Fréttablaðið - 06.07.2019, Page 72

Fréttablaðið - 06.07.2019, Page 72
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR Ég hef lengi reynt að ganga í takt við þjóð mína enda er ég pólitískt rétthugsandi gamall maður. Enginn vill vera úthrópaður af feisbúkk og komm­ entakerfinu sem beiskt gamal­ menni sem allt hefur á hornum sér. Það er miður hversu oft ég hef ekki hugmynd um hvaða skoðun er rétt og þjóðinni hugleiknust. Ég er því þakklátur fyrir endur­ tekna gúrkutíð á fjölmiðlum sem verður til þess að menn neyðast til að búa til fréttir til að fjalla um. Oftast verður fyrir valinu að efna til tilgangslausrar skoðanakönn­ unar þar sem hringt er í nokkur hundruð manns og þeir spurðir um ýmis þjóðþrifamál. Viltu hafa neyðarf lugbraut í Vatnsmýrinni eða viltu heldur deyja í sjúkrabíl í umferðarteppu við Landspítalann? Viltu láta f lytja hrátt kjöt til landsins, upp­ fullt af dularfullum bakteríum og fúkkalyfjum? Viltu fá til landsins stórhættulega og skuggalega f lóttamenn sem taka vinnu og húsnæði frá innfæddum? Borð­ arðu gómsætan og þjóðlegan þorramat? Hefurðu nokkrar áhyggjur af hamfarahlýnun jarð­ ar? Viltu afsala öllum orkugjöfum landsins til vondra útlendinga og samþykkja orkupakkann? Sláandi niðurstöðum þess­ ara símakannana er venjulega slegið upp á forsíðu og stundum er fjallað um málið í leiðara. Verst er hversu hlutfall svarenda er lítið og spurningarnar leiðandi en hvað gerir það til? Allir græða! Fjölmiðillinn birtir innihalds­ lausar ekki­fréttir í nokkra daga. Almannatenglar fá peninga fyrir að hringja í fólkið. Síðast en ekki síst eru þessar skoðanakannanir leiðbeinandi fyrir mig og forða mér frá því að þurfa að setja mig inn í málin. Kannanir LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS HLUTUM SKILYRÐISLAUST Tilboðið inniheldur tvö pizzadeig, pizzasósu, ost, pepperoni, skinku og grænmetisbakka. Gildir út morgundaginn. 0 6 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 0 -5 B D 0 2 3 6 0 -5 A 9 4 2 3 6 0 -5 9 5 8 2 3 6 0 -5 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.