Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 76
Lífið í vikunni 09.06.19- 15.06.19 OG stod2.is 1817 Tryggðu þér áskrift HEFST Á SUNNUDAG STÖÐ 2 FRELSI Horfðu núna á Umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní en skólinn fagnar fjölbreyti- leikanum og styðst ekki við hefðbundna kennsluskrá. Fyrsta námsári Lýðhá-skólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreytt-ara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn til- raunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær náms- brautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að fram- kvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarf- inu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann. Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði til- raunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru ein- staklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sér- staklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar. Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst lík- legt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævin- týri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní. kristlin@frettabladid.is Lýðháskólinn á Flateyri vill ekki líkjast bóknámsskólum Hressir nemendur við Lýðháskólann á Flateyri. MYND/EYÞÓR JÓVINSON Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara. Anna Sigríður segir þorpsandann á Flateyri vera einstakan. BERGUR MEÐ SÝNINGU Listamaðurinn Bergur Thomas Anderson er með sýningu í Harbinger sem er listamannarekið sýningarpláss. Hann skoðar persónu- sköpun og hljóð í verki sínu. SÓL Á SKJALDBORG Heimildarmyndahátíðin Skjald- borg gekk vel í ár. Það var sólskin alla daga og hátíðin gekk vel fyrir sig að sögn stjórnanda. Kven- félagið sá um plokkfisk á laugar- deginum og hljómsveitin Bjartar sveiflur spilaði á balli á sunnu- deginum. TENÓRSÖNGVARI MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Benedikt Kristjáns- son hélt upp á útgáfu- tónleika sína í Hofi og Hörpu síðasta fimmtudag, Hann segir að fram undan sé þéttskipuð dagskrá en hann ætli að sýna börnum sínum fossa og sundlaugar landsins fyrst. JÓN JÓNSSON OG SVERRIR BERGMANN Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Söngvararnir ástsælu Jón Jónsson og Sverrir Bergmann munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Báðir hafa spilað oft áður og samið Þjóð- hátíðarlög. Þeir segja að stemningin sé óleymanleg og allir þurfi að upp- lifa þetta. 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -F 4 C 4 2 3 3 A -F 3 8 8 2 3 3 A -F 2 4 C 2 3 3 A -F 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.