Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.06.2019, Blaðsíða 17
FÓTBOLTI Á fundi stjórn ar knatt­ spyrnu sam bands Evr ópu, UEFA, sem hald inn var í Bakú í Aser baíd­ sj an 29. maí síðastliðinn var skipað í ýms ar nefnd ir og ráð á veg um UEFA. Gild ir sú skip un fyr ir tíma bilið 2019 til 2023 og tek ur gildi frá og með 1. júlí næstkomandi. Knatt­ spyrnusamband Íslands, KSÍ, á fimm full trúa í þessum nefnd um og ráðum. Guðni Bergsson er þriðji varafor­ maður í nefnd um mót landsliða, Guðrún Inga Sívertsen er meðlimur í nefnd um knatt spyrnu kvenna, Lúðvík Georgsson á sæti í nefnd um ley fis kerfi, Borghildur Sigurðar­ dóttir er í nefnd um markaðsmál og ráðgjöf og Klara Bjartmarz er þriðji varaformaður í nefnd um hátt vísi og sam fé lags lega ábyrgð. – hó Fimm íslenskir fulltrúar í UEFA FÓTBOLTI Belgíski landsliðsfram­ herjinn Romelu Lukaku er á leið frá Manchester United en hann verður fyrstu kaup ítalska knattspyrnu­ stjórans Antonio Conte sem tók við liðinu af Luciano Spallettí á dögunum. Lukaku, sem gekk í raðir Man­ chester United frá Everton árið 2017 og lék tvö keppnistímabil með Manchester­liðinu, hefur skorað 28 mörk í 66 leikjum fyrir liðið. Hann var ekki framarlega í gogg­ unarröðinni eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United  skömmu fyrir  síðustu áramót og vermdi varamannabekkinn í drjúgum hluta leikjanna á seinni hluta síð­ ustu leiktíðar. Talið er að kaupverðið sé rúmar 60 milljónir punda en Lukaku kost­ aði Manchester United 75 milljónir á sínum tíma. – hó Lukaku á leiðinni til Inter  TIL SÖLU Til sölu eru eftirtaldar eignir þrotabús Hópverðabíla Akureyrar ehf Ýmsir lausafjármunir: Um er að ræða varhluti í bifreiðar, verkfæri, húsgögn o.fl. Munirnir seljast í einu lagi og því er ekki tekið við tilboðum í einstaka muni. Ökutæki og lausafjármunir verða til sýnis kl. 13:00 – 18:00, fimmtudaginn 20. júní n.k. að Hjalteyragötu 6, Akureyri eða á öðrum tíma í samráði við skiptastjóra þrotabúsins. Upplýsingar um ökutæki veitir Bjarni Knútsson í síma 820 0820. Tilboð í fleiri ökutæki en eitt skulu sundurliðuð. Tilboð skulu berast skiptastjóra þrotabúsins eigi síðar en þriðjudaginn 25. júní n.k. Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Bifreiðar: 1. JO U50, Scania K124, hópbifreið, fyrst skráð 2006 2. BT 545 Mercedes-Benz Sprinter, hópbifreið, fyrst skráð 2006 3. NZ 889 Mercedes-Benz Sprinter, hópbifreið, fyrst skráð 2005 4. JZ 031 Volkswagen LT35, hópbifreið, fyrst skráð 1999 5. TF 061 Mercedes Benz Sprinter, hópbifreið, fyrst skráð 2006 6. NL 985 Volkswagen Transporter, fólksbifreið, fyrst skráð 2005 7. PX 588 Mercedes Benz Sprinter, hópbifreið, fyrst skráð 2001 8. BO J13 Volvo B12/600, hópbifreið, fyrst skráð 1997 9. PO 041 Volkswagen Transporter, sendibifreið, fyrst skráð 1998 10. HX 412 Scania S 112, hópbifreið, fyrst skráð 1986 11. TV 252 Mercedes Benz O350, hópbifreið, fyrst skráð 1997 12. ET H04 King Long XMQ, hópbifreið, fyrst skráð 2013 13. OL N53 King Long XMQ, hópbifreið, fyrst skráð 2013 14. TM M01 King Long XMQ, hópbifreið, fyrst skráð 2013 Sigmundur Guðmundsson, lögm. Lögmannshlíð lögfræðiþjónusta ehf Pósthólf 271 602 Akureyri Sími 466 2700 sigmundur@logmannshlid.is HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær á morgun Tyrkland í heimsókn í Laugardalshöllina í lokaumferð í undankeppni fyrir EM 2020. Íslenska liðinu mistókst að gulltryggja sætið í lokakeppni mótsins með sigri gegn Grikklandi í síðustu umferð undankeppninnar. Jöfnunarmark Arnórs Þórs Gunn­ arssonar á lokaandartökum leiks­ ins þýðir hins vegar að jafntef li eða sigur f leytir Íslandi örugglega í lokakeppnina 11. skiptið í röð. Þá mun tap sem er með minna en 11 marka mun og 11 marka tap með lægri markatölu en 33­22 mun ekki koma að sök. Fyrri leikur liðanna sem fram fór ytra í lok október endaði með öruggum 33­22 sigri íslenska liðsins. Þá var Elvar Örn Jónsson markahæstur hjá Íslandi með níu mörk. Fy r ir lokaumferðina  trónir Norður­Makedónía á toppi riðils­ ins með sjö stig og hefur tryggt sér sæti í lokakeppinni. Ísland er svo í öðru sæti með sex stig og Tyrkland kemur þar á eftir með fjögur stig. Grikkland rekur svo lestina með þrjú stig og er úr leik. – hó Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Elvar Örn Jónsson skoraði mest fyrir Ísland í Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTB O LTI A rgentínska k natt­ spyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona hefur ákveðið að láta af störfum sínum sem þjálfari mexí­ kóska knattspyrnuliðsins Dorados. Þetta gerir Maradona eftir ráðlegg­ ingar lækna sinna. Maradona þarf að fara í aðgerðir vegna eymsla í öxl og hnémeiðsla. Þá hefur líferni hans í gegnum tíðina sem hefur síður en svo verið heilsusamlegt á löngum köf lum orðið til þess að hann er veill fyrir hjarta. Þessi 58 ára gamli litríki karakter stýrði Dorados í níu mánuði en liðið leikur í mexíkósku B­deildinni og fór tvisvar sinnum í umspil um laust sæti í efstu deild undir stjórn Mara­ dona en mistókst að komast upp um deild í bæði skiptin. – hó Maradona hættur í Mexíkó  Guðrún Inga er í nefnd hjá UEFA. Lukaku mun líklega spila á Ítalíu. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 1 5 . J Ú N Í 2 0 1 9 1 5 -0 6 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 A -E 5 F 4 2 3 3 A -E 4 B 8 2 3 3 A -E 3 7 C 2 3 3 A -E 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.