Fréttablaðið - 15.06.2019, Page 76

Fréttablaðið - 15.06.2019, Page 76
Lífið í vikunni 09.06.19- 15.06.19 OG stod2.is 1817 Tryggðu þér áskrift HEFST Á SUNNUDAG STÖÐ 2 FRELSI Horfðu núna á Umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní en skólinn fagnar fjölbreyti- leikanum og styðst ekki við hefðbundna kennsluskrá. Fyrsta námsári Lýðhá-skólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreytt-ara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn til- raunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær náms- brautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að fram- kvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarf- inu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann. Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði til- raunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru ein- staklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sér- staklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar. Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst lík- legt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævin- týri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní. kristlin@frettabladid.is Lýðháskólinn á Flateyri vill ekki líkjast bóknámsskólum Hressir nemendur við Lýðháskólann á Flateyri. MYND/EYÞÓR JÓVINSON Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara. Anna Sigríður segir þorpsandann á Flateyri vera einstakan. BERGUR MEÐ SÝNINGU Listamaðurinn Bergur Thomas Anderson er með sýningu í Harbinger sem er listamannarekið sýningarpláss. Hann skoðar persónu- sköpun og hljóð í verki sínu. SÓL Á SKJALDBORG Heimildarmyndahátíðin Skjald- borg gekk vel í ár. Það var sólskin alla daga og hátíðin gekk vel fyrir sig að sögn stjórnanda. Kven- félagið sá um plokkfisk á laugar- deginum og hljómsveitin Bjartar sveiflur spilaði á balli á sunnu- deginum. TENÓRSÖNGVARI MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Benedikt Kristjáns- son hélt upp á útgáfu- tónleika sína í Hofi og Hörpu síðasta fimmtudag, Hann segir að fram undan sé þéttskipuð dagskrá en hann ætli að sýna börnum sínum fossa og sundlaugar landsins fyrst. JÓN JÓNSSON OG SVERRIR BERGMANN Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Söngvararnir ástsælu Jón Jónsson og Sverrir Bergmann munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Báðir hafa spilað oft áður og samið Þjóð- hátíðarlög. Þeir segja að stemningin sé óleymanleg og allir þurfi að upp- lifa þetta. 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -F 4 C 4 2 3 3 A -F 3 8 8 2 3 3 A -F 2 4 C 2 3 3 A -F 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.