Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Líklega eru margir þegar búnir að ákveða fríið og panta sér far til annarra landa. Alltaf eru þó einhverjir sem fá skyndi- hugmynd og vilja drífa sig í hvelli. Það eru margir góðir kostir í boði fyrir fjölskyldur. Grikkland hefur mikið aðdráttarafl en aðrir kjósa Spán, nú eða bara vilja heimsækja frændur okkar í Skandinavíu. Það er hægt að finna mjög góðar strandir á Norðurlöndum, meira að segja með pálmatrjám, til dæmis í Frederikshavn, Helsing- borg og Kristiansand. Það geta verið heit og góð sumur hjá nágrannaþjóðum okkar, til dæmis var Mallorca-veður þar í fyrra- sumar. Á veturna færa þeir hins vegar pálmatrén inn. Svíþjóð er mikið sótt af ferða- mönnum á sumrin enda alls kyns ævintýri sem bíða þar. Mælt er með að aka frá norsku landa- mærunum til Gautaborgar. Á leiðinni eru fallegir smábæir og litlir gististaðir. Akið í gegnum Grebbestad, Strømstad og Smögen að ekki sé minnst á Fjellbäcka sem núna er þekktastur sem blóðugasti bærinn eftir að bækur Camillu Läckberg urðu vinsælar en hún er vel þekktur glæpasagnahöfundur. Þá er ævintýri að heimsækja heiminn hennar Astrid Lindgren í Vimmerby í Smálöndunum en börn um víða veröld þekkja vel söguperónur hennar. Einnig er áhugavert að skoða Abba-safnið í Stokkhólmi. Það er líka margt fallegt að sjá í Noregi, í dölum undir háum fjöllum. Í hinum stórbrotna Slogen er villt náttúran umvafin mikil- Júlí er tími ferðalaga Flestir landsmenn taka sumarfrí í júlí. Margir ferðast um landið eða dvelja í bústað til að fá einhverja tilbreytingu. Aðrir fara til útlanda. Þá er spurningin: Hvert ætti að fara? Eftirlíking af Björgvin í Noregi í Legolandi. Það þurfti ansi marga kubba í þessar byggingar. NORDICPHOTOS/GETTY TusenFryd Amusement Park hefur upp á ótrúlega margt skemmtilegt að bjóða. MYND/VISIT NORWAY Astrid Lindgren-heimurinn er gríðarlega spennandi staður fyrir fjölskylduna, jafnt smáa sem stóra. fenglegu útsýni. Frábært fyrir fjallagarpa að fara í gönguferðir á þessum slóðum. Í ýmsum sveitum í Noregi er hægt að leigja sumar- bústað. Stór skemmtigarður er rétt utan við Ósló þar sem hægt er að eyða heilum degi með börnunum. Garðurinn heitir TusenFryd Amusement Park og hefur upp á ótrúlega margt skemmtilegt að bjóða fyrir allan aldur. Kongsberg jazzfestival er stærsta djasshátíð Noregs. Hún fer fram dagana 3.-6. júlí í Kongsberg. Mörg þekkt nöfn koma þar fram og má nefna Jamie Cullin, Madrugada, Take 6 og Acapella. Hægt er að kynna sér dagskrána á heima- síðunni kongsbergjazz.no. Kristiansand, Palmesus er ein stærsta strandveisla á Norður- löndum. Hún fer fram 5.-6. júlí. Það er mikið stuð á ströndinni og þegar partíið er búið um mið- nætti færist fjörið inn í bæinn. Meðal þeirra sem koma fram eru Marshmello, Tiësto, Alan Walker, Ferrari og Sigrid. Í júlí verða margvíslegar uppá- komur hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Ein sú frægasta er Hróarskelduhátíðin í Danmörku. Hún er stærsta og vinsælasta útihátíðin á Norðurlöndum. Hátíðin stendur yfir dagana 29. júní til 6. júlí. Mikill fjöldi frægra tónlistarmanna kemur þar fram. Íslendingar hafa fjölmennt þangað á hverju ári. Auk þess er alltaf gaman að heimsækja Kaupmanna- höfn, dýragarðinn, Tívolíið eða Lególand í Billund. Skoðið visitnorway.com, visitden- mark.com og visitsweden.com til að fá góðar hugmyndir um afþrey- ingu og spennandi staði í þessum löndum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -1 7 5 4 2 3 3 B -1 6 1 8 2 3 3 B -1 4 D C 2 3 3 B -1 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.