Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 31.05.2012, Qupperneq 4
Gísli Hjartarson bloggar: Til hamingju Tryggvi Glæsilegt mark, frábært met, met sem sennilega verður seint slegið. Ekki leiðinlegt að hafa orðið vitni að þessu fína marki. Nú er að halda haus og bæta aðeins við þetta!!! Til hamingju félagi! http://fosterinn.blog.is Fréttir / Fimmtudagur 31. maí 20124 ° ° Úr bloggheimum: Georg Eiður Arnarson bloggar: Hetjur hafsins... ... halda upp á sjó- mannadaginn um næstu helgi. Mig langar að tileinka sjómannadaginn að þessu sinni konum sjómanna en mér finnst stundum vanta töluvert upp á að mikilvægi konunnar í lífi sjó- manns ins séu gerð góð skil. Enda er það í flest um tilvikum í hlutverki konunnar að hugsa um allt sem viðkemur heimilinu, börnunum, fjármálunum og svo framvegis. En svona í tilefni sjómanna - dagsins, lítil saga sem aldrei hefur verið sögð: Í nóvember 1994 var ég staddur á báti mínum úti við Urðavita að draga lítið síldarnet sem ég hafði lagt þar til þess að ná mér í beitu. Á meðan ég var að draga það, kulaði aðeins að norðan og var ég svo óheppinn að fá netið í skrúf - una. Mér til happs þá voru þeir á Létti einmitt á ferðinni þarna um sama leyti, ég gaf þeim merki og þeir komu og drógu mig inn að smábátabryggju, þar sem trébrygg j - urnar eru. Hringdi ég þá í konuna, Matthildi, sem kom niður á bryggju ásamt dóttur okkar, Margréti, nýorðin fjögurra ára. Fékk ég konuna til að halda í spottann á bátnum, en ég hafði fest hníf á spýtu og var að reyna að skera úr skrúfunni á meðan Margrét stóð álengdar og fylgdist með. Eftir nokkra stund bað ég konuna um að strekkja vel á bandinu þannig að hún tók skref aftur á bak. Við höfðum ekki tekið eftir því, þar sem það var farið að skyggja og hálfkalt, að Margrét hafði laumað sér upp að móður sinni til þess að fá skjól, en bakkaði um leið og móðir hennar og féll við það í höfnina. Ekkert hljóð heyrðist annað en lítið skvamp, og þegar ég leit við blasti við Margrét litla í höfninni að sökkva. Móðir hennar kastaði sér eftir henni, án þess að hika, greip utan um barnið og hélt þeim á floti með því að synda með löppunum. Ég stökk þegar til og ætlaði að taka barnið, en sjokkið og áfallið var svo mikið að konan neitaði í fyrstu að sleppa og varð ég að tala við hana í smá stund áður en hún fékkst til að sleppa barninu og rétta mér hana. Það eru engir stigar við gömlu trébryggjurnar og lentum við í raun og veru í smá vand - ræðum að koma konunni upp á bryggjuna. En það hafðist. Við flýttum okkur strax heim og þar sem þetta var svolítið neyðarlegt slys hjá okkur, þá ákváðum við að segja ekki frá þessu þá. En þar sem Margrét okkar er nú orðin ung og falleg kona og farin að búa, fannst mér rétt að segja frá þessu. Svo að á sama tíma og ég óska sjómönnum til hamingju með daginn, þá langar mig að óska konum sjómanna sérstaklega til hamingju með sjómannadaginn. Því hvar værum við án þeirra, enda eru þær svo sannarlega hetjur hafs - ins þegar á reynir. http://georg.blog.is Ég vil byrja á því að þakka mínum nýja uppáhaldsvini, Kristófer Helga, fyrir áskorunina og vona að ég geti staðið undir þeim fallegu orðum sem þessi annars ágæti drengur hafði um mig í síðasta blaði Frétta. Hins vegar verður leyndarmálið um sósulitinn fræga ekki gefið upp hér en kappinn er að vinna að frekari þróun hans, á milli þess sem hann vaskar upp. Þar sem sumarið á nú að heita komið, þá ætla ég að bjóða upp á naut, lamb og svín á grillið og að sjálf- sögðu er algjörlega nauðsynlegt að húsbóndinn sé með bauk í hönd við þetta grillerí. Verði ykkur að góðu! Teriyaki-nautalund Nautalund Salt og svartur pipar 2 dl teriyaki-sósa og 2 dl ólífuolía Kryddið nautalundina með salti og pipar, blandið teriyaki sósunni og ólífuolíunni saman, hellið yfir kjötið og látið standa í 3-4 klukku - stundir. Grillið kjötið við meðal - hita í 15 mínútur og snúið því við öðru hvoru. Pakkið því inn í ál - papp ír, látið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Gott er að hafa með þessu bökunarkartöflur, bearnaissósu, salat, sósu og maís- salat. Maíssalat 2 msk. léttmajones hálf dós sýrður rjómi karrí, eftir smekk 1 laukur, smátt skorinn 2 dl maískorn Majonesi og sýrðum rjóma hrært saman og svo restinni bætt við. Gómsætir grillkoddar 2-3 innanlærisvöðvar, líka hægt að nota svínalund 50 gr sveppir ¼ rauð paprika 10-15 grænar ólífur, gjarnan fylltar (má sleppa eða nota sólþurrkaða tómata) 50 gr fetaostur 2 hvítlauksgeirar, pressaðir fínrifinn börkur af 1 sítrónu 2 msk. pestósósa 1 tsk. oreganó salt og pipar 2 msk. olía Leggið vöðvana á bretti og skerið djúpan vasa inn í hliðina á hverjum þeirra. Reynið að skera ekki í gegn. Saxið grænmetið og blandið öllu saman. Fyllið hvern vasa vel af blöndunni og lokið vel með grill- spjótum, helst úr málmi. Penslið kjötið með olíu og kryddið að utan með salti og pipar. Grillið við góðan meðalhita í 8-10 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið standa í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Gott er að hafa með þessu salat, heita sósu, grillaða tómata og fylltar kartöflur. Bökunarkartöflur með pestó- fyllingu 4 bökunarkartöflur Ólífuolía Gróft salt 2-3 msk. parmesanostur, rifinn 1 msk. grænt pestó 2-3 msk. ólífur,saxaðar Salt og nýmalaður pipar rifinn mozzarella ostur Hitið ofninn í 180. Penslið kartöflurnar með ólífuolíu og þekið þær með grófu salti. Pakkið þeim inn í álpappír og bakið í ofninum í ca. 45 mínútur. Fjarlægið álpapp - írinn og skerið kartöflurnar í tvennt. Skafið sem mest innan úr þeim og setjið í skál. Blandið öllu saman og kryddið eftir smekk. Setjið fyllinguna í kartöfluhelm - ingana og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Grilluð svínalund, fyllt með stóra Dímoni og beikoni 2 grísalundir 1 stóri Dímon 2 msk. þurrsteikt beikon, smátt saxað 2 msk. olía salt og pipar Skerið ostinn í bita og hnoðið beikonkurlið vel saman við. Mótið 2 u.þ.b. 20 cm lengjur úr ostinum, vefjið plastfilmu utan um þær og frystið. Stingið gat á lundina eftir henni endilangri með löngum og mjóum hníf, reynið að hafa gatið frekar vítt svo að auðvelt sé að stinga ostinum inn í lundina. Pensl ið svo kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið á meðalheitu grillinu þar til kjötið verður fallega brúnt, lækkið þá hit - ann og grillið í 15 mínútur. Snúið kjötinu reglulega. Gott er að hafa með þessu grillað grænmeti, Stóra Dímon sósu og gráðostakartöflur. Gráðostakartöflur 6-8 kartöflur 2 tsk. gróft salt 1-2 msk. ólífuolía 125 gr gráðostur Sneiðið kartöflurnar, raðið þeim í eldfast mót og stráið salti yfir þær. Dreypið á þær ólífuolíu og dreifið svo gráðosti yfir. Bakið þær í um 25 mínútur við 250°. Og nú vandast málið. Úrvalið af góðum kokkum allt í kringum okkur er svo gífurlegt að það liggur við að ég dragi um það hvern á að skora á en ég held samt að áskor - unin detti á hana Rakel mína Einarsdóttur í 66° norður. Hún er algjör snillingur í eldhúsinu og elskar að halda matarveislur, líkt og sumir. Takk fyrir mig! Vikumatseðill Lóu hans Bigga Matgæðingur vikunnar: Í síðustu viku voru haldnir útskrift - artónleikar Tónlistarskóla Vest - mannaeyja. Þar sýna nemendur skólans afrakstur vetrarstarfsins en þar má finna krakka sem eru að feta sín fyrstu skref upp tónstigann og svo þá sem eru komnir mun lengra og farnir að ná mjög góðum tökum á viðkomandi hljóðfæri. Ein þeirra sem tilheyra síðarnefnda hópnum er Ásta María Harðardóttir en hún fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í þverflautu. Ásta María er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Ásta María Harðardóttir. Fæðingardagur: 16. ágúst 1996. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldarar mínir heita María Guðbjörg Pálmadóttir og Hörður Óskarsson. Ég á tvö eldri systkini, Pálma og Elínu Ósk. Draumabíllinn: Bara einhver flott - ur bíll. Er ekkert í bílum. Uppáhaldsmatur: Kjúklingaréttur - inn hennar mömmu. Versti matur: Finnst svið og þorra- matur ekkert sérstaklega gott. Uppáhalds vefsíða: Er það ekki facebook og youtube? Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Alls konar tónlist. Hlusta mikið á FM957 og finnst tónlistin þar fín. Aðaláhugamál: Fótbolti og þver- flauta. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég held ég væri til í að hitta Ronaldo, leikmann Real Madrid. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mér finnst alltaf mjög fallegt á Sauðárkróki. Amma mín býr þar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og Manchester United eru uppáhaldsfélögin mín. Wayne Rooney og Nemanja Vidic. Ertu hjátrúarfull: Nei get ekki sagt það. Stundar þú einhverja hreyfingu: Er á fullu í fótboltanum og svo labba ég mikið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi mikið á Nágranna og svo finnst mér spennuþættir skemmtilegir, t.d. Bones. Hvaða viðurkenningar fékkstu við útskriftina: Ég fékk viður - kenningu fyrir góðan námsárangur í vetur í þverflautuleik. Kláraði miðstigið um jólin. Hvað ertu búin að spila lengi á þverflautu: Þetta er tíunda árið mitt í Tónlistarskólanum. Ég byrj - aði, eins og svo margir aðrir, á blokkflautu. Síðan færði ég mig yfir í þverflautuna og lærði aðeins líka á píanó. Núna einbeiti ég mér bara að þverflautunni. Ætlarðu að læra meira á þver- flautu: Já ég stefni að því að klára efsta stigið. Hentar vel að spila á þverflautu og spila fótbolta þess á milli: Þetta er ekkert líkt. En ég hef tíma fyrir hvort tveggja og hef gaman af því bæði að spila fótbolta og á þverflautu. Það er mismunandi félagsskapur í hvoru tveggja og gott að geta talað við þá sem hafa vit, bæði á fótbolta og tónlist. Eitthvað að lokum: Hvet alla þá sem eru í tónlistarnámi til að halda áfram og stefna enn hærra. Ætlar að klára efsta stigið Eyjamaður vikunnar: Eyjamaður vikunnar er Ásta María Harðardóttir. Matgæðingur vikunnar er Ólöf Jóhannsdóttir. Kirkjur bæjarins: Landakirkja Fimmtudagur 31. maí fardagar Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta í Safnaðarheimilinu alla virka daga. Vaktsími presta er 488 1508. Æfing Kórs Landakirkju fellur niður. Laugardagur 2. júní Kl. 17. Tónleikar Bústaðakórsins í Safnaðarheimilinu, auk Kammer - kórs stúlkna í Bústaðakirkju. Tileinkaðir Guðna í Landlyst og útsetningum hans, m.a. á lögum Oddgeirs Kristjánssonar. Organisti Bústaðakirkju er Jónas Þórir frá Jaðri. Stjórnandi Kammerkórsins er Svava Kristín Ingólfsdóttir. Sjómannadagurinn, sunnudagur 3. júní Kl. 13. Sjómannaguðsþjónusta. Bústaðakórinn og Kammerkór Bústaðakirkju syngja. Organisti Jónas Þórir og kórstjóri stúlkna - kórsins er Svava Kristín Ingólfs - dóttir. Sjómannabörn lesa úr Ritningunni. Sr. Kristján Björnsson messar ásamt sr. Pálma Matthías - syni, sem prédikar. Í lok guðs - þjónustu er borinn krans til minn - ingar um látna sjómenn að minnis- varðanum um drukknaða og hrap - aða, þar sem Lúðrasveit Vest - manna eyja mun flytja tónlist samkvæmt dagskrá Sjómanna - dagsráðs. Aðventkirkjan Laugardaginn 2. júní Kl. 11:00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir börn og full - orðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is Kl. 12:00 Guðsþjónusta. Þóra Sigríður Jónsdóttir prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is. Hvítasunnu - kirkjan Fimmtudagur 31. maí Kl. 20:00 Brauðsbrotning með bænastund. Sjómannadagur, sunnudagur 3. júní Kl. 11:00 Samkoma, Snorri Óskars - son prédikar, lifandi lofgjörð. Ath. breyttan samkomutíma á sjó- mannadag! Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.