Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 15.06.2019, Síða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Líklega eru margir þegar búnir að ákveða fríið og panta sér far til annarra landa. Alltaf eru þó einhverjir sem fá skyndi- hugmynd og vilja drífa sig í hvelli. Það eru margir góðir kostir í boði fyrir fjölskyldur. Grikkland hefur mikið aðdráttarafl en aðrir kjósa Spán, nú eða bara vilja heimsækja frændur okkar í Skandinavíu. Það er hægt að finna mjög góðar strandir á Norðurlöndum, meira að segja með pálmatrjám, til dæmis í Frederikshavn, Helsing- borg og Kristiansand. Það geta verið heit og góð sumur hjá nágrannaþjóðum okkar, til dæmis var Mallorca-veður þar í fyrra- sumar. Á veturna færa þeir hins vegar pálmatrén inn. Svíþjóð er mikið sótt af ferða- mönnum á sumrin enda alls kyns ævintýri sem bíða þar. Mælt er með að aka frá norsku landa- mærunum til Gautaborgar. Á leiðinni eru fallegir smábæir og litlir gististaðir. Akið í gegnum Grebbestad, Strømstad og Smögen að ekki sé minnst á Fjellbäcka sem núna er þekktastur sem blóðugasti bærinn eftir að bækur Camillu Läckberg urðu vinsælar en hún er vel þekktur glæpasagnahöfundur. Þá er ævintýri að heimsækja heiminn hennar Astrid Lindgren í Vimmerby í Smálöndunum en börn um víða veröld þekkja vel söguperónur hennar. Einnig er áhugavert að skoða Abba-safnið í Stokkhólmi. Það er líka margt fallegt að sjá í Noregi, í dölum undir háum fjöllum. Í hinum stórbrotna Slogen er villt náttúran umvafin mikil- Júlí er tími ferðalaga Flestir landsmenn taka sumarfrí í júlí. Margir ferðast um landið eða dvelja í bústað til að fá einhverja tilbreytingu. Aðrir fara til útlanda. Þá er spurningin: Hvert ætti að fara? Eftirlíking af Björgvin í Noregi í Legolandi. Það þurfti ansi marga kubba í þessar byggingar. NORDICPHOTOS/GETTY TusenFryd Amusement Park hefur upp á ótrúlega margt skemmtilegt að bjóða. MYND/VISIT NORWAY Astrid Lindgren-heimurinn er gríðarlega spennandi staður fyrir fjölskylduna, jafnt smáa sem stóra. fenglegu útsýni. Frábært fyrir fjallagarpa að fara í gönguferðir á þessum slóðum. Í ýmsum sveitum í Noregi er hægt að leigja sumar- bústað. Stór skemmtigarður er rétt utan við Ósló þar sem hægt er að eyða heilum degi með börnunum. Garðurinn heitir TusenFryd Amusement Park og hefur upp á ótrúlega margt skemmtilegt að bjóða fyrir allan aldur. Kongsberg jazzfestival er stærsta djasshátíð Noregs. Hún fer fram dagana 3.-6. júlí í Kongsberg. Mörg þekkt nöfn koma þar fram og má nefna Jamie Cullin, Madrugada, Take 6 og Acapella. Hægt er að kynna sér dagskrána á heima- síðunni kongsbergjazz.no. Kristiansand, Palmesus er ein stærsta strandveisla á Norður- löndum. Hún fer fram 5.-6. júlí. Það er mikið stuð á ströndinni og þegar partíið er búið um mið- nætti færist fjörið inn í bæinn. Meðal þeirra sem koma fram eru Marshmello, Tiësto, Alan Walker, Ferrari og Sigrid. Í júlí verða margvíslegar uppá- komur hjá frændum okkar á Norðurlöndum. Ein sú frægasta er Hróarskelduhátíðin í Danmörku. Hún er stærsta og vinsælasta útihátíðin á Norðurlöndum. Hátíðin stendur yfir dagana 29. júní til 6. júlí. Mikill fjöldi frægra tónlistarmanna kemur þar fram. Íslendingar hafa fjölmennt þangað á hverju ári. Auk þess er alltaf gaman að heimsækja Kaupmanna- höfn, dýragarðinn, Tívolíið eða Lególand í Billund. Skoðið visitnorway.com, visitden- mark.com og visitsweden.com til að fá góðar hugmyndir um afþrey- ingu og spennandi staði í þessum löndum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -1 7 5 4 2 3 3 B -1 6 1 8 2 3 3 B -1 4 D C 2 3 3 B -1 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.