Morgunblaðið - 27.04.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
þá úr sinni framleiðslu. Byggingar-
kostnaður hefur hækkað hratt út af
launahækkunum en líka vegna þess að
aðföng hafa almennt hækkað síðustu
árin. Kostnaðurinn hefur hækkað á
síðastliðnum fjórum árum og er enn að
hækka. Það er kannski stóra atriðið í
þessu,“ segir Þorvaldur og bendir á að
frá og með síðasta ári hafi kostnaður-
inn hækkað meira en hækkun sölu-
verðs. Með launahækkunum muni
kostnaður við húsbyggingar óhjá-
kvæmilega aukast. Síðustu misseri hafi
iðnaðarmenn almennt fengið greidd
laun langt umfram kjarasamninga.
Mikil eftirspurn á Selfossi
Þorvaldur segir mikla eftirspurn
eftir hagkvæmum íbúðum. Til dæmis
seljist nýjar íbúðir félagsins við Álalæk
á Selfossi hratt. Fermetraverðið sé um
350 þúsund krónur. Hann segir að-
spurður fátt benda til að skorti á slík-
um íbúðum verði mætt á höfuðborgar-
svæðinu á næstu 18 mánuðum.
„Það er eins og skipulags- og bygg-
ingaryfirvöld geti aldrei áttað sig á því
hvað raunverulega þarf til þess að
byggja ódýrari íbúðir,“ segir Þorvald-
ur og nefnir atriði sem ýti undir kostn-
aðinn. Hátt lóðarverð, byggingarrétt-
ar- og innviðagjald og önnur opinber
gjöld sé stór hluti af verði íbúðar. Við
það bætist skipulagslegar kröfur um
uppbrot í útliti húsa, bílakjallara í stað
bílastæða á lóð, djúpgáma í stað sorp-
geymslna og verslunarrými á jarðhæð.
„Skipulagsyfirvöld gera í dag miklar
kröfur um verslunarrými á jarðhæð í
íbúðarhúsnæði sem yfirleitt er engin
eftirspurn eftir. Það verður eingöngu
til þess að hækka byggingarkostnað á
íbúðunum sjálfum,“ segir Þorvaldur og
bendir t.d. á slíkar kröfur við fjölbýlis-
hús sem ÞG Verk byggir í Skektuvogi
og Arkarvogi í Vogabyggð. Þá hafi
borgin afgreitt beiðni félagsins um að
hafa færri en ódýrari íbúðir í Arkar-
vogi með neikvæðri umsögn.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorvaldur Gissurarson, framkvæmda-
stjóri ÞG Verks, telur að nokkur ár
muni líða þar til skortur verður á íbúð-
um í miðborg Reykjavíkur á ný. Það sé
„ekki hægt að líta fram hjá því að á
þessu markaðssvæði sé einfaldlega
búið að byggja of mikið á skömmum
tíma“. Tilefnið er að hundruð íbúða eru
í sölu eða að koma í sölu í miðborginni.
Hefur salan undanfarna mánuði verið
hægari en búist
var við.
„Ég held að það
sé komið ákveðið
offramboð inn á
markaðinn af íbúð-
um á miðbæjar-
svæðinu. Hins
vegar þarf að líta
til þess að þetta
eru ekki allt sams
konar íbúðir. Við
teljum til dæmis
að íbúðirnar sem við erum að bjóða á
Hafnartorgi hafi mikla sérstöðu og séu
mjög frábrugðnar því sem almennt er
á markaðnum. Frágangur, efnisval og
búnaður er töluvert frábrugðinn og í
mörgum tilvikum frá því að vera
þrisvar til fimm sinnum dýrari en í
hefðbundnum íbúðum,“ segir Þorvald-
ur. Margt hafi haft áhrif á eftirspurn.
Óvissan hefur áhrif
„Eitt af því sem skýrir þessa sölu-
tregðu í miðborginni er óvissan í ferða-
þjónustunni. Margar íbúðir á mið-
bæjarsvæðinu eru enda tengdar ferða-
þjónustu. Þá meðal annars vegna fólks
sem býr þar og starfar,“ segir Þorvald-
ur, sem telur að það hafi haft merkjan-
leg áhrif á íbúðamarkaðinn að WOW
air hætti rekstri. Þau áhrif eigi þátt í
þeirri ákvörðun ÞG Verks að hægja á
sölu íbúða á Hafnartorgi. Þar eru fimm
fjölbýlishús. Tvö við Geirsgötu en þrjú
við Tryggvagötu. Sala íbúða í húsi við
Geirsgötu og öðru við Tryggvagötu
stendur yfir en hin þrjú eru að sögn
Þorvaldar í biðstöðu.
„Það er annars vegar vegna
markaðsaðstæðna. Það hefur verið
kyrrstaða frá því í haust á miðbæjar-
svæðinu. Hins vegar vildum við bíða
þar til heildaryfirbragðið væri komið á
svæðinu og verslunarrekstur kominn
vel af stað,“ segir Þorvaldur.
Eitt meginmarkmið borgaryfirvalda
með þéttingu byggðar í miðborginni er
að glæða hana lífi. Þorvaldur segir að-
spurður að eftir á að hyggja hefði e.t.v.
átt að byggja ódýrari íbúðir á einhverj-
um þessara þéttingarreita. Hins vegar
sé auðvelt að vera vitur eftir á.
Áhersla borgarinnar á að þétta
byggðina sé af hinu góða. Við þá
stefnumótun hafi hins vegar ekki verið
skipulagðar ódýrari íbúðir á þéttingar-
reitum. Framboð slíkra íbúða mið-
svæðis í Reykjavík verði því að
óbreyttu takmarkað á næstu árum.
Haft hefur verið eftir Ragnari Þór
Ingólfssyni, formanni VR, í Morgun-
blaðinu að húsnæðisfélagið Blær geti
byggt 6-8 þús. íbúðir á næstu 10-15 ár-
um. Uppbyggingin sé hluti af lífskjara-
samningunum. Þorvaldur hefur að-
spurður efasemdir um þessi áform.
„Þær íbúðir verða alltaf dýrari en
þær sem markaðurinn er að byggja. Í
fyrsta lagi er Blær, eða verkalýðs- og
stéttarfélögin, ekki byggingarfyrir-
tæki. Þau geta ekki byggt á þeim
grunnkostnaði og með sömu hag-
kvæmni og byggingarfyrirtækin gera.
Þessir aðilar þurfa alltaf að kaupa
grunnþjónustu og það verður alltaf
einhver álagning. Í öðru lagi hafa þess-
ir aðilar enga sérþekkingu á þessu
sviði, ekki frekar en að þeir færu að
framleiða bíla eða þvottavélar fyrir
sína félagsmenn. Í mínum huga er
þetta jafn gáfulegt og að halda því
fram að heimilistæki séu orðin alltof
dýr og að verkalýðsfélagið muni þar að
leiðandi fara að framleiða heimilistæki.
Það er augljóst að það myndi aldrei
skila sér í lægra verði á heimilis-
tækjum,“ segir Þorvaldur.
Kostnaðurinn enn að hækka
Byggingarkostnaður hafi hækkað
mikið undanfarið vegna launaskriðs og
gengislækkunar. Sú þróun muni,
ásamt sölutregðu á ýmsum markaðs-
svæðum, ekki síst í miðborginni, birt-
ast í minna framboði nýrra íbúða á
höfuðborgarsvæðinu eftir eitt til tvö ár.
„Ég held að það sé að draga nokkuð
hratt úr uppbyggingu á íbúðarhús-
næði. Fjöldi nýrra íbúða er að koma á
markaðinn á þessu ári og því næsta.
Ég held að almennt geri byggingar-
fyrirtækin sér grein fyrir því og dragi
Of margar íbúðir að
koma í sölu samtímis
Forstjóri ÞG Verks segir framboðið í miðborginni of mikið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Geirsgötu Hafnartorg er meðal verkefna hjá ÞG Verki í Reykjavík.
Þorvaldur
Gissurarson
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
VINNINGASKRÁ
52. útdráttur 26. apríl 2019
25 10534 23121 30860 38665 48057 59578 68217
564 10557 23250 30948 39126 48649 60079 69014
688 11878 23504 31087 39241 48735 60511 70132
845 11893 23541 31117 39416 49167 60558 70356
1047 12531 23704 31161 39476 49348 60771 70997
1077 12774 23717 31392 39764 50181 61110 71937
1139 13151 23723 31559 40786 50312 62860 72278
1497 13363 23772 31740 40861 50585 63360 72813
1623 13508 23937 31823 40978 50909 63520 72926
1710 13678 24082 32130 41429 51850 63542 72928
2313 13996 24410 32185 41664 51907 63595 73038
2753 14024 24547 32213 41665 52055 63607 73331
2776 14147 25159 32403 41780 52205 64254 73940
3627 14969 25297 33111 42282 52737 64445 74071
4118 15659 26802 33156 42812 52744 64559 74305
4253 15683 27193 33242 42873 52778 64561 74566
4504 16106 27222 33267 43017 54231 64900 74825
4596 16215 27297 33565 43687 54326 65190 75361
4674 16279 27431 33739 43693 54879 65218 75943
4765 16297 27458 34005 44265 55511 65345 76121
5176 16617 27475 34287 44483 55559 65561 76131
5569 16990 27779 35298 44507 55732 65608 76544
5618 18145 27913 35659 44602 56744 65612 76557
5701 18834 27990 35685 44655 56812 65638 76757
5869 19736 27993 36037 44688 57123 65722 78103
6021 19876 28300 36058 44967 57214 65992 78183
7863 19960 28369 36083 45532 57640 66774 78242
7947 20092 28526 36704 45746 57662 66961 78573
7968 20120 29062 36710 46465 57666 66989 78634
7992 20158 29103 36805 46550 57825 67062 78866
8199 20723 29194 37116 47203 58176 67208 79116
8475 20889 29318 37164 47251 58367 67230
8948 20907 29385 37224 47313 58965 67416
9858 21025 29927 37421 47380 59230 67429
10179 22435 30380 38289 47557 59244 68003
10244 22536 30410 38597 47636 59531 68147
10433 22632 30824 38650 47988 59538 68164
214 8389 17762 28838 36769 43560 62147 75309
1762 8528 18452 29175 37234 44063 62281 75419
2864 8704 18691 30457 37580 45039 62360 76809
3047 9042 19182 30822 38230 45636 62757 76873
4967 10576 19839 31104 38362 48004 62983 76983
5472 10788 21387 31934 38699 49207 63955 78359
6356 10847 21709 32014 38847 50323 68176 78374
7252 12465 22225 32401 38907 55527 68384 78518
7325 12992 22500 32454 39733 56269 70467 78767
7389 13869 22887 33655 40790 58208 71527
7488 15701 26113 34636 41798 60916 72189
7811 16129 26632 35488 42794 61321 73018
8025 16575 28643 36624 43108 62076 74802
Næstu útdrættir fara fram 14., 16, 23. & 31. maí 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
21909 27357 75207 76406
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1459 14391 24428 33472 44064 53837
3892 14392 25467 36523 45849 60010
5632 14560 31515 39830 49757 69426
11782 19433 33149 40648 49849 70343
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr.30.000.000 (tvöfaldur)
3 9 2 4 3
Félagið Blómaþing hefur byggt íbúðir í miðborg Reykja-
víkur. Nú síðast 66 íbúðir á svonefndum Frakkastígsreit.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Blómaþings,
segir óvissu í efnahagsmálum hafa haft mikil áhrif á
markaðinn. Þá annars vegar vegna erfiðleika og loks
gjaldþrots WOW air og hins vegar vegna kjarasamninga.
Nú séu þessir óvissuþættir að baki. Þá hafi það auðvitað
áhrif á allan fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu
að svo margir skuli hafa misst vinnuna við fall WOW air.
„Kjarasamningar stoppuðu allt saman. Þegar allt er
talað niður fer fólk að halda að sér höndum. Þegar það
sér hins vegar að ástandið er ekki svo slæmt fer það
aftur að fyllast meiri bjartsýni,“ segir Þorsteinn og víkur
að loforðum sem gefin voru vegna kjarasamninga.
Almenningur bíði eftir aðgerðum í húsnæðis-, skatta-
og lánamálum. Líkt og áðurnefndir óvissuþættir í efna-
hagsmálum skapi útfærsla þessara loforða óvissu á
fasteignamarkaði. Meðal annars hafi verið gefnar vænt-
ingar um vaxtalækkanir sem aftur kunni að valda því að
almenningur bíði með lántökur. Hins vegar sé alls óvíst
með efndirnar. Þá sé afnám 40 ára verðtryggðra jafn-
greiðslulána misráðið. „Fólk getur valið hvort það vill
verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það hefur möguleika á
að taka 25 ára lán. Af hverju á að banna því að taka 40
ára lán? Ég hef ekki séð rökin,“ segir Þorsteinn, sem tel-
ur brýnt að útfærslur loforða í húsnæðis-, skatta- og
lánamálum líti dagsins ljós sem allra fyrst.
26 íbúðir af 66 eru óseldar á Frakkastígsreit. Þor-
steinn segir aðspurður að salan sé hægari en búist var
við. Áðurnefnd óvissa vegi þar þungt.
Fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að senn
yrðu um 300 nýjar íbúðir í sölu í miðborginni. Þorsteinn
telur að í lok næsta árs verði þær flestar seldar.
„Ég tel að íbúðamarkaðurinn í miðborginni sé ekki
yfirkeyrður. Það hefur skort litlar íbúðir á þessu svæði.
Það er náttúrlega offramboð í augnablikinu og salan
mun taka eitthvað lengri tíma en áætlað var. Menn áætl-
uðu að vera búnir að selja íbúðirnar á næsta ári. Ég tel
að það muni takast nokkuð vel að ná því markmiði. Það
hefur alltaf sýnt sig að miðborgaríbúðir seljast.“
Skaðlegt fyrir markaðinn að framlengja óvissu
FRAMKVÆMDASTJÓRI BLÓMAÞINGS SEGIR LOFORÐIN SKAPA VÆNTINGAR