Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Í frétt Morgunblaðsins í gær ersagt frá því að í drögum að til- lögu að breyttu aðalskipulagi á Sjó- mannaskólareit og Veðurstofuhæð komi fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Hins vegar muni framkvæmdir á svæðunum hafa nei- kvæð áhrif á grunn- og leikskóla, op- in svæði, útivist og náttúru.    Það er óhætt að segja að þetta sélýsandi um forgangsröðun hjá Reykjavíkurborg.    Grunnskólar og leikskólar eruekki hafðir í forgangi þegar þessi gríðarlega mikla þétting byggðar er annars vegar því að hún á að þjóna þeim tilgangi sem er öllu öðru æðri, að auka „farþegagrunn Borgarlínu“.    Hið sama gildir um opin svæði,útivist og náttúru, þetta eru smáatriði sem verða að víkja þegar „farþegagrunnur Borgarlínu“ er annars vegar.    Hér í eina tíð lögðu borgaryfir-völd áherslu á græn svæði inn- an borgarmarkanna og skildu að fólk vildi ekki aðeins blokkir í þétt- um röðum heldur líka græn svæði til að virða fyrir sér, ganga um á og leika sér.    Nú er þetta allt úrelt og víkurfyrir nauðsynlegri uppbygg- ingu „farþegagrunns Borgarlínu“.    Hvernig má það vera að borgaryfir- völd hafi ekki fyrr áttað sig á að „farþegagrunnur Borgarlínu“ er æðst allra markmiða? Farþegagrunnur Borgarlínu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ sp ör eh f. Sumar 21 Voldugir kastalar, stórskornar strandlengjur sem rísa yfir hafinu bláa og Cornwall, eitt vinsælasta sumardvalarsvæði landsins, eru meðal þess sem hægt er að njóta í spennandi ferð til Suður-Englands. Glæsilegar hallir endurspegla líf breska fyrirfólksins á árum áður, náttúrufegurðin við klettaeyjuna St. Michael er einstök og það er sérlega áhrifamikið að koma til Stonehenge.Við endum ferðina í strandbænum Brighton. 13. - 20. ágúst Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 232.300 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Heiðursmenn&hallir Stefnt er að því að frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla með endurgreiðslu hluta af ritstjórn- arkostnaði verði lagt fram á ríkis- stjórnarfundi í næstu viku en áður var ráðgert að leggja það fram í þessari viku. Lilja Dögg Alfreðs- dóttir segir að verið sé að vinna að breytingum sem krefjast nýrra upplýsinga. Lilja segir mikilvægt að sem breiðust pólitísk sátt náist um framgöngu þess og það taki lengri tíma en áætlað var. Drög að frumvarpi voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í janúar en það grundvallaðist á tillögum starfshóps sem skilaði af sér í byrjun árs 2018. Þar voru lagðar til ýmsar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla en frumvarpið sem kynnt var í jan- úar tók aðeins til heimildar til endurgreiðslu ritstjórnarkostn- aðar. Lilja segir að verið sé að taka upp endur- greiðslur á rit- stjórnarkostnaði í fyrsta sinn og það verði að gera þannig að ein- hugur ríki um málið þegar það kemur fyrir ríkisstjórn. Vinnunni miði vel áfram og enn sé stefnt að því að leggja frumvarpið fram á vorþingi. Hún segir mikilvægt að tryggja að öll gögn sem notuð eru til viðmiðunar séu rétt. Frumvarpið er unnið í mennta- mála- og fjármálaráðuneyti. Lilja Dögg segir ekki sanngjarnt að greina frá því hverju sé verið að breyta frá frumvarpsdrögunum. Grunnurinn sé samt sá sami, frum- varpið miði að því að efla ritstjórn- ir einkarekinna fjölmiðla sem upp- fylli sett skilyrði. helgi@mbl.is  Ráðherra leggur áherslu á pólitíska samstöðu við breytingar á frumvarpinu Lilja Dögg Alfreðsdóttir Fjölmiðlafrumvarpið enn í vinnslu að meðferð við ónæmisgöllum geti ver- ið mjög misjöfn og fari eftir alvarleika sjúkdómsins. Stundum feli meðferðin í sér einfalda sýklalyfjameðferð en oft þurfi að gefa mótefni í æð eða undir húð, með reglulegu millibili, alla ævi. Eins og fugl í búri Í alvarlegustu tilfellum sjúkdómsins þarf að skipta út ónæmiskerfi sjúkl- inga með svokölluðum beinmergs- skiptum. Ágúst segir að slík meðferð sé bæði erfið og hættuleg en tvö börn hafa farið í slíka meðferð í ár. Takist beinmergsskiptin vel lifir sjúklingur yfirleitt eðlilegu lífi en meðferðin er eina endanlega lækningin sem þekkist við sjúkdómnum í dag. Súsanna Antonsdóttir, einn af stofn- endum fræðslufélagsins Lindar, Um 40-50 Íslendingar þjást af alvar- legum meðfæddum ónæmisgöllum og mótefnaskorti. Fræðslufélagið Lind stendur fyrir fræðslufundi um sjúk- dóminn á mánudaginn í tilefni af al- þjóðlegum vitundarvakningardegi hans. Verður fundurinn haldinn á Barnaspítala Hringsins og er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málefn- inu. Ágúst Haraldsson, yfirlæknir á barnaspítalanum, er einn þeirra sem flytja erindi á fundinum. Ágúst segir ónæmisgalla býsna mismunandi en þeir geti verið lífshættulegir. Hann segir þó miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum við greiningu og meðferð við sjúkdómnum. Tvö börn í beinmergsskipti Ágúst segir tiltölulega stutt síðan farið var að skima fyrir ónæmisgöllum hjá öllum nýfæddum börnum. Er skimunin framkvæmd með því að taka blóð úr hæl ungbarna sem notað er til að leita eftir alvarlegum sjúkdómum, m.a. lífshættulegum ónæmisgöllum. „Komi upp slíkir gallar á Íslandi reikn- um við með því að finna þá mjög snemma og getum því hafið meðferð, sem stundum er lífsbjargandi, nógu snemma. Þeir eru sem betur fer mjög sjaldgæfir,“ segir Ágúst. Hann segir greindist með alvarlegt tilfelli af sjúk- dómnum rúmlega tvítug en hún er 55 ára í dag. „Þá var þetta þannig að ef ég lenti fyrir aftan strætó á rauðu ljósi var ég komin með lungnabólgu. Maður var eins og fugl í búri,“ segir Súsanna, sem segir að hún hafi upplifað nýtt líf eftir lyfjagjöfina. Nú fær hún lyfjagjöf á þriggja vikna fresti en lifir annars eðlilegu lífi. Súsanna segir þó algengt að skortur sé á lyfjum við sjúkdómnum og al- gengt að fólk lendi í að lyfjagjöfum þess sé frestað vegna þess. Þetta segir hún sérstaklega slæmt enda eru sjúk- lingar ekki með mótefni í blóðinu án lyfja. „Ef við fáum ekki lyfin erum við opin fyrir öllum sýkingum. Okkur vantar þessa regnhlíf,“ segir Súsanna. Lyfjaskorturinn segir hún að sé það sem brennur helst á sjúklingum í dag. Mótefnið sé unnið úr plasma í blóði en plasmanum sé öllum hent hér á landi vegna fjárskorts. Súsanna segir að lík- lega séu 40-50 manns með alvarlegan meðfæddan ónæmisgalla á landinu og treysti á lyf. Fleiri þurfi þó á sama lyfi að halda, til dæmis alnæmissjúklingar, sumir krabbameinssjúklingar og börn með seinþroska ónæmiskerfi. „Við er- um því um 300 á landinu sem þurfum að fá þessi lyf.“ Skortur á lyfjum við ónæmisgöllum algengur  Sjúklingi leið eins og fugli í búri þar til hann fékk viðeigandi lyf Lyfjagjöf Um 300 Íslendingar þurfa að fá lyfjagjöf vegna ónæmisgalla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.