryggja
gæði staðsetninga. Slíkar leiðrétt-
ingar eru sendar út á vegum Evr-
ópsku geimvísindastofnunarinnar
(ESA) en nást illa á Íslandi, sér-
staklega á landinu vestanverðu. Ís-
land er eitt af fáum löndum Evrópu
sem eru ekki aðilar að ESA og hafa
því ekki rödd þegar ákvarðanir eru
teknar um verkefni og þjónustu
stofnunarinnar.
Í október 2016 samþykkti Alþingi
að fela utanríkisráðherra að sækja
um aðild að ESA. Meðal flutnings-
manna tillögunnar er núverandi for-
sætisráðherra. Hver urðu afdrif
málsins og eftir hverju er beðið? Hér
eru ríkir hagsmunir fyrir Íslendinga.
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur »Ekkert er að finna
um staðsetningar-
eða leiðsögutækni í ný-
samþykktri samgöngu-
áætlun og í drögum að
nýrri fjarskiptaáætlun.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er verkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Stika ehf.
Veistu hvar þú ert – ertu viss?
Á dögunum var opnuð eft-
irtektarverð sýning í Lands-
bókasafni Íslands – Háskóla-
bókasafni þar sem þess er minnst
að nú eru 100 ár liðin frá útkomu
fyrstu skáldsögu Halldórs Lax-
ness, Barni náttúrunnar. Yfir-
skrift sýningarinnar er „Að vera
kjur eða fara burt?“ en höfund-
urinn ungi valdi að kljást við þá
eilífðarspurningu í æskuverki
sínu en samband Íslands við um-
heiminn er eitt helsta viðfangs-
efni sögunnar.
Ég hvet fólk til þess að kynna
sér þessa sýningu því hún er for-
vitnilegur aldaspegill, þar er leit-
ast við að fanga tíðaranda og
sögulegt samhengi, menningar-
lífið, bæjarbraginn og bakgrunn
höfundarins sem þó var vart af
barnsaldri árið 1919. Íslenskt
samfélag var í örri mótun og þeg-
ar við hugsum til þess í dag hverj-
ir það voru helst sem skilgreindu okkar samfélag áratugina á
eftir þá leitar hugurinn ekki síst til skálda og listamanna.
Stórhuga menn
Í bók sinni Skáldalífi skrifar Halldór Guðmundsson um
starfsbræður Halldórs Laxness, heimsmanninn Gunnar
Gunnarsson og heimalninginn Þórberg Þórðarson – tvo aðra
bændasyni sem dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og
framtíð þjóðar. Það hefur sitthvað verið skrifað, rýnt og rann-
sakað um verk og lífshlaup þessara þriggja og þeir á köflum
skilgreindir út frá því sem aðgreindi þá og sameinaði. Mér
finnst einkar athyglisvert að hugsa til þess hvers konar sam-
félag mótaði þessa menn, hvað nærði metnað þeirra, sköp-
unarþrá og hugsjónir á sínum tíma.
Raddir unga fólksins
Bernskuverk Halldórs Laxness bar með sér fyrirheit og
verkinu var tekið með nokkurri eftirvæntingu þótt ekki væri
allir jafn hrifnir. Saga þessa verks er að mínu mati góð áminn-
ing þess fyrir okkur öll að huga vel að bernskuverkum. Að
fagna þeim og hlusta á raddir unga fólksins okkar. Þó að hinn
sautján ára Halldór Guðjónsson hafi verið fremur óvenju-
legur ungur maður, og kominn til meiri þroska en flestir jafn-
aldrar hans þá og ekki síður nú, þá var hann ungmenni með
erindi við heiminn. Það varð gæfa landsmanna og lesenda um
allan heim að höfundurinn auðgaði með verkum sínum ís-
lenskar bókmenntir og þar með bókmenntir heimsins með
stílsnilli, hugviti og innsýn, og gerir enn.
Alþjóðleg verðlaun
Í dag er haldið alþjóðlegt þing um Halldór Laxness í Ver-
öld, húsi Vigdísar. Dagskráin er liður í Bókmenntahátíð í
Reykjavík sem hófst í gær en á þinginu verður tilkynnt um
hver hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í
fyrsta sinn. Verðlaunin verða veitt alþjóðlega þekktum rithöf-
undi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum
sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á
sínum tíma. Að verðlaununum standa auk forsætisráðuneytis
og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Íslandsstofa, Bók-
menntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið.
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur
» Saga þessa
verks er að
mínu mati góð
áminning þess
fyrir okkur öll
að huga vel að
bernsku-
verkum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
„Dáið er allt
án drauma“