Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 2
595 1000 TENERIFE 20. júní í 11 nætur á Hotel Castle Harbour aaa Frá kr. 115.145 Frá kr. 128.395 Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið. BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Veður Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast með suðaustur- ströndinni, en hægari austlæg átt. Skýjað um austanvert landið en bjart veður vestan til. Dálítil rigning sunnanlands, en skýjað með köflum og þurrt annars staðar. SJÁ SÍÐU 36 Málar bæinn grænan FERÐALÖG Skráð hjólhýsi hafa aldr­ ei verið f leiri en nú. Alls er 5.161 hjólhýsi í umferð nú en í árslok í fyrra voru þau 4.860. Það sem af er þessu ári hafa verið nýskráð 272 hjólhýsi. Nýskráningum fellihýsa fækk­ aði verulega á árunum eftir hrun en þau voru 576 árið 2008 en ekki nema tvö í fyrra. Ástæðuna segir Þórður Kristjánsson í Útilegu­ manninum vera þá að fólk vilji aukin gæði ásamt því að fleiri velji frekar að ferðast innanlands en að fara til útlanda. „Það er meiri sala á hjólhýsum en hefur verið og hún byrjar líka fyrr. Það er alltaf að bætast í hóp hjól­ hýsaeigenda og fólk vill eitthvað betra en það er vant. Við erum ekki að selja nein fellihýsi og ný fellihýsi eru ekki f lutt inn lengur,“ segir Þórður og bætir því við að fall WOW air gæti mögulega verið ástæða aukinna ferðalaga Íslend­ inga innanlands. „Allt hefur áhrif í þessu, eins og þegar WOW air fer, þá náttúrulega hættir fólk kannski að fara eins mikið til útlanda. Eða ég sé það þannig.“ Arnar Barðland, framkvæmda­ stjóri Víkurverks, segir að mikil sala sé á hjólhýsum og ástæðan sé líklega aukin ferðalög innanlands. „Það er bara brjáluð sala, svipað og í fyrra en aðeins meira. Það eru margir nýir viðskiptavinir, fólk sem er að kaupa sér hjólhýsi í fyrsta skipti og ætli það sé ekki bara af því að fleiri ferðast innanlands.“ Tjaldsvæði landsins eru mög hver full af fólki og stærstur hluti þeirra sem þar gista eru í hjólhýs­ um. „Hér er mjög góð stemning. Nú er pæjumót í gangi svo það er hér fullt af fólki og hér er hlýtt og gott veður. Fullt af fólki en alltaf pláss fyrir f leiri. Flestir eru í hjólhýsum og minna er um að fólk sé í tjaldi,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir á tjald­ svæðinu í Vestmannaeyjum. Á tjaldsvæðinu í Hraunborgum í Grímsnesi hefur verið fullt allar helgar frá því að sumaropnun hófst í maí. „Það er búið að vera þannig frá því við opnuðum að við höfum þurft að vísa frá svona hundrað vögnum um hverja helgi,“ segir Drífa Björk Linnet, eigandi Hraun­ borga. „Það er sama og ekkert orðið af fólki sem er með tjöld, það er svona einn og einn að halda í gamla fíling­ inn. Annars er fólk bara með rosa­ lega fína vagna, bara eins og fólk sé með heimili sín í eftirdragi,“ segir Drífa. birnadrofn@frettabladid.is Hjólhýsin vinsælust í útilegum landsmanna Mikil aukning hefur orðið á nýskráningum hjólhýsa en skráningum fellihýsa fækkar ört. Tjaldsvæði landsins eru að fyllast og kjósa flestir landsmenn að gista í hjólhýsum. Tjöldunum hefur fækkað mikið á tjaldsvæðum landsins. Mikil aðsókn hefur verið á tjaldsvæðið á Hraunborgum í sumar og hefur þurft að vísa mörgum vögnum frá um hverja helgi. MYND/DRÍFA BJÖRK LINNET SAMGÖNGUR Formleg móttökuat­ höfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. At höfn in hefst kl. 14.15 með ræðum sam gönguráðherra, for­ stjóra Vega gerðar inn ar, for manns bæj ar ráðs og full trúa Vest manna­ eyja ferj unn ar Herjólfs. Prest ur Landa kirkju mun blessa skipið og Katrín Jak obs dótt ir for sæt is­ ráðherra form lega nefna það. Skipið verður svo til sýnis milli kl. 14.30 og 16. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Skipið verður einnig til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 16 til 18. Skipið kom til hafnar í gær og lauk þar með langri bið. Upphaf­ lega átti það að hefja siglingar 20. júní í fyrra. Það dróst til 30. mars á þessu ári vegna rafvæðingar skips­ ins. Skipið var tilbúið í Póllandi í mars en afhending frestaðist vegna samninga skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar. Skipið mun sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. – ab Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Það er búið að vera þannig frá því við opnuðum að við höfum þurft að vísa frá svona hundrað vögnum um hverja helgi. Drífa Björk Linnet, eigandi Hraunborga Margir hafa notað veðurblíðuna undanfarna daga til að koma hlutum í verk utan- dyra í bland við að njóta sólarinnar. Það átti svo sannarlega við þennan málara á Skólavörðustígnum í gær sem var að mála ljósastaur grænan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fleiri myndir úr blíðunni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS ALMANNARÉTTUR Umhverfisstofn­ un hefur dregið til baka ákvörðun um að leggja dagsektir á eigendur jarðarinnar Ártungu í Bláskóga­ byggð. Stofnunin boðaði sektirnar fyrir þremur vikum vegna „ólög­ mætra hindrana á almannarétti meðfram bökkum Brúarár“, eins og segir í bréfi stofnunarinnar. Fimm dögum eftir að bréfið þar sem dagsektirnar voru boðaðar var sent fékk Umhverfisstofnun tölvu­ póst frá landeigandanum. Kvaðst hann hafa stækkað op á girðingu í 2,3 metra og fjarlægt þann hluta af skiltum á staðnum þar sem sagði að öll umferð væri bönnuð. Fulltrúar Umhverfisstofnunar fóru samdægurs á svæðið í eftirlits­ ferð til að kanna aðgengi meðfram Brúará að Brúarárfossi. Sannreyndu þeir að skiltið með áletruninni um að öll umferð væri bönnuð væri horfið og að eftir stæði skilti sem á stæði „Private Property“, eða einka­ land. Var þá ákveðið að falla frá dag­ sektunum. – gar Opna á leiðina að Brúarárfossi STJÓRNMÁL Þingfundi var slitið síðdegis í gær. Ekkert samkomulag liggur fyrir um framhaldið. Þing­ menn hafa fundað bæði formlega og óformlega síðustu daga í þeirri von að ná samkomulagi. Þó að mörg mál hafi klárast í vikunni á enn eftir að ljúka við fjölmörg mál. Litlu munaði að samkomulag næð­ ist á fimmtudagskvöldið við Mið­ flokkinn um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Það samþykkti þingf lokkur Sjálfstæðisf lokksins ekki. Fundað verður óformlega um helgina. Alþingi kemur aftur saman á þriðjudaginn. – ab Enn ekki samið um þinglok 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 A -D 2 3 4 2 3 3 A -D 0 F 8 2 3 3 A -C F B C 2 3 3 A -C E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.