Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 19

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði stefnir að því að halda skemmtun í íþróttahúsinu 11. maí nk. Þema skemmtunarinnar verður „Vertíðarlok 11. maí“. Þar verður matarveisla og fjölbreytt skemmti- atriði þar sem þekktir menn stíga á svið, þ.e. Ari Eldjárn og Ingó Veður- guð, og Hjörvar Hafliðason verður veislustjóri. Hljómsveitin Stuðband- ið spilar fyrir dansi. Þess verður minnst að hér hóf- ust vetrarvertíðir í byrjun janúar og lauk 11. maí. Þá gerðu menn upp vertíðina í aflatölum, hvaða bátur var með mestan afla eftir vertíðina og viðkomandi skipstjóri titlaður aflakóngur. Eftir að kvótinn komst á fór stemningin að dala fyrir þessum degi, 11. maí, enda lítið eftir af gömlu vertíðarbátunum.    Fyrir 21 ári, á sumardeginum fyrsta, var nýtt og glæsilegt Safn- aðarheimili formlega vígt hér í Sandgerði. Sóknarkirkja Sandgerð- inga er á Hvalsnesi en fljótlega fóru stærri og fjölmennari athafnir að færast í Safnaðarheimilið. Þar eru sæti fyrir 250 manns og öll aðstaða góð en í Hvalsneskirkju eru sæti fyr- ir um 100 manns. Safnaðarheimilið var vígt sem guðshús á sínum tíma. Því var ekkert því til fyrirstöðu að nefna húsið Sandgerðiskirkja/ Safnaðarheimili. Í þessari viku var kirkjan merkt en Magnús Ólafsson arkitekt hannaði stafagerð og kross sem var smíðað úr rústfríu stáli af Geislatækni ehf. í Garðabæ. Hið nýja sveitarfélag sem varð til við sameiningu Garðs og Sand- gerðis, Suðurnesjabær, hefur nú fengið nýtt bæjarmerki sem almenn ánægja er með. Það er einfalt og stílhreint en margir hafa spurt hvað verði um gömlu bæjarmerkin sem voru partur af jólaljósaskreytingun. Stærsta bæjarmerki Sand- gerðis, Rostungurinn, er í Þekk- ingarsetrinu en hann er tákn hins forna sveitarfélags sem hét Rosm- hvalanes, sem nú nær yfir Suður- nesjabæ.    Til margra ára hefur verið merki á Miðnesheiði, á landamerkj- um Sandgerðis og Garðs. Nú hefur það verið fjarlægt og jarðvegur sem hélt því uppi. Nú er spurt: Verður sett upp nýtt merki með bæjarmerki Suðurnesjabæjar á hringtorginu við Rósaselsvötn? Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Safnaðarheimilið hefur verið notað sem kirkja og fékk merk- inguna núna á sumardaginn fyrsta, 21 ár eftir að heimilið var vígt. Vertíðarlokum fagnað 11. maí 1. MAÍ K AFFI STÉTTA RFÉLA GANNA STÓRH ÖFÐA Iðnfélögin Stórhöfða 31, Byggiðn, Samiðn, Félag iðn- og tæknigreina, GRAFÍA, MATVÍS og Rafiðnaðarsambandið bjóða í opið hús, að lokinni kröfugöngu og útifundi í Reykjavík, á Stórhöfða 31. Við hvetjum félagsmenn til að mæta í kröfugönguna og koma til okkar, skoða aðstöðuna og þiggja veitingar. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Matvælastofnun hefur fylgst grannt með framleiðslu hjá Ópali sjávarfangi síðan í ljós kom að af- urðir frá fyrirtækinu væru listeríu- smitaðar og gera má ráð fyrir að fyrirtækið falli um framleiðslu- flokk. Þetta staðfesti Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofn- unar, í samtali við mbl.is í gær. Greint var frá því á mbl.is á fimmtu- dag að Ópal hefði brugðist seint og illa við tilmælum stofnunarinnar um að taka vörur sínar af markaði. Að sögn Hjalta eru flestir fram- leiðendur samvinnuþýðir þegar at- vik sem þessi koma upp. Í þessu til- felli hafi MAST hins vegar þurft að beita stjórnsýsluákvörðun í málinu. Hún var send Ópali 5. febrúar og fyrirtækinu gefinn andmælafrestur til hádegis daginn eftir. Á meðan MAST var að fara yfir andmæli fyrirtækisins tilkynnti Ópal hins vegar að fyrirtækið hefði ákveðið að innkalla graflax frá fyrirtækinu, en listeríugildi í afurðinni hafði mælst langt yfir mörkum. Birgir Sævar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Ópals, hafði hins veg- ar hreyft andmælum við innköllun á tveimur öðrum vörum fyrirtækisins í tölvupóstsamskiptum. Allar vörur fyrirtækisins voru að endingu inn- kallaðar 12. febrúar. Matvælastofnun hefur ekki víð- tækar heimildir til þess að beita fyrirtækið viðurlögum, en Hjalti segir að þunga eftirlitskerfis stofn- unarinnar sé jafnan beitt í tilvikum sem þessum. „Við erum með þrjá framleiðslu- flokka, A, B og C, og fyrirtæki byrja öll í flokki B og fá 100% eftir- litstíma. Ef fyrirtæki standa sig vel fara þau upp í flokk A og minnka eftirlitstíma um 50%, og ef þau standa sig illa falla þau í flokk C. Ef um endurtekin frávik er að ræða falla þau um flokk og fyrirtæki í flokki C fá 150% eftirlit,“ útskýrir Hjalti. „Með þessu kerfi getum við beitt þunga eftirlitsins þar sem þörfin er mest og sömuleiðis er þetta gulrót fyrir matvælaframleiðendur. Þeir sem standa sig vel frá minna eftirlit og borga þar af leiðandi lægra eftir- litsgjald á meðan þeir sem standa sig illa borga margfalt hærra eftir- litsgjald og fá tíðara eftirlit.“ Vel fylgst með framleiðslu Ópals  MAST fellir fyrirtækið um flokk Morgunblaðið/Hari Ópal Fylgst er með framleiðslu fyrirtækisins síðan listeríusmit fannst í vöru sem það framleiddi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.