Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 24
Sunnefu gefið andlit Erla María Árnadóttir, teiknari og myndlýsir, gefur Sunnefu andlit á sýningunni. „Af þessu litla sem er til af útlits- lýsingum þá er hún er sögð hafa verið dökk yfirlitum og langleit,“ segir Erla María. „Annað er byggt á þessum karakter sem við getum lesið úr sögunni. Hún var sterk persóna sem þorði að tala. Það skipti okkur máli að sýna sterka íslenska konu sem gekk í gegnum mikið á stuttri ævi.“ Þjóðsagan segir að hún og bróðir hennar gætu hafa verið af frönskum ættum og var einnig tekið tillit til þess. „Hún var ekki með þetta hefð- bundna skandinavíska útlit. Hún þótti mjög fögur.“ Erla María vildi ekki gera myndina of nákvæma. „Það verður að vera svigrúm til að fólk geti fyllt upp í eyðurnar.“ Aðrar persónur fá ekki ná- kvæm andlit, er það gert sérstaklega til að athyglin sé á Sunnefu. HÚN ER EKKI SKRÁÐ NEINS STAÐAR. ÞAÐ ER ALDREI SKRÁÐ HVENÆR HÚN ER FÆDD. ÞAÐ ER ALDREI SKRÁÐ AÐ HÚN HAFI DÁIÐ. Up p n á m v a r ð á Alþingi árið 1743 þegar 19 ára stúlka, Sunnefa Jónsdóttir sem hafði verið tví-dæmd til dauða fyrir blóðskömm, sakaði Hans Wíum, sýslumann á Skriðuklaustri, um að vera raunverulegur faðir annars barns síns. Mál Sunnefu tók nokkrar óvæntar stefnur og hljómar allt hið furðuleg- asta fyrir okkur sem lifum á 21. öld. Til að gera langa sögu stutta þá varð Sunnefa, gullfalleg 16 ára sveita- stúlka á Borgar f irði eystri, ófrísk. Hún bjó í þessum afskekkta firði ásamt móður sinni, stjúpföður og 14 ára bróður. Við yfirheyrslu hjá prestinum eftir fæð- ingu barnsins sagði hún að bróðir hennar væri faðir barnsins. Jens Wíum sýslumaður f lutti systkinin inn í Fljótsdal þar sem þau voru bæði dæmd til dauða fyrir blóð- skömm. Jens lét lífið við sérkennilegar aðstæður og sonur hans, Hans Wíum, tók við embættinu af föður sínum. Hans hafði verið sýslumaður í Vestmannaeyjum og eignast þar tvö börn í lausaleik. Á þriðja ári í fangavistinni fæðir Sunnefa annað barn. Eftir að það barn fæðist yfir- heyrir Hans Sunnefu einn síns liðs er hún liggur illa þjökuð af bólu- sótt. Játar hún að bróðir hennar sé faðirinn. Þrátt fyrir að bróðir hennar hafi þrætt fyrir það réttar Hans yfir þeim báðum og eru þau í annað sinn dæmd til dauða fyrir blóðskömm. Á fjórða ári fangavistarinnar er farið með systkinin, þá 19 og 17 ára, á Alþingi. Þar verður uppnám þegar Sunnefa lýsir því yfir að Hans sé faðir seinna barnsins. Dómurinn í fyrra málinu var staðfestur, en þau voru síðar sýknuð af Danakonungi. Málið var mjög umtalað á Íslandi á þessum tíma og þótti það mikill áfellisdómur yfir sýslumanninum. Átján árum eftir að Sunnefa varð ófrísk að fyrsta barninu stefnir í að systkinin verði loks endanlega sýknuð. Áður en þeim er sleppt deyr Sunnefa. Bróðir hennar er sendur úr landi og endaði líklegast í Finn- mörku. Fram til þessa hefur sagan að mestu snúist um Hans Wíum og embættisfærslur hans. Hafa þeir sem fjallað hafa um þetta mál viljað mála hann í jákvæðu ljósi, lyga kvendi hafi borið upp á hann sakir sem eyðilögðu líf hans eða þá að hann hafi verið táldreginn. Einn- ig að óvinir hans hafi spunnið úr málinu í þeim tilgangi að ná til sín völdum, Sunnefa og bróðir hennar hafi verið notuð sem peð í þeim valdaátökum. Beið drekkingar í 18 ár Sumarsýning Menningarmiðstöðv- ar Fljótsdalshéraðs sem verður opnuð á 17. júní snýst að þessu sinni um að draga fram persónu Sunnefu og endurskoða málið frá hennar sjónarhóli. Sýningin er til komin vegna #metoo-byltingarinnar sem hvatti Kristínu Amalíu Atladóttur, forstöðumann menningarmið- stöðvarinnar, til að skoða gömul sakamál í nýju ljósi. „Það er úr litlu að moða,“ segir Kristín Amalía. „Fyrir utan þjóð- söguna, sem taka þarf með miklum fyrirvara, er aðeins hægt að púsla saman málinu í gegnum sendi- bréf og Alþingisbækur sem hafa varðveist. Hún er ekki skráð neins staðar. Það er aldrei skráð hvenær hún er fædd. Það er aldrei skráð að hún hafi dáið. Við hefðum aldrei vitað að hún væri til ef ekki væri fyrir bréf embættismanna. Hún er alltaf aukapersóna í lífi ann- Hver var Sunnefa?  Sunnefa Jónsdóttir var dæmd til dauða fyrir blóðskömm og eignaðist annað barn sitt í haldi. Á tímum kvenfyrirlitn- ingar og takmarkaðrar heimsmyndar stóð hún uppi í hárinu á valdamönnum. hálfvitaskap eða hann vill þeim eitthvað illt.“ Aðspurð hvað hún telji að hafi gerst segir Kristín að það byggi að miklu leyti á því sem við sem sam- félag þekkjum í dag. „Ég er ekki sannfærð um að Jón hafi átt fyrsta barnið. Það eru margir aðrir sem koma til greina. Að stúlka sem var lýst sem fegurstu konu Íslands, að hún hafi endilega lagst með yngri bróður sínum frekar en öðrum mönnum í nágrenninu verð ég að telja hæpið,“ segir Kristín. Hefur hún annan mann grun- aðan. „Stjúpfaðir þeirra var 17 árum eldri en Sunnefa. Hann giftist móður þeirra að öllum líkindum til að komast yfir bæinn. Fæstir trúðu því að systkinin yrðu dæmd til dauða sökum aldurs. Ef stjúpfaðir- inn hefði verið dæmdur þá væri enginn möguleiki á náðun fyrir hann og Sunnefu.“ Varðandi seinna barnið segir Kristín að það þurfi að hafa í huga hvernig komið var fram við vinnu- konur. „Það er hægt að trúa því að systkinin hafi slysast til að hafa samræði þegar þau reyndu að halda á sér hita einhverja dimma og kalda nóttina en að þau geri slíkt aftur á sýslumannssetrinu þek kjandi af leiðingarnar og þegar dauða- dæmd er hæpið. Hitt er þó öllu lík- legra að hinn lausgirti sýslumaður hafi girnst hina heillandi Sunnefu.“ Ekkert fórnarlamb Sunnefa lætur lífið í haldi Hans Wíum áður en þau ná að fara aftur til Alþingis. „Hún deyr líklegast seint árið 1757. Ég held að hún hafi ekki beinlínis verið myrt, en ég held að henni hafi ekki verið hjálpað til að lifa.“ Kristín er þó viss um að ef Sunn- efu hefði tekist að ríða til þings sumarið 1758 hefði henni tekist að losna úr haldi. Það mun þó alltaf lifa uppnámið sem hún olli á Alþingi sumarið 1743. „Að hún skuli þora að standa upp í hárinu á manni sem hún var fangi hjá, og á ekki von á öðru en hún verði fangi hjá fram að drekkingu. Hún er ekkert fórnar- lamb. Hún er sterk.“ arra. Það er bara minnst á hana einu sinni í opinberum gögnum fyrir utan Alþingisbækur, það er í Íslendingabók sem segir aðeins að Erlendur Jónsson, bóndi á Bakka, hafi gengist við barni Sunnefu en dregið það til baka. Umræðan í kringum #metoo hvatti mig til að skoða ákveðin mál í fortíðinni. Þetta er upplifunar- sýning. Sagan er að mestu leyti sögð með spjöldum. Við erum með stór- kostlegan teiknara með okkur í liði, svo erum við með tvær hljóðmyndir og leikmuni sem byggja á sjón- rænum áhrifum ásamt öðru hljóð- og myndefni. Þannig náum við að draga Sunnefu til okkar og segja söguna eins og við vitum hana, en með hana í forgrunni,“ segir Kristín. „Ég vil að fólk átti sig á hvað beið Sunnefu öll þessi ár. Drekking. Við viljum gefa fólki allar staðreyndir sem vitað er um, svo má alltaf deila um þær. Ég er til dæmis mjög ósam- mála öllum þeim sem hafa skrifað um þetta mál á undan mér,“ segir Kristín. Stuðandi kvenfyrirlitning Hún tekur það fram að hún sé menntuð á sviði félagsvísinda en ekki sagnfræði. „Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki hvernig menn hafa getað varið Hans Wíum. Ég reyndi það, en kemst alltaf að sömu niðurstöðu. Það er varla hægt að líta fram hjá algjöru valdleysi kvenna sem ríkti á þessum tíma og á seinni tímum.“ Nefnir Kristín sem dæmi full- yrðingar um að Sunnefa hafi verið lauslát þar sem hún hafi eignast tvö börn utan hjónabands. Á sama tíma á Hans Wíum að hafa „lent í því óláni að eignast tvö börn fyrir hjónaband“. Á þetta einnig við um seinni tíma skrif um þetta mál. „Þetta er alls staðar og fer að stuða mann. Það er farið með konur og valdalitla karlmenn eins og minni- hlutahópa.“ Sunnefa og fjölskylda hennar bjuggu í afskekktum firði, þar sem þó var stutt á milli bæja. Allar heim- ildir eru sammála um að hún hafi verið gullfalleg og bróðir hennar mjög myndarlegur. Heimurinn sem þau bjuggu í er gjörólíkur okkar og segir Kristín það ógjörning fyrir okkur að setja okkur alfarið í þeirra spor. Til dæmis eftir að systkinin hafi verið dæmd til dauða þá hafi þau verið notuð sem ókeypis vinnu- af l á Skriðuklaustri, heimili Hans Wíum sýslumanns. „Við getum ekki sett okkur inn í hugarheim þessa fólks. Við getum gefið okkur nokkra sammannlega þætti, en við getum ekki sett okkur í spor þeirra. Þau voru ólæs, óskrif- andi og höfðu fullkomna einfalda heimsmynd, það var bara guðs- orðið. Konur höfðu litlar væntingar, jafnvel engar. Ég sem nútímakona get mjög takmarkað skilið Sunnefu, en staðreyndirnar tala sínu máli.“ Það eru þó nokkur atriði sem Kristín vill draga fram. „Þetta eru ólæsir unglingar gegn löglærðum embættismanni. Þau samþykkja öll lögfræðileg atriði sem Hans Wíum vill, enda vita þau ekkert hvað þau þýða. Það er ljóst af niðurstöðum dóma að embættismönnum mörg- um hverjum hefur misboðið emb- ættisfærslur Wíums og rangsleitni.“ Hennar eigið mat á Hans Wíum er afgerandi. „Annaðhvort er maður- inn algerlega vankunnandi í lögum og réttarfarsreglum svo jaðrar við Dauðinn ávallt í næsta nágrenni  Tófufoss liggur í Bessastaðaá á Fljótsdalshéraði. Örstutt fyrir neðan hann er drekk- ingarhylurinn þar sem Halldóru Jónsdóttur var drekkt saklausri af Jens Wíum, föður Hans. Áin og hylurinn eru stutt frá Skriðu- klaustri og hefur Sunnefa því haft hann fyrir augunum þegar hún fór um veginn og hlustað á sögur af drekkingu Halldóru þar 10 árum áður en Sunnefa kom á Skriðuklaustur. Halldóra var 4 ár á Skriðu- klaustri áður en henni var drekkt og því hefur heimilis- fólk á Skriðuklaustri og bæjum í kring þekkt Halldóru vel og verið drekkingin í fersku minni. „Hylurinn heitir Sunnefuhylur,“ segir Kristín. „Fólk trúði því lengi, og ýmsir trúa því enn, að Sunnefu hefði verið drekkt hér af Hans Wíum, löglega eða ólöglega.“ Kristín Amalía Atladóttir. Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 A -E F D 4 2 3 3 A -E E 9 8 2 3 3 A -E D 5 C 2 3 3 A -E C 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.