Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 37

Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Amtsbókasafninu, tíu ára Heim- spekikaffi á Bláu könnunni í svartasta skammdeginu, svo að- eins séu nefnd eigin áhugamál. Hann skilur eftir sig stórt skarð í bæjarlífinu og söknuð í mörgum hjörtum. Umfram allt þakka ég honum fyrir að hafa gefið mér ómetanlegan fjársjóð ljúfra minninga. Hjarta mitt aldrað finnur sárt til með aðstandendum hans en það veit líka að hann mun áfram lifa með þeim og okkur öllum sem kunnum að meta hans miklu mannkosti. Margrét Heinreksdóttir. Það var mikil sorg þegar okk- ur í þýska sendiráðinu barst sú fregn að ræðismaður þess til margra ára, Ágúst Þór Árnason, hefði látist þann 11. apríl. Fyrir hönd okkar allra í sendi- ráðinu færi ég Margréti Elísa- betu Ólafsdóttur og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Það eru aðeins nokkrar vikur síðan Ágúst Þór sat í skrifstofu minni og sagði frá sjúkdómi sín- um. Á þessum samfundi bar hann merki veikinda sinna, en sýndi jafnframt baráttuvilja og var ákveðinn að halda fljótlega áfram sem lögfræðingur að miðla þekkingu sinni til félaga og nem- enda. Við munum halda í minn- inguna um Ágúst Þór sem við- kunnanlegan og fagmannlegan félaga, sem beitti sér fyrir efl- ingu sambandsins milli Þýska- lands og Íslands á svo mörgum sviðum. Herbert Beck. Þegar fréttir bárust af andláti Ágústs Þórs, eða Gústa, leið ekki á löngu áður en hópur lögfræð- inga sem útskrifast hafa frá Há- skólanum á Akureyri fóru að ræða hvernig hægt væri að minnast hans. Öll sem stungu saman nefjum höfum við sögur af honum, sem segir allt um mann- inn. Ef engar væru sögurnar þá hefði hann ekki snert okkur eins og hann gerði. Á fyrsta ári lögfræðinnar við Háskólann á Akureyri urðum við nemendurnir fljótlega varir við Gústa sem við fyrstu sýn virtist hafa afar óskýrt starfssvið. Hann fylgdi inn nýjum stundakennur- um, tók við fyrirspurnum um námið og sá um að allt væri í lagi í skólastofunum, lagaði mikró- fónana og jafnvel var hann mætt- ur fyrir skóla að moka snjó við Þingvallastræti ef svo bar undir. Við kölluðum hann stundum Gústa rótara því hann virtist ein- faldlega vera að gera allt. En þetta var Gústi í hnotskurn. Það átti að stofna lagadeild norður í landi og þá eru verkefnin næg. Ekkert verkefni var honum ósamboðið eða óviðkomandi. Allt gerði hann með bros á vör og með ótrúlegum drifkrafti. Þegar mikið lá við var það venjulega Gústi sem veifaði hendi og leysti flesta hnúta án þess að reyna neitt á sig að því er virtist. Elsku Gústi! Flest hver eigum við þér mikið að þakka enda má segja að þú hafir aldrei sleppt af okkur hendinni og þú fylgdist vel með hverju og einu okkar eftir útskrift. Þú hélst áfram að leysa málin löngu eftir að menn voru komnir undan eiginlegri hand- leiðslu þinni innan úr skólanum, alltaf tilbúinn að útdeila verkefn- um á okkur, verkefnum sem þú treystir okkur til að leysa og vild- ir að við tækjumst á við. Þú barst svo sannarlega hag okkar allra fyrir brjósti og var mjög annt um að öllum þínum nemendum farnaðist vel. Þá varst þú þeirri náttúru gæddur að hafa alltaf tíma til þess að spjalla, hringdir reglulega í mörg okkar og þá gjarnan með hinar ýmsu hugmyndir sem þurfti að hrinda í framkvæmd. Reyndar oftast nær of margar hugmyndir í gangi í einu en alltaf vildir þú vel og öllum gott. Þá ekki síður fylgdistu með mönnum á samfélagsmiðlunum ef þeir voru fjarri landfræðilega og notaðir óspart emoji-karla til að senda mönnum línur en sparaðir samt ekki við þig að skrifa lang- lokur ef svo bar undir. Það hitti þig enginn á förnum vegi og sagði bara hæ og bæ; það var alltaf samtal. Þú hafðir alltaf auga með okkur og áhuga og fyrir það erum við þakklát. Endalaus jákvæðni í bland við drífandi hugarfar gerði það að verkum að það var mjög auðvelt að samþykkja og taka þátt í ým- iskonar verkefnum sem þú stakkst upp á, og þau voru mörg. Lögfræðitorgin við Háskólann á Akureyri og Heimspekikaffið á Bláu könnunni ásamt óteljandi öðrum verkefnum eru þín arf- leifð. Við erum þín arfleifð! Við, fyrrverandi nemendur þínir og vinir, viljum allra helst þakka fyrir þessi ár með þér og frábær kynni. Þakka þér fyrir handleiðslu sem virtist stundum kaótísk en var samt alltaf árang- ursrík á endanum og uppfull af þeirri hlýju sem einkenndi nær- veru þína. Þín verður sárt saknað og ávallt minnst. Okkar mentor. Fyrrverandi nemendur í lög- fræði við Háskólann á Akureyri, Sigurður Pétur Hjaltason. Í ágúst 2008 hitti ég Gústa í fyrsta skiptið. Ég hafði byrjað að vinna í háskólanum á Akureyri í júní sama ár. Þetta var að loknu sumarleyfi, hann kom á skrifstof- una til mín og kynnti sig, settist niður og spjallaði. Brúnn og úti- tekinn eftir sumarið, einstaklega glaðlegur og ég fann strax að mér ætti eftir að lynda vel við hann. Þetta haust var í fyrsta skiptið innritað í nám í heimskautarétti sem var eitt af mörgum verkefn- um sem Gústi vann að og kom á fót. Samskipti okkar og samvinna var því strax mikil og ýmsu þurfti að redda þetta fyrsta ár og reynd- ar næstu ár líka. Gústi var ekkert sérlega skipulagður og hann vissi alveg af því. En þegar maður hef- ur svona margar hugmyndir sem manni finnst allar þess virði að koma í framkvæmd er hætta á að skipulagið klikki. Hlutum þurfti ekkert bara að redda á hefð- bundnum skrifstofutíma, þeim þurfti að redda á hinum ýmsu tímum og dögum. Hann var því fljótur að finna farsímanúmerið mitt ásamt reyndar fleiri farsíma- númerum fjölskyldumeðlima og ef ég svaraði ekki strax hringdi hann í næsta. Eftir nokkrar hringingar í farsíma mannsins míns skráði hann Gústa í farsím- ann sinn sem Gústa hennar Heiðu. Við Gústi hlógum bara að því enda ekki hægt að vera pirruð eða reið við hann lengi þrátt fyrir að skipulagið færi oft út um þúf- ur. Við vorum ekki alltaf sammála en samskipti okkar einkenndust af hreinskilni og vináttu. Þegar ég hugsa til hans sé ég líka hvað hann var góður maður. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir fólk og það mættum við mörg hver taka okkur til fyrirmyndar. Hann settist niður og spjallaði og hlust- aði og þegar upp er staðið er það það sem skiptir máli og ég mun minnast hann fyrir. Gústi hefði orðið 65 ára hinn 26. maí næstkomandi. Það er of snemmt að fara á þessum aldri og allt gerðist svo hratt, hann fór svo snöggt. En það var kannski bara það sem einkenndi líf Gústa; að lifa hratt og njóta, en hann hafði afrekað mun meira en við flest munum gera jafnvel þótt við eig- um lengri ævi en hann. Hann var mjög æðrulaus þessar síðustu vikur og ljóst að hann var sáttur við lífshlaup sitt. Margrét Elísabet var svo ynd- isleg að opna heimili þeirra hinn 11. apríl og ættingjar og vinir gátu komið og kvatt hann. Ég vissi þegar ég fór og kvaddi hann að líklega ættum við ekki eftir að sjást aftur, að minnsta kosti ekki í þessu jarðlífi. Hvíl í friði, elsku vinur. Elsku Margrét Elísabet, Guð- mundur Árni, Brynjar og Elísa- bet Ólöf, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar og fjölskyldna ykkar. Heiða Kristín Jónsdóttir. Kveðja frá Reykjavíkur- Akademíunni. Segja má að ReykjavíkurAka- demían eigi tilvist sína Ágústi Þór Árnasyni að þakka því upphafleg hugmynd um stofnun samfélags sjálfstætt starfandi fræðimanna í félags- og hugvísindum kom frá honum og hann var einn af stofn- endum hennar. Framan af var hann formaður undirbúnings- stjórnar og sat síðan í stjórninni um nokkurt skeið. Þegar litið er yfir farinn veg ReykjavíkurAkademíunnar sl. 20 ár lýsir hugmyndauðgi og atorka Ágústs Þórs eins og skær stjarna fyrstu árin eða þar til hann flutti til Akureyrar til að taka við stöðu við háskólann þar. Á þessum ár- um var hann óþreytandi í að skipuleggja fræðilega viðburði, ráðstefnur og málþing og nafn ReykjavíkurAkademíunnar og tilvist varð fljótlega þekkt innan fræða- og umræðusamfélagsins. Eftir að Ágúst Þór flutti norður kom hann oft við hjá okkur í suð- urferðum og alltaf lyfti hann um- ræðum upp yfir hversdagslegt amstur enda áhuginn alltaf log- andi og hugurinn síkvikur. Með þökk og virðingu sendir ReykjavíkurAkademían sam- býliskonu hans, Margréti Elísa- betu, og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. F.h. ReykjavíkurAkademí- unnar, Ingunn Ásdísardóttir stjórnarformaður. Kveðja frá Félagi áhugafólks um heimspeki á Akureyri Það er með miklum harmi sem við kveðjum félaga okkar og vin, Ágúst Þór Árnason. Hann gekk til liðs við félagið fljótlega eftir að hann flutti til Akureyrar árið 2002 og setti strax mark sitt á starfið. Samstarf við Háskólann á Akur- eyri jókst til muna í fjölbreyttum fyrirlestrum og fyrirlestraröðum. Hið löngu kunna Heimspekikaffi á Bláu könnunni er hugmynd Ágústar Þórs og hefði aldrei orðið nema fyrir hans krafta né náð þeim vinsældum sem raun ber vitni. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta samvinnu og vin- áttu við Ágúst Þór. Hann var djúpvitur, víðsýnn og snjall og hafði til að bera fádæma hug- myndaauðgi svo ekki sé talað um tengingar því gríðarmarga þekkti hann sem lögðu heimspekimálum á Akureyri gott til fyrir hans orð. Við þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum öllum okk- ar dýpstu samúð. Skarðið verður ekki fyllt en minningin um góðan dreng lifir. Jón Hlöðver Áskelsson og Þórgnýr Dýrfjörð. Ágúst Þór hafði lengstan starfsaldur af okkur föstum kenn- urum við lagadeild Háskólans á Akureyri er hann féll frá. Hann var í hópi þeirra sem komu fyrst að laganámi við skólann sem hófst árið 2003 en í því fólst brautryðj- endastarf sem krafðist bæði þrautseigju og eldmóðs. Ágúst Þór hafði ávallt sterka sýn á mikilvægi laganáms við skólann og þess að nemendur kynntust lögfræði sem fræðigrein þar sem lögð væri meðal annars áhersla á réttarheimspeki, stjórn- skipunarrétt og samanburðarlög- fræði og að nemendur öðluðust góða þekkingu á lögfræði í evr- ópsku og alþjóðlegu samhengi. Þar var hann á heimavelli en Ágúst Þór var heimsborgari, hafði dvalist langdvölum í Þýska- landi og fylgdist til að mynda dag- lega með þjóðmálaumræðu í þar- lendum fjölmiðlum. Að hans mati var mikilvægt að sjá hlutina í hinu stóra samhengi og að nemendur skildu þýðingu þess. Þá var heim- skautarétturinn sérstakt hugðar- efni hans en hann var óþreytandi við að afla honum fylgis og stuðn- ings. Hann sótti nær allar heim- skautaréttarráðstefnur, nú síðast í Tromsø í nóvember 2018, og var vel þekktur innan þess samfélags. Sjálf kynntist ég Ágústi Þór í tengslum við störf hans fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir rúmum aldarfjórðungi. Það lýsir honum e.t.v. best að þegar hann hafði veður af áhuga mínum á mannréttindum setti hann sig í samband við mig og hvatti óspart til dáða. Ekki leið á löngu uns hann hafði fengið manni eitthvert verkefni og tengt við virta fræði- menn á því sviði. Upp úr því þró- aðist dýrmætur vinskapur sem aldrei bar skugga á. Hann hafði einstakt innsæi, var aldrei fyr- irsjáanlegur og kom alltaf með óvænt sjónarhorn á hlutina sem olli því að það var ekki bara gott að leita til hans heldur nauðsyn- legt þegar mikið lá við. Ágúst Þór var óþreytandi við að fá mikils metna fræðimenn norður á Akureyri til að kenna, halda fyrirlestra eða tala á ráð- stefnum og styrkja um leið laga- nám við háskólann. Ein síðasta ráðstefnan sem hann skipulagði ásamt fleirum við skólann var haustið 2016 um stjórnarskrár- mál. Þar voru tillögur þáverandi stjórnarmeirihluta til breytinga á stjórnarskránni helsta umræðu- efnið. Meðal fyrirlesara voru virt- ir íslenskir og erlendir fræði- menn, margir aldagamlir vinir Ágústs Þórs. Þá sá maður hversu mikillar virðingar hann naut í sín- um hópi fyrir framlag sitt til helsta hugðarefnis hans sem var stjórnskipunarréttur. Þarna var hann í essinu sínu enda fáir látið sig stjórnarskrármál meira varða. Fyrir þeirri hugsjón brann hann. Nú er höggvið stórt skarð í hóp kennara við lagadeild Háskólans á Akureyri. Við samstarfsfólk hans og vinir í lagadeild þökkum honum samfylgdina og sendum fjölskyldu hans og ástvinum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. kennara og vina við laga- deild Háskólans á Akureyri, Ragnheiður Elfa Þorsteins- dóttir, deildarformaður. Leiðir okkar Ágústs Þórs Árnasonar lágu saman þegar við tókum sæti í stjórnlaganefnd sem kosin var af Alþingi sumarið 2010. Við tók viðburðaríkur tími sem einkenndist, því miður, af átökum um grundvallaratriði stjórnskip- unarinnar og þær leiðir sem fara ætti við endurskoðun. Í þeim átökum fundum við Ágúst okkur oftar en ekki á hálfgerðu einskis manns landi þeirra sem vöruðu við því að tillögur stjórnlagaráðs, sem kynntar voru sumarið 2011, yrðu lögfestar óbreyttar án frek- ari greiningar og breytinga, en mæltu þó eindregið fyrir áfram- haldandi heildarendurskoðun í anda stjórnarskrárfestu, vald- dreifingar og lýðræðis. Ekki síst átti þetta við eftir að við höfðum, að frumkvæði Ágústs, lagt fram heildstæða úttekt á frumvarpi stjórnlagaráðs til Alþingis í jan- úar 2012, en stjórnskipunarnefnd þingsins virtist á þeim tíma líta svo á að frekari greining frum- varpsins væri óþörf og stefna bæri að lögfestingu þess, jafnvel án nokkurra breytinga. Þetta varð upphafið að sameiginlegum greinaskrifum, erindum o.fl. á þessum vettvangi. Sem stjórnskipunarfræðingur hafði Ágúst djúpan skilning á því að stjórnarskrá verður hvorki smættuð niður í texta né laga- reglur heldur er hún einnig grundvöllur félagslegs veruleika, framkvæmdar og sameiginlegrar reynslu þjóðar og þarf að vera rökrétt framhald sögu og sam- ræðu samfélagsins um hvernig grunnmarkmiðum stjórnskipun- ar verði sem best náð (svo notuð séu orð Ágústs sjálfs). Þótt Ágúst legði þannig áherslu á stjórn- skipulega sögu þjóðarinnar og reynslurök við skilning á stjórn- skipulegum efnum var hann um- fram aðra meðvitaður um að ís- lenska stjórnarskráin væri afsprengi vestrænnar stjórnskip- unarhefðar og yrði ekki endur- skoðuð án skilnings á því sam- hengi hennar. Að loknum þúsund manna þjóðfundi haustið 2011 benti Ágúst réttilega á að á fund- inum hefði í reynd komið í ljós að meginhugmyndir Íslendinga um endurskoðun stjórnskipunarinn- ar væru, þegar öllu væri á botn- inn hvolft, í samræmi við klassísk gildi vestrænnar stjórnskipunar- hefðar og stjórnarskrárfestu: réttarríki, mannréttindi og lýð- ræði. Ágúst var lýðveldissinni og hugleikin sú djarfa ákvörðun Ís- lendinga að forseti landsins yrði kosinn í beinum kosningum and- stætt því sem gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpi svonefndrar milliþinganefndar vorið 1943. Ágúst var óþreytandi talsmaður frekari rannsókna á „forsendum lýðveldisins og því sem við viljum að það standi fyrir“. Umfram allt réðust rannsóknir hans og störf að stjórnarskrármálum af ein- lægri hugsjón um raunverulegar umbætur til heilla íslenskri þjóð. Sú hugsjón hans verður mér, og vafalaust mörgum fleiri, leiðarljós um ókomna tíð. Hvíl í friði kæri vinur! Skúli Magnússon. Ágúst Þór Árnason er látinn eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Ég sé hann fyrir mér hlæjandi, í áköfum samræð- um, á ferð og flugi. Fyrir fjórum mánuðum vorum við saman á gleðistund að fagna merkum áfanga hjá sameiginlegri vinkonu og þá geislaði af honum smitandi lífsgleði sem fylgdi mér út í að- ventumyrkrið. Engan gat grunað að innan örfárra vikna greindist hann með sjúkdóm sem myndi leggja hann að velli á þremur mánuðum. Við Gústi kynntumst skömmu eftir aldamótin þegar hann flutti til Akureyrar til að vinna að undirbúningi laganáms við Há- skólann á Akureyri, þar á meðal alþjóðlegs meistaranáms í heim- skautarétti sem var og er einstakt á heimsvísu. Fljótlega tókst með okkur góður vinskapur. Það var auðvelt að gleyma sér í samræðum við Gústa, sem hafði ákafan áhuga á svo ótal mörgu, einkum ef það snerti stjórnskip- un, mannréttindi, lýðræði, stjórn- mál og stjórnmálasögu. Aldrei var komið að tómum kofanum hjá honum í þessum efnum, enda var hann fróður, glöggur, víðlesinn og stöðugt að sanka að sér hug- myndum og upplýsingum úr öll- um áttum, líkt og hann ætlaði ekki missa af neinu. Gústi var glaðlyndur, hlátur- mildur og skemmtilegur. Í sam- ræðum kom hann manni iðulega í opna skjöldu með óvæntum skoð- unum og sjónarhornum. Hann var frumlegur og skapandi, sífellt að sá fræjum nýrra hugmynda og verkefna, og mikill áhugamaður um ráðstefnur og málþing. Ef maður gætti sín ekki fór maður af fundi Gústa með ný verkefni í far- teskinu sem maður hafði aldrei ætlað að taka að sér og jafnvel engin tök á heldur, því hann var eins og besti sölumaður þegar kom að hugmyndum og sýn á það hvernig heimurinn gæti orðið betri við það að fólk talaði saman, rökræddi og deildi hugðarefnum sínum og skoðunum hvert með öðru. Gústi var ofurhugi og óstöðv- andi afreksmaður. Í upphafi veru sinnar á Akureyri bjó hann frammi í firði og hjólaði til vinnu, um 15 km hvora leið. Hann hljóp maraþon og stundaði körfubolta af miklum móð og vorum við þar leikfélagar. Leikstíll hans var í samræmi við lífsstíl hans og kar- akter; hann lék af kappi og ákafa, óþreytandi hlaupagikkur þótt kominn væri vel yfir sextugt, en um leið skeinuhættur í hnitmið- uðum og þrautþjálfuðum lang- skotum. Hann mætti gjarnan seinna en aðrir og fór fyrr, enda mátti hann engan tíma missa. Þannig tókst honum með elju- semi að setja mark sitt á fleira en upp verður talið, með því að ná einhvern veginn að vera alls stað- ar, í sambandi við alla, ýtandi við öllu því ótal marga sem hann sá fyrir sér að hægt væri að koma til leiðar. Gústi kom og fór eins og hendi væri veifað. Nú er hann farinn. En hann fór hlæjandi. Eftir að útséð var um frekari læknismeð- ferð og ljóst að endirinn væri nærri áttum við dýrmæta kveðju- stund. Ég kom til hans dapur en fór innblásinn af áhuga hans á umræðuefnum okkar og djúpt snortinn af hugrekki hans og ótrúlegri gleði. Enn kom hann á óvart. Gústi var einstakur maður og ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Margréti, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Kristinsson. Ágúst Þór Árnason er látinn langt um aldur fram. Við kynnt- umst sem ungir drengir í Lúðra- sveit barna og unglinga, sem var undir stjórn Karls Ottós Runólfs- sonar tónskálds. Á seinni árum rifjuðum við stundum upp ævin- týralegar uppákomur, sem gerð- ust í kringum útgerð þessarar lúðrasveitar, og væri hægt að skrifa um þær skemmtilegar gamansögur, sem sumar hverjar myndu gera uppalendur nú- tímans ærið toginleita. Á tímabili heyrði ég helst af Ágústi Þór í gegnum föður hans, Árna Jó- hannsson stórtenór, en fyrir utan einstaka söngrödd var Árni einn mesti gleðimaður sem ég hef um- gengist um mína daga og þótt þeir feðgar væru ólíkir menn báru þeir báðir með sér ómælda gleði og elskulegheit hvar sem þeir komu og voru afar upphress- andi og jákvæðir í samskiptum við samferðamenn sína. Við Ágúst Þór höfum haft það fyrir sið að hittast þegar ég hef dvalið á Akureyri hin síðari ár og ræða málefni líðandi stundar. Bar þá jafnan margt á góma og sagði hann mér gjarnan frá hugðarefnum sínum, sem mörg hver voru afar áhugaverð, og þótt við værum ekki alltaf sammála um markmið og leiðir var alltaf gefandi að skiptast á skoðunum við hann. Ágúst Þór var brenn- andi af áhuga fyrir mörgum mik- ilvægum málefnum samtímans og hafði jafnan mörg járn í eld- inum. Minnist ég t.d. langrar kvöldstundar með Ágústi Þór og Arngrími Jóhannssyni fyrir nokkrum árum, þar sem þeir lýstu fyrir mér hugmyndum sín- um og sýndu mér teikningar að Norðurslóðasetrinu, sem þá var á undirbúningsstigi, en varð svo að veruleika. Var fróðlegt að hitta þá félaga síðar á Norðurslóða- setrinu og skoða þann áhuga- verða stað. Síðasta samvera okkar var fyr- ir fáeinum vikum á Akureyri. Ég kom þá til Ágústar Þórs í Hrafna- gilsstrætið og dvaldi hjá honum um stund. Var þá nokkuð af hon- um dregið, en áfram talaði hann um mörg hugðarefni sín af sama brennandi áhuganum. Um heilsufar sitt talaði hann af miklu æðruleysi. Daginn eftir fórum við saman á afmælistónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í Hofi. Að tónleikunum loknum kvaddi ég hann þar og hélt suður, en hann sat eftir meðal vina sinna. Fjölskyldu hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minnig Ágústar Þórs Árna- sonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.