Morgunblaðið - 27.04.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.04.2019, Qupperneq 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Fylkir ................ L14 Grindavík: Grindavík – Breiðablik........ L14 Norðurálsvöllur: ÍA – KA...................... L16 Kaplakriki: FH – HK ............................. L16 Samsung-völlur: Stjarnan – KR............ L20 Mjólkurbikar karla, 32 liða úrslit: Olísvöllur: Vestri – Úlfarnir................... S15 HANDKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur kvenna: Origo-höllin: Valur – Fram (2:0)............ S16 Umspil kvenna, þriðji úrslitaleikur: Digranes: HK – Fylkir (1:1)................... S20 JÚDÓ Íslandsmót karla og kvenna fer fram í Laugardalshöllinni í dag. Forkeppni er kl. 10 til 12, úrslit kl. 13-14, og keppni í opnum flokkum frá 14 til 15.30. Í KVÖLD! VALUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fram undan er stór helgi hjá Knatt- spyrnufélaginu Val þar sem tvö af lið- um félagsins, hvort í sinni íþrótta- greininni, geta í dag og á morgun tekið við Íslandsbikarnum á heima- velli. Í dag leikur kvennalið Vals í körfuknattleik þriðja úrslitaleik sinn við Keflavík um Íslandsmeistaratit- ilinn og mun með sigri brjóta blað í sögu félagsins vegna þess að Valur hefur aldrei hrósað sigri á Íslands- móti kvenna í körfuknattleik. Á morg- un mætir kvennalið Vals í handknatt- leik Fram í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir sig- ur í tveimur fyrstu leikjum liðanna þarf Valur einn sigur til viðbótar til að fagna sínum sautjánda Íslandsmeist- aratitli í handknattleik kvenna. „Vonandi gengur allt upp hjá okkur. Planið er að vinna leikinn og fagna Íslandsmeistaratitli á heima- velli. Það væri alveg geggjað. Okkur langar mikið til þess að taka á móti Íslandsbikarnum á heimavelli og fylla upp í síðasta boxið sem eftir er að fylla upp í hjá Val, það er að vinna Ís- landsbikarinn í körfuknattleik í kvennaflokki,“ sagði Guðbjörg Sverr- isdóttir, einn leikmanna körfuknatt- leiksliðs Vals, í samtali við Morgun- blaðið. Viðureign Vals og Keflavíkur hefst klukkan 18 í dag í Origo-höll Valsara við Hlíðarenda. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Annaðhvort ljúkum við einvíginu eða ekki. Málið er ekki flóknara en það,“ bætti Guðbjörg við og sagðist ekki finna fyrir utanaðkomandi pressu. Hinsvegar væri ríkur vilji innan liðs- ins til að fá Íslandsbikarinn afhentan á heimavelli, ekki síst vegna þeirra tímamóta í sögu félagsins sem fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í körfuknatt- leik kvenna væri. „Við viljum vinna heima fyrir framan fullt hús af okkar stuðningsmönnum. Næsta tækifæri gæfist þá ekki fyrr en í fimmta leik og við viljum ekki fara í fimmta í einvíg- inu, ekki eins og staðan er í dag. Framundan er þriðji leikurinn og vonandi verður með honum endi bundinn á einvígið. Sjálfstraustið er fyrir hendi innan liðsins,“ sagði Guð- björg Sverrisdóttir, körfuknatt- leikskona hjá Val. Höfum fulla trú á verkefninu „Hver sigur veitir alltaf aukið sjálfstraust,“ sagði handknattleiks- konan Íris Ásta Pétursdóttir, einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins sem nú er komin í kjörstöðu í keppninni við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Íris Ásta var í Valsliðinu sem síðast varð Íslands- meistari fyrir fimm árum. „Kosturinn við liðsheildina hjá okkur núna er að við höfum mikla trú á verkefninu og gefumst aldrei upp.“ Það sannaðist vel í fyrradag þegar Valur vann upp tveggja marka for- skot Fram á lokamínútunni í venju- legum leiktíma, jafnaði metin og náði þar með í framlengingu sem vann örugglega. „Einvígið er langt frá því að vera búið þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina. Við verðum bara að halda okkar striki áfram eins og í tveimur fyrstu leikjunum, vera með hausinn rétt skrúfaðan á eins og sagt er á stundum. Við gerum okkur alveg grein fyrir að leikirnir sem eftir eru geta orðið þrír, eða tveir eða einn. Að- almálið er bara að núllstilla sig eftir sigurinn í gær og horfa fram á veginn, ekki aftur fyrir sig. Við megum ekki falla í þá gildru að fara að verja for- skot heldur halda áfram að sækja. Dagurinn í dag fer í að núllstilla liðið,“ sagði Íris Ásta. Íris Ásta segir liðin, Val og Fram, þekkjast afar vel eftir að hafa mæst nokkrum sinnum á keppnistíma- bilinu. Þar með sé ljóst að fátt komi leikmönnum og þjálfurum liðanna á óvart þegar þau mætast í þriðja úr- slitaleiknum á heimavelli Vals klukk- an 16 á morgun. „Okkur þykir bara alveg óskaplega gaman að þessu. Það er gaman að spila þessa úrslitaleiki enda hafa Val- ur og Fram á að skipa tveimur bestu liðunum í kvennahandboltanum um þessar mundir. Drifkrafturinn felst í að spila skemmtilegan leik og vona um leið það besta þegar upp verður staðið. Leikirnir tveir fram til þessa hafa verið mjög góðir. Mörg mörk hafa verið skoruð þrátt fyrir frábæra markvörslu hjá báðum liðum og fram- úrskarandi varnarleik. Hraðinn hefur verið mikill. Það má segja að leikirnir hafi boðið upp á allt,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir, einn af reyndari leik- mönnum handknattleiksliðs Vals. Planið er að fylla upp í síðasta boxið  Íslandsbikarinn getur farið tvívegis á loft á Hlíðarenda um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Heather Butler, leikmaður Vals (t.v.), verður í eldlínunni með sam- herjum sínum í dag gegn liði Keflavíkur í þriðja úrslitaleiknum. Morgunblaðið/Eggert Ákveðin Sandra Erlingsdóttir og stöllur í Val hafa haft betur gegn Steinunni Björnsdóttur og liðsmönnum Fram í úrslitum Íslandsmótsins. „Magdeburg eitt af nokkrum liðum í Þýskalandi sem hafa sýnt Ómari Inga áhuga,“ sagði Peter K. Bertel- sen, danskur umboðsmaður ís- lenska landsliðsmannsins Ómars Inga Magnússonar, í samtali við TV2 í Danmörku í gær. Í fyrradag skrifaði dagblaðið Volkstimme í Mageburg að handknattleikslið borgarinnar hefði Ómar Inga undir smásjánni. Ef marka má uumboðs- manninn gætu fleiri lið verið í kapphlaupi um Ómar Inga sem leikið hefur afar vel með Aalborg í Danmörku á leiktíðinni. iben@mbl.is Fleiri líta Ómar Inga hýru auga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sterkur Ómar Ingi Magnússon virð- ist eftirsóttur um þessar mundir. Kristianstad, sem orðið hefur Sví- þjóðarmeistari í handbolta fjögur ár í röð, tapaði fyrsta leiknum við Alingsås í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í gær, 24:22. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes hélt leikmönnum sínum inni í búnings- klefa og ræddi við þá í yfir 40 mín- útur eftir leik en hans menn hafa færi á að bæta sitt ráð því vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson 2 en Teitur Örn Einarsson ekkert. sindris@mbl.is Krísufundur hjá Kristianstad Morgunblaðið/Eggert Ekki nóg Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk í gærkvöld. HANDBOLTI Grill 66 deild karla Umspil, undanúrslit, oddaleikur: Þróttur – HK ........................................ 26:29  HK vann einvígið 2:1 og mætir Víkingi í úrslitum um sæti í úrvalsdeildinni. Svíþjóð Undanúrslit, fyrsti leikur: Kristianstad – Alingsås ...................... 22:24  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson 2 en Teitur Einarsson ekkert. Skövde – Sävehof .................................30:29  Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 af 31 skoti sem hann fékk á sig í marki Sävehof. Spánn Ademar León – Barcelona ................. 30:32  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. Austurríki 8-liða úrslit, fyrsti leikur: West Wien – Bregenz.......................... 28:22  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir West Wien og Guðmundur Hólmar Helga- son 3 en Ólafur Bjarki Ragnarsson var ekki með. Þýskaland B-deild: Balingen – Dormagen......................... 32:23  Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Balingen. Lübeck-Schw. – Wilhelmshavener.... 28:25  Sigtryggur Daði Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Lübeck-Schwartau. Hamburg – Emsdetten ....................... 27:26  Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í marki Hamburg. Ferndorf – Hüttenberg....................... 25:17  Ragnar Jóhannsson var ekki á meðal markaskorara Hüttenberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.