Mosfellingur - 04.07.2019, Side 22
- Mosfellingurinn Bernhard Linn22
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Jón K. Sæmundsson og úr einkasafni.
Bernhard Linn eða Benni eins og hann er ávallt kallaður er með bíladellu á háu stigi og hefur ekið
bílum svo lengi sem hann man eftir sér.
Hann ætlaði sér alltaf að verða bifvéla-
virki en fann fljótt út að það heillaði hann
meira að sitja undir stýri og starfa sem
atvinnubílstjóri.
Benni hefur átt hátt í 50 fólks- og vöru-
bíla um ævina, nokkur mótorhjól og fjór-
hjól en fyrsta bílinn eignaðist hann 16 ára
gamall, Renault „hagamús“ árgerð 1954.
Bernhard er fæddur í Reykjavík 1. októ-
ber 1942. Foreldrar hans voru þau Arndís
G. Jakobsdóttir starfsmaður á Álafossi og
símamær og Irving Linn hermaður í banda-
ríska hernum. Faðir Benna var sendur frá
Íslandi áður en Benni fæddist og hann
hefur aldrei hitt föður sinn.
Benni á þrjá bræður samfeðra, Kenneth,
Edward og Eric og hefur hann hitt tvo af
þeim en Edward lést árið 1996.
Svínahirðir og sjoppustjóri
Benni hefur búið hér alla sína ævi og er
því rótgróinn Mosfellingur. Fyrstu fjögur
ár ævi sinnar bjó hann í Tjaldanesi í Mos-
fellsdal með móður sinni og afa sínum og
ömmu en flutti síðan í bragga sem stóð efst
í Ullarnesbrekkunni.
„Ég byrjaði að vinna 12 ára gamall á
Álafossi, var svínahirðir, vann á traktor og
svo var ég sjoppustjóri í tvö ár,“ segir Benni
þegar við rifjum upp æskuárin hans.
„Ég gekk í Brúarlandsskóla og þar voru
frábærir kennarar. Það var alltaf gaman í
skólanum og mér gekk vel að læra.“
Dvergarnir sjö
Benni hefur alltaf verið góður í sundi
enda alinn upp í innisundlauginni á Ála-
fossi. Þar tók hann líka afreksstig en Klara
Klængsdóttir kenndi honum sundtökin.
Krakkarnir úr sumarbústöðunum í Reykja-
hverfinu komu oft í sund og þá var kátt á
hjalla.
„Ég æfði knattspyrnu og frjálsar yfir
sumartímann á Tungubökkum og á ungl-
ingsárunum æfði ég handbolta.
Þá var skotið í mark í kjallara í
Brúarlandi en Afturelding æfði
líka í Hálogalandi í Reykjavík.
Ég spilaði í tvö ár á Íslands-
móti í handknattleik með Aftureldingu með
liði sem gekk undir nafninu Dvergarnir sjö.
Það nafn kom til því allir voru svo hávaxnir
nema ég. Það gekk vel hjá okkur og einn
veturinn fékk ég að taka öll vítaköstin. Ég
skoraði úr þeim öllum nema einu sem ég
fékk að taka aftur af því að dómarinn var
ekki búinn að flauta og ég skoraði.“
Forljótur og erfiður í akstri
„Ég er með bíladellu á háu stigi og eign-
aðist mitt fyrsta mótorhjól 15 ára gamall
og fyrsta bílinn 16 ára, Renault „hagamús“,
segir Benni og brosir. „Ég fór í iðnskóla á
Reykjalundi að læra bifvélavirkjun en áttaði
mig fljótt á því að mér fannst meira spenn-
andi að keyra bílana heldur en
að gera við þá og fór þá að starfa
sem atvinnubílstjóri.
Fyrsti vörubíllinn sem ég
starfaði á var forljótur og erfiður í akstri,
grjóthastur og þungur í stýri. Á þessum
tíma voru flestir vegir malarvegir, oftast
holóttir og allt leiddi þetta upp í skrokkinn
á manni.
Bílarnir hafa breyst til hins betra og þró-
unin er gífurleg, ekki síst fyrir bílstjórann.
Flestir vörubílar eru nú með loftfjöðrun á
hverju hjóli, stýrishúsið á loftpúðum og
sætið á loftfjöðrum og langflestir eru sjálf-
skiptir. Það er ekkert mál að keyra stóra bíla
í dag, bara gaman.“
Kynntust í Dalnum
Benni kynntist eiginkonu sinni, Dag-
björtu Pálmeyju Pálmadóttur, eða Döggu
eins og hún er ávallt
kölluð, í partýi í
Dalsgarði. Þau giftu
sig 1970 og byrjuðu
búskap sinn í Hlíð-
artúni en byggðu sér
svo hús við Merkja-
teig. Í dag hafa þau
komið sér vel fyrir á
Eirhömrum.
Benni og Dagga
eiga fimm börn,
Arndísi Guðríði
f. 1970, Pálma f.
1972, Steinunni f.
1977, Ágúst f. 1979
og Hauk f. 1982.
Barnabörnin eru tíu
talsins.
„Við Dagga höf-
um verið dugleg að
ferðast í gegnum tíðina, höfum
átt húsbíla í yfir tuttugu ár, fyrsti
hét Kátur svo kom Skútinn og
svo Langintes.
Við höfum farið víða með
börnunum okkar og barna-
börnum og eins með húsbíla-
félaginu.“
Unnið alla daga vikunnar
„Maður hefur komið víða við í akstr-
inum í gegnum tíðina. Ég keyrði sendibíl
fyrir Kaupfélag Kjalarnesþings og vörubíl
hjá Haraldi Guðjónssyni og mági hans
hjá Sandi og möl. Ég vann í námu fyrir
Vinnuvélar, keyrði hjá Steypustöðinni,
Vörubílastöðinni Þrótti og hjá bækistöð
Reykjavíkurborgar í 17 ár.
Vinnudagarnir voru oft ansi langir, allt
frá hálfátta á morgnana til ellefu á kvöldin
alla daga vikunnar, laugardaga og marga
sunnudaga.
Maður setti nú ekki fyrir sig að skreppa á
ball á laugardagskvöldum þótt maður þyrfti
að mæta til vinnu daginn eftir,“ segir Benni
og glottir.
Lærði mikið um mannleg samskipti
Árið 1970 stofnaði Benni jarðverktaka-
fyrirtækið Hengil ásamt félögum sínum
Jóni Sverri í Varmadal og Níelsi Unnari á
Helgafelli. Á þessum tíma var mikil upp-
bygging í Mosfellsbæ og þeir félagar tóku
að sér gatnagerð og húsgrunna og það var
unnið myrkranna á milli.
Benni var einn af stofnendum Litlu bíla-
stöðvarinnar, leigubílastöðvar sem starf-
rækt var í Mosfellsbæ í nokkur ár. Hann
keypti sér leigubíl og ákvað að hvíla sig á
vörubílaakstri.
Í leigubílaakstrinum segist hann hafa
lært mikið um mannleg samskipti og telur
sig reynslunni ríkari.
Litla bílastöðin sameinaðist síðan Hreyfli
og þar keyrði Benni í nokkur ár. Samhliða
leigubílaakstrinum starfaði hann í sveita-
stjórnarmálum í átta ár, þar af tvö ár sem
framkvæmdastjóri íþróttamannvirkja.
Hefur unnið til margra verðlauna
Benni hefur lengi haft áhuga á flugi og
hefur flogið mikið á einkavélinni TF-SPA.
Hann starfaði með Junior Chamber og
Lions í tíu ár en bridds hefur spilað mjög
stóran sess í lífi hans alveg frá því hann var
unglingur og hann spilar enn.
Hann byrjaði að spila með Mosfellingum
í Hlégarði en síðan á hinum ýmsu stöðum
eftir það. Hann fór í þrjár keppnisferðir
erlendis og hefur unnið til margra verð-
launa.
Ég spyr Benna að lokum hvað sé
skemmtilegast við að spila bridds? „Þetta
reynir mikið á mann sem er gaman því
þetta er hugaríþrótt og ekki skemmir svo
félagsskapurinn fyrir,“ segir Benni er við
kveðjumst.
Fyrsti vörubíllinn sem ég
starfaði á var forljótur
og erfiður í akstri, grjóthastur
og þungur í stýri.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Bernhard Linn atvinnubílstjóri er með bíladellu á háu stigi og hefur átt um 50 fólks- og vörubíla um ævina
HIN HLIÐIN
Áttu þér óuppfylltan draum? Já, að
afkomendur mínir eigi farsæla framtíð.
Hver kom þér síðast á óvart og
hvernig? Stefán Ómar, hann vildi fá mig
á framboðslista fyrir síðustu kosningar,
það var mjög óvænt.
Hvað keyptir þú síðast fyrir heimilið?
Ryksugu.
Hverju myndir þú breyta á íslandi
ef þú ættir þess kost? Myndi vilja sjá
nýja stjórnarskrá og að í henni væri að
þingmenn þyrftu að standa við gefin
loforð eða ella verði reknir af þingi.
Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki
um? Ég er algjörlega laglaus en mig
langar alltaf til að syngja.
Uppáhaldsverslun? Bílanaust.
Hvaða matur freistar þín?
Hangikjöt með uppstúf, kartöflum,
grænum baunum og rauðkáli.
Hver myndi leika þig í Bíómynd?
Georg Clooney.
Dagga og Benni ásamt börnum, Ágúst, Arndís, Steinunn, Pálmi og Haukur.
benni við tf-spa á tungubökkum
á fermingardaginn
bræðurnir
benni og eric
Bílarnir hafa breyst til hins betra