Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 52

Morgunblaðið - 25.04.2019, Side 52
52 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2019 Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 2. umferð: Völsungur – Tindastóll............................. 3:1  Völsungur leikur við Mídas í 3. umferð. England Manch. Utd. – Manch. City ..................... 0:2 Wolves – Arsenal...................................... 3:1 Staðan: Manch. City 35 29 2 4 89:22 89 Liverpool 35 27 7 1 79:20 88 Tottenham 35 23 1 11 65:35 70 Chelsea 35 20 7 8 59:38 67 Arsenal 35 20 6 9 69:46 66 Manch.Utd 35 19 7 9 63:50 64 Wolves 35 14 9 12 44:43 51 Watford 35 14 8 13 50:50 50 Everton 35 14 7 14 50:44 49 Leicester 35 14 6 15 48:47 48 West Ham 35 12 7 16 44:54 43 Cr. Palace 35 12 6 17 43:48 42 Newcastle 35 11 8 16 35:44 41 Bournemouth 35 12 5 18 49:62 41 Burnley 35 11 7 17 44:62 40 Southampton 35 9 10 16 41:58 37 Brighton 35 9 7 19 32:54 34 Cardiff 35 9 4 22 30:65 31 Fulham 35 6 5 24 33:76 23 Huddersfield 35 3 5 27 20:69 14 Rússland Rostov – Lokomotiv Moskva .................. 1:2  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á á 82. mínútu. CSKA Moskva – Anzi .............................. 2:0  Arnór Sigurðsson lék í 69 mínútur með CSKA og skoraði seinna markið. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn. Akhmat Grosní – Krasnodar.................. 1:1  Jón Guðni Fjóluson sat á varamanna- bekk Krasnodar allan tímann. Svíþjóð Malmö – Hammarby................................ 4:1  Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrsta mark Malmö og lék í 76 mínútur.  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Hammarby. AIK – Häcken........................................... 1:0  Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leik- mannahópi AIK. Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Werder Bremen – Bayern München ..... 2:3  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Bremen. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur kvenna: Framhús: Fram – Valur (0:1) ................... 16 KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Kórinn: Breiðablik – Þór/KA ................... 16 Í KVÖLD! Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Manchester City hefur á síðustu dögum tekið stórt skref í átt að því að vinna Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð, með því að vinna Tottenham um helgina og Man- chester United 2:0 í gærkvöld. Liv- erpool fékk því enga aðstoð frá erkifjendum sínum í baráttunni hörðu við City sem hefur nú eins stigs forskot þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir. Dagskrá City er nú orðin nokkuð þægileg, ef svo má segja. City á eftir útileik við Burnley (15. sæti), heimaleik við Leicester (9. sæti) og útileik við Brighton (17. sæti). Vinni liðið þessa leiki er titillinn í höfn og liðið getur unnið þrennuna á Englandi því það mætir svo Wat- ford í úrslitaleik enska bikarsins og hefur þegar unnið deildabikarinn. Þrátt fyrir að eiga í harðri bar- áttu um Meistaradeildarsæti mátti United sín lítils í gær. Liðið er þó áfram tveimur stigum á eftir Ars- enal sem tapaði 3:1 fyrir Watford og gaf Chelsea eftir 4. sæti. United og Chelsea mætast á sunnudag en þá sækir Arsenal lið Leicester heim. Þrír ljónsungar í veginum  Manchester City með pálmann í höndunum  Enn hörð barátta um 4. sæti AFP Frábærir Leikmenn Manchester City fagna marki Leroy Sané en þeir Bernardo Silva skoruðu mörkin í gær. Handknattleiksdeild HK tilkynnti í gær að félagið hefði dregið til baka kæru sína vegna úrskurðar móta- nefndar HSÍ um að dæma Þrótti sigur í fyrsta umspilsleik liðanna um sæti í úrvalsdeild karla. Í yfir- lýsingunni segir að of langan tíma taki að leiða kærumál til lykta og slíkt gæti raskað umspilskeppninni verulega. HK hvatti um leið HSÍ til að skoða hvort hægt sé að bæta verklag keppnisleyfa og leikheim- ilda. Oddaleikur Þróttar og HK um sæti í úrslitum umspilsins fer fram í Laugardalshöllinni annað kvöld. Oddaleikurinn annað kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Umspil Þróttur tekur á móti HK annað kvöld en staðan er 1:1. Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson mun ganga í raðir Breiðabliks frá Val og þá er sá möguleiki fyrir hendi að Breiðablik endurheimti Höskuld Gunn- laugsson úr atvinnumennsku. Jo- nathan Hendricx gæti hins vegar yfirgefið Breiðablik í sumar. Frá þessu var greint á netmiðlinum 433.is í gær en þar staðfesti Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks að fé- lagið hafi nælt í Arnar. Haft er eftir Ágústi að „líklegt“ sé að Höskuldur væri að koma heim frá Hammarby í Svíþjóð. kris@mbl.is Arnar Sveinn fer til Breiðabliks Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Arnar Sveinn Geirsson er á leiðinni frá Val í Breiðablik. HK jafnaði í gærkvöld metin við Fylki í úrslitaeinvígi liðanna um sæti í úrvalsdeild kvenna í hand- knattleik á næsta keppnistímabili með því að vinna stórsigur í öðrum leik liðanna í Fylkishöllinni, 31:20. Fylkir hafði unnið nokkuð óvænt- an sigur í fyrsta leiknum í Digra- nesi, 24:22, en nú er staðan jöfn í einvíginu, 1:1. Þrjá sigra þarf til að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni en þar endaði HK í 7. og næstsíðasta sæti í vetur. Fylkir komst hins veg- ar í umspil úr 1. deildinni. Staðan í hálfleik var 13:10, HK í hag, en Kópavogsstúlkurnar stungu af í síð- ari hálfleiknum. Sigríður Hauksdóttir og Val- gerður Ýr Þorsteinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir HK og Elva Ar- inbjarnar 4. Hrafnhildur Irma Jónsdóttir var langatkvæðamest í liði Fylkis með 8 mörk. Þriðji leikur liðanna fer fram í Digranesi á laugardaginn. vs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Árbærinn Berglind Björnsdóttir reynir skot að marki HK. HK jafnaði metin með stórsigri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.