Mosfellingur - 04.07.2019, Qupperneq 18
Fjallahjólamót
Fimmtudaginn
29. ágúst
kl. 19:0030
KM
16
KM
Hjólað um stíga innan Mosfellsbæjar
Nánar á Facebook Hjóladeild AftureldingAr
- Fréttir úr bæjarlífinu18
Nemendur í FMOS ferðuðust til Cuenca á
Spáni í vor. Þar sóttu þeir spænskuskóla og
gistu hjá spænskum fjölskyldum. Ferðin
var hluti af valáfanganum SPÆN1ES05 -
Spænskuskóli í Cuenca.
Cuenca er um 60 þúsund manna bær í
um klukkustundarfjarlægð frá Madrid og
gefur sig út fyrir að vera náms- og útivist-
arbær.
Fáir enskumælandi íbúar
Skólinn heitir True Spanish Experience
og sérhæfir sig í spænskukennslu fyrir
útlendinga. Cuenca er tilvalinn staður til
að læra spænsku því þar eru fáir ensku-
mælandi íbúar og þurfa nemendur að vera
mjög fljótir að læra að bjarga sér á tungu-
málinu.
Kennslustundir byrjuðu klukkan 9:30 á
morgnana en eftir hádegi, í siestu, komu
fjölskyldurnar að sækja nemendur til að
fara heim að borða. Seinnipartinn var
kennslan með öðru sniði en þá var spænska
kennd meðfram mismunandi viðfangsefn-
um utan kennslustofunnar. Til dæmis fóru
nemendur á matreiðslunámskeið, í göngu-
ferðir og á kanó.
Björguðu sér frá fyrsta degi
Nemendur og kennarar voru sammála
um að ferðin hafi verið frábær í alla staði.
Það var ótrúlega skemmtilegt að sjá nem-
endur bjarga sér strax frá fyrsta degi með
því að tala við fjölskyldurnar sínar og
kennara á spænsku, panta sér leigubíla og
mat. Nemendur töluðu um að dvölin hjá
fjölskyldunum hafi verið mikil lífsreynsla,
lærdómsrík og gefið þeim góða innsýn í
spænska menningu.
Síðasta deginum eyddu nemendur og
kennarar í Madrid þar sem hópurinn skoð-
aði öll helstu kennileiti og naut lífsins.
Frábær ferð nemenda úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ • Gistu heima hjá spænskum fjölskyldum í Cuenca
Nemendur FMOS í spænskuskóla til Spánar
Mosfellingurinn Aníta Hulda Sigurðardóttir útskrifaðist
á dögunum sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund.
Hún fékk hæstu meðaleinkunn stúdenta á Félagsfræði-
og sögulínu MS í vor. Áður gekk hún í Varmárskóla.
Í framhaldi af því var hún valin sem kransaberi á 17.
júní sem fulltrúi nýstúdenta í bóknámi. Hún bar krans-
inn fyrir forseta Íslands að styttu Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli. Eftir þá athöfn þá bar hún kransinn að leiði
Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu,
með borgarstjórn.M
yn
d/
H
ra
fn
hi
ld
ur
H
ra
fn
ke
ls
dó
tt
ir
Bar kransinn á
þjóðhátíðardaginn
Aníta Huld nýstúdent frá MS
hátíðleg stund á 17. júní
Næsta blað eftir sumarfrí
kemur út 27. ágúst
Þarft þú að koma
einhverju á framfæri?
Mosfellingur er borinn út í hvert hús og
fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.
Skilafrestur efnis/auglýsinga
er föstudaginn 23. ágúst.
mosfellingur@mosfellingur.is