Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 14
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þegar sólin býður lands- mönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Eru illmenni einfaldlega góðmenni með fötlun? Í síðustu viku stóð Íslensk erfðagreining fyrir fræðslufundi um upptök illskunnar. Var gestur fundarins Simon Baron-Cohen, prófessor í þróunar- sálfræði, sem rannsakað hefur mannlega illsku. Hann skilgreinir illsku sem skort á samkennd. Í stað þess að flokka fólk sem gott og illt telur hann nær lagi að stað- setja hvert og eitt okkar á rófi samkenndar. „Fólk getur haft litla samkennd, í meðallagi eða óvanalega mikla samkennd,“ sagði Baron-Cohen í erindi sínu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók undir með Baron-Cohen í viðtali við Fréttablaðið. „Illska er í raun og veru fötlun, þó að við meðhöndlum hana ekki sem slíka. Á til dæmis að refsa mönnum fyrir afleiðingar þess að glíma við slíka fötlun?“ Svo kann að fara að einn daginn hættum við að refsa fólki fyrir illvirki sem þjáist af svo miklum skorti af sam- kennd að það er staðsett neðst á samkenndar-ásnum. Nýverið hefur hins vegar tekið að bera í auknum mæli á því að fólki sé refsað fyrir að vera á hinum enda ássins. Glæpavæðing samkenndarinnar Hinn 31. janúar síðastliðinn bankaði þýska lögreglan upp á hjá Christian Hartung, sóknarpresti í Þýskalandi. Prestinum var gefið að sök að skjóta skjólshúsi yfir flóttamenn frá Súdan. Hartung sagði „bráða hættu hafa steðjað að fólkinu“ sem margt glímdi við lífshættulega sjúkdóma. Hann sagði framferði lögreglunnar „tilraun til að hræða“ sig en Hartung starfar á svæði þar sem þýski þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland nýtur mikils fylgis. Presturinn í Þýskalandi er ekki sá eini sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að koma sambræðrum til hjálpar. Ný könnun sýnir að mannleg samkennd er í auknum mæli talin ámælisverð. Tilfellum í Evrópu þar sem almennir borgarar eru ákærðir, dæmdir og sektaðir fyrir almenna manngæsku í garð flótta- og farandfólks fer snarfjölgandi. Vefurinn Open Democracy hefur tekið saman 250 dæmi um slíkt á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru spænskur slökkviliðsmaður sem átti yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi í Grikklandi fyrir að bjarga flóttafólki frá drukknun, franskur ólívuræktandi sem var handtekinn fyrir að gefa farandfólki mat við landamæri Ítalíu og sjötug dönsk amma sem var dæmd og sektuð fyrir að gefa fjölskyldu með ung börn far í bíl sínum. Nýjasta skrefið í átt að glæpavæðingu samkenndar- innar var hins vegar stigið á Ítalíu í vikunni. Ítalska ríkisstjórnin samþykkti tilskipun sem gerir það form- lega refsivert að bjarga flótta- og farandfólki á Mið- jarðarhafinu. Hunsi hjálparsamtök reglurnar mega þau eiga von á háum sektum. Notendur íslenskra samfélags- miðla fordæmdu ráðstöfunina nokkuð einróma. En höfum við Íslendingar samkenndina eitthvað meira í heiðri en Ítalir? Átök góðs og ills Í apríl síðastliðnum voru Jórunn Edda Helga dóttir og Ragn heiður Freyja Kristínar dóttir dæmdar í þriggja mánaða skil orðs bundið fangelsi fyrir að standa upp í flugvél Icelandair og mótmæla brottvísun flóttamanns sem verið var að flytja úr landi með vélinni. Átti að senda hælisleitandann til Nígeríu en þaðan hafði hann flúið í kjölfar þess að Boko Haram liðar veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. „Það er manninum mikilvægt að skilja sjálfan sig sem dýrategund og samkenndin skiptir ótrúlega miklu máli í mannlegum samskiptum,“ sagði Kári Stefánsson um rannsóknir Baron-Cohen. „Mannkynssagan er þessi samskipti og átök góðs og ills.“ Við lifum nú í veröld þar sem hægt er að gera til okkar þá lagalegu kröfu að við horfum upp á aðra manneskju drukkna án þess að aðhafast nokkuð. Ef mannkyns- sagan verður í framtíðinni skoðuð á rófi samkenndar er hætt við að nútíminn hljóti greininguna: öld siðblind- ingjans. Öld siðblindingjans Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum f lugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferða- manna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumf lýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tví- höfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð f lugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum f lugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferða- menn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugar- fari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfir- vegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Góða veðrið 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -0 8 8 4 2 3 3 B -0 7 4 8 2 3 3 B -0 6 0 C 2 3 3 B -0 4 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.