Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 60
fólk sér til fyrirmyndar. Þau eru svo jákvæð, gefast aldrei upp og sjá alltaf tækifæri fyrir sitt fólk,“ segir hún og segir mikilvægt að íbúðirnar sem eru í byggingu stuðli að sjálfstæði kvennanna og betra lífi. „Íbúðirnar verða að vera heimili þeirra. Það er rík áhersla lögð á það. Þær f lytjast í íbúðirnar þegar þær eru ekki lengur í hættu vegna of beldisins. Þær leigja íbúðina og stýra sínu lífi með aðstoð frá góðum ráðgjöfum og öðrum fjölskyldum í húsinu sem hafa gengið í gegnum sömu hluti.“ Eygló segir byggingu hússins fyrst hafa orðið raunhæfa þegar Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem standa að kynningar- og fjáröflunarátakinu; Á allra vörum, hafi ákveðið að taka málefnið fyrir. Í söfnunarþætti fyrir byggingu hússins söfnuðust 80 milljón krónur. „Við erum of boðslega þakklátar því átakið gerði það að verkum að byggingin varð að raunveru- leika. Þær fengu meira að segja borgarstjóra til að gefa lóð undir bygginguna sem verður á góðum stað miðsvæðis í borginni nálægt stærstu vinnustöðum og skólum landsins,“ segir Eygló. Fleiri hafa stutt við verkefnið, þar á meðal Íbúðalánasjóður með stofnfram- lagi í gegnum Almenna íbúðakerfið, Soroptimistar og fleiri, og nú síðast gáfu Oddfell owar athvarfinu and- virði tveggja heilla íbúða og rúm í allt húsið. „Við vorum að fá samþykkta umsókn okkar um byggingar- áform, hún var samþykkt í byrjun maí og nú erum við að taka saman gögn til að fá framkvæmdaleyfi,“ segir Eygló og dregur fram þykkan bunka af skjölum og teikningum af stofuborðinu. „Næst er það fram- kvæmdaleyfið og að ljúka við verk- samning við verktaka. Forsenda fyrir því að við getum boðið lága leigu er að framkvæmdin sé hag- kvæm, það er því að miklu að huga.“ Er enn hægt að leggja bygging- unni lið með einhverjum hætti? „Já, allur stuðningur við Kvenna- athvarfið nýtist á einhvern máta, til góðra verka og eykur líkur á að vel takist til við þetta stóra verkefni.“ Það er líf eftir stjórnmál Það eru liðin tvö ár síðan Eygló hætti á Alþingi. Þegar boðað var til kosninga í október 2017 ákvað hún að gefa ekki kost á sér. Hún segist alltaf hafa verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævi- starf og að þingmenn skuli ekki sitja lengur en átta ár samfellt á Alþingi. Hún var félags- og húsnæðis- málaráðherra frá árinu 2013-2017 og lét þar við sitja. „Alþingi er sá vinnustaður sem ég hef stoppað hvað lengst á. Þegar boðað var til kosninga haustið 2017 fannst mér rétt að stíga til hliðar. Ég vissi að það var góður maður í kjördæminu sem gat tekið við. Sannfæring mín fyrir því að þingmenn eigi ekki að sitja lengur en átta ár hefur ekki breyst. Það er ekki hollt að stoppa of lengi á þingi. Það er mikilvægt að hafa ákveðna þekkingu og reynslu til staðar en á sama tíma er endur- nýjun nauðsynleg,“ segir Eygló. Hún fær oft þá spurningu hvort hún sé ekki fegin að vera laus við málþófið, við þingið. „Og þá segi ég nei, því mér fannst mjög gaman á þingi, bæði í stjórnarandstöðu og stjórn. Það eru forréttindi að vera treyst fyrir þessu starfi, hvað þá heilu ráðuneyti. Á Alþingi starfar frábært fólk sem heldur vel utan um þingmennina, þetta er frábær vinnustaður. Og hentaði mér vel því ég er mjög verkefnamiðuð. Vil fara markvisst í verkefni, klára þau og ná árangri og fara svo í næsta mál. Það er mikilvægt að muna að það er líf eftir stjórnmál. Ég fór ekki úr stjórnmálum til þess að gera eitt- hvað skemmtilegra. Ég fór af því ég vildi gera eitthvað annað skemmti- legt, ég hef mikla þörf fyrir að prófa nýja hluti og fara í ný verkefni og hef alltaf verið þannig að upplagi,“ segir Eygló. Úr sjálfboðavinnu í starfsnám En hvernig kom það til að fara í mat- reiðslunám? „Hugmyndin að því að fara í matreiðslunám kviknaði í eldhúsinu á Kaffistofu Samhjálpar hjá honum Bjarna snæðingi. Ég var í sjálf boðavinnu hjá honum um skeið og leitaði ráða um hvert ég ætti að fara í starfsnám. Hann mælti með Hótel Sögu og snilldar- kokkunum þar. Meistarinn minn er Ólafur Helgi Kristjánsson, yfir- kokkur á Hótel Sögu, og er alveg frábær,“ segir Eygló sem stefnir á að klára sveinsprófið fyrir fimmtugt. „Mér finnst bara svo rosalega gaman að elda mat og borða hann líka,“ segir Eygló og skellir upp úr. „Ég byrjaði að elda þegar ég var níu ára gömul, fannst móðir mín ekki standa sig alveg nógu vel í eldamennskunni. Hún var nú bara mjög fegin þessum áhuga mínum því henni leiðist oft að elda. Þetta er einn af mínum styrkleikum og ef maður hefur gæfu til þá reynir maður að rækta þá,“ segir Eygló. Kokkanámið tekur fjögur ár og er bæði starfsnám og þrjár annir í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún segist njóta þess að vera í náminu þrátt fyrir langan vinnudag. „Þetta er fjölbreytt og spennandi starf og maður vinnur með f lottu fólki hvaðanæva úr heiminum. Ég vinn tólf tíma vaktir, vinn í tvo daga, frí í tvo daga og svo vinn ég í þrjá daga. Þannig eru hefðbundnar kokkavaktir, svo snýst rútínan við vikunni á eftir. Auðvitað er þetta álag og púsluspil en mér líður vel og þegar ég er undir miklu álagi þá er það merkilegt að mér finnst best að ná jafnvægi með því að elda góðan mat hér heima.“ Af hverju ekki? Eygló velti því fyrir sér áður en hún skráði sig til náms að læra húsasmíði. „Ég hef mikinn áhuga á hús- næðismálum og sótti námskeið í FB með Sigga áður en við byrj- uðum að byggja, til að læra á tækin og svona. En svo áttaði ég mig nú á því að styrkleikar hans voru meiri í þessu fagi. Mínir voru í að elda mat og af hverju ekki? Af hverju ekki að breyta til og læra eitthvað nýtt sem manni fellur vel og hefur mikinn áhuga á?“ Nú hefur verið mikil umræða um að iðnnám megi ekki loka leiðum til háskólanáms. „Það er mjög jákvætt og tímabært en ég myndi gjarnan vilja fá umræðu líka um fólk með háskólapróf sem langar í iðnnám, kannski alltaf viljað fara í iðnnám en skilaboðin voru að allir yrðu að fara í bóknám og í háskóla. Við getum gert enn betur í að auðvelda fólki að fara í iðnnám og hvetja það betur áfram í það,“ segir Eygló og segist enn verða vör við það að for- eldrar beini börnum sínum frekar í bóknám en iðnnám. „Þetta þarf að breytast. Við erum öll svo ólík og við þurfum að bera meiri virðingu fyrir því í samfélaginu. Öll störf eru mikilvæg.“ Eygló við húsið sem hún byggir með eiginmanni sínum, Sigurði E. Vilhelmssyni, í Mosfellsbæ. Þau tóku bæði áfanga í húsasmíði í FB áður en hafist var handa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÉG MYNDI GJARNAN VILJA FÁ UMRÆÐU LÍKA UM FÓLK MEÐ HÁSKÓLAPRÓF SEM LANGAR Í IÐNNÁM, KANNSKI ALLTAF VILJAÐ FARA Í IÐNNÁM EN SKILA- BOÐIN VORU AÐ ALLIR YRÐU AÐ FARA Í BÓKNÁM OG Í HÁSKÓLA. VIÐ GETUM GERT ENN BETUR Í AÐ AUÐVELDA FÓLKI AÐ FARA Í IÐNNÁM. 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -D 7 2 4 2 3 3 A -D 5 E 8 2 3 3 A -D 4 A C 2 3 3 A -D 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.