Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 26
Elskar að troða upp Páll Óskar lokar hinum árlegu 17. júní stórtónleikum á Rúts­túni í ár. Hann lofar stuði, ætlar að stríða gestum og frum­ flytja nýtt lag. „Ég hef alltaf elskað að troða upp og með árunum elska ég það bara meira. Ég er svo þakklátur fyrir að vera enn á svæðinu núna árið 2019, ég hef aldrei verið í betra formi og er enn þá að búa til nýja tónlist. Ég hef séð marga listamenn koma og fara. Atvinnuöryggið í mínu starfi er lítið sem ekkert. Ég get ekki sagt neitt annað en eitt risastórt takk.“ Hann segir sumarið fara í að spila á bæjarhátíðum út um allt land. Hann byrjaði í Grindavík á sjómannadaginn, þá sé það þjóðhátíðardagurinn á Rútstúni, sá fyrsti í mörg ár þar sem hann kemur fram á 17. júní og svo heldur hann áfram á bæjarhátíðum úti um allt land fram á haust. Gefur allt í tónleikana Páll Óskar segir það ekki skipta máli fyrir hverja eða hvaða aldur hann sé að spila því hann gefi ávallt alla sína orku í tónleikana sína og á Rútstúni verði engin undantekning þar á. „Það fá allir sama sjóvið, sömu orkuna. Ég elska að gíra mig upp og gefa af mér. Það er alltaf best að spila gömlu lögin í bland við þau nýju og það mun ég gera 17. júní.“ Honum finnst tilhugsunin um að vera enn þá að semja ný lög, frábær. „Bransinn hefur eðlilega gjörbreyst síðan ég byrjaði árið 1991. Fasta formið er dottið út, nú er öllu streymt, en það stoppar ekki íslensku tónlistarmennina frá því að dæla út lögum og myndböndum. Stærsti munurinn er að nú þarftu ekki nauðsynlega að gefa út plötur, það er nóg að gefa út eitt lag í einu. Hið eina sem hefur ekkert breyst er að tekjur íslenskra tón­ listarmanna hafa alltaf komið af tónleikahaldi, en sjaldnar eða jafnvel aldrei af plötuútgáfu. Núna er allt tónleikahald á svo miklu betri standard heldur en í gamla daga. Maður var að bögglast við að þykjast vera einhver poppstjarna uppi á skókassa úti á túni, spilandi í gegnum hljóðkerfi sem var fengið að láni úr stofunni heima hjá ömmu. Við erum öll búin að læra svo mikið síðan þá. Fagmennskan sem einkennir allt tónleikahald á Íslandi í dag gerir það að verkum að mér líður miklu betur uppi á sviði í dag, hljóð og ljós eru alltaf fyrsta flokks og það sést á mér hvað mér líður vel. Þessa vellíðan gef ég svo áfram til áhorfenda og svo ráða þeir hvort þeir taki við henni og klappi.“ Alltaf sól Páll Óskar segir æskuminningar frá 17. júní vera umluktar sól, hann muni bara eftir sól á þjóðhátíðar­ deginum og spenningnum við að fara með eldri systrum sínum niður í bæ, fá blöðru með íslenska fánanum og bleikt kandífloss, eina skiptið á árinu sem hann fékk sykur af því tagi. Þá hafi hann verið sólríkur þjóðhátíðardagur­ inn sem hann tróð fyrst upp á, en það var árið 1991 með Maríusi vini sínum. Þeir komu fram í dragi sem tvær íslenskar fjallkonur og sungu íslensk ættjarðarlög. Eftir að Stuðplatan hans kom út árið 1993 fór hann að syngja eigið efni og hefur gert það allar götur síðan. „Sól og aftur sól segi ég og hef því pantað sól þann sautjánda, mun gefa allt á sviðinu alveg til síðasta blóðdropa. Það verður sko enginn afsláttur gefinn og ég elska það. En í þetta skiptið ætla ég að stríða liðinu með nýjum slagara. Það koma síðan fleiri lög á árinu en á Rútstúni ætla ég að prufukeyra fyrsta lagið af hinu nýja efni og ég hlakka til!“ 10.00 17. júní hlaup fyrir börn í 1.-6. bekk á Kópavogs- velli. 13.30 Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og fjallkona leiða gönguna. 14.00 Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson. Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar í upphafi dagskrár. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp, nýstúdent flytur ræðu og fjallkona flytur ljóð. Þá taka við skemmtiatriði en fram koma: Ronja ræningjadóttir, Skoppa og Skrítla, Ingó Veðurguð, sigurvegari söngkeppni Samfés, Sveppi, Jói P og Króli, Svala Björgvins og Karma Brigade. 14.00-17.00 Á Rútstúni og víðar Götuleikhús Kópavogs verður á flakki með alls kyns sprell. Leiktæki, barnatjald fyrir 0-5 ára, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira. Íþrótta- og æskulýðsfélög verða með sölutjöld á Rútstúni. Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar, býður upp á klifurvegg og sýnir tæki og búnað. 14.00-17.00 Útisvæði við Menningarhús Kópavogs. Ærslabelgurinn, hoppukastalar, Skapandi sumar- hópar úr Molanum, Krakkahestar (frá kl. 15), and- litsmálun og fleira. Ratleikur um öll Menningar- húsin, sýningin Útlína í Gerðarsafni, dýr, fiskar og jarðfræði í Náttúrufræðistofu og notalegheit á bókasafninu. Gerðarsafn og Menningarhúsin verða opin frá kl. 11-17. 19.50 Stórtónleikar á Rútstúni Fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar. Skrúðgangan hefst klukkan 13.30 og lýkur 14.00. Við taka ýmis skemmtiatriði og meðal annars mun Salka Sól bregða sér í búning Ronju ræningjadóttur. Ronja ætlar að tala um vorið og allar verurnar í Matthíasarskógi, syngja lög og fá krakkana til að syngja með. Krökkunum finnst Ronja skemmtileg „Þegar Ronja kemur fram þá syngja allir krakkarnir með hástöfum og þekkja söguna. Mér finnst það æði. Það sem ég elska mest er að krakk­ arnir verða svo ótrúlega góðir þegar þeir syngja Anímónu­ sönginn,“ sem er lag sem Ronja syngur í sýningunni. „Þetta er fallegt lag sem fjallar um fallega hluti þannig að þau verða eitthvað svo ótrúlega góð. Það verða allir svo stilltir þegar þeir syngja lögin hennar Ronju. Ég held að krökk­ unum finnist Ronja líka bara skemmtileg, enda er hún ævin­ týrastelpa.“ Salka er sjálf úr Kópavoginum, en hún flutti þangað sjö ára og fór alltaf á hátíðina á Rútstúni með fjölskyldu sinni. Hún byrjaði snemma að taka þátt í hátíðinni með beinum hætti, ýmist sem trompetleikari, í brúðuleikhúsinu, starfsmaður félagsmiðstöðvar eða söngkona í Amabadama, enda hefur Salka komið víða við. Stemmingin alltaf góð Salka segir að í minningunni hafi stemmingin á hátíðinni alltaf verið jafn góð. „Kópavogsbær er svo ótrúlega heppinn að eiga skólahljómsveit Kópavogs sem gerir allar bæjarhátíðir betri.“ Sjálf spilaði Salka á trompet fyrir hljómsveitina. Hún byrjaði að þramma með trompetið þegar hún var um 13 ára gömul og hélt uppi stemmingunni í skrúðgöngunni. „Tók Öxar við ána, Það er kominn 17. júní og fleiri góða smelli. Mér fannst það alltaf ótrú­ lega gaman.“ Það er mikil tækni á bak við þrammið í skrúðgöngum. „Maður þarf að læra hvenær maður á að byrja lagið í tengslum við trommuslátt­ inn, hvenær maður á að taka stór skref í beygjum og hvenær maður á að taka lítil skref, það fer eftir hvort þú ert hægra eða vinstra megin í skrúðgöngunni. Þetta er rosaleg tækni.“ Skemmtilegast var að spila í skrúðgöngunni Salka var tvö ár í röð í götuleikhúsi Kópavogs og byrjaði að sýna með þeim þegar hún var í kringum 15 ára aldur. „Þá voru leikararnir í götuleikhúsinu að labba í skrúð­ göngunni í búningum.“ Um tíma var Salka að vinna í félagsmiðstöð en starfsmenn félagsmiðstöðva Kópavogs taka virkan þátt í hátíðinni. „Þá var maður oft í gulu vesti á hátíðinni að passa upp á allt.“ Skemmtilegast var samt að spila í hljómsveitinni og Salka segist enn grípa í trompetið við sparitækifæri. „Það var gaman að þramma fram hjá mömmu og pabba sem vinkuðu manni, ég gat náttúrulega ekkert vinkað til baka með báðar hendur á trompetinum, rosalega mikið að einbeita mér.“ Páll Óskar frumflytur nýtt lag á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á hátíðinni verða skemmtanir fyrir alla fjölskylduna og metnaðarfull dagskrá eins og vanalega. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald af forsíðu ➛ Þegar Ronja kemur fram þá syngja allir krakkarnir með hástöfum og þekkja söguna. Mér finnst það æði. Það sem ég elska mest er að krakkarnir verða svo ótrúlega góðir þegar þeir syngja Anímónusöng- inn. Salka Sól Eyfeld 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -0 3 9 4 2 3 3 B -0 2 5 8 2 3 3 B -0 1 1 C 2 3 3 A -F F E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.