Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 33

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Elsku vinkona. Við fréttina um að þú værir farin frá okkur fór einhvern veginn allt í upplausn – þrátt fyr- ir að vitneskja um að það myndi gerast væri til staðar. En í kjölfarið kom þakklæti, – þakklæti fyrir að hafa verið vin- kona þín í yfir 40 ár og þakklæti fyrir vináttu okkar á fullorðins- árum – og að það hafi alltaf verið eins og við hittumst í gær þó svo að nokkur ár gætu verið á milli. Og minningar hellast yfir frá unglingsárum þegar við æfðum Sigrún Kristín Þórðardóttir ✝ Sigrún KristínÞórðardóttir fæddist 26. apríl 1964. Hún lést 8. apríl 2019. Útför Sigrúnar fór fram 26. apríl 2019. bumpdans í stofu- veggi, þegar við urðum samferða í barneignum sem ungar mæður og all- ar skemmtilegar og góðar samveru- stundir með ykkur Sverri, bæði á Hvammstanga og í Árósum. Að fá að fylgjast með athöfn- um, krafti þínum, elju og sigrum í lífinu sem þið Sverrir áttuð marga var dýr- mætt, þó þú hafi ekki sigrað í þessari baráttu. Elsku Sverrir, Elísa Ýr, Þór- hallur, Dóra og Jóndi og fjöl- skyldur, orð eru fá til að lýsa sorg og missi en minningin um kæra, elskaða vinkonu lifir. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Þín Elísabet (Lísa). Í þakklæti og Guðs friði, hvíli hann. Jóhanna Laufey Ólafsdóttir og fjölskylda. Elsku Siggi afi minn. Það er komið að kveðjustund, og sökn- uðurinn er mikill, erfiðast er þó að vera í burtu og geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Ég verð með þér í anda og veit vel að þú ert hér í kringum mig að fylgjast með mér nú þegar. Mitt fyrsta verk þegar ég kem heim verður að renna austur og kíkja á leiðið þitt og segja þér sögur. Mikið fannst mér gott að eyða svona miklum tíma með þér um jólin. Ég mun ætíð vera þakklátur fyrir það. Hér eru tvær vísur sem hann samdi í Seylu fyrir nokkrum árum. Við gæfuna gott er að una, og gleði, – sem hrein er og tær. Og dýrmætust mynd í muna, er minning, sem brosir og hlær. Árin þau áfram tifa, og engu þau slá á frest. Því skulum við lífinu lifa, lifandi, – það er best. (Sigurður Mar) Þú varst einstaklega barngóð- ur maður og gafst okkur mikla ást og umhyggju, einu skiptin sem þú skammaðir mig var þegar ég kom með enskt slangur eða búinn að brjóta fleiri en eitt glas. Það eru aðallega þrír hlutir sem standa mest upp úr, það er að þú gast tal- ið upp öll eldgos á Íslandi langt fyrir landnám á svo nákvæman hátt að það lá við að þú vissir klukkan hvað. Mér fannst líka mjög magnað þegar ég var gutti að þú gætir far- ið með kvæðið Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson utanbókar. Einnig er mér mjög minnisstætt þegar þið amma komuð norður þá komstu vanalega fram úr í sloppnum öfugum með buxurnar á hausnum og gleraugun á hvolfi sem vakti iðulega mikla lukku hjá okkur systkinunum. Mikið á ég eftir að sakna þín, það var svo gaman að koma til ykkar ömmu niður á Vatnsstíg og fara yfir málin, ræða gamla tíma og segja sögur, við áttum það sameiginlegt að elska Ísland og gátum rætt landafræði og stór- skáldin okkar út í eitt. Síðasta sagan sem þú sagðir mér var að þú hefðir orðið vitni að því þegar Jussi Björling söng í sitt síðasta sinn á torgi í Stokkhólmi og loka- lagið var Tonerna sem á alltaf eft- ir að minna mig á þig. Kær kveðja. Þinn afastrákur, Birgir Þór Guðmundsson. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, … Það var afi okkar sem kenndi okkur að elska náttúruna. Hann kenndi okkur um steina, jurtir og staðarheiti þegar tækifæri gafst til, oftast þegar við heimsóttum hann og Sæunni í sumarbústað- inn á Þingvöllum. Þennan eigin- leika að njóta náttúrunnar og ein- beita sér að líðandi stundu stefnum við á að halda í heiðri og reyna að tileinka okkur. Afi var alltaf vel rakaður, lykt- aði vel og var með mjúkt og gott faðmlag. Hann var alltaf brosandi þegar maður hitti hann og hann fékk sérstakan glampa í augun þegar hann hitti okkur barna- börnin og síðar meir barnabarna- börnin. Það var augljóst að hann mat okkur sem fjársjóð og var stoltur af því sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Þetta prakkara- lega bros sjáum við í andlitum barna okkar og við hyggjumst halda minningu hans lifandi með því að sjá til þess að það skíni áfram, það hefði hann viljað. … það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness) Brynja Jónsdóttir og Þórdís Halla Jónsdóttir. Látinn er fjölskylduvinur, Sig- urður Finnbjörn Mar vélfræð- ingur. Sigurður var myndarlegur maður, léttur í lund og bar af sér góðan þokka hvar sem hann fór. Það var ánægjulegt að sjá hversu samrýnd og lífsglöð þau hjónin, Sigurður og Sæunn, voru og hversu mikla umhyggju þau báru til barna sinna og barna- barna. Sigurður og Sæunn voru með sumarhús við rætur Hengils á Nesjavöllum og síðan á æsku- stöðvum Sæunnar í Króki, þar sem þau ræktuðu garðinn ríku- lega eins og á fyrri staðnum. Það var ætíð skemmtilegt að fá þau hjónin og fjölskylduna í heim- sókn á Nesjavallabæ. Sigurður vann við uppbygg- ingu á Nesjavallavirkjun og kom þá oft við hjá móður minni í kaffi og spjall og fór vel á með þeim. Sigurður þakkaði mér gjarnan fyrir þegar ég skrifaði línu um Grafnings- og Þingvallasvæðið og merka karaktera sem þar höfðu átt sterkar rætur og markað djúp spor á svæðinu til verka og fram- fara á langri ævi. Við áttum því góða samleið um sögusviðið eystra sem og varð- andi svæðið umhverfis Þingvalla- vatn, þar sem vatnstær aldan hef- ur hjalað við fjöruborð um aldir. Fyrir þessa samleið og hvatn- ingu er ég Sigurði þakklátur og margir annars gleymdir atburðir af svæðinu hafa komist á blað vegna þessa. Sigurður og Sæunn ferðuðust mikið innanlands og erlendis og nutu þess ríkulega meðan heilsan leyfði. Við fráfall Sigurðar verður mannlífið og umhverfið við rætur Grafningsfjalla og víðar óneitan- lega snauðara á ýmsa vegu. Með hækkandi vorsól og vor- boðasöng á trjágrein þegar gróð- urinn er að byrja að teygja sprota sína mót sólu eftir vetrardvala, kveðjum við kæran sveitunga eins og ég leyfi mér að kalla Sigurð, þótt hann hafi ekki alist upp í Grafningnum. Þar átti hann orðið sterkar rætur eftir langa dvöl og við að fanga fögur vor- og sumarkvöld með sköpunarverk náttúruafl- anna á fjallahring Grafnings- og Þingvallafjalla þar allt í kring. Með virðingu og þökk kveður Nesjavallafjölskyldan fjölskyldu- vin og vottar Sæunni, fjölskyldu og vinum Sigurðar innilega sam- úð sína. Guð verndi Sigurð og minningu hans. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar næturfrið. (Hulda) Fyrir hönd Nesjavallafjöl- skyldunnar, Ómar G. Jónsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR frá Þingeyri, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi þriðjudaginn 16. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sjöfn Sóley Sveinsdóttir Rögnvaldur R. Andrésson Magnea Gerður Sveinsdóttir Ólafur Sigurðsson Smári Sveinsson Guðmunda Óskarsdóttir Kristín Linda Sveinsdóttir Skjöldur Vatnar Árnason barnabörn og barnabarnabörn Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda i ll i undirbúnings og framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju að leiðarljósi og f fa legum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS KRISTJÁNSSON frá Tröð í Önundarfirði, til heimilis að Raftahlíð 23 á Sauðárkróki, lést föstudaginn 12. apríl á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 14. Sigríður Jensdóttir Guðmundur Jensson Sigríður Stefánsdóttir Erlingur Jensson Ingibjörg Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR JÓNSSON, fyrrverandi yfirtollvörður, Álfheimum 46, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 21. apríl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. maí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Sigurðsson Þorsteinn Sigurðsson Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR LINDA STEFÁNSDÓTTIR, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 13. apríl eftir baráttu við krabbamein. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Björg Þóra Pálsdóttir Guðjón Valberg Björnsson Aldís Helga Rúnarsd. Sigríður Kristín Björnsdóttir Þröstur Magnússon Tristan Máni, Karen Lind og Kristveig Una Amma – ég sakna þín strax. Það sem ég er þakklát fyrir minningarnar okkar og samverustundir. Sambúðin okkar yfir loka- prófin mín í menntaskóla var há- punktur. Hún einkenndist af eldamennsku á framandi mat og spilakennslu fram eftir kvöldi. Það var gott að vera í Háu- kinninni með þér, allir hlutirnir með mikla sögu svo okkur leidd- ist aldrei. Ég lærði margt af þér og þá sérstaklega þegar kom að því að standi með sjálfri mér og láta ekki vaða yfir sig. Þú varst svo hörð en samt svo ljúf á sama tíma, blanda sem Guðmunda S. Einarsdóttir ✝ GuðmundaSigurborg Einarsdóttir fædd- ist 1. mars 1926. Hún lést 18. mars 2019. Útförin fór fram 5. apríl 2019. gerði hörkukonu að þvílíkri fyrirmynd. Ég kann að meta hversu vel þú tókst mér og þá sérstak- lega hvernig þú tókst á móti kærust- unni minni, Sól- veigu, það skiptir mig miklu máli að þið fenguð að kynn- ast. Þú varst góður hlustandi og þér fannst gaman að heyra frá ævin- týrum mín, þú sagðir mér alltaf að fara varlega. Gleymi því aldrei þegar þú sagðir: „Ef einhver meiðir þig mun ég skera hann í parta og gefa hundinum þá.“ Við vorum mjög gott kombó, elska þig! Amma, við munum aldrei gleyma þér, sögunum þínum og afrekum. Minningar um þig skjótast upp í kollinn á mér á hverjum degi. Andrea. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.