Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 62
Að fara á landsleik er góð skemmtun þær 90 mínútur sem leikurinn stendur yfir en fyrir leik, í hálf leik og eftir leik er nánast allt innan veggja Laugar- dalsvallar og utan alls ekki gott. Það eina sem virðist vera í lagi er leik- völlurinn sjálfur. Fréttablaðið fór á landsleikinn gegn Tyrkjum og tók út aðstöðu áhorfenda. Það er óhætt að taka undir skoð- anir þeirra Brennslubræðra, Kjart- ans Atla Kjartanssonar og Hjörvars Hafliðasonar, sem hófu upp raust sína í þættinum Brennslunni í vikunni. Þeir félagar vita sitthvað um íþróttir og upplifun á íþrótta- kappleikjum enda hafa þeir farið á völlinn nánast um allan heim. Þeir ræddu málin og þar fengu setningar eins og: Með fullri virðingu fyrir Laugardalsvelli, þá er hann ógeðs- legur, að heyrast. Merkileg staðreynd er að það er ekki gert ráð fyrir að áhorfendur komi hjólandi. Það er hvergi gert ráð fyrir reiðhjólum við Laugardalsvöll svo sá er þetta skrifar mætti á einka- bílnum. Þegar inn var komið var keypt pitsusneið og vildum við feðgin fá vatn enda drekkum við ekki gos. Önnur, ekki síðri staðreynd, er að það er ekki í boði í veitingasölu KSÍ sem knattspyrnudeild Þróttar sér um. Starfsstúlkan spurði hvort rukkað væri sérstaklega fyrir glösin en svo reyndist ekki vera og benti svo á salernið. Þar væri trúlega kalt vatn. Það reyndist rétt. Það þurfti að láta það renna í smá stund. Fyrir utan pitsusneiðina er líka hægt að kaupa hamborgara úr hita- kassa en sá biti kostar 1.200 krónur. Af hverju hann er svona dýr gat eng- inn svarað því gæðin voru vægast sagt ekki upp á margar krónur. Í hornunum á stúkunni er svo hægt að kaupa léttbjór og komust nokkrir með plastglösin inn á völl. Lúmskir. Pissublautir mæta í veitingar Kjartan Atli benti réttilega á óskipulagið í röðunum en hvergi er skipulögð röð á landsleik. Ekkert er hólfað niður eins og víðast þekkist, meira að segja í bíó. Það er merki- legt að upplifa þetta óskipulag. Þeir sem eru frekastir troða sér fremst og gæslan er engin. Hvort sem farið er inn á völl, á salernið, í veitinga- söluna gildir reglan: Feitastir og frekastir fyrst. Börnin svo. Í hálf- leik fara svo um 10 þúsund manns á þau salerni sem í boði eru og þar er röðin löng og lítið gengur enda ruglast veitingaröðin og salernis- röðin oft saman. Á meðan á leik stendur standa um 30 lögreglumenn vaktina. Fyrir hverja veit enginn en trúlega kveða reglur á um að þeir þurfi að horfa á leikinn. Hvorki fyrir leik né eftir leik stýra þeir umferðinni en drollast á sínum mótorhjólum eða Volvóum í bílaröðinni sem silast áfram. Þá fjölgar Strætó ekki ferðum í tengslum við landsleiki svo hérna gildir hið fornkveðna: Mættu á einkabílnum. Laugardalsvöllur sjálfur er í nið- urníðslu og ekki langt þar til FIFA eða UEFA skella í lás. Trúlega er enn styttra í það en okkur grunar því þegar föður Meistaradeildarinnar, Lennarts Johansson, var minnst fyrir leikinn gegn Albaníu kom í ljós að stigataflan var ekki í lagi. Nokkra panela vantaði svo úr varð að þessi merkilegi maður leit út nánast eins og glæpamaður. „Það voru svona svartir blettir á andlitinu á honum, þvílík vanvirðing,“ sagði Kjartan í þætti sínum. Öllum til skammar Leikdagsupplifun er öllum til skammar, ekki bara KSÍ heldur ríki og borg. Mannvirkið er ónýtt og sagði Hjörvar að völlurinn væri ógeðslegur. Það er alveg hægt að taka undir það. Í nýjasta pistli formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, sagði hann það hafa tekið of langan tíma að koma verkefninu í gang af hálfu stjórn- valda en nú horfi til betri vegar. Lokaáfangi sé að hefjast í ákvörð- unarferlinu um uppbyggingu vallar- ins og stjórn undirbúningsfélagsins, sem ákveðið var að stofna fyrir rúmu ári, muni bráðum hefja störf. Hann fór ekki nánar út í hvenær stjórnin myndi hittast og bíða margir spennt- ir eftir fyrsta fundi því öllum er ljóst, innan vallar og utan, að þetta getur ekki gengið svona lengur. Allt er úti um allt og einhvers staðar Brennslubræður, Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason, opnuðu á umræðu í vikunni um leikdagsupplifun á landsleik í fót- bolta. Þær 90 mínútur sem leikurinn stendur yfir er góð skemmt- un en leikdagsupplifunin er vægast sagt slæm þar sem allt er ein- hvers staðar og ekkert gert til að auka gleði áhorfenda. LEIKVANGURINN Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Núverandi ástand Laugardalsvallar Leikflötin er ekki slétt og undir hana vantar hitalagnir. Í búningsklefa liða vantar eitt salerni í hvorn klefa og 25 geta ekki setið í sama rými. Búningsklefi dómara er of lítill og vantar aðra sturtu. Lyfjaeftirlitsherbergi er of lítið. Að- skilnaður stuðningsmanna aðkomuliðs er ekki varanlegur og er ófullnægjandi og ekki alltaf öruggur. Þá er hvorki sal- ernisaðstaða né veitingasala fyrir þessa stuðningsmenn sem stenst reglur UEFA eða FIFA. Lýsing við innkomu á völlinn (utan girðingar) og nánasta umhverfi er ófullnægj- andi. Aðgangshlið eru ekki til staðar. Úreltir innviðir Laugardalsvöllur er fjár- hagsleg byrði á KSÍ og þarf Reykjavíkurborg um fyrirsjáanlega framtíð að niðurgreiða völlinn á hverju ári. Innviðir eru úreltir, miðaframboð er takmarkað, skortur er á aðstöðu og innviðum sem hefur áhrif á upplifun stuðningsmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ellefu skýrslum sem birtar hafa verið um nýjan þjóðarleikvang. Einfaldar lausnir n Fá svokallaðan „event manager“ eða fyrirtæki til að sjá um landsleiki. Þeir fá hagnaðinn og KSÍ rukkar ekkert sem hvetur fyrirtækið til að gera þetta almennilega. n Hægt að hólfa niður bílastæðin. Vera með eitt hólf sér fyrir fjöl- skyldur þar sem vinsælir tónlistarmenn spila, þar eru hoppukastalar, knattþrautir og hægt að reyna að skora á mark- verði Pepsi-deildarinnar. n Matarvagnar geta verið í einu hólfi þannig að fólk geti fengið sér alvöru mat. Hamborgarar úr hitakassa og kaldar pitsur eru ekki matur. n Bjórtjald. Bjór og fót- bolti hafa haldist í hendur frá örófi alda. Hér er mögnuð bjór- menning og fjölmörg brugghús myndu vilja taka þátt. Það má setja staðfest á það. n Ekki gefast upp. Það er lítil hefð fyrir svona. Fyrst mæta fáir en svo allt í einu er þetta orðin hefð. Leikdagshefð á landsleik. Stofnkostnaður kemur frá hinu opinbera Fulltrúar ríkis, borgar og Knattspyrnusambands Íslands undirrituðu í janúar 2018 yfirlýsingu um skipun níu manna starfshóps um upp- byggingu Laugar- dalsvallar. Benedikt Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætis- ráðuneytinu, er formaður starfs- hópsins. Ótrúlegt en satt er hópurinn aðeins að skoða tvo kosti. Annars vegar völl fyrir um 17.500 áhorfendur með yfir- byggðum áhorf- endastæðum en opnu þaki og hins vegar fjölnota mannvirki fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki yfir leikvellinum sem hægt er að opna og loka eftir þörfum. Kostnaður er metinn á bilinu 7-18 milljarðar sem mörgum finnst ansi stór biti fyrir skattborgara því völlurinn verður ekki gerður nema stofnkostnaður sé að mestu reiddur fram af hinu opin- bera. 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -D 2 3 4 2 3 3 A -D 0 F 8 2 3 3 A -C F B C 2 3 3 A -C E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.