Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  96. tölublað  107. árgangur  ÆVINTÝRA- VERÖLD AÐ REYKJUM VAR HÆTTUR EN VARÐ SENUÞJÓFUR VERÐLAUN GUÐ- RÚNAR VEITT Í FYRSTA SINN BJÖRN VIÐAR Í ÍBV 52 BERGRÚN ÍRIS 57SUMARBÚÐIR 12 Stillanleg HEILSURÚM Ertu örugglega í besta rúminu fyrir þínar þarfir? Verð frá 264.056 Með einni snertingu geturðu komið rúminu í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504  Rýrnun viðskiptakjara að undan- förnu bætist við samdrátt í ferða- þjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boð- aðar nafnlaunahækkanir. Þetta er niðurstaða greiningar Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica, fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt lífskjarasamning- unum eiga launþegar að fá hag- vaxtarauka á samningstímanum. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir útlit fyrir sam- drátt í hagvexti í ár. »14 Morgunblaðið/Eggert Rýrnun Fækkun ferðamanna þýðir minni verðmætasköpun í hagkerfinu. Mun skerða kaup- mátt almennings  Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaða- bótamáls Data- cell ehf. og Sun- shine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Ar- ion. Héraðsdómur hefur dæmt Vali- tor til að greiða 1,2 milljarða kr. Í kaupsamningi frá árinu 2014 þegar Arion keypti 38% hlut Lands- bankans í Valitor var kveðið á um að Landsbankinn muni halda Arion banka skaðlausum, að þessum hluta, vegna þessara og nokkurra fleiri mála sem komu til fyrir við- skiptin. „Með þessum ákvæðum var Landsbankinn að ábyrgjast að eign- in væri haldin tilteknum kostum sem umsamið kaupverð tók mið af. Þetta er ekki óvanalegt í við- skiptum með eignarhluti í fyr- irtækjum þegar óvissa ríkir um nið- urstöðu í tilteknum málum,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans. »14 Landsbankinn ber hluta tjónsins Höfuðstöðvar Vali- tors í Hafnarfirði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Sturla Geirsson, framkvæmda- stjóri Rauðsvíkur, segir meðalverðið um 708 þúsund krónur á fermetra. Verðið sé fyrir breiðan hóp kaup- enda sem vilji búa miðsvæðis. Samanlagt söluverðmæti íbúð- anna er á fjórða milljarð króna. Með þessari viðbót á markaðinn eru nú hundruð nýrra íbúða í mið- borginni til sölu. Þar af eru 12 íbúðir seldar af 38 á Hverfisgötu 94-96 og 35 íbúðir af 63 á Frakkastígsreit, sem einnig snýr að Hverfisgötu. Hefja söluna í maí Þá hyggst Þingvangur hefja sölu á 72 íbúðum á syðri hluta Brynjureits við Hverfisgötu í maí. Samanlagt eru um 240 íbúðir á þessum fjórum reitum og hefur um fimmta hver þeirra verið seld. Að auki eru enn óseldar 37 íbúðir af 94 í Bríetartúni 9-11, austan Hverfis- götu, og við Lækjartorg var hægt á sölu nýrra íbúða á Hafnartorgi. Þar verða alls um 70 lúxusíbúðir. Sé þessum tveimur reitum bætt við eru því vel yfir 300 nýjar íbúðir til sölu í miðborginni. Það eru t.d. fleiri íbúðir en í öllu Skuggahverfinu sem byggt var á hálfum öðrum áratug. Til viðbótar þessum reitum koma um 70 íbúðir við Hörpuhótelið. Framboð án fordæma  70 íbúðir fara í sölu við Hverfisgötu  Yfir 300 nýjar íbúðir í sölu í miðborginni Tölvuteikning/Onno Hverfisgata 85-93 Íbúðir í húsinu eru komnar í almenna sölu. MHefja sölu … »20 Ferðamenn sækja mikið í náttúrulaugar. Ekki var þó veður fyrir börnin til að fara í laugina við eyðibýlið Landbrot á sunnanverðu Snæfellsnesi en þess í stað náðu þau úr sér hrollinum með hlaupum. Spáð er sumarveðri í dag, á sumardaginn fyrsta, og óhætt að stefna að böðun í náttúrulaugum. Morgunblaðið/Eggert Gleðilegt sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.