Skagablaðið - 19.12.1989, Side 17

Skagablaðið - 19.12.1989, Side 17
Skagablaðið 17 bæra árangri um helgina að hafna í 5. sæti í 100 m bringu- sundi í úrslitum Evrópumeistara- mótsins. Frábær árangur og aðe- ins 12/100 frá Islandsmeti hennar. Eg hef æft vel að undanförnu og er í góðu formi núna en ég stefni að því að verða í topp- þjálfun næsta sumar og ætla þá að taka þátt í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni í sundi, The Open World Cup In Swimm- ing og fer fram í Róm á Ítalíu í ágúst á næsta ári,“ sagði Ragn- heiður. Hún er nú stödd hér heima í jólafríi, en hún stundar nú nám í Bandaríkjunum. Ragn- heiður lagði lykkju á leið sína frá Barcelona og kom við á íslandi að þessu sinni. Háskólabær í sumar fór Ragnheiður og unnusti hennar Óskar Adólfsson til náms í Tuscaloosa í Alabama. Ragnheiður stundar nám í íþróttafræðum en Óskar er í næringarfræði. „Námið hjá okkur, ef allt gengur að óskum ætti að taka 3 - 4 ár. Tuscaloosa er fyrst og fremst háskólabær með um eitt hundrað þúsund íbúa. Mér bauðst góður námsstyrkur frá skólanum ef ég æfði og keppti fyrir hans hönd á meðan ég stunda námið þarna. Skólinn er mjög virtur og hefur ætíð verið eftirsóttur af íþrótta- fólki alls staðar úf heiminum, auk Bandaríkjamannanna sjálfra. Það eru 3 sundmenn í skólanum sem eru í bandaríska landsliðinu í sundi, auk lands- liðsmanna frá Svíþjóð og Japan.“ Ragnheiður sagði að öll að- staða til þjálfunar væri stórkost- leg þarna og gæti vart verið betri. „Það eru 12 þjálfarar sem sjá um okkur og má segja að hver þeirra sé sérfræðingur á sínu sviði, t.d. einn sér um bringu- sundið, annar skriðsundið og svo framvegis. Þetta getur því oft orðið erfiður og langur vinnu- dagur hjá okkur og er því nauð- synlegt að skipuleggja daginn vel í sambandi við æfingar og nám. Námið hefur að sjálfsögðu alltaf forgang og við sem erum á íþróttaæfingum höfum aðgang að kennurunum í sér viðtalstím- um utan hefðundins skólatíma til þess að við drögumst ekkert aft- ur úr. Þá verðum við að standast ákveðnar lámarkskröfum í ein- kunnum til þess að fá áframhald- andi námsstyrk. Þannig að íþróttafólkið hjá skólanum verð- ur að standa sig eins og hver ann- ar námsmaður þrátt fyrir íþrótta- æfingarnar“. Sterkt fótboltalið Ragnheiður sagði að auk sundsins væru margar aðrar íþróttagreinar stundaðar í skólanum. Væri fótboltaliðið þeirra sem spilar „Ameríska fót- boltann“ eitt besta skólaliðið í Bandaríkjunum og ætti það góða möguleika á því að sigra í skóla- keppninni þetta tímabil. Með sigri í mótinu fengju þeir átta milljóna dollara verðlaunafé, sem renna mun til íþróttastarf- seminnar í skólanum, og má því segja að þeir hafi haldið hinum íþróttagreinunum uppi með ár- angri sínum á síðustu árum. „Ég hef æft í vetur um það bil fimm til sex tíma á dag,“ sagði Ragnheiður. „Ég fer á fyrri æf- inguna klukkan hálf sex á morgn- anna áður en ég fer í skólann og svo er önnur æfing seinnipartinn. Ég tek svo þátt í skólakeppnum flestar helgar. Þá keppum við ýmist í Tuscaloosa eða ferðumst til keppni. Það eru oft löng og erfið ferðalög. Þá er oft lagt að stað á miðvikudögum og keppt síðan um helgar og ferðin getur því tekið um fimm daga. Þá höf- um við námsbækurnar með og lesum á leiðinni og tíminn er því vel nýttur." Sigursæl Ragnheiði hefur gengið geysi- lega vel í þessum keppnum og hefur undantekningalaust sigrað í öllum þeim greinum sem hún hefur tekið þátt í fyrir skólann. Næsta stóra verkefni hjá henni í Bandaríkjunum verður alþjóð- legt skólamót kvenna í Houston í Texas fljótlega á næsta ári. Þá sagði hún að hún ætlaði að reyna að keppa með íslenska landslið- inu í sundi á ferð þess til Evrópu í janúar og febrúar á næsta ári, en það væri enn óljóst hvort af því gæti orðið vegna námsins. Ragnheiður sagðist ætla að njóta þess að vera hérna heima um jólin og hvíla sig frá námi og hita Suðurríkjanna um sinn og að sjálfsögðu að viðhalda þjálf- uninni hér heima í Jaðarsbakka- lauginni. Hún heldur síðan aftur til Alabama 6. janúar og tekur þá aftur við ströng þjálfun hjá henni. Ragnheiður Runólfsdóttir: Fór nánast beint í sundið úr flugvélinni. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. NÝÁR5DAGUR: Indiana Jones og síðasta krossferðin hinar tvær myndirnar með „Indy", ^Ranið á týndu örkinni" og „Idiana Jones And The Temple Of Doom" voru frábærar en þessi er enn betri. Harrison Ford sem „Indy" er óborganlegur og Sean Connery sem pabbinn bregðast ekki frekar en fyrri daginn. Indiana Jones og síðasta krossferðin er alvöru ævintýramynd sem veldur þér örugg- lega ekki vonbrigðum enda í leikstjórn 5teven Spielbergs. Sýnd a nýársdag kl. 15 og 21. Miðaverð kr. 400,-. ANMARt JÓLUM: Jólasveinninn Jólamynd eins ogjólamyndir eiga að vera. Frítt inn fyrír alla fjölskylduna. Sýnd kl. 15. Dead Calm Hér kemur hinn fullkomni „thriller” frá þeim sömu og gerðu myndirnar „Witches of Eastwick" og „Mad Max". Sýnd kl. 21. A AKRANESI

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.