Fréttablaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.07.2019, Blaðsíða 8
VESTMANNAEYJAR Íris Róberts- dóttir varð bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum eftir sveitarstjórnar- kosningarnar í fyrravor og er fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu. Aðdragandinn að því var hins vegar róstusamur. Sjálfstæðis- f lokkurinn klofnaði eftir ákvörð- un um að halda ekki próf kjör og Íris leiddi klofningsframboðið Fyrir Heimaey. Hún hafði áður verið starfandi í f lokknum síðan hún var sextán ára og meðal ann- ars tekið sæti á Alþingi sem vara- þingmaður. Ve st ma n naey ja r f ag na nú hundrað ára afmæli kaupstaðar- réttinda með veglegum hátíða- höldum, með ávörpum, tónlist- aratriðum og blaðaútgáfu. Bærinn hefur lengi haft töluverða sérstöðu og bæjarbúar gengið í gegnum ýmsar raunir á liðinni öld, þá helst Vestmannaeyjagosið árið 1973. „Ég er fædd í Eyjum 11. janúar árið 1972 og var því rúmlega eins árs gömul í gosinu,“ segir Íris. „Ég hef búið hér nánast alla mína ævi, þó með viðkomu í Reykjavík og Bandaríkjunum.“ Fjölskylda hennar f lutti mjög snemma aftur heim í Eyjar eftir gosið. Íris er kennari að mennt og hlaut íslensku menntaverðlaunin árið 2006 en þá var hún kennari í Hamarsskóla. Íris hefur verið virk í félagsstörfum bæjarins og um tíma var hún formaður íþróttafélagsins ÍBV. Hún er gift og á tvö börn og eitt fósturbarn með manni sínum, Eysteini Gunnarssyni. „Það er svo margt sem gerir þennan stað svo sérstakan,“ segir Íris um Eyjarnar. „Fólkið, náttúr- an, samkenndin, dugnaðurinn og gleðin. Við Eyjamenn erum mjög stoltir af uppruna okkar og erum duglegir við að segja frá og sýna allt sem við höfum upp á að bjóða.“ Eyjarnar hafa gengið í gegnum erfiðleika, svo sem sjóskaða og eldsumbrot. Mótar þetta fólkið? „Já, svona reynsla mótar fólk og þjappar því saman. Það að ganga í gegnum svona raunir er ef ið reynsla en býr líka til samkennd og samstöðu sem alltaf er til staðar þegar verulega reynir á og komið er út fyrir dægurþrasið. Í því þrasi getum við hins vegar verið býsna harðskeytt eins og dæmin sanna.“ Þrátt fyrir að Eyjarnar séu ríkar og mörg af sterkustu útgerðar- félögum landsins þar staðsett þá hafa Eyjamenn þurft að berjast fyrir sínu. Samgöngumálin skipta þar mestu máli og hafa gert lengi. Árið 1874 var ófært í land og Eyjamenn gátu ekki tekið þátt í hátíðarhöldum vegna þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar. Hafa þeir síðan haldið sína eigin þjóð- hátíð. Á miðöldum voru eyjarnar konungseign og gerður var skýr greinarmunur á Íslandi annars vegar og Vestmannaeyjum, eða Vespenö hins vegar. Íris segir fæsta Eyjamenn þó skilgreina sig sem sérstaka þjóð, en einhverja þó. Úrbætur í samgöngumálum Hún segir að samgöngumálin, ásamt heilbrigðismálunum, muni sjálfsagt ávallt verða stærstu mál Eyjamanna gagnvart ríkinu. „Sú barátta er stöðug en við sjáum nú fram á úrbætur í samgöngumálum með komu nýs Herjólfs.“ Árni Johnsen barðist lengi fyrir gerð jarðganga til Eyja og fékk lít- inn hljómgrunn. Með nýrri tækni eru hins vegar f leiri opnir fyrir að skoða þann möguleika. Íris játar hvorki né neitar því. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ljúka þeim rannsóknum sem þarf til að hægt sé að skera úr um hvort jarðgöng af einhverju tagi geti verið framtíðarlausn á sam- göngum á milli lands og Eyja“ segir hún. „Það er nauðsynlegt að fá á hreint hvort þessi kostur sé inni í myndinni eða ekki. Við þurfum í þessum efnum að hugsa marga ára- tugi fram í tímann og þurfum að taka stefnuna annaðhvort á ferju- siglingar um fyrirsjáanlega fram- tíð, með tilheyrandi hafnarmann- virkjum, eða göng af einhverju tagi sem framtíðarlausn.“ Hvað varðar heilbrigðismálin þá hefur verið langvarandi lækna- skortur í Eyjum. Það er mjög áhættusamt að fæða í Eyjum því að þar hefur hvorki verið starfandi skurðlæknir né svæfingalæknir. Þetta er eitt af helstu verkefnum Írisar rétt eins og forvera hennar. Skerðing í þjónustu „Við erum mjög óánægð með þá skerðingu sem orðið hefur í heil- brigðisþjónustunni hérna. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á um úrbætur í þeim efnum. Það hefur mjög dregið úr barnsfæðingum hér vegna skertrar þjónustu. Til dæmis þá fæddist aðeins eitt barn hérna í fyrra.“ Íris hefur nú verið starfandi sem bæjarstjóri í rúmlega eitt ár. Í kringum kosningarnar í fyrra var áþreifanlegur kurr í bæjarbúum vegna klofningsins í Sjálfstæðis- f lokknum, langstærsta f lokki bæjarins. Eru sárin að gróa? „Það hefur talsvert gengið á þetta rúma ár frá kosningum enda margir að fóta sig í nýjum hlutverkum í bæjarpólitíkinni. Ég treysti þó að við sem fengum það hlutverk frá bæjarbúum að sitja í bæjarstjórn munum bera gæfu til að bæta okkur í samskiptum og vinna betur saman, þótt skoðanir séu skiptar í einstaka málum. Þrátt fyrir allt eru nefnilega f lest mál afgreidd samhljóða.“ Erfið reynsla býr til samstöðu Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með veglegum hátíðahöld- um. Íris Róbertsdóttir er fyrst kvenna til að gegna stöðu bæjarstjóra í bænum. Hún er fædd í Eyjum og var rúmlega ársgömul í gosinu. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Það hefur talsvert gengið á þetta rúma ár frá kosningum enda margir að fóta sig í nýjum hlutverkum í bæjarpólitík- inni. Ég treysti þó að við sem fengum það hlutverk frá bæjarbúum að sitja í bæjar- stjórn munum bera gæfu til að bæta okkur í samskipt- um og vinna betur saman. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest- mannaeyja Frá Goslokahátíðinni í fyrra. Í ár verður sérstaklega vegleg hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis kaupstaðarréttinda bæjarins. MYND/VESTMANNAEYJABÆR UMHVERFISMÁL Vatnajökulsþjóð- garður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heims- minjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í gær á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Svæðið er einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúrunnar, samspils elds og íss og þeirrar jarð- fræðilegu fjölbreytni sem af því leiðir og er sýnileg á yfirborði þjóð- garðsins. Landsvæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12% Íslands eru þannig komin á heimsminjaskrá UNESCO sem einstakar náttúru- minjar. Tillaga ríkisstjórnarinnar um að Vatnajökulsþjóðgarði yrði bætt á heimsminjaskrána var afhent skrif- stofu heimsminjasamningsins í París í lok janúar 2018. Frá þeim tíma hefur tillagan verið til gaumgæfilegr- ar skoðunar og úttektar hjá Alþjóð- legu náttúruverndarsamtökunum IUCN sem eru heimsminjanefndinni til aðstoðar við að meta heimsminja- gildi, upprunaleika, heilleika og verndarstöðu staða sem tilnefndir eru á skrána vegna náttúrufars. „Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heimsminjaskrána er stórbrotin – með ævintýralegum hraunmynd- unum, svörtum söndum, fágætum gróðurvinjum, víðernum sem eiga fáa sína líka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þessa viðurkenningu dýrmæta og án vafa verða lyftistöng fyrir svæðið. „Við berum ábyrgð á þessu stórbrotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heiminn og framtíðina. Ísland átti fyrir tvo staði á heims- minjaskránni, Þingvelli og Surtsey. – smj Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 0 -8 3 5 0 2 3 6 0 -8 2 1 4 2 3 6 0 -8 0 D 8 2 3 6 0 -7 F 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.