Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 26

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vormaraþon Félags maraþonhlaup- ara (FM) verður haldið í 22. sinn í Reykjavík á laugardaginn. Búist er við fjölda erlendra hlaupara. Hlaupið verður ræst við nýju brýrnar í Elliðaárdal, milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvar- innar. Keppni í heilu maraþoni hefst klukkan 8 árdegis en í hálfu mara- þoni klukkan 10. Mætast hlaup- ararnir því í brautinni. Útlit er fyrir gott hlaupaveður. Spáð er 12 stiga hita um hádegi á laugardaginn, 27. apríl. Árviss viðburður frá 1998 Pétur Haukur Helgason, stjórn- andi hlaupsins, segir vormaraþonið fyrst hafa verið haldið árið 1998. Það hafi síðan verið árviss viðburður í hlaupaheiminum. Þetta er 43. hlaup FM frá upp- hafi. Félagið er jafnframt með haustmaraþon í október. Hálfmaraþon að vori var fyrst hlaupið 2002 en síðan ekki fyrr en 2005. Það er nú haldið í 15. sinn í röð. Metfjöldi þátttakenda var í vor- maraþoninu í fyrra. Hlupu þá 57 maraþon en 316 hálfmaraþon, eða samtals 373 hlauparar. Af þeim voru 42 erlendir hlauparar í vormaraþon- inu en 120 í hálfmaraþoninu. Að sögn Péturs Hauks var þetta álíka fjöldi erlendra hlaupara og í vormaraþoninu 2017. Þessi tvö ár séu metár í þessu samhengi. Úlit sé fyrir eitthvað færri erlenda hlaup- ara að þessu sinni. Sem áður segir hefst hlaupið í Elliðaárdal. Hlaupið er til vesturs í Fossvogsdal og yfir brúna við Skóg- ræktina í Fossvogi. Þaðan er hlaup- ið að Háskólanum í Reykjavík og svo hlaupin lykkja meðfram Reykja- víkurflugvelli. Síðan er hlaupið með- fram Skerjafirði vestur að Ægisíðu. Þar snúa hálfmaraþonhlauparar við og ljúka hlaupinu á upphafsstað. Maraþonhlaupararnir fara leiðina tvisvar. Verðlaun fyrstu efstu sætin Hlaupið er á malbikuðum stígum og götum. Drykkjarstöðvar verða með 5 km millibili, við HR og á Ægi- síðu, og tími hlaupara skráður með tölvuflögu. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í heilu og hálfu maraþoni í kvenna- og karlaflokki. Hlauparar reima á sig hlaupaskóna  Vormaraþonið haldið á laugardag 173 181 198 237 250 304 270 373 300 Maraþonhlaup FM frá upphafi Heildarfjöldi þátttakenda 1998 til 2018 Þjóðerni erlendra þátttakenda Þátttakendur í maraþoni og hálfmaraþoni Haust 2016 og vor 2017 samtals Haust 2014 til hausts 2018 eftir þjóðerni Vormaraþon ½ maraþon Haustmaraþon ½ maraþon Ísland Ísland ½ maraþon Erlendir þátttakendur ½ maraþon HAUST VOR HAUST VOR HAUST VOR HAUST VOR HAUST 2015 2016 2017 20182014’98 ’00 ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18 Heimild: Félag maraþon- hlaupara (FM) Bandaríkin, 22% Bretland, 22% Írland, 11% Kanada, 8% Finnland, 6% Holland, 5% Svíþjóð, 4% Danmörk, 4% Frakkland, 3% Önnur lönd, 16% 673 484 61 Alls yfir 20 þjóðerni 31 6 25 5 57 45 Ljósmynd/Félag maraþonhlaupara Hlauparar Pétur Haukur og Pétur Frantzson hafa skipulagt hlaupið. Gögn afhent á morgun » Skráning fer fram á vefnum marathonhlaup.is. » Hlaupagögn eru afhent í versluninni Sport24 í Sunda- borg 1, 104 Reykjavík. » Afhendingin fer fram föstu- daginn 26. apríl, frá kl. 10-18. » Boðið verður upp á nýbak- aðar vöfflur með rjóma og heitt kakó við endamarkið. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.