Morgunblaðið - 27.04.2019, Side 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Vínlandsleið 16
Grafarholti
urdarapotek.is
Sími 577 1770
Opið virka daga kl. 09.00-18.30
og laugardaga kl. 12.00-16.00
VELKOMIN Í
URÐARAPÓTEK
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Tónlistarhátíðin Heima eða
HEIMA fór nú fram í sjötta sinn í
Hafnarfirðinum. Hátíðin er haldin
að færeyskri fyrirmynd og gengur
út á að tónleikar eru haldnir í
heimahúsum. Listamenn og hljóm-
sveitir af alls kyns toga komu
fram víða um Hafnarfjörð, einkum
miðsvæðis þó, og eins og nærri má
geta var nándin mikil. Gestgjafar
buðu gjarnan upp á léttar veit-
ingar, bjórdósir og snakk uppi á
teikniborðum barnaherbergja og
krukkur þar sem hægt var að
setja fráls framlög. Fríkirkjan í
Hafnarfirði og Bæjarbíó luku
einnig upp dyrum sínum. Rás 2
var þá á staðnum og útvarpaði
hluta dagskrárinnar. Það er eitt-
hvað svo – mannlegt – að gera
þetta svona og áhrifin af þessu
fyrirkomulagi eru lúmskt mögnuð.
Ég renndi í hlaðið hjá þeim
Gunnþóru og Michael á Vesturgöt-
unni um áttaleytið, nákvæmlega
eins og ég gerði í fyrra. Það er
tvíbýli, nánast, á Vesturgötunni,
og í hinu húsinu var það sjálfur
Svavar Knútur sem sló sína fögru
tóna, og renndi hátíðinni úr hlaði.
Hvað mig áhrærir a.m.k. Svavar
fékk að nudda eyru landsmanna
fyrir tilstilli Rásar 2 en eftir að
hafa hlýtt á hann skellti ég mér til
Gunnþóru og Michaels aftur, en
Svala (Björgvinsdóttir) var þar
komin með hljómsveit. Flutti hún
ylhýrar og strípaðar útgáfur af
lögum sínum, hvar sterk og falleg
rödd hennar fékk heldur betur að
njóta sín.
Ég brá mér þvínæst á röltið,
og ákvað að leita uppi hina heil-
ögu þrenningu. Prins Póló, Mugi-
son og Jónas Sig. Þessir menn eru
allir listrænt tengdir í mínum
huga, og eiga það sameiginlegt að
hafa heillað heila þjóð – „venju-
legt“ fólk sem „óvenjulegt“ – án
Heimalningur
í Hafnarfirði
þess að gefa tommu eftir í listræn-
um heilindum. Nei, í alvöru, tón-
list þeirra er ekki beint aðgengi-
leg, þannig séð, en samt er
Íslendingurinn að dýrka þetta. En,
þessar pælingar þurfa að leita
annað en hingað. Ég náði Jónasi
heima hjá Ingimari, pabba Matt-
híasar Árna vinar og kollega, og
það var eins gott að ég var
snemma í því þar sem húsið fyllt-
ist fljótt af fólki og það var ekki
hægt að skipta um skoðun þarna
inni. Prins Póló, í honum heyrði
ég en sá ekki, sökum húsfyllis.
Dásamlegt! Mugison, eins var með
hann, en ég læddi mér í bakgarð-
inn og gat numið hvernig snilldin
lak út á flöt.
Ég gekk síðan sem leið lá aft-
ur til vina minna á Vesturgötunni.
Þar var og kona mín og börn. Og
þar voru langbestu tónleikar dags-
ins. Ragna, Cell7, kom og einfald-
lega rústaði þessu. Tók þetta í
nefið. Hún er SVÖL, það er bara
þannig. Stóð þarna ein uppi við
gulan vegg og sló í gegn. Með
henni var trymbill, Lóa, sem stýrði
tölvu og lék listavel á settið.
Hildur kom þá sterk inn í nokkur
lög og setti dásemdar klúbba-
stemningu á dæmið. Ungir sem
aldnir voru farnir að ólmast,
hoppa og skríkja og það var meira
eins og við værum inni á Wembley
undir blálokin.
Þetta með að opna hús sín
fyrir ókunnugum bjó til mjög
„mennska“ stemningu sem var
gefandi, það er ekki hægt að orða
það öðruvísi. Tónlistin sefar,
styrkir og sameinar, því að henn-
ar er mátturinn og dýrðin. Ég ók
sæll og sáttur til höfuðborgar-
innar, með fjölskylduna meðferðis,
og sama var uppi á teningnum hjá
þeim. Til mikillar fyrirmyndar.
Heima er best!
»Ég brá mér því-næst á röltið, og
ákvað að leita uppi hina
heilögu þrenningu.
Prins Póló, Mugison og
Jónas Sig.
Tónlistarhátíðin Heima
fór fram í ýmsum
heimahúsum í Hafnar-
firði nú á miðvikudag-
inn, síðasta vetrardag.
Pistilritari rölti um göt-
ur bæjarins og þáði
góðgjörðir úr höndum
tónlistargyðjunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Söngvaskáldið Svavar Knútur gladdi tónleikagesti með einlægni.
Gull Prins Póló syngur fyrir gesti í heimahúsi með gyllta kórónu sína.
Forseti Íslands afhenti heiðurs-
verðlaun Orðstírs í þriðja sinn við
hátíðlega athöfn á á Bessastöðum í
gær. Verðlaunahafarnir þetta árið
eru Silvia Cosimini frá Ítalíu og
John Swedenmark frá Svíþjóð.
„Silvia og John eru bæði mikils-
virkir þýðendur með brennandi
áhuga á íslenskum bókmenntum og
tungu. Silvia hefur þýtt samtals um
70 verk úr íslensku á ítölsku og er
jafnvíg á ólíkar bókmenntateg-
undir. Meðal íslenskra höfunda sem
hún hefur þýtt verk eftir má nefna
Halldór Laxness, Hallgrím Péturs-
son, Guðberg Bergsson, Sjón,
Svövu Jakobsdóttur og Arnald
Indriðason. John hefur þýtt tæp-
lega 50 verk úr íslensku á sænsku,
meðal annars eftir rithöfundana
Gerði Kristnýju, Jón Kalman, Þór-
arin Eldjárn, Lindu Vilhjálms-
dóttur, Steinunni Sigurðardóttur
og Gyrði Elíasson. Samanlagt hafa
farið frá þeim einar 120 vandaðar
þýðingar. Fjölhæfni þeirra og fag-
mennska er einstök og starf þeirra
fyrir íslenskar bókmenntir ómetan-
legt,“ segir í tilkynningu.
Verðlaunahafarnir taka þátt í
umræðum um þýðingar í Veröld –
húsi Vigdísar á morgun kl. 15.
Hlutu Orðstír 2019
Verðlaunahafarnir tveir hafa
samanlagt þýtt 120 verk úr íslensku
Farsæl Silvia Cosimini og John Swedenmark voru heiðruð á Bessastöðum.
Morgunblaðið/Eggert
Verðlauna-
danssýningin
Crescendo eftir
Katrínu Gunn-
arsdóttur snýr
aftur á svið í
Tjarnarbíói í
eina kvöld-
stund, en verk-
ið er sýnt í
kvöld kl. 20.30. „Crescendo var hluti af síðasta leikári
Tjarnarbíós og hlaut Grímuverðlaun fyrir bæði dans-
höfund ársins 2018 og hljóðmynd ársins 2018. Að sýn-
ingu lokinni halda Katrín og aðstandendur verksins í
sýningarferðalag til Sviss en Crescendo verður meðal
annars sýnt á hinni virtu danshátíð Tanzfest Basel,“
segir í tilkynningu.
Dansarar eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadótt-
ir og Védís Kjartansdóttir. Sviðsmynd og búninga
hannaði Eva Signý Berger. Hljóðmynd gerði Baldvin
Magnússon og um lýsingu sá Jóhann Friðrik Ágústs-
son.
Crescendo sýnd í kvöld
Kammerkór Mosfellsbæjar efnir til vortónleika í Há-
teigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 undir stjórn
Símons H. Ívarssonar.
Flutt verður Flamenco-messa eftir spænsku tón-
skáldin Paco Peña og José Torregrosa. Einnig syngur
kórinn verk eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigur-
björnsson, Pál Ísólfsson, Leonard Cohen, Ludwig van
Beethoven og fleiri, þar á meðal nokkur lög ættuð frá
Suður-Afríku.
Einsöngvarar með kórnum eru Ástrún Friðbjörns-
dóttir, Björn Traustason og Kristín R. Sigurðardóttir.
Ívar Símonarson leikur á gítar.
Flamenco í Háteigskirkju