Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 58
„Er það öryggi að skulda mikið?“ spyr Eygló Harðardóttir sem segir hugmynd sína um gott heimili snúast um líðan og gott fjölskyldulíf frekar en eignarhald. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Við stefnum á að tyrfa þakið í sumar,“ segir Eygló Harðardóttir og tek u r á móti blaðamanni í húsi sínu sem er í bygg­ ingu í Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar, Sigurður E. Vilhelmsson, er líka heima, heilsar en hverfur svo frá í framkvæmdirnar. Eygló er í stuttu fríi að hlaða batt­ eríin en svo fer hún aftur á Hótel Sögu þar sem hún er í starfsnámi sem matreiðslunemi. Nútímalegur torfbær „Þetta verður nútímalegur torf bær, við f luttum inn í október 2017, í sama mánuði og ég hætti á Alþingi. Við höfðum áður haldið til í hjólhýsi fyrir utan húsið en það var orðið kalt og vindasamt. Þegar kisurnar okkar voru flúnar inn í hús komum við á eftir,“ segir Eygló og hlær. Þótt húsið sé í raun enn byggingarsvæði er afar notalegt um að litast og allt til alls. „Hér er bráðabirgðaeldhús sem ég smíðaði úr afgangsmóta­ timbri, salerni og sturta en við vorum ekki með sturtuna í hálft ár eftir að við f luttum inn og fórum bara í sund á hverjum degi. Nú er eitt herbergi í húsinu nán­ ast alveg tilbúið eins og við viljum hafa það, og það er svefnherbergið,“ segir Eygló og býður til sætis í stof­ unni þar sem eru stórir gluggar á tvo vegu. Útsýnið er fallegt, í garðinum hefur Eygló sett niður matjurtir og köttur læðist sældarlegur um í grasinu. „Nú er Siggi að ganga frá þak­ köntum og búa þakið undir torfið. Þar kemur annað lag af dúk og svo takkadúkur sem er til þess að halda vatni svo torfið verði ekki of þurrt. Þar ofan á kemur loks þrefalt lag af torfi,“ segir Eygló um næstu skref í byggingarframkvæmdunum. Er það öryggi að skulda mikið? Eygló og Sigurður eiga tvær dætur, þrettán og nítján ára. Þau hafa verið saman í 22 ár og giftu sig árið 2000, sama ár og eldri dóttir þeirra fædd­ ist. „Við vorum bæði í FB en kynnt­ umst reyndar ekki í skólanum, yngri systir hans er vinkona mín. Við höfum reynt ýmislegt á hús­ næðismarkaðnum en alltaf liðið vel,“ segir Eygló. „Ég hef verið á leigumarkaði, ég hef líka átt húsnæði en þá fannst mér ég bara vera að leigja af Íbúða­ lánasjóði. Áður en við f luttum hingað þá bjuggum við í Hafnar­ firði í miðbænum á rólegum stað og það var mjög fínt. Þar áður leigðum við litla íbúð í Vesturbænum vegna þingstarfanna en fórum heim um helgar til Vestmannaeyja á meðan ég var þingmaður Suðurkjördæmis þar sem við áttum gamalt hús. Það fannst okkur líka mjög fínt,“ segir Eygló og segist halda að það séu aðrir hlutir mikilvægari þegar kemur að hamingju heimilisins en eignarhald. Hún segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir meira öryggi þegar hún átti sitt eigið húsnæði en þegar hún var á leigumarkaði. „Því hvað er öryggi? Er það öryggi að skulda rosalega mikið? Áskorun að byggja Það er ekki alltaf þannig að fólk eigi húsin sín, mér finnst stundum eins og húsið eigi fólkið sem býr í því,“ segir Eygló og segir sérstakan anda og stemningu fylgja hverjum íverustað. Það er fyrst og fremst áskorun að byggja og frábært að fá tækifæri til þess. Eftir því sem ég er meira í byggingarframkvæmdum, hvort sem það er hér heima eða fyrir Kvennaathvarfið, þá eykst virðing mín fyrir þeim sem starfa í þessum iðnaði. Ég skil núna miklu betur af hverju framkvæmdir taka oft lang­ an tíma, það eru mörg handverk á bak við hvern einasta hlut sem þarf að gera.“ Eygló hefur nóg fyrir stafni því auk þess að vinna á hefðbundnum tólf tíma vöktum við matreiðslu á Hótel Sögu stýrir hún undirbúningi og framkvæmdum við fjölbýlishús fyrir Kvennaathvarfið og er stjórn­ arformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fastar í athvarfinu Eygló rifjar upp að þegar hún var félags­ og húsnæðismálaráðherra hafi Sigþrúður Guðmundsdóttir, f ramk væmdast ý ra Kvennaat­ hvarfsins, komið til hennar í ráðu­ neytið og rætt við hana stöðuna í athvarfinu. „Hún greindi mér frá aukinni aðsókn í Kvennaathvarfið og að konur þyrftu að dvelja þar sífellt lengur vegna erfiðrar stöðu á hús­ næðismarkaði. Því þegar kona fer út af heimili sínu vegna ofbeldis er hún heimilislaus. Þegar hún er tilbúin til þess að fara úr athvarfinu þarf hún að finna sér annað heimili og oft að byrja frá grunni, tekur sjaldn­ ast neitt með sér nema börnin og kannski einhverjar flíkur. Sigþrúður greindi mér frá því að konurnar ættu í miklum erfiðleikum með að finna sér húsnæði. Og hvort sem það var hringt úr athvarfinu eða konurnar hringdu sjálfar voru leigusalar hik­ andi. Margar þessara kvenna eru af erlendum uppruna og því ekki með sama tengslanetið, það getur verið stór hindrun,“ segir Eygló og segist hafa farið í að skoða úrræði í heim­ inum fyrir konur í þessari stöðu. Af hverju byggið þið ekki bara? „Ég las lokaritgerð Thelmu Guð­ mundsdóttur félagsráðgjafa, sem starfar í Kvennaathvarfinu, um stöðu þessara kvenna þar sem niðurstaðan var að peningaleysi og skortur á húsnæði væru helstu hindranir fyrir því að konur öðlist sjálfstæði eftir ofbeldissamband. Í ritgerðinni kynnti hún úrræði þar sem þolendur fá eigið húsnæði, borga leigu og fá stuðning félags­ ráðgjafa til að byggja upp líf sitt aftur. Mér fannst þetta áhugaverð leið og fór að leita upplýsinga. Ég fann samtök í Kanada sem buðu upp á mjög fjölbreytt húsnæði fyrir konur sem hafa verið beittar ofbeldi, byggðu og ráku það sjálfar. Sig­ þrúður segir að ég hafi sagt við hana í kjölfarið: Af hverju byggið þið ekki bara? Og mér skilst að hún hafi ekki verið alveg nógu sátt við mig eftir þennan fund,“ segir Eygló og brosir að minningunni og segir að sem betur fer hafi Sigþrúður ekki verið ósátt við hana lengi. „Því stuttu eftir að ég hætti í ráðuneytinu bankaði ég upp á hjá henni og spurði hana hvort ég mætti ekki hjálpa henni að gera þetta að raunveruleika. Og hún sagði bara; Jú! Og svo sagði öll stjórn Kvenna athvarfsins líka jú. Byrjum og sjáum hvar við endum!“ Fá stjórn yfir eigin lífi Eygló segist hafa hrifist af starfi Kvennaathvarfsins og þeim jákvæða baráttuanda sem þar ríkir. „Ég fékk góða innsýn í reksturinn þegar ég var á þingi og í ráðuneytinu. Ég heimsótti athvarfið og starfs­ menn þess ná að búa þeim sem sækja athvarfið gott umhverfi sem stuðlar að vellíðan. Mjög margir mættu taka Sigþrúði og hennar Öll störf eru mikilvæg Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, starfar nú sem matreiðslunemi á Hótel Sögu, byggir torfbæ í Mosfellsbæ og vinnur ásamt Kvennaathvarfinu að byggingu fjöl- býlishúss fyrir þolendur heimilisofbeldis. STUTTU EFTIR AÐ ÉG HÆTTI Í RÁÐUNEYTINU BANKAÐI ÉG UPP Á HJÁ HENNI OG SPURÐI HANA HVORT ÉG MÆTTI EKKI HJÁLPA HENNI AÐ GERA ÞETTA AÐ RAUNVERU- LEIKA. OG HÚN SAGÐI BARA JÚ! ↣ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -E A E 4 2 3 3 A -E 9 A 8 2 3 3 A -E 8 6 C 2 3 3 A -E 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.