Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 16

Fréttablaðið - 01.08.2019, Page 16
Hlöðufell er einn tilkomumesti móbergsstapi á Íslandi en stapar eru eldfjöll sem myndast undir jökli eða íshellu. Stærstur þeirra er Eiríksjökull en frægastur án efa sjálf Drottningin Herðubreið, en Hlöðufelli svipar mjög til hennar, ekki síst úr suðri. Hlöðufell er 1.188 metra hátt og liggur milli Laugarvatns og Langjökuls. Það er umkringt glæsilegum fjöllum eins og Skjaldbreið, Högnhöfða, og Jarlhettum en af toppnum sést Þóris- jökull og sunnanverður Langjökull einnig vel. Óhætt er að mæla með göngu á Hlöðufell en á jeppa er auð- velt að komast að rótum fjallsins. Er þá oftast ekinn fjallvegur upp frá Laugarvatni eða fylgt línuvegi norðan Skjaldbreiðs sem liggur út frá veginum norður að Kaldadal og Húsafelli. Líkt og á Herðubreið er aðeins ein örugg gönguleið upp Hlöðufell og hefst hún sunnan við fjallið við Hlöðuvelli. Þarna er nýlegur skáli Ferðafélags Íslands og fallegt tjaldstæði. Fylgt er göngustíg skammt norðan við skálann en hærra á sökkli fjallsins eykst brattinn og í klettabeltinu getur verið laust undir fæti. Þarna er mikilvægt að fara var- lega svo allir komist klakklaust í gegnum klettana. Ofan þeirra tekur við aflíðandi stallur uns komið er að snævi þakinni dalhvilft sem gengið er eftir, oftast á snjó. Við enda hennar tekur við aflíðandi stórgrýtt brekka upp að tindinum. Þar bíður reisuleg varða en skammt frá er tvíhöfða stöðumælir sem einhverjir húmoristar grófu kirfilega niður fyrir allmörgum árum. Þarna er frábært útsýni til allra átta en stöðu- mælirinn fær ávallt töluverða athygli líka. Fylgt er sömu leið niður af fjallinu en ef skyggni versnar er skynsamlegt að fylgja GPS-hnitum í gegnum kletta- beltið, enda slóðinn oft ógreinilegur. Göngu á Hlöðufell er auðvelt að skipuleggja sem dagsferð úr Reykjavík en fyrir þá sem vilja staldra lengur við á Hlöðuvöllum er óhætt er að mæla með göngu á Högnhöfða. Einnig er tilvalið að kíkja á hell- inn Jörund austan við Hlöðufell en hann var friðaður 1985. Loks er frábær gönguleið frá Rótarsandi þar sem Brúará á upptök sín, en þar treður þessi vatns- mikla á sér í gegnum stórfengleg gljúfur, Brúarárskörð, að sumarbústaðabyggðinni í Brekkuskógi sem flestir þekkja. Í Brúar- árskörðum er fjöldi tilkomumikilla fossa og sjást sumir þeirra spýtast beint út úr bergstálinu. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Stapi með stöðumæli Útsýni af Hlöðufelli er frábært. Hér er horft til norðurs að Langjökli en stöðumælirinn sést hægra megin við toppinn. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Hlöðufell er stapi en úr suðri líkist það óneitanlega sjálfri Herðubreið. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Ganga upp klettabeltið er nokkuð brött en útsýnið er frábært, m.a. að Skjaldbreið. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON TILVERAN 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 6 -2 3 2 4 2 3 8 6 -2 1 E 8 2 3 8 6 -2 0 A C 2 3 8 6 -1 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.