Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
✝ Hermann Ein-arsson fæddist
26. janúar 1942 í
Vestmannaeyjum.
Hann lést 20. apríl
2019 í Vestmanna-
eyjum.
Foreldrar hans
voru Ásta Stein-
grímsdóttir, f.
31.1. 1920, d. 23.4.
2000, og Einar
Jónsson, f. 26.10.
1914, d. 25.2. 1990. Bróðir Her-
manns var Arnar, f. 14.6. 1945,
d. 21.7. 2009, kvæntur Margréti
Jóhannsdóttur og áttu þau þrjú
börn, Jóhann Gunnar, Ernu
Margréti og Elísu Kristínu.
Hermann kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guð-
björgu Ósk Jónsdóttur, f. 26.12.
1952, þann 23. júní 1973.
Dætur þeirra eru: a) Sigurborg
Pálína, f. 7.9. 1972, gift Páli
Friðbertssyni, f. 12.12. 1974.
Synir þeirra eru: 1) Sævar
Snær og 2) Egill Arnar. b)
Steinunn Ásta, f. 11.3. 1975,
ár. Einnig kom hann að útgáfu
ýmissa rita, m.a. Þjóðhátíðar-
blaðs Vestmannaeyja og Eyja-
skinnu, ársrits Sögufélags
Vestmannaeyja. Hin seinni ár
sinnti hann bókbandi og batt
inn prentverk sem fjallar um
Vestmannaeyjar. Hann var
varabæjarfulltrúi í Vestmanna-
eyjum 1966-1970 og starfaði
enn fremur mikið fyrir íþrótta-
hreyfinguna í Vestmanna-
eyjum. Hermann var fréttarit-
ari RÚV 1992-1997.
Hermann var félagsmála-
maður og heiðursfélagi í Akó-
ges, félagi í Oddfellowreglunni,
Veiðifélagi Suðureyjar og List-
vinafélagi Vestmannaeyja.
Hermann var formaður Vest-
mannaeyjadeildar Rauða kross
Íslands 1998-2009 og hlaut gull-
merki RKÍ árið 2016.
Hermann var tómstunda-
bóndi á Breiðabakka í Vest-
mannaeyjum. Þar sinnti hann
búskap ásamt félögum sínum
með sauðfé og fiðurfé.
Útför Hermanns fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 27. apríl 2019, og hefst
athöfnin klukkan 14.
Minningarathöfn Hermanns
fer fram í Neskirkju í Reykja-
vík 3. maí og hefst athöfnin
klukkan 13.
gift Ágústi Inga
Jónssyni, f. 16.4.
1973. Börn þeirra
eru: 1) Gunnar
Rafn, maki hans er
Thelma Ósk, þau
eiga eina dóttur,
Söru Björt, 2)
Thelma Lind, 3)
Jón Þór, 4) Sigrún
Eva, 5) Hermann
Ingi og 6) Hrann-
ar.
Hermann útskrifaðist með
kennarapróf árið 1965 og próf
úr framhaldsdeild Kennara-
skóla Íslands árið 1969. Hann
kenndi við Æfingaskóla KÍ
veturinn 1965-1966 og við
Barnaskóla Vestamannaeyja
1966-1974. Hann starfaði sem
skólafulltrúi Vestmannaeyja
1977-1987. Hann hóf aftur
kennslu við Barnaskóla Vest-
mannaeyja árið 1987 og kenndi
þar til starfsloka.
Hermann starfaði mikið að
útgáfumálum og gaf hann út
vikublaðið Dagskrá í rúm 30
Elsku pabbi minn, mikið vildi
ég fá að hafa þig lengur hér með
okkur, en hlýja mér við góðar
minningar. Þú varst nefnilega
snillingur í að búa þær til, ekki
bara fyrir mig heldur alla sem
þú kynntist. Þú varst eftir-
minnilegur fyrir svo margt m.a.
útlit, skoðanir, húmor, matar-
gerð, söfnun og fróðleik. Þú
varst minn „google“ og alltaf
hægt að fletta upp hjá þér.
Minni þitt brást þér aldrei og
með þér hverfur fullt af fróðleik,
er samt nokkuð viss um að við
eigum eftir að finna margt þegar
við förum í gegnum safn þitt af
bókum, blöðum og öðrum hlut-
um.
Þú varst áhugasamur um líf
mitt og minna og sinntir okkur
af mikilli elsku. Strákarnir mínir
minnast góðs afa sem var alltaf
til staðar og alltaf hægt að leita
til. Við vorum svo heppin að þú
gistir yfirleitt hjá okkur þegar
þú komst til Reykjavíkur og var
það eins og að hafa „au pair“, þú
hjálpaðir strákunum að læra og
ekki skemmdi nú fyrir að þú eld-
aðir afamat fyrir þá.
Pabbi var einn sá skipulag-
ðasti og naut þess að takast á við
mismunandi verkefni. Þegar
hann fékk að vita í hvað stefndi
hjá honum tók hann því af miklu
æðruleysi og nýtti þann tíma
sem hann fékk til að kveðja og
umvefja fólkið sitt ást. Eins og
honum einum var lagið reyndi
hann að skipuleggja þetta síð-
asta verkefni sitt eins vel og
hann gat.
Takk fyrir allar minningarn-
ar, hlýjuna, stuðninginn og ekki
síst að hlusta og veita ráð þegar
þess þurfti.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Sigurborg.
Afi kenndi mér á lífið, hann
vissi alltaf best og kunni ráð við
öllu alveg sama hvað það var.
Hann vildi bara beina mér á
rétta braut. Afi var ekki bara afi
minn heldur líka pabbi, og fyrir
það þakka ég honum rosalega,
án hans væri ég ekki á þeim stað
sem ég er í dag. Um leið og afi
vissi að ég hefði áhuga á því að
elda og vildi læra það þá hringdi
hann strax í frænku okkar sem á
tvo veitingastaði í Reykjavík og
kom mér á samning. Fjórum
árum seinna er ég útskrifuð og á
það afa að þakka, hann stóð við
bakið á mér allan tímann og
stoltið sem ég sá í augunum á
honum þegar ég útskrifaðist var
ólýsanlegt. Hann hélt yndislega
ræðu fyrir mig og mína nánustu
í veislunni sem ég mun aldrei
gleyma. Hann var svo stoltur og
ég er svo stolt að hafa átt hann
sem afa.
Thelma Lind
Steinunnardóttir.
Fyrstu kynni mín af Her-
manni voru við undirbúning
Þjóðhátíðar árið 1959. Árið eftir
vorum við svo kosnir í stjórn
Týs, þar sem við störfuðum svo
saman í tíu ár. Þessi ár voru sér-
lega skemmtileg og mikið um að
vera hjá félaginu. Fyrsti erlendi
þjálfarinn var ráðinn, fyrsta ut-
anlandsferð knattspyrnumanna
frá Eyjum var farin þegar 2.
flokkur Týs fór til Vestur-Berl-
ínar árið 1962 undir fararstjórn
sr. Jóhanns Hlíðars. Þessi ár
höfum við oft rifjað upp.
Árið 1966 gengum við svo í fé-
lagið Akóges og skerpti það enn
frekar á vináttu okkar. Þar við
höfum við átt ótal margar
skemmtilegar og þroskandi sam-
verustundir.
Hermann hefur gegnt mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir Akó-
ges og var hann gerður að
heiðursfélaga árið 2013.
Þótt aðalstarf Hermanns hafi
verið kennsla var hann ótrúlega
duglegur við ýmis áhugamál sín.
Hann gaf út blaðið Dagskrá í
mörg ár. Hermann ritstýrði sjó-
mannadagsblöðum, þá var hann
í ritnefnd Eyjaskinnu og ein að-
aldriffjöðrin í Listvinafélaginu,
sem stóð fyrir djasstónleikum í
mörg ár um hvítasunnuhelgina
með yfirskriftinni „Dagar lita og
tóna“. Þar var Hermann í essinu
sínu og naut sín vel.
Þín er ljúft að minnast vinur
og sendum við Hrafnhildur Guð-
björgu og fjölskyldu þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Garðar Björgvinsson.
Þá hefur enn einn æskuvinur-
inn burtkallast úr þessum heimi
og horfið á fund forfeðranna, eft-
ir fremur stutta en snarpa sennu
við illvígan sjúkdóm. Þegar mað-
ur stendur á svona vegamótum
leita ósjálfrátt á hugann spurn-
ingar um eðli og styrk þeirrar
vináttu sem stofnað var til í
æsku og á unglingsárum. Oftar
en ekki stendur sú vinátta á
traustum grunni hvort sem sam-
skiptin voru meiri eða minni á
fullorðinsárum.
Það er eins og hinn upphaf-
legi strengur trosni ekki þótt ár-
in líði. Oft var langur vegur á
milli heimila okkar Hermanns
og stundum höf og lönd á milli.
Hermann var traustur vinur
og hann var alltaf til staðar í
Eyjum og jafnmikill hluti
Eyjanna og Heimaklettur, Klifið
og Helgafell.
Hann var hafsjór þekkingar
um sögu Eyjanna og þróun mála
þar á tuttugustu og tuttugustu
og fyrstu öldinni.
Hermann var gull af manni,
þéttur á velli og þéttur í lund.
Alltaf var gaman að hitta hann,
hann heilsaði alltaf með glaðlegu
brosi sem yljaði um hjartarætur
og gleymist ekki.
Þríeykið okkar (Hermann,
Halli og Guðni) hélt hópinn í
mörg ár og ástundaði djúpar
samræður um hin aðskiljanleg-
ustu málefni. Ungir hugir með
takmarkaða lífsreynslu gátu
ekki fundið svör við ýmsum
flóknum spurningum. En þá var
stundum hægt að leita svara hjá
fullorðnum fræðaþulum eins og
sr. Jóhanni Hlíðar sem alltaf
hafði mikinn áhuga á því sem
unga fólkið var að velta fyrir
sér. Hann taldi ekki eftir sér að
gefa sitt álit á því sem var til
umræðu.
Það voru eftirminnilegir
haustdagar 2017 þegar ferm-
ingarhópurinn okkar hittist í
Eyjum til að rifja upp liðna tíð
og endurnýja gömul kynni.
Þetta var skipulagt af mörgum
dugnaðarforkum úr hópnum,
þar á meðal Hermanni. Við þetta
tækifæri bauð Hermann okkur
hjónum í útsýnisferð um Heima-
ey og var það vel þegið og vel af
hendi leyst með frábærri leið-
sögn.
Við hjónin sendum Guðbjörgu
og allri fjölskyldunni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðni Ágúst Alfreðsson.
Fallinn er nú frá eftir erfið
veikindi fyrrverandi hreppstjór-
inn í Suðurey, félagi okkar Her-
mann Einarsson. Hermann var
Suðureyingur í húð og hár.
Á þessum árum sem hann var
hreppstjóri sinnti hann því hlut-
verki með sinni einstöku natni.
Á þeim árum var lundaveiði mik-
il og þurfti að skipuleggja veru
manna í eyjunni. Ef vantaði
menn til að fylla hópinn hringdi
Hermann í þá sem voru líklegir
til að fara út í eyju og hvatti þá
til að fara. Hermann var kannski
ekki besti veiðimaðurinn sjálfur
en hann sinnti öðrum verkefnum
sem voru ekki síður mikilvæg;
hann sá um að enginn færi
svangur í koju eftir góðan veiði-
dag því hjá honum var hver
veislumáltíðin á fætur annarri.
Hann sá um að kofinn væri
ávallt hreinn ásamt öðrum verk-
efnum.
Hermann sá um fjárbúskap
okkar Suðureyinga af miklum
myndarskap. Þar var hann með
allt á hreinu hvort sem það var
bólusetning, rúningur, slöktun á
haustin eða sauðburður á vorin.
Hermann var ávallt tilbúinn og
tók þátt í endurnýjun veiðikof-
ans hvort sem það var viðhald
eða stækkun.
Sem dæmi um nákvæmni
Hermanns var þegar hann
veiddi lunda. Hann hafði farið
snemma suður í brekku og sat
sem oftar í sínu sæti. Þegar
maður rakst á hann í brekkunni
og spurði „er einhver veiði?“
svaraði Hermann: „Ég er kom-
inn með 76 stykki!“ Það taldi
enginn nema Hermann jafn-
óðum og hann veiddi.
Þegar við Suðureyingar
keyptum húsið okkar Strákakór
við Skildingaveg var Hermann
driffjöðrin í því máli. Þegar
lundaveiði var og þurfti að mæta
til að hamfletta var Hermann
alltaf fyrstur að mæta þó að
hann sjálfur væri hættur að
sækja eyjuna.
Við Suðureyingar söknum
góðs félaga og eftir lifir minning
um góðan dreng. Við strákarnir
í Suðurey sendum Guðbjörgu og
allri fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Suðureyinga,
Hallgrímur Tryggvason.
Fallinn er frá góður félagi í
Akóges í Vestmannaeyjum. Her-
mann Einarsson gekk ungur til
liðs við félagsskapinn árið 1966,
rétt 24 ára gamall. Allar götur
síðan skipaði Akóges stóran sess
í lífi hans og var það gagn-
kvæmt. Hermanni var alla tíð
umhugað um félagið og naut
hann sín vel innan raða þess.
Kom það ekki síst til vegna
þeirra hæfileika Hermanns að
hann var mjög vel ritfær og var
á heimavelli í ræðustóli í Akó-
ges. Bassaröddin fullkomnaði
síðan flutninginn. Þá var Her-
mann margfróður, ekki síst um
menn og málefni tengd Vest-
mannaeyjum, og nutum við fé-
lagar hans þess ríkulega og er-
um þakklátir fyrir.
Við félagar í Akóges viljum
þakka Hermanni fyrir samstarf-
ið í leik og starfi. Við vitum sem
er að skarð hans er vandfyllt en
minningunni um góðan félaga og
vin verður haldið á lofti. Her-
mann var formaður félagsins
gosárið 1973. Þá var í mörg horn
að líta enda starfið óhefðbundið
eins og nærri má geta. Það innti
Hermann hins vegar af hendi,
sem og stjórn öll, af miklum
sóma eins og annað það sem
hann tók sér fyrir hendur. Her-
mann var heiðursfélagi í Akóges.
Við félagar í Akóges vottum
eiginkonu hans Guðbjörgu Ósk
og dætrum, Sigurborgu og
Steinunni Ástu, sem og allri fjöl-
skyldu og vinum okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Her-
manns Einarssonar.
Kveðja frá félögum í Akóges í
Vestmannaeyjum.
Jóhann Pétursson formaður.
Hermann var eftirminnilegur
maður og sérstæður á margan
hátt. Það var stutt í kímnina og
hann var naskur á fólk. Her-
mann var mikill sælkeri og mat-
maður og var í essinu sínu þegar
hann og Guðbjörg buðu til
veislu, stórrar eða smárrar. Tók
sig vel út með flotta svuntu og
stóran kjöthníf og þegar öllu var
flaggað setti hann á sig forláta
kokkahúfu. Eðal! Engin furða að
einn afastrákurinn hans komst
svo skemmtilega að orði, ungur
að árum: „Allur matur, á að fara,
upp í munn – og ofan í afa!“
Var líka athyglisverður safn-
ari. Það var sérstætt að koma á
kontórinn hans heima þar sem
varla sá í vegg eða borð fyrir alls
konar munum. Uppstoppaði
Grænlandsörninn á sínum stað
ásamt alls konar öðru fiðurfé,
uppstoppuðu. Átti jafnvel til að
taka þátt í uppboðum á hinum
ýmsa varningi á netinu sem setti
blóðþrýstinginn í hæsta gír þar
til Guðbjörg tók af skarið.
Hann naut sín vel í hlutverki
jólasveinsins með stórum staf.
Ég hef aldrei séð neinn líkjast
hinum dæmigerða jólasveini nú-
tímans eins og Hermann þegar
hann var kominn í búninginn
enda lét hann hár og skegg vaxa
þegar nær dró jólum til þess að
verða „alvöru“.
Hann var þó fyrst og fremst
mikilvægur stólpi í fjölskyldunni
sinni, bæði þeirri sem stóð hon-
um næst, og ekki síður frænd-
rækinn og áhugamaður um ættir
og fólk á báða bóga. Sótti mörg
ættarmót og lagði sitt af mörk-
um á því sviði.
Þessa sýn hef ég eftir að hafa
kynnst honum og Guðbjörgu í
gegnum tengdadóttur mína,
hana Sigurborgu, mömmu
tveggja ömmustrákanna minna
sem ég veit að elskuðu Hermann
afa.
Hin seinni ár hefur Hermann
sett svip á jólahaldið hjá okkur
systkinum, foreldrum, börnum
og barnabörnum. Hann hefur
reykt jólahangikjötslærin með
eftirminnilegum hætti því Her-
mannshangikjötið hefur algjör-
lega borið af og auðvitað soðið
eftir hans nákvæmu leiðbein-
ingum. Það hefur verið siður að
hringja í Hermann „kjötkrók“
og klappa fyrir honum á jóladag
(allur hópurinn). Bara dásam-
legt!
Guðbjörg hefur sent okkur
Gústa listilega gert konfekt
(Guðbjargar konditori) fyrir
hver jól. Hvort tveggja dásam-
legt!
Það er mér ljúft að skrifa
þessar línur. Mér er efst í hug
þakklæti fyrir skemmtileg og
góð kynni.
Hann var góður Hermann afi
og Sigurborgarpabbi og tengda-
pabbi Palla míns. Ég held að
Egill, ömmustrákur, hafi haft al-
veg rétt fyrir sér þegar hann lét
þau orð falla að nú væri Her-
mann afi farinn á þann stað þar
sem Jón afi og hundurinn Píla
hafi tekið á móti honum. Hann
vill líka nefna laugardaginn fyrir
páska Hermannsdag af því að þá
kvaddi hann. Mér finnst það góð
hugmynd.
Fyrir nokkrum árum sendi
Hermann mér litla útskorna tré-
önd. Hann hafði rekist á hana á
markaði og fannst tilvalið að
kaupa hana og gefa mér af því
að skólinn minn er við Reykja-
víkurtjörn. Ég tók við henni
fagnandi og hún fylgir mér hvert
sem ég fer í bílnum mínum, á
sér þar „hreiður“.
Hugsa til hans með hlýju um
leið og ég sendi Guðbjörgu og
allri fjölskyldunni hlýjar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Hermanns.
Margrét Theodórsdóttir.
Honum Hermanni föður-
bróður mínum var svo sannar-
lega ekki fisjað saman og var
hann maður margra verka, ráða-
góður og ráðamargur. Eins og
margur af Ásólfsskálaættinni, þá
sagði hann hlutina fyrir sig og
lét sitt ekki eftir liggja við ráð-
gjafastörf margs konar af ýms-
um toga og á ég honum svo ótal-
margt að þakka. Hann skilur
spor sín eftir víða, jafnvel hægt
að taka svo djúpt í árinni að
segja að þau liggi nánast alls
staðar.
Hermann var kennari og upp-
fræðari af lífi og sál og braut-
ryðjandi í ótalmörgu. Hann var í
hópi þeirra fyrstu sem útskrif-
uðust sem sérkennarar á Íslandi
og starfaði hann lungann úr
starfsaldri sínum sem kennari
við Barnaskólann í Vestmanna-
eyjum og sem skólafulltrúi Vest-
mannaeyjabæjar.
Hermann
Einarsson
Honum féll seint verk úr
hendi og lét víða að sér kveða.
Vert er að minnast á þátt hans
við gerð minnisvarða um björg-
unarskipið Þór, en hann stóð
fyrir því að skrúfa skipsins var
sótt á strandstað við Húnaflóa
og flutt til Eyja í samvinnu við
Landhelgisgæsluna. Minnisvarð-
inn með skrúfuna í öndvegi
stendur enn til minningar um
þetta fyrsta björgunar- og varð-
skip Íslendinga og er fyrsti vísir
að stofnun Landhelgisgæslu Ís-
lands.
Það var óneitanlega hátíðleg
stund, fyrir mig sem bryta um
borð, þegar hið nýja, glæsilega
varðskip, Þór, sigldi inn í
Friðarhöfn 26. október 2011 og
lagðist að bryggju við minnis-
varðann, sem frændi átti svo
stóran þátt í að gera að veru-
leika mörgum árum áður og ekki
skemmdi nú fyrir að þetta var á
afmælisdegi Einsa afa.
Stærstu gæfu sína og ham-
ingju átti Hermann í Guðbjörgu
sinni og svo sannarlega var hún
kletturinn í hans lífi, hans
Heimaklettur.
Ég varð ungur þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera sendur hvert
haust til þeirra hjóna í pysju.
Var þetta mikið tilhlökkunarefni
og beið ég spenntur eftir því að
pysjan færi að fljúga. Þeir voru
ófáir bíltúrarnir sem farnir voru
í pysjuleit að kvöldi eða um eyj-
una fögru að degi og aldrei var
kennarinn langt undan, ísinn í
Tótaturni né heldur veislurnar
hennar Guðbjargar.
Að afloknu stúdentsprófi lá
leið mín enn á ný til Eyja og allt-
af stóð heimili Hermanns og
Guðbjargar mér opið upp á gátt.
Alúðin og umhyggjan sem mað-
ur naut í þeirra faðmi verður
seint fullþökkuð. Það var í einni
af þessum ferðum mínum til
Eyja sem ég kynntist stóru ást-
inni í mínu lífi, mínum Heima-
kletti, og höfum við og okkar af-
komendur notið frændsemi og
umhyggju Hermanns frænda og
Guðbjargar æ síðan. Það eru
forréttindi að hafa átt frænda
eins og Hermann Einarsson að
og finnst mér að allir ættu að
eiga einn slíkan.
Nú er komið að kveðjustund,
miklu fyrr en ég hafði vonað og
fleiri spor ekki mörkuð hérna
megin. Ég verð Hermanni og
Guðbjörgu ævinlega þakklátur
fyrir öll þau spor sem þau hafa
markað í mínu lífi og minna, það
eru spor sem ekki hverfa í
sandinn.
Þú sem ferð
ferð aldrei allur.
Hverju sinni skilur þú eitthvað eftir
hluta af þér – í mér
(Sv. Páll Erl.)
Elsku Guðbjörg, Sigurborg,
Steinunn og fjölskyldur, megi
góður Guð vera með ykkur á
sorgarstundu og blessa minn-
ingu Hermanns frænda.
Jóhann (Jói), Kristín
(Kiddý) og fjölskylda.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.