Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 66
Ronja Björk Bjarnadóttir, tólf ára, var ráðgjafi við gerð bókar sem afi hennar, Sverrir Björnsson, skrifaði og er nýlega komin út. Bókin heitir Nýr heimur – Ævintýri Esju í borg- inni og fjallar um fjallastelpuna Esju og strákinn Mána. En fyrsta spurning til Ronju er: Hvernig er að heita Ronja? Alveg ágætt. Ég var samt ekki ánægð með það þegar ég var í leikskóla, því þá sögðu leikskólakennararnir nafnið mitt eins og rassálfarnir í Ronju ræningjadóttur. Ronja ræningjadóttir er mikið náttúrubarn. Ert þú það líka? Já, ég mundi alveg þora að segja það. Kannski fjallastelpa eins og Esja í bókinni? Pínu. Það er fjall fyrir ofan sumar- bústaðinn okkar og mér finnst gaman að klifra þar upp og hafa kósí. Rétt hjá toppnum er hellir með fullt af mosa og fyrir ofan hann er hola, þar skín sólin inn. Hjálpaðir þú afa þínum með bók- ina Nýr heimur? Já, þetta er sko gamla náttsagan mín, frá því ég var í pössun hjá afa mínum, þá sagði hann mér þessa sögu oft. Það hefur alltaf verið best að koma til ömmu og afa út af sög- unum. Búa þau til sögurnar sjálf? Já, afi sagði frænku minni söguna um Esju á undan mér svo hún er búin að vera til lengi og er alltaf góð. Er Esja alltaf góð? Maður gæti alveg hugsað sér það en stundum gerir hún eitthvað klaufa- legt af sér. Hvernig strákur er Máni? Hann er fínn, hann hjálpaði Esju þegar hún átti enga vini og þá byrj- aði hún að treysta. Hún hafði verið lögð í einelti uppi í fjallinu af því að hún gat sungið. En hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég kenni sjálfri mér heljarstökk og kraftstökk á trampólíninu, leik við vinkonur mínar og ætla með þeim á hestanámskeið. Ætla líka að fara til Englands á ættarmót. Það er mitt fyrsta. Hefur þú farið til útlanda áður? Já, við förum árlega í skíðaferð og stundum til Tenerife. Svo hef ég farið kringum landið, það er líka gaman. Hvað finnst þér fallegast að sjá á Íslandi? Einu sinni fór ég í íshelli og þar voru grýlukerti bæði úr loftinu og gólf- inu, það var sérstakt en mér finnst hraun sem er þakið mosa fallegast. Kenni sjálfri mér heljarstökk og kraftstökk Ronja Björk við mynd af sjálfri sér frá því hún var lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Myndasögu- bækur eins og dagbók Kidda klaufa. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Kidda klaufa og sumarfríið hans. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Örugglega nýjustu Kidda klaufa bókina. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Ég mundi skrifa sögu um mig, í sama stíl og Kiddi klaufi er. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Um- hverfis Ísland í 30 tilraunum eftir Ævar var lengi í miklu uppáhaldi. Ferðu oft á bókasafnið? Mætti vera duglegri, þarf að finna bókasafnskortið mitt aftur. Hver eru þín helstu áhugamál? Tölvuleikir, að teikna og skrifa sögur. Í hvaða skóla ertu? Vesturbæjar- skóla. Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið efna til sumarlest- urs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Lestrarhestur vikunnar: Viðar Nói Hansson Viðar Nói, 11 ára, er ánægur með bókina sem hann fékk. „Hér er skrítin þraut,“ sagði Lísaloppa og horfði á alla þessa hringi. „Spurt er hvor rauði hringurinn skyldi nú vera stærri, A eða B,“ bætti hún við hugsi. „Er það ekki augljóst?“ sagði Kata. Lísaloppa horfði nokkra stund á rauðu hringina. „Nei, ég er ekki alveg viss,“ sagði Lísaloppa og það mátti næstum heyra hana brjóta heilann. „Þetta er kannski einhver sjónhver†ng,“ bætti hún við. „Hu, sjónhver†ng,“ hnussaði í Kötu. „Alltaf verið að rugla í manni endalaust.“ En núna var hún líka orðin forvitin og horfði hugsi á rauðu hringina. Svo leit hún á Lísuloppu. „Það er verið að plata okkur, er það ekki?“ Lísaloppa svaraði ekki, hún var djúpt hugsi. Konráð á ferð og ugi og félagar 357 Sérð þú hvor rauði hringurinn er stærri, A eða B? ? ? ? Lausn á gátunni Rauðu hringirnir A og B eru jafn stórir, þetta er sjónhverfing? 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -F 9 B 4 2 3 3 A -F 8 7 8 2 3 3 A -F 7 3 C 2 3 3 A -F 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.