Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vormaraþon Félags maraþonhlaup- ara (FM) verður haldið í 22. sinn í Reykjavík á laugardaginn. Búist er við fjölda erlendra hlaupara. Hlaupið verður ræst við nýju brýrnar í Elliðaárdal, milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvar- innar. Keppni í heilu maraþoni hefst klukkan 8 árdegis en í hálfu mara- þoni klukkan 10. Mætast hlaup- ararnir því í brautinni. Útlit er fyrir gott hlaupaveður. Spáð er 12 stiga hita um hádegi á laugardaginn, 27. apríl. Árviss viðburður frá 1998 Pétur Haukur Helgason, stjórn- andi hlaupsins, segir vormaraþonið fyrst hafa verið haldið árið 1998. Það hafi síðan verið árviss viðburður í hlaupaheiminum. Þetta er 43. hlaup FM frá upp- hafi. Félagið er jafnframt með haustmaraþon í október. Hálfmaraþon að vori var fyrst hlaupið 2002 en síðan ekki fyrr en 2005. Það er nú haldið í 15. sinn í röð. Metfjöldi þátttakenda var í vor- maraþoninu í fyrra. Hlupu þá 57 maraþon en 316 hálfmaraþon, eða samtals 373 hlauparar. Af þeim voru 42 erlendir hlauparar í vormaraþon- inu en 120 í hálfmaraþoninu. Að sögn Péturs Hauks var þetta álíka fjöldi erlendra hlaupara og í vormaraþoninu 2017. Þessi tvö ár séu metár í þessu samhengi. Úlit sé fyrir eitthvað færri erlenda hlaup- ara að þessu sinni. Sem áður segir hefst hlaupið í Elliðaárdal. Hlaupið er til vesturs í Fossvogsdal og yfir brúna við Skóg- ræktina í Fossvogi. Þaðan er hlaup- ið að Háskólanum í Reykjavík og svo hlaupin lykkja meðfram Reykja- víkurflugvelli. Síðan er hlaupið með- fram Skerjafirði vestur að Ægisíðu. Þar snúa hálfmaraþonhlauparar við og ljúka hlaupinu á upphafsstað. Maraþonhlaupararnir fara leiðina tvisvar. Verðlaun fyrstu efstu sætin Hlaupið er á malbikuðum stígum og götum. Drykkjarstöðvar verða með 5 km millibili, við HR og á Ægi- síðu, og tími hlaupara skráður með tölvuflögu. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í heilu og hálfu maraþoni í kvenna- og karlaflokki. Hlauparar reima á sig hlaupaskóna  Vormaraþonið haldið á laugardag 173 181 198 237 250 304 270 373 300 Maraþonhlaup FM frá upphafi Heildarfjöldi þátttakenda 1998 til 2018 Þjóðerni erlendra þátttakenda Þátttakendur í maraþoni og hálfmaraþoni Haust 2016 og vor 2017 samtals Haust 2014 til hausts 2018 eftir þjóðerni Vormaraþon ½ maraþon Haustmaraþon ½ maraþon Ísland Ísland ½ maraþon Erlendir þátttakendur ½ maraþon HAUST VOR HAUST VOR HAUST VOR HAUST VOR HAUST 2015 2016 2017 20182014’98 ’00 ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18 Heimild: Félag maraþon- hlaupara (FM) Bandaríkin, 22% Bretland, 22% Írland, 11% Kanada, 8% Finnland, 6% Holland, 5% Svíþjóð, 4% Danmörk, 4% Frakkland, 3% Önnur lönd, 16% 673 484 61 Alls yfir 20 þjóðerni 31 6 25 5 57 45 Ljósmynd/Félag maraþonhlaupara Hlauparar Pétur Haukur og Pétur Frantzson hafa skipulagt hlaupið. Gögn afhent á morgun » Skráning fer fram á vefnum marathonhlaup.is. » Hlaupagögn eru afhent í versluninni Sport24 í Sunda- borg 1, 104 Reykjavík. » Afhendingin fer fram föstu- daginn 26. apríl, frá kl. 10-18. » Boðið verður upp á nýbak- aðar vöfflur með rjóma og heitt kakó við endamarkið. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.