Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 19.12.1989, Qupperneq 22

Skagablaðið - 19.12.1989, Qupperneq 22
22 Skagablaðið — Þú varst mjög virk í leiklist- arstarfinu á meðan þú bjóst á Skaganum? „Já, ég var bæði með Skaga- leikflokknum og Leikklúbbi Fjölbrautaskólans, lék í mörgum þeim sýningum sem settar voru upp af þessum félögum. Ætli þetta séu ekki á bilinu sjö til níu verk sem ég hef tekið þátt í. Svo flutti ég til Reykjavíkur en sagði nú samt ekki alveg skilið við leik- listina, lék með Stúdentaleikhús- inu í Draumleik eftir August Strindberg. Svo vann ég sem búningavörður í Iðnó og sem hvíslari hjá Alþýðuleikhúsinu, þannig að ég hafði alveg nóg að gera.“ — Þú sóttir um inngöngu í Leiklistaskóla íslands, var það ekki? „Jú ég gerði það en komst ekki inn. Þannig að nú var annað- hvort að duga eða drepast varð- andi leiklistarnám. Eg ákvað þess vegna að reyna fyrir mér með skóla í Englandi og fór þangað í þeirri von að ég kæmist í einn slíkan. Ég var búin að fá umsóknir frá nokkrum skólum og fór í sex inntökupróf í þeim á þessum mánuði (okóber 1985, innsk. G.H.Á) sem ég var úti.“ Nám í Englandi Ferð Guðfinnu til Englands var ferð til fjár því hún komst ekki bara inn í einn skóla, heldur fjóra. Og þá var bara að velja: „Ég endaði í The Arts Edu- cational Schools, sem var stað- settur í Barbican hverfinu í London, sem er frekar miðsvæð- is í borginni. Ég segi var staðsett- ur því minn árgangur var síðasti árgangurinn sem stundaði námið á þessum stað því skólinn flutti í annað hverfi,“ segir Guðfinna. Spjall okkar berst að sjálfu náminu og ég bið Guðfinnu að segja mér aðeins frá því: „Þetta er þriggja ára nám og skiptist hver önn í þrjá hluta. Alveg frá byrjun setur hver árgangur upp tvö leikrit á önninni. Fyrstu tvö árin er samfelldur skóladagur frá kl. 10 á morgnana til kl. 6 á daginn, síðan er æft á kvöldin og stundum um helgar. Þannig að þetta er geysileg vinna. Þriðja árið er svo það sem við köllum nemendaleikhús, við æfðum frá kl. 2 á daginn og vorum ýmist í smáhópum eða í einkakennslu með leikstjóra. Skólinn er grund- vallaður á svokallaðri Stanis- lavsky tækni, en hún gengur út á það í mjög grófum dráttum að vinna persónuna sem leikarinn er að vinna með innan frá og upp- lifa hana innra með sér eins og hægt er. Skólinn kennir mismun- andi tækni og reynir sem hann getur til þess að fá sem mest út úr hverjum nemanda." — Hvernig var aðstaðan og kennararnir? „Kennararnir voru að mínu mati alveg sérlega góðir, t.d höfðum við þarna mann að nafni John Blatchley, sem er nánast al- vitur á Shakespeare og hefur m.a leikstýrt hjá Royal Shakespeare Company, og Ensku óperunni og í Frakklandi. Hann var alveg ein- stakur. Hvað varðar húsnæðið þá var það mjög þröngt en það voru samt ótrúlegustu hlutir sem voru gerðir þar. Nú er verið að byggja leikhús við skólann, sem tekur 400 manns í sæti, þannig að það breytir aðstöðunni svo um munar.“ Fjölbreytt Ieikhúslíf — Nú hlýtur þú að hafa kynnst enskri leikhúsmenningu töluvert á meðan þú varst úti. Hvernig kom hún þér fyrir sjónir? „Hún er geysilega fjölbreytt, mikil breidd og ákaflega mis- munandi með tilliti til hve miklir peningar eru til staðar til þess að framkvæma hlutina. Og það er geysilega mikið af spennandi hlutum að gerast. Það sama má segja um íslenskt leikhúslíf, hér er verið að framkvæma metnað- arfulla hluti og ekki síst af Ieikhópum sem eru litlir og hafa yfir takmörkuðu fjármagni að ráða.“ — Hvað finnst þér vera hlut- verk leikhúss í nútíma samfélagi, þurfum við leikhús nú á tímum allrar þessarar fjölmiðlunar? „Já, ég held að við þurfum leikhús og við sjáum að í svo til hverju einasta bæjarfélagi, sama hversu lítið það er, er starfrækt leikfélag eða einhvers konar leikhópur. Þar þjónar leikhúsið því hlutverki að vera skapandi vinna fyrir þá sem standa að því, ekki bara til þess að fá áhorfend- ur, þó svo að leikhús sé ekkert án áhorfenda. Ég held að leikhús hljóti að þjóna tilgangi í nútíma samfélagi og ég tel það ekki vera í samkeppni við aðra fjölmiðla, það stendur alltaf sér,“ segir Guðfinna með ákveðni í rödd- inni. Verkið rifið niður Lokaverkefni árgangs Guð- finnu var leikritið The Shadow- box eftir bandaríska leikrita- skáldið Michael Christopher. Þetta leikrit hefur verið þýtt á ís- lensku og ber heitið Ofurefli. Hefur það m.a verið flutt í Ríkis- útvarpinu og sett upp af Leikfé- lagi Húsavíkur. Guðfinna segir að sér þyki á- kaflega vænt um þetta stykki en í því lék hún roskna bóndakonu sem horfir í augu við dauðann, en neitar þó að deyja fyrr en hún sér dóttur sína, sem var þegar látin á undan móður sinni. Eftir að hafa lokið námi úti sneri hún aftur til íslands í sumar og tók hún þá þátt í uppsetningu leik- ritsins í dauðadansi eftir ungan höfund, Guðjón Sigvaldason. Þetta verk var bókstaflega rifið niður af gagnrýnendum og því spurði ég Guðfinnu hvernig til- finning það væri að vera þátttak- andi í verki sem fengi slíka út- reið: „Auðvitað er alltaf leiðin- legt að taka þátt í sýningu sem reynist mjög misheppnuð og gengur ekki neitt. Hún fékk slæma dóma þegar á heildina er litið en við heyrðum þó samt fólk tjá hrifningu sína á verkinu. Það var aðallega gagnrýni Morgun- blaðsins sem fór verst með sýn- inguna, hún birtist fyrst, á föstu- degi, og þá helgi voru 40 miðar afpantaðir.“ — Átti verkið skilið þessa slæmu gagnrýni að þínu mati? „Mér fannst gagnrýni Morgun- blaðsins ganga nokkuð út fyrir það sem ég kalla gagnrýni. Höf- undurinn var aðallega að lýsa viðbrigðum sínum við viðtali við höfund leikritsins sem hún hafði lesið vikuna áður. Henni fannst viðtalið gott en leikrtitð uppfyllti ekki þær vonir sem hún hafði gert sér. Sem dæmi um hina eig- inlegu leikhúsgagnrýni í gagn- rýninni má nefna sem dæmi að leikararnir voru afgreiddir með fjögurra orða setningu!!“ — En hvað ert þú að gera núna? „Núna er ég bara búðarkona, vinn í íslenskum heimilisiðnaði, sel þar jólasveina og allskonar gjafavörur.“ — Ert þú hætt að leika? „Nei, nei, vonandi ekki. Þetta verður bara að hafa sinn gang.“ „Fram, fram fylking“ — En í þeim sýningum sem þú hefur tekið þátt í þá hljóta nú að hafa komið upp einhver skondin atvik. Geturðu sagt mér frá ein- hverju slíku? „Eg held að ég gleymi því aldrei þegar við settum upp fars- ann Élsku Rut í Fjölbrauta- skólanum. Ég átti að koma labb- andi niður stiga ásamt tveimur öðrum og söngla brúðarmarsinn því „dóttir“ mín var um það bil að gifta sig. En ég sönglaði vit- lausan mars, sönglaði „Fram, fram fylking,“ en mér tókst nú að leiðrétta þetta. Svo lék ég í söng- leik úti í vetur þar sem mótleik- kona mín og ég lékum tvær Hollywood-stjörnur. Við vorum með kindabrúður framan á höndunum og áttum að túlka ýmislegt í gegnum þær bakvið tjald, þannig að við sáumst nátt- úrlega ekki. En þar sem mótleik- kona mín var svo lítil þá þurfti ég að hafa hana á herðunum og í atriðinu þegar „kindurnar“ áttu að koma syndandi að eyju þá féll tjaldið niður þannig að þarna stóðum við, eins og illa gerðir hlutir, hún þarna uppi á mér. En þetta reddaðist fyrir horn og ekki sakaði að öll sýningin var í svona „absúrd“ stíl.“ — En hver er eftirminnilegasti leikstjóri sem þú hefur unnið með? „Ætli það sé ekki einn af leik- stjórunum við skólann minn, Andrew Visnevsky. Vinnubrögð hans einkennast af geysilegum aga, hann veit nákvæmlega eftir hverju hann sækist og hann þekkir takmörk hvers leikara mjög vel. En hann fer aldrei yfir mörkin og vinna hans er geysi- lega skipulögð, en húmorinn er aldrei langt undan heldur. Það var mjög gott og lærdómsríkt að vinna með honum, því hann tók vinnuna aldrei of alvarlega". — Að lokum, Guðfinna. Margir leikarar segjast eiga upp- áhaldshlutverk eða hlutverk sem þá langi mikið til þess að takast á við. Átt þú slíkt draumahlut- verk? Guðfinna hugsar sig um góða stund en segir svo: „Eg veit það nú ekki, ég reyni nú bara að gera sem best úr hverju því hlutverki sem ég tek mér á hendur. Jú, ég get kannski nefnt það hlutverk sem mig langar hvað mest til að leika en það er Lafði Macbeth, úr leikriti Shakepeare. Það verð- ur kannski þegar ég verð orðin „stór stelpa,“ sagði Guðfinna Rúnarsdóttir að lokum. HÝR FISKUR Nýkomnar stórar rækjur, harðfiskur og selspik. ■HððHBÍ í m* 1 TRÉSNÍÐI Get bætt við mig verkefnum. Hjörlcifur Jóusson 0 12299 V/S4 E | - - | ^ EUROCABD J Fiskbúð Sólveigar Háholti 35 — Sími 13236 (Gengið inn frá Stillholti) Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþjónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓDBRAUT 13 — SÍMI 11722 Eftirtalin fyrirtæki óska starfsfólki og viðskiptavinum sínum Tgleðilegrajóla meðþökk fyriráriðsem eraðlíða: Tré5imiðja Sigurjóns og Þorbergs Nárstofan Stillholti Z Verslunin Einar Ólafsson Lögmann55tofan Kirkjubraut 11 Qlerslípun Akraness Barbró hf. 5kallagrímur Trico hf. Brautin hf.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.