Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 16
Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður. Hugur minn stendur til þess að takast á við nýja áskorun. Dagur Kár Jónsson KÖRFUBOLTI Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austur­ ríkis til þess að leika með úrvals­ deildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í banda­ ríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austur­ ríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deild­ inni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnu­ mannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiff­ eisen Flyers Wels fyrir því að leik­ menn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis.  „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verk­ efnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heilla­ vænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B­deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakk­ land, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér. hjorvaro@frettabladid.is Stefnir á að taka næsta skref  Dagur Kár Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, kláraði nýlega sitt fyrsta keppnistímabil sem atvinnu- maður. Dagur lék með austurríska liðinu Raiffeisen Flyers Wels. Hann vill stærri áskorun næsta vetur.   Dagur Kár Jónsson var í lykilhlutverki hjá austurríska liðinu Raiffeisen Flyers Wels á nýliðinni leiktíð þar í landi. FÓTBOLTI Talið er að Frank Lamp­ ard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, muni á næstu dögum taka við sem knattspyrnustjóri félagsins. Mauri­ zio Sarri var á dögunum leystur und an samn ingi hjá Chelsea en hann mun að öllum líkindum taka við ítalska meistaraliðinu Juventus. Forráðamenn Chelsea þurfa að borga Derby County um fjórar milljónir punda eða rúmar 600 milljónir króna til þess að fá Lamp­ ard lausan. Lampard hefur stýrt Derby County í eitt keppnistímabil en það er fyrsta stjórastarfið hans. Viðræður um vistaskipti Lamp­ ards á Stamford Bridge munu hefj­ ast á næstu dögum en Chelsea mun ekki sleppa hendinni af Sarri fyrr en búið er að ná samningum við eftirmann hans. Derby County laut í lægra haldi fyrir Aston Villa í umspili um laust sæti í efstu deild undir stjórn L a m p a r d s . Lamp ard lék í 13 ár með Chelsea og va n n 11 titla með félaginu. – hó Lampard að nálgast Brúna FÓTBOLTI Íslenska karla landsliðið í knatt spyrnu situr í 35. sæti á nýj­ asta styrk leikalista Alþjóðaknatt­ spyrnu sam bands ins, FIFA, sem opinberaður var í gær. Íslenska liðið fer þar af leiðandi upp um fimm sæti á styrk leikalist­ an um en það eru sigrar gegn Alban­ íu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í þessari viku sem sjá um að hífa liðið upp listann. Belg ar eru sem fyrr í efsta sæt i listans og þar á eft ir koma ríkjandi heims meist ar ar Frakka og svo Bras il íu menn. Eng land er í fjórða sæti á listanum, Portúgal sem vann nýlega Þjóðadeildina í því fimmta og Króatía í því sjötta. Spánn er í sjöunda sæti, Úrúg væ í því áttunda og Sviss níunda. Dan­ mörk er svo efsta Norðurlanda­ þjóðin en liðið situr í tíunda sæti listans. – hó Ísland fór upp um fimm sæti  Frank Lampard. Tökum höndum saman – í þágu umhverfisins Við vinnum stöðugt að því að bjóða vörur sem draga úr kolefnisspori, niðurbrjótanlegar vörur sem auðvelt er að flokka, framleiddar í sátt við náttúruna. REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is P ip a r\TB W A OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 A -F 4 C 4 2 3 3 A -F 3 8 8 2 3 3 A -F 2 4 C 2 3 3 A -F 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.