Morgunblaðið - 27.04.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosamargrett@gmail.com
Síðasti keppnisdagur Andrésar
Andarleikanna er í dag en leikarnir,
sem fara fram í Hlíðarfjalli á Akur-
eyri, voru settir á miðvikudaginn. Þar
keppa börn á aldrinum 8-15 ára í
þremur greinum: alpagreinum, skíða-
göngu og brettastíl. Keppendur á
leikunum eru 877 í ár en um 2.500
manns eru samankomnir á leikunum.
Þetta segir Fjalar Úlfarsson í samtali
við Morgunblaðið, en hann er leik-
stjóri Andrésar Andarleikanna.
Hlýtt í veðri og snjólítið
Fjalar segir leikana hafa gengið
frábærlega. Aðstæður hafi þó verið
erfiðar vegna snjóleysis en vel hafi
tekist að nýta þann litla snjó sem enn
sé í Hlíðarfjalli. Fjalar segir brekk-
urnar hafa verið erfiðar vegna hitans,
sem fór upp í fimmtán gráður, og því
hafi þurft að frysta þær. „Við notum
salt til að þurrka bleytuna úr snjón-
um og þá frýs hann og kristallast
saman. Ég veit ekki hvort ég get sagt
hvað það er búið að setja mikið salt í
brekkurnar. Það er búið að vera
starfslið að vinna við þetta stanslaust
frá því á þriðjudagsmorgun. Ein-
hverjir samfleytt,“ segir Fjalar.
„Það er alltaf einhver hérna að
taka stöðuna, annaðhvort er verið að
troða, salta, leggja brautir, setja net
eða ýta snjó til. Menn fara svo bara
heim eftir helgi og hvíla sig. Þetta er
fjögurra daga skíðaveisla og þá
standa allir saman í að gera þetta
sem best fyrir krakkana svo að upp-
lifunin sé góð og allir fari sáttir
heim,“ segir Fjalar. Samstöðu starfs-
fólksins segir hann magnaða en um
150 manns starfa á mótinu. „Við köll-
um þetta Andrésarfjölskylduna,“
segir hann og hlær. Fjalar segir and-
ann í keppendum almennt góðan og
að mikill fjöldi aðstandenda sé í fjall-
inu. „Þetta hefur tekist alveg ofboðs-
lega vel til. Það stendur alltaf upp úr
þegar við fáum gott veður. Það hjálp-
ar til við gleði keppenda og auðveldar
okkur starfsfólkinu að framkvæma
þetta,“ segir Fjalar. Hann leggur
áherslu á að Andrésar Andarleik-
arnir séu leikar en ekki mót. „Jú, það
er verið að keppa en þetta snýst að-
allega um að búa til skemmtilegar
minningar fyrir krakkana til að fara
með heim,“ segir hann.
Nánar er fjallað um Andrésar
Andarleikana í Barnablaði Morgun-
blaðsins í dag.
Ljósmyndir/Þórir Tryggvason
Skíðagarpar Kátar skíðastelpur úr Skíðafélagi Fjarðabyggðar voru mættar á Andrésar Andarleikana.
Sól og blíða í Hlíðarfjalli
Góðar minningar verða til á Andrésar Andarleikunum
Félagar Andrés Önd og félagar létu sig ekki vanta á Andrésar Andarleikana.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
„Hvaða viðhorfs til náttúrunnar
gætir í þessari mynd?“ er spurning
sem Sævar Helgi Bragason, öðru
nafni Stjörnu-Sævar, kann að hafa
orðað á alþýðlegri hátt þegar hann
leiðsagði hópi fólks um málverkasal-
inn í Safnahúsinu við Hverfisgötu á
sumardaginn fyrsta. Áhugasaman
hóp þann dag skipuðu ungir sem
aldnir, allt frá þriggja ára upp í afa
og ömmur. Leiðsögnin var ekki list-
fræðileg, heldur skyldi náttúran í
málverkunum skoðuð, birtingar-
mynd hennar í gegnum aldirnar.
„Þetta var náttúruleiðsögn, þar
sem við skoðuðum hvernig náttúran
hefur haft mótandi áhrif á okkur í
gegnum tíðina og almennt hvernig
við horfum á hana. Þarna eru mynd-
ir af jöklum, eldfjöllum og líka bara
daglegu lífi okkar,“ segir Sævar í
samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að leiðsögnin hafi
gengið mjög vel. „Það eru efnilegir
krakkar sem mæta á svona. Þau
spyrja frábærra spurninga og það er
gaman að segja þeim frá og vonandi
kveikja áhuga þeirra á þessum mál-
um í leiðinni,“ segir Sævar. Hann
segir að allir gestirnir hafi verið
áhugasamir, í þessum breiða aldurs-
hópi. Hinir fullorðnu hafi ekki síður
haft ýmislegt til málanna að leggja
en börnin.
Hann segir að ekki hafi staðið á
svörum þegar hann velti fram
spurningunni um hvað krakkarnir
sæju úr málverkinu á myndinni hér
til vinstri. „Flestir sjá fyrir sér ein-
hvers konar gamla sumarrómantík,“
segir hann. Hann segir að náttúru-
sýnin í þessu málverki sé jákvæð og
að á slíku sé ekki vanþörf um þessar
mundir. „Við erum farin að fjarlægj-
ast náttúruna mikið upp á síðkastið.
Því er gott að horfa til baka og sjá
hvernig forfeður okkar litu á náttúr-
una. Það er öllum hollt,“ segir
Sævar.
Hvernig horfðu forfeðurnir á náttúruna?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnlaugur Scheving Málverk rætt. Til hægri má sjá Boga Ágústssyni fréttamanni bregða fyrir í hlutverki afa.
Náttúruleiðsögn um Safnahúsið á sumardaginn fyrsta Málverk skoðuð með hliðsjón af náttúru
Veiðitölur sýna fram á hnignun í
bleikjuveiði í Norðfjarðará sem
hefur verið ein helsta bleikjuveiðiá
á Austfjörðum. Samdráttur hefur
verið tvö síðustu ár og heildarveið-
in í fyrra hafði ekki verið minni frá
árinu 2004 er mælingar hófust.
Meðalveiði 2003 til 2018 hefur ver-
ið 829 bleikjur á ári en mest var
heildarveiðin 2012 og 2013.
Þessi mál voru til umræðu á
sameiginlegum fundi eigna-, skipu-
lags- og umhverfisnefndar og
hafnarstjórnar Fjarðabyggðar með
Veiðifélagi Norðfjarðarár og
Guðna Guðbergssyni, fiskifræðingi
á Hafrannsóknastofnun, á þriðju-
dag. Málið verður rætt áfram í
hafnarstjórn að loknum íbúafundi
að því er fram kemur í fundargerð.
Áfangaskýrsla Hafrannsókna-
stofnunar um vöktun á ánni var
kynnt á fundinum en skýrslan var
unnin fyrir Vegagerðina í kjölfar
efnistöku í ánni. Einnig var rætt
um mögulega aðra áhrifavalda á af-
komu fisks í ánni og lífríkis hennar.
Í ágripi skýrslunnar segir að ekki
sé ljóst hvort minnkandi bleikju-
gengd og veiði stafi af efnistöku
fyrri ára eða almennri fækkun
bleikju í landinu. Þessir tveir þætt-
ir geti einnig verið samverkandi og
hvatt er til þess að veiðistjórnun
taki mið af veiðiþoli stofnsins.
Hafrannsóknastofnun hefur
vaktað framvindu á laxfiskastofn-
um í Norðfjarðará í kjölfar efn-
istöku sem stunduð var í ánni fram
til 2017. Til stendur að vöktunin
standi yfir í a.m.k. fimm ár og
verður lögð áhersla á að fylgjast
með framvindu laxfiskastofna
ásamt því að fylgjast með breyt-
ingum á umhverfisþáttum. Vöktun-
in hefur nú staðið yfir í tvö ár og í
skýrslunni er gerð grein fyrir
niðurstöðum seiðamælinga og
veiði. aij@mbl.is
Leita skýringa á
minni bleikjugengd
Meta áhrif efnistöku við Norðfjarðará
Afli Bleikjuveiði hefur dregist mjög
saman í Norðfjarðará.
Sjónum er beint að nágrenni
Reykjanesbrautar og Vesturlands-
vegar á Stóra plokkdeginum sem
verður nk. sunnudag. Tínt verður
rusl við helstu umferðaræðarnar á
suðvesturhorni landsins og verða
efri byggðir Reykjavíkur og Mos-
fellsbærinn í umsjón fólks í Ferða-
félagi Íslands. Feðgarnir Svavar
Hávarðsson og Atli Svavarsson
munu stýra aðgerðum í Elliðaárdal
og Fossvogi og plokkarar sem því
svæði sinna gera út frá bílastæði
Sambíóanna í Mjódd.
Kópavogur og Hafnarfjörður
Á Kópavogssvæðinu fer Hannes
Steindórsson fasteignasali fyrir
flokki plokkara sem ræstir verða út
frá Bílaapótekinu ofan við Smára-
lind. Árdís Ármannsdóttir, sam-
skiptastjóri í Hafnarfirði og frum-
kvöðull í plokki, stýrir svæði
Hafnarfjarðar, en gert verður út
frá bílastæðum N1 við Lækjargötu.
Fleiri svæði mætti tiltaka, en flokk-
ar verða gerðir út frá rásmörkum
klukkan 10, 12, og 14.
Plokkað víða á fyrsta
sunnudegi sumars
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Plokk Tekið til hendi við Vestur-
landsveginn á síðasta ári.