Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 10
www.medlandspann.is +354 800 4149 • Persónulegan eignalista samkvæmt fyrirfram ákveðnu verðþaki. • Flug fram og tilbaka frá Keflavík til Alicante. • Akstur milli flugvallar og hótels. • Gistingu á 4* hóteli í 3 nætur. • Morgunverð og hádegisverð meðan á skoðun stendur. • Kynningu á ólíkum svæðum. • Við komum á fundi með enskumælandi lögmanni og bankafulltrúa komi til kaupa. • Við komum þér í samband við leigumiðlun, óskirðu þess. • Eftirsöluteymið okkar kemur til með að aðstoða þig við húsgagnakaup og annað sem tengist eigninni þinni. Ferðin felur í sér: (*) Ákveðin skilyrði eru sett. Biddu okkur um nánari upplýsingar. Finndu draumaeignina á Spáni fyrir aðeins 30.000* kr. á mann. ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 10.–16. JÚNÍ 2019 DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S APP AÐALFUNDUR Hollvina Núpsskóla verður haldinn að Núpi í Dýrafirði laugardaginn 29. júní 2019 kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sala Núpsskóla 3. Önnur mál. Tillögur um breytingar á lögum þurfa að berast stjórninni í síðasta lagi 18. júní á póstfangið trygging@trygging.com Stjórnin. KÍNA Stuðningur á þingi og í stjórn- málasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæða- greiðslu. South China Morning Post og fleiri miðlar greindu frá í gær. Hundruð þúsunda íbúa hafa f lykkst út á götur til þess að mót- mæla frumvarpinu. Það er sagt til þess fallið að þagga niður í gagn- rýnisröddum. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum hafa einnig verið gagnrýndar. Bernard Chan, einn æðstu emb- ættismanna Hong Kong, sagði í gær að eins og staðan er nú væri ómögu- legt að drífa frumvarpið í gegn. „Ég held að það sé ómögulegt í ljósi þess- arar miklu andstöðu. Það væri afar erfitt og við ættum að minnsta kosti að forðast að auka á spennuna.“ – þea Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi ÍRAN Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri f jögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenning- ar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af jap- anska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað f ljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafull- trúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggju- efni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja við- ræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hve- nær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stór- veldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðju- verkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Banda- ríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vest- anhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Banda- ríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutað- eigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group. thorgnyr@frettabladid.is Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. Forstjóri skipafélags eins skipanna sem ráðist var á er ósammála Bandaríkjastjórn. NORDICPHOTOS/AFP Save the Children á Íslandi 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -2 1 3 4 2 3 3 B -1 F F 8 2 3 3 B -1 E B C 2 3 3 B -1 D 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.