Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 56
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Opið virka daga frá kl. 11 til 18 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) 40-70% afsláttur af öllum vörum Troðfull verslun af merkjavöru Árlegt Stórsveitamaraþon hefst klukkan tólf á morgun í Flóa í Hörpu. Stórsveit Reykjavíkur býður til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og mun hver hljómsveit spila í hálftíma. Þá munu flytjendur verða um 180 á öllum aldri, frá börnum til eldri borgara. Segja skipuleggjendur dagskrána vera fjölbreytta og skemmtilega. Stórsveitamaraþon í Hörpu á morgun LAUGARDAGUR 27. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Staðan í einvígi Reykjavíkurliðanna KR og ÍR um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta er orðin jöfn, 1:1, eftir nokkuð öruggan sigur KR-inga í Breiðholti í gærkvöld, 86:73. Liðin mætast næst í Vesturbænum á mánudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum. Jón Arn- ór Stefánsson gat ekki leikið með KR í seinni hálfleik. »48 Meistararnir jöfnuðu metin í Breiðholti ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, verður gestur Gunnars Guðbjörnssonar í viðtalstónleika- röðinni DaCapo á morgun. Verða þeir haldnir klukkan fjögur í Salnum í Kópavogi. Þá verður farið yfir óperusöngferil Diddúar, sem hófst 1988 þegar hún fór með hlutverk Olympiu í Ævin- týrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu. Síðasta vetur túlkaði hún hlutverk Prímadonn- unnar Car- lottu í Phan- tom of the Opera í Eldborg- arsal Hörpu. Diddú gestur á viðtals- tónleikunum Da Capo Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sérstakir tónleikar, Northern Brass- Works, sem eru verkefni Vestur- Íslendingsins Richards Gillis, verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20. Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða. Tónlistarmennirnir Jón Rafnsson, bassaleikari og kennari við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, og Björn Thor- oddsen gítarleikari hafa unnið að skipulagningu tónleikanna með Rich- ard Gillis, sem er prófessor við tón- listardeild Manitoba-háskóla í Winni- peg í Kanada. „Við Bjössi kynntumst honum þegar við spiluðum í Manitoba á landafundaafmælisárinu 2000, og höfum haldið góðu sambandi síðan,“ segir Jón. Hann bætir við að Kanada- maðurinn hafi oft komið til Íslands frá aldamótum, sé ákaflega stoltur af íslenska upprunanum og hafi lagt rækt við að kynnast skyldfólki á Ís- landi. Að þessu sinni hafi hann langað til þess að vekja athygli á umræddu verkefni, þar sem lögð er áhersla á flutning nýrra tónverka fyrir málm- blásturshljóðfæri. Háskólakennarar í tónlist Auk Richard Gillis (áður Gíslason), sem leikur á trompet, koma fram Glen Gillis, bróðir hans og saxófónleikari, sem jafnframt er prófess- or í tónlist við Háskólann í Saskatchewan, bás- únuleikarinn Jonathan Gillis, sonur Richards, Bandaríkjamaðurinn James Cunningham, sem spilar á ástralska hljóðfærið didgeridoo og starfar sem dósent við Florida Atlantic-háskólann, og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. „Þetta er í fyrsta sinn sem við Bjössi spilum ekki með Richard á tónleikum á Íslandi heldur sitjum úti í sal og hlustum,“ segir Jón. „Þessi tónlist þeirra, sem er samin og útsett af Richard, Glen og James og er ekki beint djass þrátt fyrir spuna, hefur vakið athygli í Kanada og ég hlakka mikið til tón- leikanna.“ Richard hefur útsett lög og spilað þau með Birni, Jóni, Guit- ar Islancio og Stórsveit Reykjavíkur inn á plötur, auk þess sem hann og Björn hafa gefið út nokkrar plötur undir nafni Cold Front. „Við bíð- um spenntir eftir þessu nýja útspili,“ segir Jón en miðasala er á tix.is og við innganginn. Ljósmynd/Úr einkasafni Trompetleikarinn Vestur-Íslendingurinn Richard Gillis kemur með hljómsveit og heldur tónleika á þriðjudag. Vestur-Íslendingurinn Gillis blæs nýja tóna  Kemur með tónlistarmenn að vestan og heldur tónleika Jón Rafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.