Morgunblaðið - 27.04.2019, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
✝ Ásgeir Sigurð-ur Ingólfur
Sigurðsson fæddist
21. nóvember 1937
á Ljótsstöðum í
Laxárdal í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eyri
á Ísafirði 20. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Þórlaug Þur-
íður Hjálmarsdóttir, f. 20.
desember 1906, d. 18. septem-
ber 1972, og Sigurður Aðal-
steinn Helgason, f. 23. septem-
ber 1896, d. 27. maí 1964.
Yngri bróðir Ásgeirs er Hrafn-
kell, f. 27. nóvember 1941.
Synir hans eru Sigurður Aðal-
steinn og Gunnlaugur Snorri.
Þann 30. desember 1961
giftist Ásgeir Messíönu Mars-
ellíusdóttur, f. 18. maí 1942.
Þau eignuðust þrjár dætur: a)
Þórlaug Þuríður, f. 3. október
1961. Börn hennar og Þrastar
Kristjánssonar eru Helena
Björk, f. 18. ágúst 1981, d. 21.
smíðar hjá Skipasmíðastöðinni
á Ísafirði. Síðustu starfsárin
vann hann í Hafnarbúðinni á
Ísafirði og síðan sem hús-
vörður í Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði.
Ásgeir var mjög öflugur í
félagsstörfum og var meðal
annars mjög virkur félagi í
Oddfellow-reglunni.
Ásgeir var einn af stofnend-
um Harmonikufélags Vest-
fjarða og var formaður félags-
ins í 20 ár og í þrjú ár var
hann formaður Sambands ís-
lenskra harmonikuunnenda.
Ásgeir hafði alla tíð mikið
yndi af harmonikunni og tók
að sér að gera við hljóðfæri
fyrir vini og kunningja. Hann
byrjaði að safna harmonikum
þegar hann fékk fyrstu harm-
onikuna að gjöf árið 1990.
Þeim fjölgaði ört og Harm-
onikusafn Ásgeirs S. Sigurðs-
sonar varð til. Árið 2008 voru
hljóðfærin orðin 140 talsins og
afhentu þau hjónin Ísafjarðar-
bæ safnið að gjöf. Í dag eru
ríflega 220 harmonikur í safn-
inu.
Útför hans fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 27. apríl
2019, klukkan 14.
júlí 2017, og Ás-
geir Helgi, f. 8.
nóvember 1988.
Unnusta hans er
Blómey Ósk
Karlsdóttir, f. 1.
október 1994, son-
ur þeirra er Máni
Þór, f. 17. júlí
2017. Sambýlis-
maður Þórlaugar
er Finnbogi Karls-
son, f. 12. mars
1956. b) Helga Alberta, f. 15.
janúar 1963. c) Sigríður Guð-
finna, f. 17. júlí 1966. Eigin-
maður hennar er Gunnar
Skagfjörð Sæmundsson, f. 14.
október 1969. Dóttir hennar
og Heimis Brynjarssonar er
Andrea Messíana, f. 26. janúar
1995. Börn Gunnars eru Logi
Leó, f. 25. júní 1990, og Dögg
Patricia, f. 19. mars 1994.
Ásgeir ólst upp í Hólum í
Laxárdal. Árið 1961 flutti
hann til Ísafjarðar og nam
járnsmíði við Iðnskólann á Ísa-
firði. Hann starfaði megin-
hluta starfsævinnar við skipa-
Elsku pabbi kvaddi okkur á
laugardaginn. Ég hefði viljað
hafa hann miklu lengur og á eftir
að sakna hans óendanlega mikið.
Pabbi var einstaklega hjartahlýr
maður og mikill húmoristi. Það
var svo gaman að hlusta á hann
segja sögur, sérstaklega þegar
hann var að segja sögur af sveit-
ungum frá Laxárdal. Hann var
ávallt hrókur alls fagnaðar og
hafði bæði góða og skemmtilega
nærveru. Pabbi kenndi mér
margt sem ég mun búa að alla tíð
og var góð fyrirmynd.
Hann var eiginlega á undan
sinni samtíð og þoldi illa sóun af
öllu tagi. Hann vildi nýta hlutina
og helst ekki henda einhverju
sem hægt var að nota. Þegar ég
var lítil voru ekki til miklir pen-
ingar á heimilinu en samt fékk
maður allt sem hugurinn girntist.
Ef það vantaði hjól, þá var það
útvegað, og gert upp eins og nýtt,
málin voru bara leyst. Pabbi var
afskaplega mikið snyrtimenni.
Hann fór helst ekki út á morgn-
ana án þess að fara í sturtu og
raka sig. Bílana vildi hann hafa
hreina og fína og hann átti það til
að hringja í mig og segja mér að
hann hefði komið og sótt bílinn
minn og bónað hann eða þrifið
eða farið með hann í smurningu.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að hjálpa til, hvort sem það vor-
um við dætur hans eða bara ein-
hverjir vinir eða fólk úti í bæ.
Hann stóð alltaf við allt sem hann
var búinn að tala um að gera og
var alltaf fyrstur á staðinn ef eitt-
hvað þurfti að aðstoða og vildi
aldrei skulda neinum neitt. Ef
einhver gerði honum greiða fékk
viðkomandi það margfalt til
baka. Pabbi var einstaklega
skemmtilegur maður og góður
sögumaður. Hann hafði svo
lúmskan og skemmtilegan húmor
og við hlógum mikið saman.
Hann hugsaði alla tíð vel um
heilsuna, stundaði skíði, sund,
hjólaði mikið og síðustu árin áður
en hann fór á hjúkrunarheimili
kom hann á hverjum morgni
hingað til mín að sækja Ragn-
heiði (hundinn minn) til að taka
hana með í göngutúr. Þau voru
einstakir félagar.
Pabbi var sveitastrákur úr
Laxárdal í Þingeyjarsýslu og hef-
ur alla tíð átt sterkar rætur norð-
ur þó að hann hafi flutt vestur á
Ísafjörð liðlega tvítugur. Á
hverju sumri var farið norður í
Hóla þar sem hann átti sitt skyld-
fólk, góða vini og sveitunga.
Pabbi og mamma kynntust þegar
mamma fór í húsmæðraskólann á
Laugum. Hann kom með henni
vestur þar sem hann fór að vinna
hjá afa í skipasmíðastöðinni og
lærði járnsmíði í Iðnskólanum á
Ísafirði. Pabbi var einstakur hag-
leiksmaður og það lék allt í hönd-
unum á honum. Hann gat eigin-
lega gert við allt. Fyrir um 30
árum fór hann að taka að sér að
gera við harmonikur fyrir vini og
kunningja og einhvern veginn
æxlaðist það þannig að harmon-
ikunum fjölgaði stöðugt og úr
varð heilmikið safn sem hann gaf
Ísafjarðarbæ og hefur fengið inni
á Byggðasafni Vestfjarða.
Fyrstu árin var hann mikið niðri
á safni að gera við harmonikur og
spjalla við safngesti og sýna þeim
gripina. Hann var mjög vinmarg-
ur og virkur í félagslífi hér á Ísa-
firði. Pabbi kenndi mér góð lífs-
gildi sem ég vona að ég hafi tekið
upp eftir honum. Ég kveð hann
með þakklæti, virðingu, söknuði
og ást.
Þín dóttir Sigga.
Sigríður Guðfinna
Ásgeirsdóttir.
Elsku pabbi.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Takk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Þínar
Þórlaug Þuríður
og Helga Alberta.
Ég er svo þakklát fyrir elsku
afa minn, sem kenndi mér svo
ótal margt. Það dýrmætasta sem
ég lærði af honum var góð-
mennskan sem fylgdi honum allt-
af, sama hvað.
Besti maður sem ég hef
kynnst. Góð fyrirmynd og svo
hjálpsamur.
Ég mun geyma allar okkar
minningar á góðum stað. Elsku
afi minn, blessuð sé minning þín.
Andrea Messíana.
Ég hef þekkt Ásgeir frænda
frá því að ég man eftir mér.
Upp koma minningar um
heimsóknir hans, Messíönu og
stelpnanna frá Ísafirði á heimili
okkar í kaupfélagsstjórabústaðn-
um að Ásum í Saurbæ (Salt-
hólmavík) í Dölum á 7. og 8. ára-
tug síðustu aldar. Á þeim tíma
vann Ásgeir sem skipasmiður hjá
tengdaföður sínum í skipasmíða-
stöð Marsellíusar. Þá var mikið
hlegið, spjallað og brallað enda
leitun að skemmtilegri sögu-
manni en Ásgeiri. Ekki var óal-
gengt að fólk bókstaflega gréti af
hlátri undir lýsingum hans á
mönnum og málefnum.
Grunnurinn að þessum góða
manni var lagður í Laxárdal í
Suður-Þingeyjarsýslu, hvar hann
og Hrafnkell bróðir hans, annar
öðlingur, ólust upp í gamla, reisu-
lega steinhúsinu að Hólum. Föð-
ur þeirra, Sigurði, náði ég ekki að
kynnast en móðir þeirra, Þórlaug
Hjálmarsdóttir frá Ljótsstöðum,
var einstök og hjartahlý kona og
þau faðir minn og bróðir hennar,
Guðmundur V. Hjálmarsson,
voru mestu mátar og sömuleiðis
móðir mín, Margrét Lára Rögn-
valdsdóttir.
Ég varð síðar þeirrar gæfu að-
njótandi að gista hjá Ásgeiri og
Messý í nokkur skipti á ferðum
mínum um landið vegna vinnu á
árunum 2010-2014. Var það ávallt
tilhlökkunarefni. Kynntist ég þar
enn betur Ásgeiri harmonikku-
safnara og handverksmanni.
Eins dreif hann mig m.a. í gufu-
bað úti í garði nágrannanna þar
sem fjölmörg landsmál voru
krufin og leyst að mestu.
Ásgeir bar mikla virðingu fyrir
forfeðrum sínum og -mæðrum.
Þannig var hann t.d. hrókur alls
fagnaðar á ættarmóti afkomenda
Áslaugar Torfadóttur (frá Ólafs-
dal) og Hjálmars Jónssonar frá
Ljótsstöðum í Laxárdal árið
2006.
Hann var einnig meðal stofn-
félaga í Ólafsdalsfélaginu árið
2007 sem hafði það að markmiði
að hefja Ólafsdal í Gilsfirði til
vegs og virðingar á ný, staðinn
þar sem langafi okkar og
langamma, Torfi Bjarnason og
Guðlaug Zakaríasdóttir, stofnuðu
fyrsta bændaskóla á Íslandi árið
1880. Mætti hann eftir það marg-
oft á árvissar Ólafsdalshátíðir og
sýndi starfinu mikinn áhuga og
ræktarsemi. Kom þá gjarnan
með Messíönu á húsbíl þeirra
hjóna, oftar en ekki með nikkuna
meðferðis og stundum orf og ljá.
Árið 2016 var Ásgeir aftur
mættur á ættarmót í Laxárdaln-
um þó að illvígur parkinsons-
sjúkdómurinn hefði þá sett nokk-
uð mark sitt á hann. Hugurinn og
frásagnargáfan voru þó áfram á
sínum stað.
Ásgeir átti heillaríkt líf á Ísa-
firði í faðmi konu, dætra, afkom-
enda og fjölda góðra vina. Hann
og fjölskyldan fengu þó sinn
skammt af áföllum en stóðu þétt
saman.
Fyrir hönd Helgu Bjargar
konu minnar og barna okkar
sendi ég Messíönu, dætrunum og
fjölskyldum þeirra og Hrafnkeli
innilegustu samúðarkveðjur.
Mikill er missir þeirra.
Nú er ástkær frændi laus úr
viðjum sjúkdómsins sem átti svo
illa við hinn lífsglaða og kvika
mann.
Smitandi hlátur og hlýja er
mér efst í huga á kveðjustundu. Í
anda Ásgeirs segi ég því; burt
með sorg og sút en upp með húm-
orinn!
Rögnvaldur Guðmundsson
frá Ásum.
Hjá mér var það hluti af dag-
legum störfum mínum að koma
við í sölubúð Marselíusar Bern-
harðssonar í Neðsta þar sem
tengdasonurinn Ásgeir S. Sig-
urðsson var við stjórnvölinn. Í
daglegri umgengni var hann
kenndur við konu sína Messíönu
Marsellíusardóttur og kallaður
Geiri Mess.
Í minningunni var verslunin
næst því að vera isenkræmmer
upp á dönsku. Ekki aðeins var
verslunin í betra lagi heldur hélt
kaupmaðurinn uppi stemningu
sem maður sótti í. Allt á sinn
tíma og versluninni var lokað og
Geiri Mess. hvarf til annarra
starfa en á sameiginlegri leið
okkar um lífsins veg áttum við
svo eftir að mætast margoft í ár-
anna rás og var það alltaf auðg-
andi og maður kvaddi hann ævin-
lega ríkari.
Árið 2008 ákváðu þau hjón að
gefa Byggðasafni Vestfjarða
harmonikusafn sitt í heild sinni
sem þá voru um 140. Árið 1990
hóf Ásgeir markvisst að safna
harmonikum af ýmsum stærðum
og gerðum. Frá upphafi var
markmið þeirra að gefa góða inn-
sýn í sögu og þróun harmonik-
unnar og fjölbreytileika hennar
ásamt því að miðla til fólks sögu
hljóðfærisins á Íslandi. Í dag er
þessi höfðinglega gjöf eitt af
djásnum safnsins og er þar sér-
safn sem ber hans nafn.
Margir gullmolar harmonik-
unnar leynast í safninu, fornar og
nýjar. Í anda sagnamannsins var
kappkostað að segja sögu hvers
hljóðfæris þar sem því varð kom-
ið við. „Oft er sagan ekki síðri en
hljóðfærið,“ hafði hann á orði.
Ásgeir var einstakur hagleiks-
maður og margar harmonikur
fékk hann í frumeindum sínum
og gerði þær upp og smíðaði það
sem upp á vantaði.
Safnið hefur vaxið jafnt og
þétt og var Geiri vakinn og sof-
inn yfir velferð þess. Eftir að
veikindi Ásgeirs ágerðust varð
viðvera hans stopulli á safninu til
að segja sögur og sinna viðgerð-
um, sem vakti óskipta athygli
gesta.
Nærvera hans var einstök og
fór hver maður, ég tala nú ekki
um konur, ríkari frá honum.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð og þakka fyr-
ir allar þær ógleymanlegu stund-
ir sem ég hef átt í leik og starfi
með einlægum vini.
Jón Sigurpálsson.
Fallinn er frá kær vinur og
samstarfsmaður, Ásgeir S. Sig-
urðsson.
Þegar við lítum til baka og
hugsum um þau ár sem við höfum
þekkt Ásgeir þá er þar engan
skugga að finna, bara gleði og
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera samferðamenn hans. Ásgeir
var einn af þessum góðu mönnum
sem aldrei segja nei, var alltaf
tilbúinn til að rétta hjálparhönd
eins og Ísfirðingar fengu að
kynnast með margvíslegum
hætti.
Í kaupbæti fylgdi hlýtt viðmót
og oftar en ekki spaugileg saga.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að ferðast með Ásgeiri og
Messý til útlanda nokkrum sinn-
um og betri ferðafélaga er ekki
hægt að hugsa sér.
Eigum við skemmtilegar
minningar frá þessum ferðum,
bæði til Danmerkur og Skot-
lands.
Eitt sinn bjargaði Ásgeir mér
frá stórum og illvígum hundum
sem réðust að mér þar sem við
vorum að trimma á ströndinni.
Hann kunni á þá. Oft höfum við
velt því fyrir okkur af hverju þeir
stukku á mig fremur en Ásgeir.
Líklegasta skýringin er sú að
þeir hafi fundið upprunann.
Í byrjun júní árið 1989 var
haldinn aðalfundur Slysavarna-
félags Íslands á Ísafirði og var
Lára á þeim fundi. Það var logn
og sól en samt snjór á pallinum á
Urðarvegi.
Ég tók mig til og mokaði af
pallinum og hringdi svo í Ásgeir
og bauð honum í heimsókn. Það
var ógleymanleg stund sem við
áttum á pallinum, með snjóinn
allt um kring, vökva í glasi og Ás-
geir sögumaður í essinu sínu.
Þegar hann fór að minnast á
við mig að koma í Oddfellowstúk-
una spurði ég hvort leiðinlegir
menn eins og ég ættu nokkuð
heima þar.
Hann svaraði að bragði: „Þeir
þurfa að vera líka.“ Svo voru tek-
in bakföll af hlátri.
Nú er komið að leiðarlokum og
sendum við Messíönu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan dreng
mun lifa.
Vignir Örn og Lára.
Kveðja frá Harmonikufélagi
Vestfjarða.
Látinn er heiðursfélagi
Harmonikufélags Vestfjarða,
Ásgeir S. Sigurðsson. Hann var
einn af stofnendum og kosinn
fyrsti formaður þess á stofn-
fundi 16. nóvember 1986 og
gegndi því starfi til janúar 2009
að undanskildum þremur árum
er hann var formaður Sambands
íslenskra harmonikuunnenda
1993 til 1996.
Ásgeir var einstakt ljúfmenni
sem kom öllu til leiðar í sátt og
samlyndi með sinni einstöku
prúðmennsku og húmor, hann
hallmælti aldrei nokkrum manni,
honum lánaðist að líta alltaf lífið
björtum augum og deildi þeirri
sýn.
Ásgeir hlýtur að teljast helsti
boðberi og unnandi harmonik-
unnar, mikill tónlistaráhugamað-
ur og ötull í öllu félagsstarfi
tengdu harmonikunni.
Eitt er það sem mun halda
minningu hans á lofti; söfnun
hans á eldri og lúnum nikkum,
sem hann gerði við og kom til
betra horfs.
Harmonikusafn Ásgeirs S.
Sigurðssonar telur nú liðlega 200
eintök. Safnið er einstakt á Ís-
landi og jafnvel þótt víðar væri
leitað.
Það var afhent Ísafjarðarbæ
til varðveislu og er nú til húsa á
Byggðasafni Vestfjarða. Vonandi
næst fljótlega að bæta þá aðstöðu
svo almenningur getið notið
þessara gersema.
Eitt er það sem Ásgeir kom á í
sínu formannsstarfi; að halda at-
burðabók. Þar var allt skráð,
fundir, samkomur og annað starf
í félaginu. Þarna er hryggjar-
stykkið í sögu félagsins í þau 33
ár sem það hefur starfað.
Ásgeir var sannur Ísfirðingur
en mjög stoltur af sínum þing-
eyska uppruna sem hann hamp-
aði oft bæði í gamni og alvöru.
Ásgeir kom víðar við í fé-
lagsmálum, hann var bróðir í
Oddfellowstúkunni nr. 6 Gesti og
gaf mikið af sér í því starfi og má
segja að einkunnarorð hennar,
vinátta – kærleikur – sannleikur,
lýsi Ásgeiri S. Sigurðssyni vel.
Vertu sæll, kæri vinur.
Minning þín lifir.
Við sendum Messíönu og fjöl-
skyldu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd stjórnar Harmon-
ikufélags Vestfjarða,
Hafsteinn Vilhjálmsson
formaður.
Hann Ásgeir, maðurinn henn-
ar móðursystur minnar, kom til
Ísafjarðar með Messý þegar ég
var lítil. Þau kynntust fyrir
norðan, þegar hún dvaldi á hús-
mæðraskóla í námunda við heim-
ili hans.
Fyrstu minningar mínar af Ás-
geiri tengjast húsi ömmu og afa
þar sem ég ólst upp. Messý og
Ásgeir komu sér fyrir á efri hæð-
inni, fyrst fæddist þeim dóttirin
Þórlaug sem er rúmlega þremur
árum eldri en ég, hún fékk nafn
föðurömmu sinnar frá Hólum í
Laxárdal, síðan kom Helga Al-
berta, sem var skírð heima. Ég
var á fimmta ári, var treyst fyrir
því hvað barnið ætti að heita og
hélt þeim trúnaði. Nöfnin hennar
eru frá móðurömmu okkar og
móður minni. Yngst er svo Sig-
ríður Guðfinna, sem fæddist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa-
firði, þegar haldið var upp á 100
ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.
Hún hlaut nafn langömmu okkar
og afabróður okkar sem lést
sama ár og hún fæddist.
Ásgeir spilaði á harmonikku.
Ein minningin er frá því að Ás-
geir var einn heima með dæturn-
ar, sennilega þegar Helga eða
Sigga var í vöggu(minni), þá var
hann að rugga barninu í eldhús-
inu uppi, hefur sennilega ýtt
vöggunni með fætinum á meðan
hann æfði sig á harmonikkuna.
Hljóðin frá hjólum vöggunnar og
harmonikkutónarnir heyrðust á
milli hæða.
Þau fluttu síðar niður í Smiðju-
götu 9 þar sem þau bjuggu næstu
árin. Þangað fór ég oft, stundum
til að passa stelpurnar. Síðar
byggðu þau sér raðhús á Urðar-
veginum og bjuggu þar þangað
til fyrir nokkrum árum. Við kom-
um oft á heimili þeirra. Ásgeir
hóf að safna harmonikkum og
lagfæra þær. Það var gaman að
kíkja í herbergið hjá þeim hjón-
unum þar sem þau höfðu komið
harmonikkusafninu fyrir. Þar
mátti líka sjá ýmislegt fleira
tengt tónlist og hljóðfærum.
Safnið stækkaði óðum og tóku
þau hjónin ákvörðun um að af-
henda það Ísafjarðarbæ til varð-
veislu. Hluti af safninu hefur ver-
ið sýndur í Turnhúsinu í Neðsta-
kaupstað og í Safnahúsinu á
Eyrartúni.
Ásgeir vann í skipasmíðastöð-
inni hjá tengdaföður sínum, fyrst
sem járnsmiður en síðar á lag-
ernum. Um tíma áttu þau hjónin
skipasmíðastöðina í félagi við
móður mína og stjúpföður, ásamt
þriðju systurinni Kristínu og
Guðmundi Páli manni hennar.
Messý og Ásgeir voru dugleg
að mæta á viðburði hjá okkur
fjölskyldunni.
Í minningunni var Ásgeir allt-
af hrókur alls fagnaðar í veislum
og viðburðum hjá vinum og
vandamönnum. Hann var veislu-
stjóri, hafði mjög gaman af því að
segja sögur og sé ég hann fyrir
mér þar sem hann slær sér á lær
og skellihlær.
Ásgeir átti það til að smíða úr
timbri, ég á m.a. myndaramma
sem hann smíðaði utan um út-
saumaða mynd sem ég saumaði
þegar ég var barn.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku Messý, Þórlaug, Helga,
Sigga, Andrea, Ásgeir og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra af Austurveg-
inum.
Áslaug J.J. og fjölskylda.
Ásgeir S. Sigurðsson