Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frú Ragn-heiðurnefnist at- hvarf á hjólum fyrir fólk sem not- ar vímuefni í æð. Þar geta fíklar fengið örugg- an búnað til neyslunnar. Þangað geta húsnæðislausir einnig leitað og fengið til dæmis meðferð við sýk- ingum. Heimsóknum til Frú Ragnheiðar fjölgaði um 38% frá árinu 2017 til ársins 2018. Á þeim stutta tíma, sem Frú Ragnheiður hefur verið til staðar, hefur komið í ljós að þörfin er mikil. Nú er áformað að opna neyslurými þar sem fíklar geti nálgast hreinar sprautunálar og fengið aðra aðstoð og er frumvarp um málið frá Svan- dísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra til umsagnar á Alþingi. Í frumvarpinu um neyslu- rýmin segir að um 700 ein- staklingar noti fíkniefni í æð hér á landi árlega. Svala Jó- hannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, telur að fjöldinn, sem noti fíkniefni í æð reglulega, sé á bilinu fimm til sex hundruð. Ópíóíðar hafa farið um eins og faraldur og valdið miklum skaða á undanförnum árum. Oft ánetjast fólk lyfjunum eftir að hafa tekið þau að læknisráði til að lina þján- ingar. Í Bandaríkjunum hef- ur verið lýst yfir neyðar- ástandi vegna þeirra. Talið er að 52 hafi látið lífið í fyrra vegna lyfja- eitrunar og voru útköll á höfuð- borgarsvæðinu vegna of- neyslu rúmlega 450. 2017 létu 30 lífið vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Augljóst er að bregðast þarf við þessari plágu og sömu- leiðis þarf að hjálpa þeim, sem eru í viðjum hennar. Lögregla hefur gagnrýnt frumvarpið um neyslurýmin á þeirri forsendu að ekki sé heimild fyrir „refsilausu svæði“ fyrir fíkniefnaneyt- endur. Eins og frumvarpið sé nú verði lögreglu áfram skylt að leggja hald á ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Koma verði fram í frumvarpinu hversu mikið magn af þessum efnum neytendur megi hafa með- ferðis í neyslurýminu. Vankanta sem þessa þarf að sníða af frumvarpinu. Baráttan gegn fíkniefnum heldur áfram. Hún snýst um að stöðva útbreiðslu þeirra og ráðast gegn þeim, sem smygla þeim til landsins og dreifa þeim. Eftirlit með dreifingu lyfseðilsskyldra lyfja hefur verið hert. Um leið þarf að koma til liðs við fíkla, hjálpa þeim að tak- marka skaðann af neyslunni og losna úr henni. Fíkn er sjúkdómur, ekki glæpur. Neyslurýma er þörf og útfærsla þeirra þarf að vera í lagi} Neyslurými fyrir fíkla Listeríusýk-ingar eru ekki algengar. Ungu fólki og full- frísku stafar lítil hætta af listeríu og heilbrigt fólk ætti ekki að þurfa að óttast. Bakterían getur hins vegar verið skað- leg fólki á ónæmisbælandi lyfjum og með ónæmisbæl- ingu og jafnvel lífshættuleg. Fyrr á þessu ári lést kona af listeríusýkingu, sem hún fékk í kringum jólin 2018. Konan var með undirliggj- andi ónæmisbælingu. Vitað var að konan hefði neytt reykts og grafins lax um jólin og voru sýni tekin hjá fram- leiðanda vörunnar eftir að ábending barst frá landlækni. Rannsókn sýnanna leiddi í ljós listeríu í gröfnum og reyktum laxi og silungi. Í kjölfarið fór Matvæla- stofnun fram á að framleiðsla yrði stöðvuð og vörur fram- leiðandans yrðu innkallaðar. Það gerðist hins vegar ekki strax eins og komið hef- ur fram í fréttum mbl.is og í Morgunblaðinu í dag. Virðast tveir sólar- hringar hafa verið látnir líða frá því að tilkynning barst þar til allar þær vörur, sem rann- sakaðar voru, voru innkall- aðar þrátt fyrir að starfs- maður MAST hefði sagt við framleiðandann að málið væri alvarlegt og krefðist tafar- lausra viðbragða. Það er vissulega áfall fyrir framleiðanda þegar smit greinist í afurðum hans. Heill viðskiptavinarins ætti hins vegar ávallt að ganga fyrir. Því fylgir kostnaður að kalla inn vöru, en besta leiðin til þess að halda trausti við- skiptavina og takmarka tjónið er að bregðast fljótt og undanbragðalaust við, sérstaklega þegar heilbrigði er annars vegar. Neytendur þurfa að geta treyst fram- leiðendum matvæla} Hreinlæti í matvælagerð Þ að má klárlega halda því fram að orð vikunnar sé „íþyngjandi“. Sitt sýnist hverjum um notkun ferða- málaráðherra á orðinu um bíla- leiguna Procar. Miðað við þau brot sem virðast hafa verið framin af stjórn- endum og starfsfólki þeirrar bílaleigu leggst það ekki vel í landann að kalla afturköllun á starfsleyfi bílaleigunnar „íþyngjandi“. Það er mjög skiljanlegt, enda sönnunargögnin um brotin frekar ótvíræð og svívirðileg. Það er þó rétt hjá ráðherra, sem ég þarf alls ekkert að taka undir, að tæknilega útskýringin á starfs- leyfissviptingu er íþyngjandi aðgerð. Ef eitt- hvað þá er ráðherra bara að vera nákvæm. Óheppilega nákvæm því orðavalið snertir skiljanlega réttlætiskennd fólks. Hér langar mig hins vegar að vekja athygli á öðru svindlmáli. Nýlega komst mál sem ég hef unnið að á þingi á næsta stig þegar fjármálaráðuneytið tilkynnti á fundi fjárlaganefndar að verið væri að endurskoða regl- ur um dagpeninga. Ástæðan fyrir því er að ekki hefur verið farið eftir þeim reglum frá því að þær voru settar árið 2009. Hvorki ráðuneyti né skrifstofa Alþingis hefur fylgt reglunum þegar kemur að því að meta hlunnindi sem ráðherrar og þingmenn fá í ferðum sínum til út- landa. Afleiðingin er sú að þingmenn og ráðherrar fá of mikla dagpeninga greidda. Þetta hefur verið viðurkennt í svörum við fyrirspurnum mínum um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra. Þar er svarað: „Ráðherra er ekið út á flugvöll í bifreið ráðuneytisins þegar um er að ræða ferðir á vegum ráðuneytisins. Dagpeningar eru ekki skertir vegna ferða í ráðherrabifreið út á flugvöll“ en í reglum um ferðakostnað segir: „Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað annan en fargjöld svo sem ferðakostnað að og frá flugvöllum.“ Ráðherra fær sem sagt bæði dagpeninga fyrir ferðakostnað og frítt far í ráðherrabíl. Í svari forsætisráðherra við sömu fyrir- spurn er mjög áhugavert svar: „Hefð hefur ekki skapast fyrir því að leggja sérstakt mat á umfangið þannig að það hafi leitt til frá- dráttar frá almennum dagpeninga- greiðslum.“ Það á ekki að þurfa að myndast hefð fyrir því að fara eftir lögum og reglum. Svar Alþingis við þessu öllu er: „Starfs- menn fjármálaskrifstofu hafa ekki forsendur til þess að leggja fjárhagslegt mat á slík hlunnindi frá þriðja aðila.“ Samt er hægt að leggja mat á það hver upphæð dagpen- inga á að vera. Af hverju er þá svona erfitt að meta hversu mikil hlunnindi þingmenn og ráðherrar fá? „Ferð á flugvöll, 5.500 kr. með flugrútunni, hérna eru dagpen- ingar fyrir því. Fékkstu far á ráðherrabílnum? Endur- greiddu 5.500 kr., takk.“. Mikið var þetta nú erfitt. Ég held að ég verði bara að fara að leggja mig, þetta var svo íþyngjandi fyrir mig. Björn Leví Gunnarsson Pistill Íþyngjandi Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Oddfellowreglan á Íslandi,IOOF, tilheyrir þeirrigrein Oddfellowreglunnar,sem stofnuð var í Banda- ríkjunum 26. apríl 1819. Í tilefni af 200 ára afmælinu stóð Stórstúka Reglunnar á Íslandi fyrir sérstöku hófi í höfuðstöðvunum við Vonar- stræti í Reykjavík í gær og var tíma- mótanna minnst með ýmsum hætti. „Við teljum okkur vera á réttri leið, látum mikið til okkar taka í góð- gerðarmálum og stuðningi við alls- konar málefni, um 12 milljónir á mán- uði að meðaltali, auk þess sem við vinnum stöðugt að mannrækt innan Regludeildanna með það að mark- miði að gera okkur að betri mönnum og konum,“ segir Guðmundur Eiríks- son stórsír. „Oddfellowreglan er í vexti á Íslandi og stefnan er ávallt sú að skapa henni skilyrði til áframhald- andi vaxtar.“ Afhentir voru þrír styrkir til góðgerðarmála í tilefni tímamótanna. Í fyrsta lagi allt að 20 milljón kr. styrkur til áframhaldandi uppbygg- ingar á aðstöðu Samhjálpar í Hlað- gerðarkoti. Í öðru lagi sjö millj. kr. styrkur til félagasamtaka á Háaleit- isbraut 13 í Reykjavík, sem aðstoða yngra fólk, til þess að koma fyrir lyftu í húsinu. Í þriðja lagi verða lagð- ar fram 32 millj. kr. í tvær íbúðir fyrir Kvennaathvarfið og eru þær hugs- aðar fyrir konur, sem eru að koma sér aftur út í tilveruna eftir að hafa verið í athvarfinu. Upphafsins á Íslandi minnst Holdsveikraspítalinn í Laug- arnesi var reistur fyrir fé, sem danskir Oddfellowar söfnuðu, og í kjölfarið var fyrsta Oddfellowstúkan á Íslandi, stúka nr. 1 Ingólfur, stofn- uð 1. ágúst 1997. Fengin hafa verið tilskilin leyfi til þess að Reglan geri þarna og kosti minnismerki um Holdsveikraspítalann og upphaf starfs Oddfellowreglunnar á Íslandi. Í gær undirrituðu Guðmundur Ei- ríksson stórsír fyrir hönd Reglunnar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkur samkomulag þess efnis að borgin annist síðan minningarreitinn og sjái um rekst- urinn. Síðast en ekki síst var haldið upp á það að félagar eru orðnir 4.000, 2.314 bræður og 1.686 systur, og Oddfellowi númer 4.000, Sigursteinn Þór Einarsson í Þorkeli mána, fékk blómvönd af því tilefni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði samkomuna og kynnti sér starfsemina, en viðstaddir áttu það sameiginlegt að hafa unnið í Stórstúkustjórn eða fyrir hana auk annarra fulltrúa. Sérstök afmælisnefnd hefur ver- ið Stórstúkustjórn innanhandar um hátíðarhöld í tilefni 200 ára afmæl- isins. Allar Regludeildir eru með sér- staka hátíðarfundi í kringum afmæl- isdaginn. Tvær Regludeildir verða stofnaðar á árinu og hátíðartónleikar verða 12. maí. Framtíðarhúsnæð- ismöguleikar verða ræddir á Stór- stúkuþingi síðar í maí og Reglan hef- ur aðstoðað Reglusystkini við uppbyggingu á Regluheimili á Sauð- árkróki og er stefnt að því að taka salinn í notkun á árinu. Guðmundur segir að hápunkturinn verði síðan 1. september, þegar boðið verði upp á opið hús í öllum Regluheimilum landsins. „Við bjóðum almenningi að skoða Regluheimilin og kynnast starfseminni,“ segir hann. Í því sam- bandi bendir hann á að Oddfellow- akademían sé með viðamikla könnun í gangi í samvinnu við Gallup, þar sem viðhorf ungs fólks til félags- skapar eins og Oddfellowreglunnar séu skoðuð. „Þetta er liður í því að skoða framtíðarmöguleika okkar í samfélaginu. Við þurfum að ná til unga fólksins til þess að halda áfram vegferð okkar,“ segir hann. Styður góð málefni og eflir mannrækt Fyrir rúmum þremur árum gaf Oddfellowreglan út bókina Traustir hlekkir, 60 ára saga Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og líknarverkefna regl- unnar á fyrri árum, sem Steinar J. Lúðvíksson skrifaði. Í lok liðins árs, nánar tiltekið 1. desember, kom síðan út bókin Vinátta Kærleikur Sann- leikur, Saga Oddfellowreglunnar á Íslandi í 120 ár, á vegum Reglunnar í ritstjórn Gísla Sigurgeirssonar. Bækurnar eru hugsaðar sem ein heild og gefa skýra mynd af mannræktar- og líknarstarfi Reglunnar hér á landi. Vinátta Kærleikur Sannleikur SAGA ODDFELLOWREGLUNNAR Á ÍSLANDI Í 120 ÁR Ljósmynd/Hreinn Magnússon Tímamót Guðmundur Eiríksson stórsír kynnti Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, starfsemina.  Oddfellowreglan á heimsvísu og á Íslandi á tímamótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.